Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ heldur manni ungum að vinna að hugðarefnum sínum,“ sagði Halldór Halldórsson á Hróf- bergi í Hólmavíkurhreppi, en hann hefur nýlokið við að smíða glæsi- legan sólpall og skjólvegg um- hverfis íbúðarhúsið sitt þótt hann vanti ekki nema þrjú ár í áttrætt. „Ég er að dunda mér við þetta að gamni mínu til að hafa eitthvað fyrir stafni og ég ætlaði mér alltaf að verða smiður en ekki bóndi þeg- ar ég var yngri,“ sagði Halldór en hann hefur búið á Hrófbergi í rúma hálfa öld og einn síðustu tvö árin eða síðan eiginkona hans, Svava Pétursdóttir, lést. „Það varð mér mikið áfall að missa hana og ég hef lést um næst- um tuttugu kíló síðan því ég er ekki nógu duglegur við matseldina. Ég elda mér oftast eitthvað auðvelt svo sem eins og grjónagraut þótt ég kunni nú að matreiða fleira. Við Svava kynntumst unglingar þegar ég var hjá afa mínum og ömmu á Stakkanesi en hún bjó þá hér á Hrófbergi. Þá komu kýrnar stund- um saman og þá sáumst við fyrst en hittumst síðan ekki aftur fyrr en um tvítugt á dansleik á Hólmavík og þar voru örlögin ráðin. Flest börnin mín eru hér í nágrenninu og ég hef verið einstaklega heppinn með öll tengdabörnin svo ég er nú ekki alveg einn.“ Halldór og kona hans stunduðu lengst af hefðbundinn búskap með kýr, kindur og hænsni en síðustu árin eingöngu með sauðfé sem hann hætti með þegar kona hans lést. „Hún hafði mikið dálæti á kúnum og þær voru hennar uppá- haldsskepnur en mér þótti skemmtilegra að vinna við féð en kindurnar voru um þrjú hundruð þegar flestar voru.“ Í frístundum spilar Halldór á harmoniku og semur bæði lög og texta sér til skemmtunar. „Það hef- ur verið mikill söngur í kringum mig, synir mínir þrír spila á harm- oniku. Hreinn, sonur minn, sem er í harmonikufélagi Héraðsbúa hefur samið lög og texta og tekið þátt í keppnum og unnið og einnig spilar annar sonur minn, Jón, bæði á hljómborð og harmoniku.“ Halldór ferðast töluvert og hefur nýlega keypt sér jeppa sem hann kemst á allra sinna ferða og var nýkomin ofan af Þorskafjarðarheiði þar sem hann sótti sér steina sem hann ætl- ar að nota í hleðslu í garðinum. „Ætlaði að verða smiður en ekki bóndi“ Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Glæsilegur skjólveggur umlykur hús Halldórs Halldórssonar á Hróf- bergi sem hann næstum áttræður hefur smíðað af miklum hagleik. Strandir MIKIÐ verður um að vera á Akranesi dagana 11.–14. júlí nk., en þá verða þar írskir dagar haldnir í þriðja sinn. Sigurður Sverrisson sem á sæti í und- irbúningsnefnd hátíðarinnar segist binda vonir við að dagskráin í ár verði til þess að festa hátíðina endanlega í sessi á Akranesi. „Það er mat okkar sem erum í und- irbúningsnefndinni að nú sé í raun að hrökkva eða stökkva. Því er mikil- vægt að vel takist til í ár þannig að írskir dagar öðlist þann sess sem okk- ur finnst þeir verðskulda,“ segir Sig- urður. Akurnesingar efna til írskra daga til þess að minnast landnáms bræðranna Þormóðs og Ketils Bresa- sona um eða upp úr 880 að því er sög- ur herma. „Írsku dagarnir hefjast formlega fimmtudaginn 11. júlí kl. 18 þegar Akraborgin leggur hér að bryggju. Þann dag verða nákvæmlega fjögur ár frá því að Hvalfjarðargöngin voru opnuð og Akraborgin hætti sigling- um. Við ætlum að nota þetta einstaka tækifæri til að blanda saman nútíð og fortíð og því munu holdgervingar þeirra bræðra, Þormóðs og Ketils, stökkva frá borði við bryggju og nema land á ný. Akraborgin fer í tvær skemmtisiglingar þennan dag. Sú fyrri er ætluð yngri kynslóðinni en sú síðari fullorðnum. Í henni verður boð- ið upp á veitingar og írska tónlist,“ segir Sigurður. Dagskrá írskra daga er þéttskipuð og nær hápunkti með kvöldskemmt- un á Akratorgi laugardaginn 13. júlí og tónleikum írsku sveitarinnar Ash Plant og dansara í Bíóhöllinni í kjöl- farið. Paparnir verða svo með dans- leik á Breiðinni. Svo háttar til á Akra- nesi að samhliða írskum dögum er stærsta knattspyrnumót sumarsins í gangi með um 1.100 þátttakendum. Sumargolfmót Bylgjunnar er einnig þessa helgi og mikil skemmtidagskrá sem fylgir því. Svokallaðir „Tax Free“-dagar verða ennfremur í versl- unum á Akranesi þessa daga, þar sem hægt er að gera góð kaup. „Allir ættu að finna sér eitthvað til skemmtunar og dægradvalar á Akra- nesi þessa daga. Auk þess sem fyrr er getið má nefna sæþotur, kajaka og körtubíla, leiktæki, dorgveiðikeppni, sandkastalakeppni, markaðstjald, uppboð og fleira,“ segir Sigurður og bætir því við að allir gestkomandi fái afhenta dagskrá írsku daganna við bæjarmörkin. Hann var bjartsýnn á að samningar við veðurguðina tækj- ust einnig á næstunni. Akraborg siglir á írskum dögum Morgunblaðið/Árni Sæberg Mannfjöldi safnaðist saman þeg- ar Akraborgin lagði að bryggju á Akranesi eftir síðustu áætlun- arferð sína 11. júlí árið 1998. Akranes ÞAÐ vantaði ekki sólina og góða veðrið á Egilsstöðum þegar vinn- ingshafar í verðlaunapotti Hitaveitu Egilsstaða og Fella voru dregnir úr heita pottinum í Sundlaug Egils- staða á dögunum. Tveir skilvísir viðskiptavinir HEF, þau Eyjólfur Skúlason og Lilja Þórarinsdóttir á Egilsstöðum, unnu hvort um sig tvö sæti með þýska flugfélaginu LTU á flugleið- inni Egilsstaðir-Düsseldorf-Egils- staðir. Með þessu var HEF að vekja athygli á nýhöfnu beinu flugi frá Eg- ilsstöðum til Evrópu og launa góðum viðskiptavinum skilvísina um leið. Þeir voru borginmannlegir Guð- mundur Davíðsson frkvstj. Hita- veitu Egilsstaða og Fella, Hannibal Guðmundsson frkvstj. Ferðaskrif- stofu Austurlands og Hlynur Hall- dórsson á Miðhúsum, við útdrátt vinningshafa úr heita pottinum í blíðviðrinu. Hitaveita Egilsstaða og Fella verðlaunar skilvísa Morgunblaðið/Steinunn Dregið úr heita pottinum Egilsstaðir TÖLUVERT hefur heyrst um að fólk hafi frestað því að fara í ferðalög út á land vegna heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu. Ekki eru þó allir sem láta það trufla áætlanir sínar, því að á milli 90 og 100 manns, nær eingöngu ferðamenn, komu saman á Systrakaffi til að fylgjast með úrslitaleiknum, Þýskaland- Brasilía. HM í sumarfríinu Kirkjubæjarklaustur Morgunblaðið/Eiður Björn Ingólfsson Erfitt og ástæðulaust var að sleppa síðasta leiknum á HM í fótbolta. UMFERÐARFULLTRÚI á vegum Umferðarráðs og Slysavarnafélags- ins Landsbjargar var á ferð um Þórshöfn á dögunum og gerði meðal annars könnun á bílbeltanotkun öku- manna. Beltanotkun kom mjög vel út hér en aðeins einn af hverjum 15 ökumönnum reyndist vera án bíl- beltis. Umferðarfulltrúinn fer á alla leik- skóla á ferð sinni um landið og ræðir við börnin, sem eru góðir áheyrend- ur og afar hreinskilin þegar þau tjá sig um ökuferðir með foreldrum sín- um og beltanotkun, eins og börn eru jafnan. Í sumar eru sex umferðarfulltrúar starfandi víðs vegar um landið. Þeir beita sér almennt fyrir auknu um- ferðaröryggi og eru tengiliðir al- mennings við hið opinbera. Hinn al- menni vegfarandi getur þannig haft samband við umferðarfulltrúann á sínu starfssvæði og komið með ábendingar um það sem betur má fara í umferðinni eða umhverfinu. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Reynir Arnórsson umferðarfulltrúi með börnum á leikskólanum Barna- bóli. Þau tjáðu sig af hreinskilni um bílbeltanotkun í fjölskyldum sínum. Bílbeltanotkun til fyrirmyndar Þórshöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.