Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 51 DAGBÓK VELÚRGALLAR Dömu- og herrasloppar Einnig náttfatnaður í úrvali Nóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá, Sendum í póstkröfu                    Verð kr. 39.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 11. júlí, vikuferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. Verð kr. 49.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 11. júlí, 2 vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Nú bjóðum við síðustu sætin í júlí til Mallorka á ótrúlegu tilboði þann 11. júlí í eina eða tvær vikur. Beint flug með Heimsferðum á þennan einstaka áfangastað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og þremur dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu sætin í júlí Stökktu til Mallorca 11. júlí frá 39.865 20%-50% afsláttur Útsalan í fullum gangi Grímsbæ, sími 588 8488 Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 2. júlí, er sextugur Stefán Berg- mann, dósent við Kenn- araháskóla Íslands, Ham- arsgötu 2, Seltjarnarnesi. Hann verður ásamt eigin- konu sinni, Helgu Hrönn Þórhallsdóttur, húðsjúk- dómalækni, og börnum, á ferð um landið á afmælis- daginn. 90 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 2. júlí, er níræð Valgerður Anna Eyþórsdóttir (Lóa), Mela- braut 10, Seltjarnarnesi. Valgerður Anna er fædd í Borgarnesi. Eiginmaður hennar var Ófeigur Ólafsson húsasmíðameistari. Í tilefni dagsins tekur hún á móti gestum eftir kl. 15.30 í dag í íbúðum aldraðra, Skóla- braut 3–5, Seltjarnarnesi. LJÓÐABROT VÖGGULJÓÐ Með vorinu kem ég vestur að Stað, því vinum er enn að mæta. Oss hjálpar ei neitt að harma það, sem heimurinn má ei bæta, og það, sem ég sárast syrgði fyrr, er sál mína farið að kæta. Sex vetra fór ég hinn fríða Stað með foreldrum mínum að skoða, á hvítasunnu við sólarbað og signaðan morgunroða. Mér heyrist ei betur en himinn og jörð mér himneska sælu boða. Hvað lífið í skógunum lék þá dátt og lömbin um græna völlu! Í Staðardranganum hrein við hátt í hvítum mávi og bjöllu. En nesið og eyjanna brosandi byggð og bernskan, sem hló yfir öllu! – – – – Matthías Jochumsson 1. d4 Rf6 2. c4 c6 3. Rc3 d5 4. e3 a6 5. Dc2 g6 6. Bd3 Bg7 7. Rf3 O-O 8. O-O Bg4 9. Re5 Be6 10. c5 Rbd7 11. Rxd7 Dxd7 12. Bd2 Hae8 13. b4 Bf5 14. f4 De6 15. h3 Bxd3 16. Dxd3 Re4 17. g4 f5 18. Rxe4 dxe4 19. Db3 Dxb3 20. axb3 Hd8 21. Bc3 h6 22. Ha2 e6 23. Hg2 Kf7 24. Hff2 Bf6 25. Bd2 Hd5 26. Kh2 g5 27. gxf5 exf5 28. h4 Hh8 29. Kh3 Ke6 30. Be1 gxf4 31. Hxf4 Staðan kom upp á Evrópumeist- aramóti kvenna sem lauk í Varna í Búlgaríu fyrir skömmu. Elena Sedina (2.407) hafði svart gegn Veru Papadopoulou (2.170). 31...Bg5! 32. Bf2 32. hxg5 gekk ekki upp vegna 32...hxg5 og svartur vinnur skiptamun. Í framhaldinu gerir svartur það einnig. 32...Bxf4 33. exf4 Kf7 34. Be3 Hdd8 35. Kh2 Hhg8 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. SÚ hefð hefur skapast á stórmótum í sveitakeppni að reikna út árangur ein- stakra para með því að bera saman alla leiki. Þetta er mest til gamans gert, en gefur auðvitað vísbendingu um styrkleika keppenda. Þrjú ítölsk pör skipuðu sér í efstu sætin í „butler- keppninni“ á Evrópumótinu í Salsomaggiore, þótt eitt þeirra hafi reyndar spilað fyrir Spán (Lanzarotti/Bur- atti). Efstir á paralistanum voru Lorenzo Lauria og Alfreco Versace, en Lauria þó heldur hærri! Ástæðan er sú að Lauria fékk spila- frí þegar Ítalir duttu út í fótboltanum og Versace tók saman við Antonio Sem- enta, en þeim tókst ekki að halda uppi hinu háa með- altali. Sementa er hins veg- ar snjall og snarpur spilari eins og sjá má á þessu spili úr næstsíðustu umferð: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ 93 ♥ KD82 ♦ Á10943 ♣K2 Vestur Austur ♠ 74 ♠ G10865 ♥ G104 ♥ Á753 ♦ D87 ♦ G6 ♣Á10986 ♣D5 Suður ♠ ÁKD2 ♥ 96 ♦ K52 ♣G743 Vestur Norður Austur Suður Sementa Mihov Versace Nanev – – – 1 tígull Pass 1 hjarta 1 spaði Pass Pass 2 spaðar* Pass 3 grönd Pass Pass Pass Þannig gengu sagnir í sýningarleik Ítala og Búlg- ara. Sementa kom út með lauftíu og Versace fékk fyrsta slaginn á drottn- inguna. Samningurinn rennur heim ef austur spil- ar nú laufi til baka, því sagnhafi dúkkar einfaldlega tígul yfir til austurs og brýtur sér síðan slag á hjarta. En Versace skipti yfir í spaðagosa í öðrum slag, sem Nanev tók með ás og spilaði tígli á tíu blinds og gosa austurs. Aft- ur spilaði Versace spaða og lokaði þar með fyrir sam- göngur í þeim lit. Sagnhafi tók með kóng og spilaði laufi, en nú rauk Sementa leiftursnöggt upp með ás- inn og spilaði tígli! Þar með var samgangur sagnhafa í molum og engin leið að ná í níunda slaginn án þess að opna fyrir fimmta slag varnarinnar. Þetta er falleg vörn, en önnur ekki síðri býr í spil- unum – Versace gat látið LÍTIÐ lauf í fyrsta slaginn og þá fer spilið strax niður ef suður tekur með gosa. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 75 ÁRA afmæli. Ámorgun, miðviku- daginn 3. júlí, er 75 ára frú Ragna H. Hjartar, Sléttu- vegi 11, Reykjavík. Ragna heldur afmælisdaginn hátíð- legan með fjölskyldu sinni á æskuslóðum sínum í Önund- arfirði. Heitt verður á könn- unni fyrir þá sem vilja gleðj- ast með henni í húsi Önfirðingafélagsins að Sól- bakka síðdegis á afmælis- daginn. MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú hefur sterkt aðdráttarafl sem laðar fólk að þér. Þú kannt að gefa af þér og ert opinn að eðlisfari. Um leið og þú áttar þig á hvað þú vilt vinnur þú hörðum höndum að takmarki þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er kominn tími á að þú flytjir eða skiptir um starf. Ræddu þá möguleika sem í boði eru við náinn vin. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gerðu lista yfir fimm hluti sem þú getur betrumbætt til að auka tekjur þínar. Lykilat- riðið er ekki hversu miklar tekjur þú ert með heldur hversu mikið þú getur spar- að. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Horfðu í spegil og hugsaðu um hvernig fólk lítur á þig við fyrstu kynni. Þú ert í allt ann- arri stöðu heldur en í fyrra og þarft að breyta ímynd þinni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn vill gjarnan halda í gamla hluti. Horfðu í kring- um þig og veldu tíu hluti sem þú getur losað þig við, gefið þá eða selt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er kjörinn dagur til að hugsa um í hvaða stöðu þú vilt vera eftir fimm ár. Hvað þarftu að gera í dag til að láta drauma þína rætast? Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Spurðu þig hvort þú ætlir að halda áfram í núverandi starfi eða skipta um starfsvettvang. Hugsaðu alvarlega um þessa spurningu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Á næstu tveimur árum áttu eftir að ná ákveðnu hámarki á starfsferli þínum. Hvað ertu að gera í dag til að undirbúa þig fyrir þetta einstaka tæki- færi? Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Kannaðu hvað þú þarft að deila með öðrum. Ertu ánægður með þessa skiptingu eða viltu breyta til? Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú finnur fyrir frelsi og eigin krafti. Notaðu tækifærið til að endurskipuleggja mark- mið þín í lífinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur unnið af fullum krafti í nokkur ár. Haldu áfram að gera þitt besta því á næsta ári færðu umbun erf- iðisins. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Aukin ábyrgð varðandi börn hefur verið þér umhugsunar- efni að undanförnu. Það er tími kominn til að þú hugsir virkilega um hvað þú vilt gera í lífinu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Sinntu heimilinu í dag. Ein- beittu þér að endurbótum og endurskipulagningu. Hugs- aðu um þessi mál svo þér líði vel á eigin heimili. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KIRKJUSTARF Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón- usta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bænastund í dag, þriðjudag, kl. 12 í kapellu safnaðarins á 2. hæð í safn- aðarheimili kirkjunnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16. Spilað og spjallað. Blöðin liggja frammi og heitt á könnunni. Stutt ferð á vegum starfsins einu sinni í mánuði í sumar. Allir velkomnir. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10– 12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30. Borgarneskirkja. TTT tíu til tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund og brauðsbrotning kl. 20.30. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.