Morgunblaðið - 02.07.2002, Side 39

Morgunblaðið - 02.07.2002, Side 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 39 ✝ Guðríður Krist-jánsdóttir Breið- dal fæddist í Mikla- holti í Miklaholts- hreppi 6. sept. 1918. Hún lést á dvalar- heimilinu Seljahlíð 23. júní síðastliðinn. Hún var dóttir Theodóru Sigurðar- dóttur í Miklaholti og Kristjáns Breið- dal, lengi bónda á Jörfa. Hálfbræður Guðríðar eru Gissur Breiðdal, vinnuvél- stjóri í Kópavogi, f. 3. sept. 1922, kvæntur Jennýju Þ. Skarphéðinsdóttur, og Njáll Breiðdal, f. 3. sept. 1922, búsett- ur í Svíþjóð, kvæntur Anne Mar- ie Breiðdal. Guðríður giftist 19. okt. 1947 Bjarna Helgasyni blikksmið, f. 3. jan. 1916, d. 6. okt. 2001. Dætur þeirra eru: 1) Sesselja Dóra, f. 17.1. 1948, maki Jón Guðmundsson mjólk- urfræðingur. Börn: Bjarni R. tannsmiður í Hafnarfirði, f. 18. júní 1966, sambýliskona Anna Katrín Kristmundsdóttir og eiga þau tvo syni. Sigrún tannfræði- nemi í Danmörku, f. 19. ágúst 1971, maki Gylfi Þór Bragason rafvirki og eiga þau tvö börn. Birgitta, f. 5. okt. 1972 banka- starfsmaður sem á eitt barn; Jón Ingi Jónsson nemi, f. 4. mars 1983. 2) Ingi- björg, f. 5. júní 1955, maki Ævar Guðmundsson framkv.stj. Börn: a) Sigurbjörg Linda, f. 8. nóv. 1975, sam- býlismaður Haraldur Bjarnason sölumaður og eiga þau eitt barn. b) Edda Guðríður bókari, f. 8. nóv. 1975. c) Dóra Birna, f. 29. sept. 1978, sambýlismaður Davíð Stefánsson. Guðríður vann lengi á sauma- stofu Dýrleifar Ármanns og við framreiðslustörf. Hún veitti Fé- lagsheimili tannlækna forstöðu þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Útför Guðríðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku amma Gauja, ég skrifa þér smá kveðjuorð, þar sem við náðum ekki að hittast og kveðjast. Þú varst búin að bíða svo lengi eft- ir að ég, Gylfi Þór og krakkarnir kæmum heim frá Danmörku í sum- arfrí. Ég tala nú ekki um hvað við vorum orðin spennt og það fyrsta sem ég ætlaði að gera var að heim- sækja þig, amma, það vissir þú al- veg. Það var aðeins vika í að við kæmum, en kallið kom of fljótt. Þegar ég hugsa til baka er margs að minnast en það sem stendur hæst uppúr er þegar þú komst til okkar til Danmerkur um hvítasunnuna í fyrra. Þú komst með mömmu og pabba og varst hjá okkur í viku, það var ógleymanlegur tími og við höfð- um það virkilega gott saman. Þar sá maður að það var ekki neitt sem stoppaði þig þó að þú værir komin í hjólastól. Elsku amma, tárin falla, þetta er svo erfitt, þú ert og verður alltaf í huga mínum. Öll þín fallega handavinna sem ég og krakkarnir eigum eftir þig gerir það að verkum að þú munt aldrei fara langt frá okkur. Elsku amma mín, ég elska þig og sakna þín sárt en ég þakka þér fyrir allt sem við áttum og gerðum saman. Guð styrkir mömmu, Ibbý og alla aðra aðstandendur í þessari sorg. Þúsund kossar, þín Sigrún. Við Guðríður rifjuðum oft upp okkar fyrstu kynni sem báru upp á 1. febrúar 1978 og voru með þeim hætti að ég réðst inn í ríki hennar, þar sem hún hafði verið ráðandi og eini starfsmaður Tannlæknafélags Ís- lands um árabil. Nú hafði ég verið ráðin til að setja á fót skrifstofu fyrir félagið og var að koma til vinnu hinn fyrsta dag. Þegar ég nálgaðist húsa- kynni félagsins var hurðinni svipt upp og í dyrunum stóð reffileg kona í svörtum kjól, með hvíta svuntu og nýlagt hár, bauð mig velkomna með rödd þess sem valdið hefur og spurði höst hvað ég ætti eiginlega þarna að gera. Mér leist ekki meira en svo á blikuna, því eiginlega átti ég ekki svar við spurningunni. Fljótlega kom þó í ljós að beygur minn var ástæðulaus. Fljótt komu margir góð- ir eiginleikar Guðríðar í ljós og átt- um við eftir að vinna þarna saman í 15 ár án þess að skuggi félli á. Betri og hollari samstarfsmann var ekki hægt að fá. Guðríður hafði með heimilis- rekstri sínum og barnauppeldi unnið mörg ár við framreiðslustörf á ýms- um stöðum. Hún var eftirsóttur starfsmaður vegna heiðarleika, dugnaðar og samviskusemi. Það var því mikið happ fyrir Tannlækna- félagið að fá hana til starfa árið 1972. Félagið hafði nýlokið við að koma upp glæsilegu félagsheimili í Síðu- múla 35 en vantaði góðan starfs- mann til að hafa umsjón með staðn- um. Guðríður var vensluð tannlækni í byggingarnefnd sem kom að máli við hana og bauð henni starfið fyrir hönd félagsins. Hún afþakkaði og kvaðst vera í góðu og öruggu starfi í veitingahúsinu Glaumbæ. Haldið var áfram að ganga á eftir henni. Örlög- in höguðu því svo að Glaumbær brann til ösku og Guðríður stóð at- vinnulaus eftir. Samningar tókust því eftir brunann. Lengi var haft í flimtingum að tannlæknar hefðu kveikt í Glaumbæ til að hreppa Guð- ríði. Ekki var Guðríður oft frá vinnu þau ár sem við unnum saman. Starfsþrek hennar var mikið, drifið áfram af áhuga og umhyggju fyrir hag félagsins og viðskiptavina. Hún gat staðið við framreiðslustörf fram á rauðanótt og mætt snemma næsta dag til að undirbúa og stjórna næstu veislu. Mikið var um brúðkaupsveisl- ur í salnum á þessum árum og var fólki umhugað um að hafa allt glæsi- legt og fullkomið. Kunnugir lysthaf- ar spurðu gjarna fyrst hvort sama umsjónarkonan væri þarna ekki enn, henni væri svo vel treystandi, færi allt vel úr hendi og í góðum anda. Það var því ekki síst Guðríði að þakka að aðsókn var góð og rekstur öruggur. Hún setti ákveðnar reglur um samkomuhald, því henni var annt um reksturinn. Ef útaf þeim var brugðið reyndist Guðríður ætíð sannspá. Hún lagði metnað í starfið og uppskar eftir því. Rúmlega sjötug lét Guðríður af störfum hjá Tannlæknafélaginu. Þá voru breyttir tímar og félagið ákvað að leigja veislusalina út til eins aðila. Þegar Guðríður var kvödd af tann- læknum fékk hún að gjöf málverk eftir Braga Ásgeirsson. Á silfur- skjöld var letrað þakklæti frá fé- lagsmönnum. Mat hún þennan þakk- lætisvott mikils. Guðríður hafði þá enn mikið starfsþrek, var mikil hannyrðakona og lék allt í höndum hennar og hún starfaði við kjóla- saum um hríð. Guðríður var félagslega sinnuð, vinföst, frændrækin og gestrisin og kunni að standa fyrir mannfagnaði. Ég minnist fjölmenns 80 ára afmælis hennar sem haldið var á heimili Ingi- bjargar dóttur hennar og Ævars tengdasonar. Þar skein sól í heiði, fagnaður og sköll fylltu hús og garð og Guðríður lék á als oddi þrátt fyrir undanfarin veikindi. Þarna var hún veitandi í faðmi fjölskyldu og vina, kunni að láta gestum sínum líða vel. Reisn var yfir þeim hjónum Bjarna og Guðríði. Bjarni átti við erfið veikindi að stríða síðustu ævi- árin. Hann var stoð hennar og stytta í hennar starfi fyrir Tannlækna- félagið. Það var ekki alltaf sjálfsagt að kalla á viðgerðarmenn eða annað hjálparlið þegar eitthvað fór úr lagi í húsakynnum Tannlæknafélagsins. Þá var heldur kallað í Bjarna sem ávallt var sjálfboðinn til hjálpar, enda handlaginn svo af bar. Guðríður og Bjarni eignuðust tvær dætur, Sesselju Dóru og Ingi- björgu. Sjaldan hef ég kynnst ein- lægari vináttu eins og var þeirra á milli og er óhætt að segja að dæt- urnar og þeirra fjölskyldur hafi bor- ið hana á höndum sér, ekki síst þeg- ar halla tók undan fæti. Hún var stolt af afkomendum sínum og tengdafólki og hafði ástæðu til að vera það. Guðríðar átti síðustu árin fallegt heimili á dvalarheimilinu Seljahlíð og leið þar vel við gott atlæti. Hún tók ríkan þátt í félagslífinu þar, en undi sér líka vel við útsaum. Eftir hana liggja mörg falleg verk sem hún gaf jafnóðum vinum og afkom- endum sínum. Guðríður var einstaklega vel gerð kona. Það var alltaf gaman í fé- lagsskap hennar og engin lognmolla þar, því hún kunni vel að koma fyrir sig orði og var hnittin í tilsvörum. Hún var jákvæð og var sein til að kvarta þegar á bjátaði og heilsan fór að gefa sig. Samstarfskonurnar fyrr- verandi, Gróa Magnúsdóttir og við Guðríður, vorum búnar að ráðgera að hittast núna í júní til árlegs sam- fagnaðar. Var það reyndar Guðríður sem átti frumkvæðið að því eins og svo oft áður. Það varð ekki af því vegna skyndilegra veikinda Guðríð- ar. Við söknum nú góðrar vinkonu. Ég minnist Guðríðar með þakk- læti nú þegar leiðir skilja. Því miður get ég ekki fylgt henni til grafar vegna fjarveru, en hugurinn verður hjá henni. Við hjónin vottum fjöl- skyldu Guðríðar innilega samúð. Blessuð sé minning Guðríðar. Sigríður Dagbjartsdóttir. Gauja vinkona mín er öll. Hún lést hinn 23. júní sl. eftir langvarandi vanheilsu. Í hvert skipti sem ég spurði hana um líðanina vildi hún ekkert úr því gera, heldur ræða um „eitthvað skemmtilegt“. Það var hennar háttur, því Gauja átti bók- staflega lífið – og naut þess að gefa öðrum hlutdeild með sér. Frá henni streymdi kraftur, birta og velvilji. Þessir eiginleikar gerðu það að verk- um að hún laðaði fólk að sér, enginn komst upp með vol og víl, manni var kippt inn á sviðið og varð strax og umsvifalaust þátttakandi í ævintýr- inu. Ekki svo að skilja að hún hafi fæðst með silfurskeið í munni, held- ur þurfti hún að takast á við lífið eins og flestir – en þessi eiginleiki í fari hennar, að sjá alltaf og alls staðar björtu hliðarnar, var hennar akkeri sem aldrei brást. Lánið var Gauju minni hliðhollt. Ekki er hægt að hugsa sér frábærari lífsförunaut en Bjarna Helgason. Þau voru að vísu mjög ólík, en þó samtaka í öllu, sem sýnir vel styrk þeirra. Andrúmsloftið á heimili þeirra hafði mikið aðdráttarafl og var gestkvæmt löngum og þótt ekki væri komið langt að, bara rétt yfir ganginn, var manni fagnað. Það var sannarlega ekki langt að fara til að lyfta huganum í þá daga. Hvergi leið mér betur en í borðkróknum í eld- húsinu þeirra. Maður var ekki fyrr kominn inn fyrir þröskuldinn en Gauja var búin að hlaða á borðið góð- gæti og Bjarni fann í rólegheitunum einhverja úrvals plötu á fóninn, oft- ast góða kóra. Hann var söngunn- andi og góður söngmaður. Enn meira var á borð borið. Bjarni var mikill útivistarmaður og flestum frí- stundum sínum, hvenær sem hann mátti því við koma, varði hann til að kynna sér og njóta auðlegðar og undra náttúrunnar og engan þekki ég sem kunni á því betri skil og var hann óþreytandi að fræða fólk um þau hugðarefni sín. Dæturnar tvær og fjölskyldur þeirra hafa svo sannarlega fetað í fotspor foreldranna og halda uppi merkinu. Ég tel það mikið lán fyrir mig og fjölskyldu mína að hafa eign- ast einlæga vináttu Gauju, Bjarna og dætranna. Góðu minningarnar mást ekki heldur eru viðvarandi og ylja manni og eiga sinn sess. Óteljandi heimsóknir og símtöl á báða bóga eftir að við fluttum brúuðu bilið og góðu árin í Fellsmúlanum minna á sig og leita á hugann æ oftar. Guð blessi minningu Guðríðar og Bjarna. Ragnheiður Jónsdóttir. GUÐRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR BREIÐDAL  Fleiri minningargreinar um Guð- ríði Kristjánsdóttur Breiðdal bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. #     .       )    ; .       ,8   # %    (                      , ,+.<* 8-** # % D- '         #    &   -,88 * $ 6 " 0 ) 6 " 0$   $ C"#0 #1 6 " 0  )1 $  )1  6 " 0  5 $  5 #1 6 " 0 5 &' "01$  - #1 6 " 0 4$ "/1 $ $  "&' "6 " 0$   " )1      6 " 0 1 1 '1$$   6 " 0   /$   C " 1 6 " 0$  - #1   4&' 6 " 0 C " 1 6 " 0$  ) )1 &' "6 " 0$  * 1 "1 1 <   "1    ( & &' & & &' "& & & &' ( %.   +!++           !      & 2  01  1       8 "/  1 ( %                          &     )+, @) @ 8-** # %  E "'1 1   '         *1    &   -,88 01  '     !% $  )1 /1 $1 5 #  !%  4 3%$  "1 # !% $  " * /  ( %    !*-< .8F . "1&  C  $  <   6 & 1BG     4 5  ' / .  &   8  01       !     !  $  @ C $/ !   (

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.