Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 21 EIGENDUR Veritas Capital ehf., sem á 80% hlut í Pharmaco Ísland ehf., eru: Stormtré ehf. með 60% hlut, Ares ehf. með 20% hlut og Kaupþing banki hf. með 20% hlut. Stormtré ehf. er í eigu bræðranna Hreggviðs og Jóhanns A. Jónssona og Ares ehf. er fjárfestingarfélag í eigu Norvik hf. sem er móðurfélag BYKO hf. Pharmaco hf. verður áfram eigandi 20% hlutafjár í Pharmaco Ísland ehf. Síðasta föstudag var gengið frá kaupum eignarhaldsfélagsins Ver- itas Capital ehf. á 80% hlut í Pharmaco Ísland ehf. Kaupin eru byggð á kauptilboði frá Hreggviði Jónssyni sem stjórn Pharmaco hf. samþykkti 17. maí síðastliðinn. Hreggviður Jónsson tók við starfi forstjóra Pharmaco Ísland ehf. í gær. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að engar breytingar væru fyrirhugaðar á rekstri félags- ins. Það verði áfram rekið eins og verið hefur, að því undanskildu að nú standi það á eigin fótum. Hann sagði að nýkjörna þriggja manna stjórn félagsins skipi Sindri Sindra- son, fyrir hönd Pharmaco hf., og Halla Tómasdóttir og Jón Helgi Guðmundsson forstjóri BYKO, fyrir hönd Veritas Capital. Jón Helgi hefur verið kjörinn stjórnarformað- ur. KPMG Endurskoðun hf. og Log- os Lögmannsþjónusta sf. fram- kvæmdu áreiðanleikakannanir á Pharmaco Ísland ehf. fyrir hönd kaupanda. Íslandsbanki hf. sá um fjármögnun kaupanna og fór fram fullnaðaruppgjör á kaupverði sl. föstudag. Nýtt félag um snyrtivörudeild Stofnað hefur verið sérstakt félag um rekstur snyrtivörudeildar Pharmaco Ísland ehf. sem hlotið hefur nafnið Cosnor ehf., að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Pharmaco Ísland ehf. Hreggviður og Jóhann Jónssynir með 60% í Veritas Capital Ný stjórn Pharmaco Ísland STAÐFESTUR hefur verið samn- ingur Kaupþings banka hf. og JP Nordiska AB um kaup þess fyrr- nefnda á 28% hlut í JP Nordiska AB. Öllum skilyrðum samningsins, sem undirritaður var hinn 7. júní sl., hefur nú verið fullnægt, þar sem hluthafafundur í JP Nordiska AB samþykkti samhljóða sl. föstu- dag að gefa út 16.976.461 nýja hluti í félaginu til Kaupþings banka hf. sem Kaupþing banki hf. hefur greitt fyrir með öllum hlut- um sínum í Aragon Holding AB. Jafnframt liggur fyrir samþykki Fjármálaeftirlitsins í Svíþjóð um eignaraðild að JP Nordiska AB og dótturfélaga þess eftir viðskiptin, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Kaup á 28% í JP Nordiska staðfest ALÞJÓÐLEGA lánshæfimatsfyrir- tækið FITCH IBCA hefur staðfest óbreytt lánshæfismat Landsbankans. Í fréttatilkynningu frá Landsbank- anum segir að þessi niðurstaða bygg- ist á sterkri ímynd Landsbankans og því að tekist hefur að viðhalda og bæta afkomu bankans á síðasta ári þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslegu umhverfi bankans og lækkanir á hlutabréfamörkuðum. „Þykir Fitch mikilvægt að tekist hefur að auka fjöl- breytni í tekjustofnum Landsbank- ans og ljóst er að það hefur átt stóran þátt í góðri afkomu síðasta árs. Þá er fjárhagsstaða, þ.m.t. lausa- fjárstaða, Landsbankans sterk og gæði útlána viðunandi þrátt fyrir nokkra aukningu í vanskilum,“ segir í fréttatilkynningu Landsbankans. Framtíðarþróun varðandi lánshæfis- mat bankans mun markast að veru- legu leyti af áframhaldandi kostnað- araðhaldi bankans og aukinni hag- ræðingu. Jafnframt er á það bent að samþjöppun á fjármálamarkaði muni geta leitt til almennrar hagræðingar. Einnig mun áframhaldandi aðhald í útlánum og viðhald á gæðum útlána vega þungt í mati FITCH. FITCH með óbreytt láns- hæfismat á Lands- bankanum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ KAUPÞING banki hf. og Fjárfest- ingarfélagið Gaumur ehf. hafa gert með sér nýja valréttarsamninga um hlutabréf í Baugi Group hf. en þeir valréttarsamningar sem gerðir voru í desember á síðasta ári og voru í gildi til föstudagins 28. júní sl. runnu út án þess að samningsað- ilar nýttu sér rétt sinn, að því er fram kemur í tilkynningum til Kauphallar Íslands. Samkvæmt nýju samningunum hefur Kaupþing hinn 20. desember nk. rétt til að selja Gaumi 150 millj- ónir að nafnvirði af hlutabréfum í Baugi Group hf. á verðinu 11,00. Gaumur hefur á sama tíma rétt til að kaupa af Kaupþingi 150 millj- ónir að nafnvirði af hlutabréfum í Baugi Group hf. á verðinu 13,00. Valréttarsamningarnir sem til- kynntir voru 28. desember í fyrra og runnu út á föstudag voru með sama hætti annars vegar söluréttur Kaupþings gagnvart Gaumi á 250 milljónum að nafnvirði í Baugi og hins vegar kaupréttur Gaums gagnvart Kaupþingi að sömu upp- hæð. Kaupþing og Gaumur gera nýja valrétt- arsamninga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.