Morgunblaðið - 02.07.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 02.07.2002, Síða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 21 EIGENDUR Veritas Capital ehf., sem á 80% hlut í Pharmaco Ísland ehf., eru: Stormtré ehf. með 60% hlut, Ares ehf. með 20% hlut og Kaupþing banki hf. með 20% hlut. Stormtré ehf. er í eigu bræðranna Hreggviðs og Jóhanns A. Jónssona og Ares ehf. er fjárfestingarfélag í eigu Norvik hf. sem er móðurfélag BYKO hf. Pharmaco hf. verður áfram eigandi 20% hlutafjár í Pharmaco Ísland ehf. Síðasta föstudag var gengið frá kaupum eignarhaldsfélagsins Ver- itas Capital ehf. á 80% hlut í Pharmaco Ísland ehf. Kaupin eru byggð á kauptilboði frá Hreggviði Jónssyni sem stjórn Pharmaco hf. samþykkti 17. maí síðastliðinn. Hreggviður Jónsson tók við starfi forstjóra Pharmaco Ísland ehf. í gær. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að engar breytingar væru fyrirhugaðar á rekstri félags- ins. Það verði áfram rekið eins og verið hefur, að því undanskildu að nú standi það á eigin fótum. Hann sagði að nýkjörna þriggja manna stjórn félagsins skipi Sindri Sindra- son, fyrir hönd Pharmaco hf., og Halla Tómasdóttir og Jón Helgi Guðmundsson forstjóri BYKO, fyrir hönd Veritas Capital. Jón Helgi hefur verið kjörinn stjórnarformað- ur. KPMG Endurskoðun hf. og Log- os Lögmannsþjónusta sf. fram- kvæmdu áreiðanleikakannanir á Pharmaco Ísland ehf. fyrir hönd kaupanda. Íslandsbanki hf. sá um fjármögnun kaupanna og fór fram fullnaðaruppgjör á kaupverði sl. föstudag. Nýtt félag um snyrtivörudeild Stofnað hefur verið sérstakt félag um rekstur snyrtivörudeildar Pharmaco Ísland ehf. sem hlotið hefur nafnið Cosnor ehf., að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Pharmaco Ísland ehf. Hreggviður og Jóhann Jónssynir með 60% í Veritas Capital Ný stjórn Pharmaco Ísland STAÐFESTUR hefur verið samn- ingur Kaupþings banka hf. og JP Nordiska AB um kaup þess fyrr- nefnda á 28% hlut í JP Nordiska AB. Öllum skilyrðum samningsins, sem undirritaður var hinn 7. júní sl., hefur nú verið fullnægt, þar sem hluthafafundur í JP Nordiska AB samþykkti samhljóða sl. föstu- dag að gefa út 16.976.461 nýja hluti í félaginu til Kaupþings banka hf. sem Kaupþing banki hf. hefur greitt fyrir með öllum hlut- um sínum í Aragon Holding AB. Jafnframt liggur fyrir samþykki Fjármálaeftirlitsins í Svíþjóð um eignaraðild að JP Nordiska AB og dótturfélaga þess eftir viðskiptin, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Kaup á 28% í JP Nordiska staðfest ALÞJÓÐLEGA lánshæfimatsfyrir- tækið FITCH IBCA hefur staðfest óbreytt lánshæfismat Landsbankans. Í fréttatilkynningu frá Landsbank- anum segir að þessi niðurstaða bygg- ist á sterkri ímynd Landsbankans og því að tekist hefur að viðhalda og bæta afkomu bankans á síðasta ári þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslegu umhverfi bankans og lækkanir á hlutabréfamörkuðum. „Þykir Fitch mikilvægt að tekist hefur að auka fjöl- breytni í tekjustofnum Landsbank- ans og ljóst er að það hefur átt stóran þátt í góðri afkomu síðasta árs. Þá er fjárhagsstaða, þ.m.t. lausa- fjárstaða, Landsbankans sterk og gæði útlána viðunandi þrátt fyrir nokkra aukningu í vanskilum,“ segir í fréttatilkynningu Landsbankans. Framtíðarþróun varðandi lánshæfis- mat bankans mun markast að veru- legu leyti af áframhaldandi kostnað- araðhaldi bankans og aukinni hag- ræðingu. Jafnframt er á það bent að samþjöppun á fjármálamarkaði muni geta leitt til almennrar hagræðingar. Einnig mun áframhaldandi aðhald í útlánum og viðhald á gæðum útlána vega þungt í mati FITCH. FITCH með óbreytt láns- hæfismat á Lands- bankanum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ KAUPÞING banki hf. og Fjárfest- ingarfélagið Gaumur ehf. hafa gert með sér nýja valréttarsamninga um hlutabréf í Baugi Group hf. en þeir valréttarsamningar sem gerðir voru í desember á síðasta ári og voru í gildi til föstudagins 28. júní sl. runnu út án þess að samningsað- ilar nýttu sér rétt sinn, að því er fram kemur í tilkynningum til Kauphallar Íslands. Samkvæmt nýju samningunum hefur Kaupþing hinn 20. desember nk. rétt til að selja Gaumi 150 millj- ónir að nafnvirði af hlutabréfum í Baugi Group hf. á verðinu 11,00. Gaumur hefur á sama tíma rétt til að kaupa af Kaupþingi 150 millj- ónir að nafnvirði af hlutabréfum í Baugi Group hf. á verðinu 13,00. Valréttarsamningarnir sem til- kynntir voru 28. desember í fyrra og runnu út á föstudag voru með sama hætti annars vegar söluréttur Kaupþings gagnvart Gaumi á 250 milljónum að nafnvirði í Baugi og hins vegar kaupréttur Gaums gagnvart Kaupþingi að sömu upp- hæð. Kaupþing og Gaumur gera nýja valrétt- arsamninga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.