Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 45
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 45 Vörurnar sem virka FREMSTIR FYRIR GÆÐI ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ Kynbótavöllur 08:00–12:20 Dómur kynbótahrossa, hryssur 7 vetra og eldri. 12:20–13:00 Matarhlé. 13:00– 14:00 Dómur kynbótahrossa, hryss- ur 7 vetra og eldri. 14:00–15:30 Dómur kynbótahrossa, hryssur 6 vetra. 15:30–16:00 Kaffihlé. 16:00– 20:00 Dómur kynbótahrossa, hryss- ur 6 vetra. Aðalvöllur 13:00–15:00 Ungmennaflokkur – forkeppni. MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ Kynbótavöllur 08:00–12:40 Dómur kynbótahrossa, hryssur í dóm 5 vetra. 12:40–13:00 Matarhlé. 13:00– 15:30 Dómur kynbótahrossa, stóð- hestar 5 vetra. 15:30–16:00 Kaffihlé. 16:00–17:00 Dómur kynbótahrossa, stóðhestar 5 vetra. 17:00 20:00 Dómur kynbótahrossa, stóðhestar 6 vetra og eldri. Aðalvöllur 10:00– 12:00 B flokkur gæðinga forkeppni. 12:00–13:00 Matarhlé. 13:00–15:00 B-flokkur gæðinga, forkeppni. 15:00–15:30 Kaffihlé. 15:30–17:30 Ungmennaflokkur milliriðill 18:00– 20:00 Undanrásir kappreiða 150 m skeið, 250 m skeið og 300 m stökk. Efri völlur 15:00–18:00 Barnaflokk- ur, forkeppni. FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ Kynbótavöllur 08:00–12:00 Dómur kynbótahrossa, hryssur 4 vetra. 12:00–13:00 Matarhlé. 13:00–14:00 Dómur kynbótahrossa, hryssur 4 vetra. 14:00–15:30 Dómur kynbóta- hrossa, stóðhestar 4 vetra. Að- alvöllur 09:00–12:00 A-flokkur gæðinga, forkeppni. 12:00–13:00 Matarhlé. 13:00–14:00 A-flokkur gæðinga, forkeppni (framhald). 14:30–18:00 Tölt forkeppni. 18:00– 20:00 Afkvæmahross stóðhestar og hryssur. 20:00–20:30 Matarhlé. 20:30–21:30 Kappreiðar, úrslit 150m skeið, 250m skeið og 300m stökk. Efri völlur 13:00–15:30 For- keppni unglinga. 23:00 Tónleikar með KK og Magnúsi Eiríkssyni. FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ Aðalvöllur 08:00–09:40 Yfirlitssýn- ing kynbótahrossa, hryssur 7 vetra og eldri. 09:40–11:20 Yfirlitssýning kynbótahrossa, hryssur 6 vetra. 11:20–12:45 Yfirlitssýning kynbóta- hrossa, hryssur 5 vetra. 13:00–15:00 B-flokkur gæðinga, milliriðill. 15:00–15:45 Yfirlitssýning kynbóta- hrossa, stóðhestar 6 vetra og eldri. 15:45–17:45 A-flokkur gæðinga, milliriðill. 17:45–20:15 Rækt- unarbússýningar. Efri völlur 09:00– 10:30 Barnaflokkur – milliriðill. 10:30–12:00 Unglingar – milliriðill. 20:15 Kvölddagskrá 1. Setning- arathöfn 2. B-úrslit í tölti 3. Flug- skeið 4. Varðeldur og fjöldasöngur 5. Dansleikur með Stuðmönnum. LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ Aðalvöllur 08:30–09:55 Yfirlitssýn- ing kynbótahrossa, stóðhestar 5 vetra. 09:55–11:50 Yfirlitssýning kynbótahrossa, hryssur 4 vetra. 11:50–12:30 Yfirlitssýning kynbóta- hrossa, stóðhestar 4 vetra. 12:30– 13:15 Matarhlé. 13:15–13:45 B-úr- slit B-flokkur gæðinga. 14:00–14:30 Yfirlitssýning kynbótahrossa, hryssur 7 vetra og eldri. 14:30– 15:00 Yfirlitssýning kynbótahrossa, hryssur 6 vetra. 15:00–15:30 B- úrslit A-flokkur gæðinga. 15:30– 16:00 Kaffihlé. 16:00–16:30 Yfirlits- sýning kynbótahrossa, hryssur 5 vetra. 16:30–17:00 Yfirlitssýning kynbótahrossa, stóðhestar 6 vetra og eldri. 17:00–18:30 Yfirlitssýning kynbótahrossa, stóðhestar og hryss- ur með afkvæmum. 18:30–20:00 Matarhlé. 20:00 Kvölddagskrá: 1. Hópreið hestamannafélaga 2. 5 Ræktunarbú úrval 3. Önnur skemmtiatriði 4. A úrslit í tölti 5. Önnur skemmtiatriði 6. Dansleikur með hljómsveitinni Pöpum. SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ Aðalvöllur 10:00–12:15 Verðlauna- afhending kynbótahrossa 4 vetra hryssur, verðlaunaafhending 5 vetra hryssur, verðlaunaafhending 6 vetra hryssur,verðlaunaafhending 7 vetra og eldri hryssur, verðlaunaafhend- ing 4 vetra stóðhestar, verðlaunaaf- hending 5 vetra stóðhestar, verð- launaafhending 6 vetra og eldri stóðhestar, verðlaunaafhending af- kvæmahestar til 1. verðlauna, efstu afkvæmahryssur til heiðurs- verðlauna, efstu afkvæmastóðhestar til heiðursverðlauna. 12:15–13:00 Matarhlé. 13:00–13:30 A-úrslit í B- flokki gæðinga. 13:40–14:10 Úrslit í barnaflokki. 14:20–14:50 Úrslit í ungmennaflokki. 15:00–15:30 Úrslit í unglingaflokki. 15:40–16:10 A- úrslit í A-flokki gæðinga. 16:15 Mótsslit. DAGSKRÁ LANDSMÓTS 2002 HESTAMANNAFÉLAGIÐ Glað- ur hélt sitt árlega hestaþing í veð- urblíðu á Nesodda í Miðdölum dag- ana 28.–29. júní. Þáttaka var góð í öllum greinum nema kappreiðum, þar var mun minni þátttaka en oft áður. Dómarar voru Valdimar Ólafsson, Guðbrandur Björnsson, Jón Eyjólfsson og Brynjar Krist- insson. Ásetuverðlaun Glaðs hlaut Sjöfn Sæmundsdóttir sem keppti í unglingaflokki og glæsilegasti hestur mótsins var valinn Svartur frá Hofi sem vann bæði B-flokkinn og töltið. Á mótinu var notuð prufuútgáfa af nýjum mótahugbún- aði hestamanna og þótti mótshöld- urum þessi hugbúnaður lofa góðu. Úrslit Börn 1. Heiðrún S. Grettisdóttir og Sunna frá Hofakri, 8,14 Eig: Heiðrún S. Grettisdóttir 2. Sunna Ý. Einarsdóttir og Erró frá Hjarðarhvoli, 7,93 Eig: Drífa Friðgeirsdóttir 3–4. Hildur Ý. Haraldsdóttir og Stígandi frá Sauðafelli, 7,87 Eig: Hörður Haraldsson og Hildur Ý. Haraldsdóttir 3–4. Sandra S. Sæmundsdóttir og Dimma frá Lindarholti, 7,87 Eig: Sandra S. Sæmundsdóttir 5. Ágústa R. Haraldsdóttir og Sproti frá Kvíarhóli, 7,80 Eig: María Eyþórsdóttir Unglingar 1. Sjöfn Sæmundsdóttir og Skjóni frá Selkoti, 8,55 Eig: Sjöfn Sæmundsdóttir 2. Ástríður Ólafsdóttir og Surtur frá Magnússkógum, 8,38 Eig: Björk Guðbjörnsdóttir 3. Arnar Þ. Ólafsson og Smiður frá Bjarnastöðum, 7,97 Eig: Arnar Þ. Ólafsson 4. Elís Svavarsson og Kjölur frá Hrappsstöðum, 7,73 Eig: Svavar Jensson Ungmenni 1. Ásdís Kjartansdóttir og Galsi frá Dunki, 8,49 Eig: Jón Atli Kjartansson 2. Gróa B. Baldvinsdóttir og Þöll frá Hofsstaðaseli, 8,49 Eig: Guðmundur Baldvinsson B-flokkur 1. Svartur frá Hofi, eig. og knapi: Þórður F. Heiðarsson, 8,00 2. Ísak frá Syðra Skörðugili, eig. og knapi: Hlynur Þ. Hjaltason 3. Áll frá Búðardal, eig.: Skjöldur Stef- ánsson, kn.: Skjöldur O. Skjaldarson, 8,36 4. Framtíð frá Grímsstöðum, eig.: Hilmar J. Kristinsson, kn.: Bjarki Jónasson, Ámundi Sigurðsson í fork., 8,30 5. Rúbín frá Miklagarði, eig.: Margrét Guðbjartsdóttir, kn.: Ámundi Sigurðsson, 8,29 A-flokkur 1. Vísir frá Miklagarði, eig.: Margrét Guð- bjartsdóttir, kn.: Ámundi Sigurðsson, 8,35 2. Hríma frá Tungu, eig.: Sæmundur Gunnarsson, kn.: Páll Ólafsson, 8,27 3. Hrannar frá Búðardal, F: Strákur frá Stykkishólmi, eig. og kn.: Hallur Jónsson, 8,26 4. Úrsúla frá Gillastöðum, eig.: Jón Ægisson og Svanborg Einarsdóttir, kn.: Jón Ægisson, 8,19 5. Sænska frá Gillastöðum, eig.: Jón Æg- isson og Svanborg Einarsdóttir, kn.: Finn- ur Kristjánsson, Jón Ægisson í fork., 8,17 Tölt 1. Þórður F. Heiðarsson á Svarti frá Hofi, eig: Þórður F. Heiðarsson, 8,63 2. Margrét Guðbjartsdóttir á Rúbín frá Miklagarði, eig.: Margrét, 8,48 3. Íris H. Grettisdóttir á Víði Hafþór frá Efri Brú, 8,41 eig: Íris Hrund Grettisdóttir 4. Ásgeir S. Jónsson á Kvarða frá Hrappsstöðum, eig.: Ásgeir S. Jónsson, 8,29 5. Jón Ægisson á Hvelli frá Gillastöðum, eig.: Jón Ægisson og Svanborg Einarsdóttir, 8,25 150 metra skeið 1. Móna frá Vatni, kn: Sigurður H. Jökulsson, 16,30 sek. 2. Mózart frá Borgarnesi, kn: Ámundi Sigurðsson, 17,6 sek. 3. Hvellur frá Gillastöðum, kn: Jón Ægisson, 17,7 sek. 250 metra skeið 1. Hrannar frá Búðardal, kn.: Hallur Jónsson, 26,9 sek. 2. Sænska frá Gillastöðum, kn: Jón Ægisson, 28,8 sek. 3. Vísir frá Miklagarði, kn.: Ámundi Sigurðsson, 29,78 sek. 300 m brokk 1. Surtur frá Magnússkógum, kn: Ástríður Ólafsdóttir, 45,4 sek. 2. Stjarna, kn.: Arnar Þ. Ólafsson, 50,0 sek. 250 metra unghrossahlaup 1. Þeyr frá Borgarnesi, kn: Bjarki Jónasson, 24,35 sek. 2. Krapi frá Spágilsstöðum, kn: Eyþór J. Gíslason, 24,5 sek. 300 m stökk 1. Sópur frá Búðardal, kn: Eyþór J. Gíslason, 24,6 sek. 2. Jarl frá Magnússkógum, kn: Ástríður Ólafsdóttir, 27,0 sek, Hestaþing Glaðs 2002 LANDSMÓTIÐ sem nú fer í hönd er annað í röðinni þar sem hluta- félag stendur að mótahaldinu en mótið í Reykjavík fyrir tveimur ár- um var hið fyrsta. Það er Lands- mót ehf. sem stendur að mótinu og mun það fyrirtæki halda landsmót náinnar framtíðar ef vel tekst til. Er ekki að efa að margir munu fylgjast með af áhuga hvernig fjár- hagsafkoman verður nú því síðasta mót var rekið með tapi. Þótt lands- mót hafi oft skilað all þokkalegum hagnaði er öllum ljóst að þetta er mikið áhættu fyrirtæki. Lítið má út af bera til að illa fari en þess ber að geta að allt fram til þessa hefur nokkuð björt heillastjarna skinið yfir Vindheimamelum og er nú að sjá hvort ekki muni hún glóa skært næstu daga eins og hin þrjú lands- mótin sem þar hafa verið haldin. Veðrið skiptir að sjálfsögðu mjög miklu máli hvað aðsókn viðkemur og eitt virðast Vindheimamelar hafa fram yfir önnur svæði en það er hversu marga fýsir að fara ríð- andi þangað á landsmót. Melarnir eru vel í sveit settir hvað það varð- ar og hefur mátt skynja mun meiri áhuga manna á að fara ríðandi á landsmót. Til að endar nái saman er áætlað að vel á sjöunda þúsund manns þurfi að sækja mótið. Vel lítur út með veður fyrir Skagafjörð allt fram á laugardag. Ef spáin gengur eftir verður hægur vindur, úr- komulaust og hiti gæti rambað í kringum 10 gráðurnar þó frekar undir tíu stigum en ofan, að því er fram kemur í spánni. Það virðist því sem veðrið ætti ekki að fæla frá. Önnur prófraun hlutafélagsformsins LANDSMÓTIÐ á Vindheimamelum hefst í dag og verða það að venju kynbótahrossin sem ríða á vaðið. Eins og ávallt ríkir mikil eftirvænt- ing og spenna fyrir landsmót þar sem hinir fremstu takast á í heið- arlegri keppni og glæstir sigrar eru unnir. Þeir verða margir sigurveg- arnir sem koma glaðir heim frá Vindheimamelum, ekki bara þeir sem fengu gullið hengt um háls sér heldur og sá mikli fjöldi knapa sem unnið hefur þann sigur að taka þátt í landsmóti. En landsmótin eru ekki bara keppni því mannlífsþáttur mótanna gegnir ekki síðra hlutverki í heimi hestamennskunnar þar sem gamlir kunningjar og vinir hittast og ný kynni takast. Nú sem áður er líka spennandi að sjá hvernig til tekst því allt er lagt í sölurnar af hálfu mótshaldara að sem best hafi til tekist. Segja má að Vindheimamelar séu komnir í kjól og hvítt og viðhafði heiðursborgari Skagafjarðar, Sveinn Guðmunds- son, þau orð að „Melarnir“ hafi aldrei verið því líkir sem þeir eru í dag og þar sé án efa besta aðstaða sem boðið hefur verið upp á til þessa. Vellirnir virðast standast ýtrustu kröfur hinna kröfuhörðustu í röð- um keppenda og verður allt lagt í sölurnar að halda þeim í því góða ásigkomulagi sem þeir eru nú í. Mikil tjaldborg er nú risin á Vindheimamelum sem hýsa mun veitingasöluna, en Bautinn á Ak- ureyri mun hafa veg og vanda af henni eins og á landsmótinu á Mel- gerðismelum 1998. Þá verða dans- leikir haldnir í einu tjaldanna og munu Papar og hinir margrómuðu Stuðmenn sjá dansglöðum hesta- mönnum fyrir tónlist. Markaðstorg verður á staðnum þar sem fimmtán fyrirtæki verða með kynningu á framleiðslu eða þjónustu sinni en auk þess verða allar helstu reiðtygjaverslanir með sölubása. Styrktaraðilar mótsins eru Flug- leiðir, en töltkeppni mótsins mun bera nafnið „The Icelandair tölt- competition“ sem er kannski tím- anna tákn því stöðugt verður meiri alþjóðabragur á landsmótum með aukinni aðsókn erlendra gesta. Er nú talið að þeir verði allt að þrjú þúsund að þessu sinni. Þá mun Toyota-umboðið leggja til bíla fyrir starfsmenn mótsins og Íslandsbanki verður með banka- þjónustu á svæðinu. Drykkjarvörur verða frá Vífilfelli og Eimskip hef- ur séð um alla stórflutninga á svæð- ið. SBA Norðurleið verður með dag- legar tengiferðir á mótssvæðið við áætlunarleið fyrirtækisins Reykja- vík-Akureyri. Landsmót hestamanna hefst í dag Sex daga hátíð hesta- manna hefst í dag Morgunblaðið/Vakri Ræktunarhópssýningar eru að verða með vinsælli atriðum landsmóta þar sem ræktendur sýna þverskurð af því besta sem þeir eru að framleiða. Morgunblaðið/Vakri Hópreiðin sem er tvímælalaust einn af hápunktum landsmóta verður nú farin á laugardags- kvöldið í fyrsta sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.