Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FYRIR rúmum tveimur árum ritaði
ég grein í Morgunblaðið um þessi
mál því mér ofbauð ástandið í um-
ferðarmálum okkar, mér fannst
slysa og dánartíðni í umferðinni
vera allt of mikil og sama er núna,
árið er ekki hálfnað og eru banaslys
tíu fleiri í ár en á sama tíma á síðasta
ári. Í grein minni fyrir tveim árum
sagði ég það álit mitt, að það er
hraðinn sem drepur eins og segir á
skiltum við þjóðvegina og vil ég enn
vekja athygli á því að ef vilji er til að
fækka banaslysum og alvarlegum
slysum er eina ráðið að lækka há-
markshraða. Í umferðarlögum eru
ákvæði um ökuhraða og hraðatak-
markanir svohljóðandi:
„V. Ökuhraði. Almennar reglur.
36. gr. Ökuhraða skal jafnan miða
við aðstæður með sérstöku tilliti til
öryggis annarra. Ökumaður skal
þannig miða hraðann við gerð og
ástand vegar, veður, birtu, ástand
ökutækis og hleðslu, svo og umferð-
araðstæður að öðru leyti. Hraðinn
má aldrei verða meiri en svo að öku-
maður hafi fullt vald á ökutækinu og
geti stöðvað það á þeim hluta vegar
fram undan, sem hann sér yfir og
áður en kemur að hindrun, sem gera
má ráð fyrir. Þegar skipt er frá
háum ljósgeisla í lágan skal aðlaga
ökuhraða hinu breytta sjónsviði.
Almennar hraðatakmarkanir.
37. gr. Í þéttbýli má ökuhraði ekki
vera meiri en 50 km á klst.
Utan þéttbýlis má ökuhraði ekki
vera meiri en 80 km á klst. þó 90 km
á klst. á vegum með bundnu slitlagi.
Ákveða má hærri hraðamörk á til-
teknum vegum, þó eigi meira en 100
km á klst. ef aðstæður leyfa og æski-
legt er til að greiða fyrir umferð,
enda mæli veigamikil öryggissjón-
armið eigi gegn því.
Ákveða má lægri hraðamörk þar
sem æskilegt þykir til öryggis eða af
öðrum ástæðum. 1)“
Það er nokkuð öruggt að ef öku-
menn hafa þessar lagagreinar í huga
og fara eftir þeim myndi slysum
fækka verulega. Ég hef ekki trú á að
ökumenn, sem aka útaf, utan í brýr,
aftan á aðra, aka á kyrrstæða hluti,
eða aka í veg fyrir aðra, hafi 36.
grein umferðarlaga í huga, þeir hafa
ekki haft fullt vald á ökutækinu eða
tekið tillit til öryggis annarra og að-
stæðna.
Tryggingarfélög og aðrir aðilar
um bætta umferðarmenningu hafa
verið með eða eru með átak og áróð-
ur til að reyna að draga úr slysum,
en það er ekki nóg, þessir aðilar
geta ekki bætt ástandið að neinu
marki. Þessi áróður dugar í nokkra
daga, en síðan sækir í sama farið.
Eini aðilinn sem getur gert eitthvað
til bóta er Alþingi.
Ég hef verið viðloðandi akstur og
umferð í rúmlega hálfa öld og ég hef
veitt þeirri staðreynd athygli að vel
flestir Íslendingar aka alltaf tíu til
tuttugu kílómetrum hraðar en lög
kveða á um. Þessu til staðfestingar
vil ég benda á, að helstu rök þeirra,
sem stóðu að hækkun hámarks-
hraða í níutíu kílómetra, var að
menn ækju almennt á þeim hraða og
því bæri að lögleiða hann. Þegar bú-
ið var að lögleiða níutíu kílómetra
hraða héldu menn áfram að aka tíu
til tuttugu kílómetrum yfir og var
hraðinn þá kominn í hundrað til
hundrað og tíu kílómetra, sem hafði
þær afleiðingar að menn höfðu ekki
vald yfir bifreiðinni við breytilegar
aðstæður og alvarlegum slysum
fjölgaði. Þá virðist mér sem lög-
regla, nema í einstaka umdæmum,
geri ekkert í sambandi við hraða
ökutækja fyrr en hann er tíu til tutt-
ugu kílómetrar yfir lögleyfðan
hraða.
Það er öruggt að ef stjórnvöld og
Alþingi vilja draga úr slysum í um-
ferðinni verður að lækka leyfilegan
hraða. Til þess að fá Íslendinga til
að aka á þeim hraða, sem nú er lög-
leyfður, verður að lækka lögleyfðan
hraða í 70 km í dreifbýli og 30 km í
þéttbýli, því þá mun hraðinn verða
50 í þéttbýli og 90 í dreifbýli eða eins
og Alþingi vill að hann sé. Vitað er
að aukinn hraði veldur fleiri alvar-
legum slysum og ekki er hægt að ná
hraða niður með áróðri, því verður
að gera það með lögum og háum
fjársektum við brotum. Íslendingar
eru þannig að þeir verða að fara að-
eins á svig við umferðarlögin og
verða að fá að aka aðeins hraðar en
lög leyfa, þeir stoppa ekki alveg við
stöðvunarskyldu og ef þeir stoppa,
þá stoppa þeir ekki á réttum stað,
þeir gefa ekki stefnumerki nema
þegar þeim sjálfum hentar og svona
mætti lengi telja. Því verður að hafa
lögin þannig að hægt sé að vera að-
eins utan við þau, án þess að það
skapi hættu og til þess að ná hraða
niður í það sem lög leyfa núna verð-
ur að lækka leyfilegan hraða. Takið
mark á skiltunum við vegina þar
sem stendur: Hraðinn drepur. Eina
raunhæfa aðgerðin til að fækka slys-
um er að draga úr hraða, ef það er
ekki gert er tilgangslaust að fárast
yfir auknum slysum, því við óbreitt
lög og ástand mun alvarlegum slys-
um fara fjölgandi í framtíðinni.
KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON,
fyrrv. bifreiðaeftirlitsmaður,
Kópavogsbraut 97.
Umferð
og slys
Frá Karli Gústafi Ásgrímssyni: