Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 29
HVERJIR skyldu hafa komið
því inn hjá þjóðinni að beinþynn-
ing væri til orðin vegna skorts á
kalsíum og að það besta sem ein-
staklingar gætu gert til að bæta úr
því væri að drekka gerilsneydda
kúamjólk?
Líklega eru það samtök þeirra
sem eru að selja kúamjólk, því í
raun og veru benda engar vísinda-
legar rannsóknir til þess, að
neysla á kúamjólk geri beinin
sterkari.
Í Bandaríkjunum er neysla
kvenna á kalsíum sú hæsta í ver-
öldinni, bæði vegna neyslu á
mjólkurmat og eins kalsíum í töfl-
um, en hvergi er að finna jafn-
mikla beinþynningu og þar.
Beinþynning er afar stórt
heilsufarsvandamál og færist mjög
í aukana í hinum vestræna heimi.
Það er einmitt í hinum vestræna
heimi, sem mesta neyslan er á
mjólkurmat, þannig að við getum
beinlínis ætlað að hann sé ein
helsta orsök fyrir hinni miklu
beinþynningarplágu, sem steypist
yfir okkur.
Bæði klínískar (vísindalegar) og
landfræðilegar rannsóknir benda
mjög í þá átt að mjólkurneysla sé
stór hluti af vandamálinu. Eggja-
hvíturíkur matur, eins og mjólk-
urmatur, veldur því, að
líkaminn missir kalsíum
úr beinunum, vegna
þess að hann er að
reyna að viðhalda réttu
pH-stigi (sýrubasastigi)
í líkamanum, en rétt
sýrustig er einn mik-
ilvægasti þáttur í við-
haldi á góðri heilsu.
Eins og sagt er: „Þér
eruð salt jarðar, ef salt-
ið dofnar með hverju á
þá að selta það?“ Með
mikilli mjólkurneyslu
verðum við að taka af
saltbirgðum eigin lík-
ama til að viðhalda
réttu pH-stigi. Útkom-
an verður beinþynning.
Fyrir nokkrum árum gerði hin
bandaríska mjólkurdagsnefnd
rannsókn á konum sem komnar
voru fram yfir tíðahvörf. Búnir
voru til tveir hópar þar sem öðrum
hópnum voru gefin þrjú 250 ml
glös af léttmjólk á dag í tvö ár, en
hinn hópurinn fékk engan mjólk-
urmat í jafnlangan tíma.
Talið er að þær konur sem
fengu mjólkina hafi fengið u.þ.b.
1.400 mg af kalsíum á dag. Eftir
tvö ár var beinmassinn rannsak-
aður og þá kom í ljós að hann hafði
minnkað tvisvar sinnum meira hjá
þeim konum sem fengu mjólkina
en hjá þeim konum sem ekki
neyttu mjólkurmat-
ar, en þær höfðu
enga beinþynningu
að rannsókn lokinni.
Hjá þeim konum
sem drukku mjólk-
ina jókst dagleg inn-
taka á eggjahvítu
um 30%, sem skýrir
mjög vel niðurstöð-
una.
Þessar niður-
stöður birtust
hvergi í fréttum
Fræðimenn við
Yale-háskólann í
Bandaríkjunum
rannsökuðu niður-
stöður úr 34 rannsóknum, sem
gerðar voru í 16 löndum og fundu
að hæstu tíðni beinþynningar var
einmitt að finna í þeim löndum þar
sem fólk drekkur mest af mjólk og
borðar annan eggjahvíturíkan mat
úr dýraríkinu. Árið 2000 birtist
niðurstaða úr rannsókn sem gerð
var við Harvard-háskólann í
Bandaríkjunum. Fylgst var með
78.000 hjúkrunarfræðingum og
hafði rannsóknin staðið yfir í 12
ár. Ein helsta niðurstaðan úr
henni var sú, að konur sem neyttu
mjólkurmatar voru mun líklegri til
að brjóta bein sín en þær konur
sem neyttu ekki mjólkurmatar. Ef
þarna hefði verið um að ræða ein-
hverja aðra vöru en mjólk, sem
hefur verið svo gífurlega auglýst
sem allra meina bót fyrir bein að
fólk telur þær auglýsingar heil-
agan sannleika, væri mjólkin í dag
álitin meiriháttar áhættuþáttur
fyrir beinbrotum.
Þegar farið er í gegnum allar
greinar sem birst hafa um bein-
heilsu, frá 1985 til 2000, og birtust
í American Journal of Clinical
Nutrition, fundust 57 rannsóknir,
sem uppfylltu forsendur fyrir góð-
um rannsóknum og tóku þær yfir
645.000 mannár. Ekki er hægt að
lesa út úr þeim að neysla á mjólk-
urmat hafi góð áhrif á beinheilsu.
Þannig er hægt að segja að vís-
indalegar niðurstöður styðji ekki
þær auglýsingar að mjólkurmatur
sé góður fyrir beinin. Ein rann-
sókn, sem kemur frá Ástralíu, sýn-
ir að mjólkurneysla á unga aldri
leiðir til aukinnar áhættu á
mjaðmabrotum á efri árum.
Segja má að mjólkurdrykkja
geri beinin ekki heilbrigðari. Hún
telst frekar skaða beinin. Einnig
verðum við að hafa í huga að
margir aðrir sjúkdómar hafa verið
settir í samband við mjólkurneyslu
t.d. eins og offita, hjartasjúkdóm-
ar, krabbamein, s.s. blöðruháls-
kirtilskrabbamein og brjósta-
krabbamein.
Mjólk úr kúm inniheldur einnig
hormóna, sem kýrin framleiðir
handa kálfum sínum, og geta þeir
haft skaðleg áhrif á mannfólkið
þar sem við höfum annan horm-
ónabúskap en kýrin, en mjólk
kúnna er jú frá skaparans hendi
ætluð fyrir kálfa. Einnig getum við
talað um ofnæmi, ofvirkni, náms-
erfiðleika, eyrnabólgur og fjöldann
allan af öðrum sjúkdómum, sem
settir hafa verið í samband við
mjólkurneyslu, þó svo að eiginleg-
ar vísindalegar rannsóknir hafi ef
til vill ekki farið fram í tengslum
við þessi einkenni. Ef við notum
þær gáfur, sem við höfum fengið í
vöggugjöf, getum við séð hvílík
fjarstæða það er, að neysla á móð-
urmjólk frá kúm frekar en neysla
á móðurmjólk frá rottum, köttum,
hundum eða öðrum dýrum, sem
framleiða mjólk handa afkvæmum
sínum, ætti að vera góð handa
börnum. Náttúran framleiðir móð-
urmjólk handa börnum eins og
kúamjólk er líka til af náttúrunni
fyrir kálfa.
Ef við horfum aðeins til baka þá
sjáum við að mjólkurframleiðend-
ur hafa, með hjálp hins opinbera,
ræktað upp umhverfi sem snertir
öll stig þjóðfélagsins og láta þann-
ig að því liggja að mjólkurmatur
sem kominn er frá kúm sé
„manna“ eða lífsorka frá himnum.
Vegna þess að mjólkuriðnaðurinn
stjórnar fullkomlega öllu því upp-
lýsingaflæði um heilsufarsáhrif
mjólkur, sem kemur fyrir almenn-
ingssjónir, er það hér um bil orðið
að trú fólks, að með því að drekka
tvö glös af mjólk á dag þurfi ekki
að hugsa meira um beinheilsuna,
allt vegna áhrifa af auglýsingum
mjólkuriðnaðarins.
Gaman væri að vita hvað mjólk-
uriðnaðurinn hefur lagt mikla pen-
inga í samtökin Beinvernd, bæði
beint og óbeint, t.d. í styrki, út-
gáfur o.fl.
Er ekki kominn tími til þess að
heilbrigðisyfirvöld rannsaki þessi
mál ítarlega og gefi út yfirlýsingu
um hvað beri raunverulega að
gera til að viðhalda góðri bein-
heilsu?
Mjólk – áhrif
á beinheilsu
Hallgrímur Þ.
Magnússon
Neysla
Gaman væri að vita,
segir Hallgrímur
Magnússon, hvað
mjólkuriðnaðurinn
hefur lagt mikla
peninga í samtökin
Beinvernd, bæði beint
og óbeint, t.d.
í styrki, útgáfur o.fl.
Höfundur er læknir.
ÞAÐ ER erfitt að
átta sig á stjórnun
fiskveiða. Þó er ljóst
að kerfið byggist á
einokun og skömmtun
á líkan hátt og gerðist
þegar vöruinnflutning-
urinn var háður gjald-
eyriseyfum. Það kerfi
leiddi af sér svarta-
markaðsbrask og
margs konar spillingu.
Frá sjónarhóli
verndunar fiskistofna
hafa orðið mikil mis-
tök. Þá hefur framsal
veiðiheimilda leitt til
mikilla fjárflutninga í
formi leigu og sölu kvóta sem er
ekkert annað en dulbúinn auð-
lindaskattur sem átti að forðast.
Þessi gjaldtaka lendir af fullum
þunga á sjávarútveginum. Annars
vegar sem gjöld og hins vegar sem
auðlindastyrkur til þeirra sem
leigja frá sér kvóta. Þetta er milli-
færsluleikur þar sem yfirleitt er
flutt frá þeim smærri til þeirra
stærri. Sumir kalla þetta hagræð-
ingu sem er mikið rugl.
Auðlindaskattur
Þeir sem taka auðlindaskatt með
leigu eða sölu á kvóta taka til sín
gífurlegt fjármagn.
Á síðasta þingi var samþykkt lít-
ils háttar gjaldtaka á veiðileyfi.
Útvegsmenn töldu það vera skatt-
lagningu á landsbyggðina og vísir
reiknimeistarar fundu út hvað
skatturinn væri hár á hvert byggð-
arlag. Akureyringar voru í efsta
sæti. Það var þó einfalt að losa sig
við skattinn með því að afþakka
kvótann.
Kvótaúthlutunin gefur ákveðn-
um aðilum heimild til að skatt-
leggja auðlind sem er sameign
þjóðarinnar. Það er gert í stórum
stíl. Stenst þetta eignaréttar- og
jafnréttisákvæði laga sem er sagt
að við búum við?
Mikið fé
Þessi innheimta á auðlindagjaldi
er ekki til almannanota heldur til
sérhagsmuna og því beinn styrkur
til sjávarútvegsins. Um er að ræða
miklar tekjur.
Þannig eflist fiskveiðifloti þeirra
sem hafa mikinn kvóta þar sem
þeir ráða því hvort þeir veiða hann
eða fara styrkjaleiðina og fram-
selja hann gegn auðlindagjaldi.
Vítahringur
Afleiðingin af öllu þessu braski
er sú að afköst skipastólsins
aukast, rányrkjan
eykst, brottkastið
eykst og álagið á
fiskistofnana verður
of mikið. Allt þetta
verkar sem vítahring-
ur og fiskveiðikerfið
spillir sjálfu sér, nær
ekki árangri, veldur
deilum og verður til
óþurftar.
Ógæfa Íslands
Skammsýni margra
er sú að fyrirtæki í
sjávarútvegi þurfi að
stækka. Ekkert hefur
komið fram sem sann-
ar það. Há kvótaleiga sýnir að
smærri skipin eru hagkvæm í
rekstri. Hins vegar er það ljóst að
þeir sem stærsta kvóta fá í þessu
kerfi geta grætt á því að sölsa
undir sig aukinn kvóta. Það er
ekki hagræðing.
Nú er svo komið að fjársterk
fyrirtæki sem hafa ekki verið í
sjávarútvegi eru farin að kaupa
upp heilu útgerðarfyrirtækin og
er sú þróun hættuleg og getur að-
eins leitt til ófarnaðar. Stjórnvöld
geta þá misst alla stjórn á auð-
lindinni. Henni verði þess í stað
stjórnað af þeim sem fjármagninu
ráða. Þá er komin sú einokun sem
leiðir til fátæktar og ófrelsis. Þá
verður hætt við því að erlenda
auðvaldið nái tökum á auðlindinni
okkar.
Fjársterkir auðhringar svífast
einskis.
Auðlindagjaldtaka
Páll V. Daníelsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Kvótinn
Innheimta á auðlinda-
gjaldi, segir Páll V.
Daníelsson, er ekki til
almannanota heldur til
sérhagsmuna.