Morgunblaðið - 02.07.2002, Side 53

Morgunblaðið - 02.07.2002, Side 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 53 BANDARÍSKA söngkonan Rosemary Clooney er látin 74 ára að aldri en hún þjáðist af lungnakrabbameini. Clooney lék m.a. á móti Bing Crosby í myndinni White Christmas. Þá söng hún með Guy Mitchell, Frank Sinatra og Marlene Diet- rich. Clooney var föðursystir leikarans George Clooney og kom tvisvar fram sem gestaleikkona í sjónvarpsþáttunum ER. Hún var um tíma gift leikaranum Jose Ferrer og átti með honum fimm börn. Clooney kveður Clooney á hátindi frægð- ar sinnar árið 1958. SIGURGLEÐIN var ósvikin hjá stuðningsmönnum knattspyrnuliðs Brasilíu sem komu saman að Vallá á Kjalarnesi sl. laugardag. Gleðitár runnu, fagnaðaróp hljómuðu og bílflautur voru þeyttar þegar úrslit- in í heimsmeistarakeppninni lágu fyrir. Þarna voru samankomnir Bras- ilíumenn búsettir hér á landi, mak- ar þeirra og börn og íslenskir skiptinemar sem dvalið hafa í Bras- ilíu, alls um tuttugu manns. Eftir leikinn var grillað við dynjandi brasilíska tónlist og brugðið á leik, jafnt fótbolta og aðra leiki. Konurnar í hópnum hittast reglu- lega og hafa eins konar sauma- klúbb. Saumaskapur er þó ekki skilyrði fyrir félagsstarfinu heldur er líka farið í bíó og út að borða. Að þeirra sögn hleypti heimsmeist- arakeppnin auknu fjöri í félags- skapinn, því þá komu karlarnir með þegar hist var til að horfa á leiki Brasilíu. Sigurgleðin var fölskvalaus hjá stuðningsmönnum Brasilíu. Í hópnum voru Brasilíumenn, búsettir hér á landi, fjölskyldur þeirra og skipti- nemar sem dvalist hafa í Brasilíu. Morgunblaðið/Þorkell Amanda da Silva Cortes var í brasilískri fótboltatreyju og hélt á terrier-tíkinni Dóru Lindu. Dóra var klædd í bún- ing sigurliðs Brasilíu frá 1994 og gelti glaðlega enda sigur- víman smitandi. Sigurgleði á Kjalarnesi LEIKARINN John Travolta ræðst svo sannarlega ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar kemur að því að fara með fjölskylduna í sum- arleyfi. Travolta ætlar nefnilega að fljúga með konu sína og börnin tvö hring- inn í kringum hnöttinn á einkaþotu sinni, sem er af gerðinni Boeing 707. Travolta mun sjálfur sitja við stjórnvölinn í þotunni en hann er annálaður áhugamaður um flug og flaggar sjálfur flugmannsprófi. Ferðalag fjölskyldunnar mun taka um tvo mánuði og þau hafa ráðgert að stoppa í tíu löndum. Travolta er giftur leikkonunni Kelly Preston og eiga þau saman börnin Jett og Ella Bleu. Reuters „Pabbi, pabbi, viltu fljúga með mig í kringum heiminn?“ John Travolta í réttri múnderingu ásamt konu sinni og dóttur. Með fjölskylduna kringum hnöttinn John Travolta fer á flug mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.