Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 53 BANDARÍSKA söngkonan Rosemary Clooney er látin 74 ára að aldri en hún þjáðist af lungnakrabbameini. Clooney lék m.a. á móti Bing Crosby í myndinni White Christmas. Þá söng hún með Guy Mitchell, Frank Sinatra og Marlene Diet- rich. Clooney var föðursystir leikarans George Clooney og kom tvisvar fram sem gestaleikkona í sjónvarpsþáttunum ER. Hún var um tíma gift leikaranum Jose Ferrer og átti með honum fimm börn. Clooney kveður Clooney á hátindi frægð- ar sinnar árið 1958. SIGURGLEÐIN var ósvikin hjá stuðningsmönnum knattspyrnuliðs Brasilíu sem komu saman að Vallá á Kjalarnesi sl. laugardag. Gleðitár runnu, fagnaðaróp hljómuðu og bílflautur voru þeyttar þegar úrslit- in í heimsmeistarakeppninni lágu fyrir. Þarna voru samankomnir Bras- ilíumenn búsettir hér á landi, mak- ar þeirra og börn og íslenskir skiptinemar sem dvalið hafa í Bras- ilíu, alls um tuttugu manns. Eftir leikinn var grillað við dynjandi brasilíska tónlist og brugðið á leik, jafnt fótbolta og aðra leiki. Konurnar í hópnum hittast reglu- lega og hafa eins konar sauma- klúbb. Saumaskapur er þó ekki skilyrði fyrir félagsstarfinu heldur er líka farið í bíó og út að borða. Að þeirra sögn hleypti heimsmeist- arakeppnin auknu fjöri í félags- skapinn, því þá komu karlarnir með þegar hist var til að horfa á leiki Brasilíu. Sigurgleðin var fölskvalaus hjá stuðningsmönnum Brasilíu. Í hópnum voru Brasilíumenn, búsettir hér á landi, fjölskyldur þeirra og skipti- nemar sem dvalist hafa í Brasilíu. Morgunblaðið/Þorkell Amanda da Silva Cortes var í brasilískri fótboltatreyju og hélt á terrier-tíkinni Dóru Lindu. Dóra var klædd í bún- ing sigurliðs Brasilíu frá 1994 og gelti glaðlega enda sigur- víman smitandi. Sigurgleði á Kjalarnesi LEIKARINN John Travolta ræðst svo sannarlega ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar kemur að því að fara með fjölskylduna í sum- arleyfi. Travolta ætlar nefnilega að fljúga með konu sína og börnin tvö hring- inn í kringum hnöttinn á einkaþotu sinni, sem er af gerðinni Boeing 707. Travolta mun sjálfur sitja við stjórnvölinn í þotunni en hann er annálaður áhugamaður um flug og flaggar sjálfur flugmannsprófi. Ferðalag fjölskyldunnar mun taka um tvo mánuði og þau hafa ráðgert að stoppa í tíu löndum. Travolta er giftur leikkonunni Kelly Preston og eiga þau saman börnin Jett og Ella Bleu. Reuters „Pabbi, pabbi, viltu fljúga með mig í kringum heiminn?“ John Travolta í réttri múnderingu ásamt konu sinni og dóttur. Með fjölskylduna kringum hnöttinn John Travolta fer á flug mbl.isFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.