Morgunblaðið - 02.07.2002, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 02.07.2002, Qupperneq 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 49 ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: Rúskinnsbuxur 7.600 2.900 Rúskinnspils 5.900 1.900 Herrapeysa stutterma 5.900 1.900 Sumarbuxur 3.400 900 Dömubelti 2.600 900 Kápa 6.600 1.900 Dömublazer 5.700 1.900 Sítt pils 3.900 900 Stuttermabolur 3.300 900 Jakkapeysa 5.700 1.900 Slinky-bolur 2.100 900 Þrjú pör herrasokkar 1.900 700 ...og margt margt fleira 60—90% afsláttur Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið frá kl.10.00-18.00 Lagersala 20-50% afsláttur Laugavegi 101, sími 552 8222. Seljum af lager og út úr búð með 20-50% afslætti HAFIÐ er fjögurra vikna alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku í Háskóla Íslands. Námskeiðið er einkum ætlað erlendum stúdentum. Stofnun Sig- urðar Nordals gengst fyrir námskeið- inu í samvinnu við heimspekideild Háskólans og annast skipulagningu þess. Menntamálaráðuneytið hefur veitt styrk til að unnt sé að halda námskeiðið. Þetta er í fjórtánda skipt- ið sem stofnunin sér um undirbúning slíks sumarnámskeiðs í íslensku. „Þátttakendur eru 35 að þessu sinni, 18 konur og 17 karlar, og koma frá 10 löndum, flestir frá Bandaríkj- unum, Bretlandi og Þýskalandi. Þeim er skipt í tvo hópa í íslenskunáminu eftir kunnáttu en margir þeirra hafa þegar lagt stund á íslensku heima fyr- ir, m.a. hjá sendikennurum í íslensku. Auk þess að nema íslensku gefst stúdentunum tækifæri til að hlýða á fyrirlestra um náttúru Íslands, sögu Íslendinga og menningu, heimsækja Alþingi og menningarstofnanir og skoða sig um á sögustöðum. Þetta er þriðja námskeiðið fyrir erlenda náms- menn sem Stofnun Sigurðar Nordals skipuleggur á þessu sumri. Nýlokið er tveggja vikna íslenskunámskeiði fyrir vestur-íslensk ungmenni. Þetta námskeið er hluti af Snorraverkefn- inu svonefnda. Föstudaginn 5. júlí lýkur sex vikna námskeiði fyrir bandaríska stúdenta sem stofnunin kom á í samvinnu við Minnesotahá- skóla. Alls taka 60 nemar þátt í þess- um þremur námskeiðum. Mikill áhugi er á að læra íslensku víða um lönd, ekki síst í Norður-Evrópu og Norður- Ameríku. Með ári hverju berast fleiri um- sóknir um hvers konar íslenskunám fyrir útlendinga hér á landi. Miklu fleiri stúdentar sækja um alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku en unnt er að sinna. Nútímaíslenska er einnig kennd á mörgum stöðum erlendis. Minna má á að nú starfa með styrk ís- lenskra stjórnvalda 13 íslenskulektor- ar í 8 Evrópulöndum og 1 í Kanada. Stofnun Sigurðar Nordals annast þjónustu við þá,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Stofnun Sigurðar Nordals. Alþjóðlegt sumar- námskeið í íslensku Herman af Trolle sendiherra Svía Vegna fréttar í Morgunblaðinu á sunnudag, um sendiherra Svía á Ís- landi, ber að ítreka að Herman af Trolle er enn sendiherra Svía á Ís- landi. LEIÐRÉTT AÐALFUNDUR Íslensk-japanska félagsins verður haldinn í dag, 2. júlí, klukkan 20 í Alþjóðahúsinu. Hverf- isgötu 18, Reykjavík.Venjuleg aðal- fundarstörf. Í lok fundarins mun Kolbrún Oddsdóttir kynna frumdrög að land- nemaspildu félagsins, Mirai no Mori. Veitingar af japönskum toga verða í boði í nýopnuðu kaffihúsi Alþjóða- hússins. Félagsmenn og aðrir vel- unnarar félagsins velkomnir. Aðalfundur Íslensk-japanska félagsins KAFFISTOFAN í Hafnarborg – menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11-17, eins og sýningarsalir safnsins. Kaffistof- an hefur verið reyklaus frá 1. ágúst sl. Þar er boðið upp á brauðrétti, crépes, grænmetisbökur, tertur og úrval kaffidrykkja og léttvína. Hóp- ar geta fengið þjónustu utan hefð- bundins opnunartíma, segir í frétta- tilkynningu. Reyklaus kaffi- stofa í Hafnarborg NORRÆNA húsið stendur fyrir byrjendanámskeiði í íslensku sem ætlað er Norðurlandabúum. Í tengslum við námskeiðið verða haldnir fyrirlestrar í Norræna hús- inu, sem einnig eru ætlaðir almenn- ingi. Fyrirlestrarnir hefjast allir kl. 13.30. Í dag verður fyrsti fyrirlesturinn. Einar Már Guðmundsson fjallar um íslenskar bókmenntir, m.a. um eigin verk og flytur fyrirlesturinn dönsku. Á miðvikudag fjallar Ari Páll Krist- insson, forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar, um íslenskt mál og fer fyrirlesturinn fram á norsku. Sigurð- ur Rúnar Jónsson, Diddi fiðla, fjallar um íslenska tónlist þriðjudaginn 9. júlí og fer fyrirlesturinn fram á dönsku. Síðasti fyrirlesturinn verður 11. júlí og mun Arthúr Björgvin Bollason, forstöðumaður Söguset- ursins, fjalla um Íslendinga fyrr og nú og flytur hann mál sitt á dönsku. Fyrirlestrar í tengslum við íslenskunámskeið BÚIÐ er að draga í leik Sumarbúð- anna Ævintýralands, Reykjum í Hrútafirði. Nafn Agnesar Linnet, níu ára, Fagrabergi 22 í Hafnarfirði, var dregið úr lukkupottinum og hún fær vikudvöl í sumarbúðunum í verð- laun. Enn eru nokkur laus pláss í júlí og ágúst. Sumarbúðirnar vilja þakka þeim fjölmörgu börnum sem sendu nöfn sín í lukkupottinn, segir í frétta- tilkynningu. Vann í lukkupotti Ævintýralands MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi leið- sögumanna. „Vegna yfirlýsingar Al- coa frá 28. júní vill Félag leiðsögu- manna benda á nokkur atriði Félag leiðsögumanna telur alger- lega vanmetin þau áhrif sem fyrir- huguð bygging Kárahnjúkavirkjunar myndi hafa á ferðaþjónustu í landinu. Um er að ræða eyðileggingu á stærsta ósnortna víðerni Vestur- Evrópu. Fráleitt er að halda því fram – líkt og Alcoa gerir – að Kára- hnjúkavirkjun muni ekki valda „meiriháttar“ umhverfisspjöllum. Sú fullyrðing Alcoa gengur þvert á úr- skurð skipulagsstofnunar og niður- stöðu Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Vegna virkjanaáforma hefur þró- un ferðaþjónustu á svæðinu ekki vax- ið líkt og efni standa til, enda hafa ferðaþjónustufyrirtæki ekki fjárfest í nauðsynlegri uppbyggingu í ljósi þeirra áforma. Þó er ljóst að hér er um að ræða afar margbrotna náttúru og einstakt svæði á heimsvísu þar sem jöklar og heitar lindir, beljandi fossar, mikilfengleg glúfur og víðerni með einstöku lífríki, gróður-og nátt- úruminjum er að finna á landfræði- lega mjög afmörkuðu svæði. Ein- stakt tækifæri til að stofna stærsta þjóðgarð Vestur-Evrópu mun glatast verði af virkjanaframkvæmdum. Það er rangt að halda því fram að Hálslón (sem yrði uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar) sé einn besti vatnsaflsvirkjunarkostur sem fyrir hendi er í heiminum, þar sem arð- semismat sem tekur til fórnarkostn- aðar hefur ekki verið framkvæmt. Gríðarlega miklir fjármunir eru í húfi. Félag leiðsögumanna skorar á Alcoa að taka ekki þátt í stærsta um- hverfisslysi Íslandssögunnar.“ Telur áhrif af virkjun algerlega vanmetin LAXVEIÐI hófst í Breiðdalsá í gærmorgun og voru menn sáttir í hádegishléinu að sögn Þrastar Elliðasonar, leigutaka árinnar, en alls veiddust fimm fallegir 10 til 12 punda laxar og menn settu í og misstu fleiri. Laxarnir veidd- ust víða, m.a. í Gunnlaugshlaupi, við Möggustein og í Bryggju- streng í Tinnudalsá, allt staðir sem gefa oft laxa í byrjun vertíð- ar. „Við erum afar ánægðir með þessa byrjun, hún lofar mjög góðu og ekki má gleyma að við höfum líka verið að rótveiða væna sjóbleikju síðustu vikurnar. Það er því líflegt á bökkunum hérna eystra,“ bætti Þröstur við. Ingvi Ingvason, leiðsögumaður við Langá, sagði talsvert af laxi í ánni og að hann væri óvenjuvel dreifður. Hann hefði þó mátt taka betur, en stöðugt bjartviðri hefur verið á Mýrunum og regn- skúrirnir á suðvesturhorninu ekki náð í Borgarfjörðinn. „Það eru komnir tæplega 50 laxar á land og það fer að ganga betur þegar nú er kominn júlí og fleiri veiðistaðir verða virkir,“ bætti Ingvi við. Rangárnar báðar eru farnar að gefa laxa, mest væna fiska, upp í 14 pund í Eystri-Rangá og 12 pund í Ytri-Rangá. Byrjunin hef- ur þó verið róleg eins og víðar. Húseyjarkvísl er farin að gefa laxa, nokkrir eru komnir á land, m.a. einn stór, nærri 16 pundum. Silungsveiði hefur verið mjög góð í júní, byrjaði raunar í maí, og hafa veiðst allt að 7 punda sil- ungar. Er það mest urriði, bæði staðbundinn og sjóbirtingar sem eru á niðurleið. Óhætt er að segja að lygilega góð silungsveiði hafi verið í Skógártjörn, en þar hefur verið veitt síðan í apríl. Fyrir helgi voru komnir um 900 silungar á land úr tjörninni. Þetta er mest 1–2 punda bleikja, stöku fiskur stærri og urriðar á stangli í afl- anum. Góð byrjun í Breiðdalsá ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.