Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Alfa Romeo 156 V6 2500, f.skr.d. 31.08. 1998, ek. 63 þ. km, 4 d., bsk., sóllúga, leðurinnrétting, vindskeið o.fl. Verð 1.820.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi. Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is LÍTRINN af 95 oktana bensíni hef- ur hækkað um tæplega 5 krónur frá áramótum eða úr 92,20 kr. 1. janúar í 97 kr. frá og með deginum í gær. Heimsmarkaðsverðið hefur verið nokkuð stöðugt að undanförnu og krónan styrkst gagnvart dollar en lækkun stjórnvalda á vörugjaldi féll úr gildi um mánaðamótin og skýrir það nýjustu hækkunina, að sögn Magnúsar Ásgeirssonar, yfirmanns innkaupadeildar Olíufélagsins. Verð á bensíni hækkaði um 1 kr. á lítra í gær. Magnús segir að í raun hefði bensín átt að lækka um sömu upphæð að öðru jöfnu, en hækkunin sé tilkomin vegna þess að 1,55 kr. lækkun stjórnvalda á vörugjaldi á bensíni frá því í aprílbyrjun hefði fallið niður um mánaðamótin. Hins vegar lækkaði verð á gasolíu um 2 kr. á lítra og flotaolíur og svartolía um 1 kr. á lítra vegna styrkingar krónunnar gagnvart Bandaríkja- dollar og lækkunar heimsmarkaðs- verðs á þessum tegundum. Magnús segir að að í liðinni viku hafi OPEC-ríkin samþykkt að halda olíuframleiðslunni óbreyttri á þriðja ársfjórðungi. Í lok desember sl. hafi þau minnkað framleiðsluna mikið og gert samkomulag við Rússa og Norðmenn um að þeir myndu fylgja þeim en nú hafi þeir sagt að þeir ætli ekki að fylgja þeirri stefnu OPEC að halda niðurskurðinum áfram. OPEC hafi nú sagt að ríkin muni hugsanlega framleiða meira á fjórða ársfjórðungi, en þrír mánuðir séu þangað til. Með aukinni fram- leiðslu Rússa og Norðmanna sé hins vegar horft fram á meiri stöðugleika á allra næstu mánuðum, en hann segir að óróinn í Mið-Austurlöndum hafi alltaf valdið titringi á mark- aðnum. Olíutunnan kostaði 25,5 dollara í gær og hefur bensínverðið verið nokkuð stöðugt undanfarnar vikur. Magnús segir að OPEC vilji halda því í 22 til 28 dollurum fyrir tunnuna og gera megi því skóna að það verði á bilinu 20 til 25 dollarar en lengri tíma spár segi að það verði um 25 dollarar. Að sögn Magnúsar kostaði tonnið af 95 oktana bensíni um 275 dollara í maí í fyrra en útlit er fyrir að með- alverðið hafi verið um 252 dollarar í júní sem leið. Tæplega 5 króna bensín- hækkun frá áramótum                                                                                 ! "  # !"           LANDSMÓT hestamanna hefst á Vindheimamelum í Skagafirði í dag og lýkur á sunnudag. Heiðursgestir mótsins verða Anna Bretaprinsessa og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Þau mæta á laugardaginn og taka þátt í hópreið sem verður inni á sýningarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að sjö til átta þúsund manns verði á mótinu. Þar af allt að þrjú þúsund erlendir gest- ir. Þá er reiknað með að um þúsund hross keppi á mótinu. Búist er við Önnu Bretaprinsessu til landsins um næstu helgi en hún mun gista í gamla bænum í Hofs- staðaseli í Skagafirði ásamt fylgd- arliði. Sá bær er burstabær sem hefur nýlega verið gerður upp. Er hann í eigu Þórólfs Sigurjónssonar og Guðnýjar Vésteinsdóttur. Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff munu einnig gista í gamla bænum sem og sendi- herra Breta á Íslandi, John Culver og frú. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Hópur hesta og knapa af Snæfellsnesi var að leggja af stað á landsmót þegar ljósmyndari var á ferð um Kolgrafarfjörð. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Anna Bretaprinsessa gistir í gamla bænum í Hofsstaðaseli. Landsmót hesta- manna hefst í dag ÍSLENSK erfðagreining (ÍE) og bandaríska lyfjaþróunarfyrirtækið Elitra Pharmaceuticals Inc. hafa greint frá því að hafnar séu rann- sóknir í lyfjaefnafræði í samstarfi fyrirtækjanna sem miða að því að þróa ný lyf sem beinast að lyfja- ónæmum bakteríum. Kári Stefáns- son, forstjóri ÍE, segir markmiðið vera að þróa ný lyf sem vinni á þess- um bakteríum á nýjan hátt. Í tilkynningu frá ÍE kemur fram að hjá lyfjaefnafræðideild ÍE (áður Medichem Life Sciences) er nú unnið að rannsóknum og þróun á lyfjum sem vísindamenn Elitra hafa upp- götvað. Vonast er til þess að þessi lyf geti orðið grunnur að nýrri gerð áhrifaríkra og breiðvirkra sýklalyfja. Í fyrra skrifuðu fyrirtækin undir samning til þriggja ára um samstarf við þróun nýrra sýklalyfja en sam- kvæmt samningnum eiga fyrirtækin í sameiningu þau efni sem koma út úr samstarfinu. Lyfjaefnafræðideild Ís- lenskrar erfðagreiningar sér um rannsóknir í lyfjaefnafræði, grein- ingu á þrívíddarbyggingu próteina og um lyfjaþróun sem byggist á grein- ingu á þrívíddarbyggingu en Elitra sér um aðrar forklínískar rannsóknir. „Lyfjaónæmar bakteríur,“ segir Kári, „eru sívaxandi heilbrigðis- vandamál í heiminum og markmið okkar í þessu samstarfi er að þróa ný og breiðvirk lyf sem vinna á þessum bakteríum á nýjan hátt. Okkar þáttur í þessari vinnu er að nota efnafræði- kunnáttu starfsmanna lyfjaefna- fræðideildarinnar í Bandaríkjunum og þá einstöku aðstöðu sem hún hef- ur til að greina þrívíddarbyggingu próteina til að vinna áfram með lyf sem Elitra hefur uppgötvað í erfða- fræðirannsóknum sínum á bakter- íum.“ Lyfjaónæmar bakteríur ÍE og Elitra stefna að þró- un nýrra lyfja KAFARAR köfuðu niður á flak Guð- rúnar Gísladóttur KE 15 í gær til að kanna ástand skipsins og er skýrslu úr leiðöngrum síðustu daga að vænta á morgun eða næstu daga, að sögn Tronds Eilertsens, lögmanns út- gerðarinnar. Eilertsen sagði í gær- kvöldi að ekki væri ljóst hvort kafað yrði niður á flak skipsins í dag en að skýrsla með niðurstöðum úr könn- unarleiðöngrum síðustu daga yrði send norskum lögregluyfirvöldum strax og hún væri tilbúin. Hann sagði að lögregluyfirvöld hefðu farið fram á það við útgerðina að fljótlega að því loknu myndi hún upplýsa um hvernig hún hygðist standa að hreinsun olíu úr flakinu. Hann segir hins vegar enn óljóst hvað verður um farm skipsins. Eilertsen segir að lögegluyfirvöld sýni því skilning að útgerðin þurfi tíma til að meta stöðuna og hvort ráðist verði í að bjarga skipinu af hafsbotni. Skipið liggur á um 40 metra dýpi eftir að það sökk við strendur Lofot- en 19. júní sl. Um borð eru 300 tonn af olíu og um 870 tonn af síld. Kafað niður á flak Guðrúnar Gísladóttur Skýrsla send lögreglu síðar í vikunni BJÖRGUNARBÁTURINN Gunnar Friðriksson var sendur frá Ísafirði áleiðis til Lónafjarðar síðdegis í gær til að ná í konu sem meiðst hafði á fæti. Konan, sem var á göngu um Hornstrandir, skarst á fæti og var hún flutt með bátnum til Ísafjarðar, að sögn Alberts Óskarssonar skip- stjóra. Að sögn Alberts voru meiðsl kon- unnar minniháttar og var hún flutt á Sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem gert var að sárum hennar. Kona flutt með báti frá Lónafirði ♦ ♦ ♦ MEÐ snarræði tókst ökumanni jeppa að koma í veg fyrir alvarlegt slys á þjóðvegi 1 við Djúpavog á sunnudagskvöld þegar fólksbíll kom á móti honum á röngum vegarhelm- ingi. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að ökumaður fólksbíls- ins sé nýkominn til landsins eftir dvöl í Afríku og vanur vinstriumferð þaðan. Þegar ökumaður jeppans sá fólksbílinn koma á móti sér beygði hann frá og út af veginum. Þar lenti jeppinn í ræsi og sat fastur. Fimm manns voru í jeppanum og fjórir í fólksbílnum. Skv. upplýsingum frá Slysavarna- félaginu Landsbjörgu voru allir í bíl- beltum, en barn í jeppanum meiddist lítillega. Vanur vinstri- umferð í Afríku TVÖ FLUGFÉLÖG, Flugfélag Ís- lands og Íslandsflug, buðu í áætl- unarflug milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði, en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær. Tilboð Íslandsflugs var upp á 28.792.000 krónur, eða 84,3% af kostnaðaráætlun. Tilboð Flug- félags Íslands var upp á 36.993.300 krónur, eða 108% af kostnaðar- áætlun. Um var að ræða útboð á endurgreiðslu kostnaðar að frá- dregnum tekjum vegna farþega- flutninga í áætlunarflugi milli Hafnar í Hornafirði og Reykjavík- ur. Kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar var rúmar 34 milljónir króna. Íslandsflug bauð tæpar 29 milljónir Áætlunarflug milli Reykjavíkur og Hafnar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.