Morgunblaðið - 02.07.2002, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 02.07.2002, Qupperneq 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 55, sími 561 3377 hefst í dag kl. 10 30-70% afsláttur Okkar landsfræga ÚTSALA STRAUMAR T Í S K U V E R S L U N I N Laugavegi 55, sími 561 8414. VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4507-4500-0030-3021 4507-2800-0001-4801 4507-4500-0030-6412 4507-4500-0030-6776 4507-2900-0005-8609 4741-5200-0002-4854                                !  "# "$%& '    ()( )$$$ ÚTGÁFA á DVD-mynd-diskum hér á landi fær-ist sífellt í aukana og núer svo komið að í mánuði hverjum eru um og í kringum 10 nýjar myndir gefnar út hér á landi – til viðbótar við alla þá eldri titla sem fluttir eru inn í stríðum straumi. Nokkuð almenn skoðun virðist vera í myndbandageiranum hér á landi að vegur DVD mynddiskanna geti einungis farið vaxandi með aukinni DVD spilara-eign. Hefur og enn frekar ýtt undir ásókn í DVD mynddiska að nú er orðið hægt að spila þá í nýjustu gerðum leikja- tölva sem og heimilistölva. Tækni- lega séð virðast kostir DVD mynd- diskanna framyfir myndböndin ótvíræðir en til samanburðar mætti segja þá sambærilega við kosti geisladisksins framyfir seg- ulbandið. Hin stafrænu mynd- og hljómgæði mynddisksins taka gæð- um myndbandsins mjög fram en þó eru tveir ókostirnir á DVD- tækninni, að útbreiðsla er enn ekki orðin almenn á DVD spilurum sem afritað geta efni á tóma diska t.a.m. upp úr sjónvarpi, og mynddiskar virðast enn nokkuð viðkvæmir fyrir skemmdum. En þessir ókostir eru minniháttar og muni vart hamla eða hægja á hraðri útbreiðslu DVD mynddiskanna. Allt frá því útgáfa á DVD mynd- diskum hófst fyrir nokkrum árum síðan hefur verið lenska að mynd- unum fylgi vænn skammtur af aukaefni, til að gera vöruna ennþá eigulegri. Fyrstu um sinn var auka- efni þetta lítið meira en svokallaður „trailer“, upprunalega kynning- armyndin, sem kvikmyndahús sýndu áður en viðkomandi myndir voru frumsýndar til að kynna þær. Síðan var farið að skipta mynd- unum niður í númeraða kafla svo hægt yrði að fletta upp á ákveðnum atriðum, en þessi möguleiki er nú orðin sjálfsagður á öllum DVD mynddiskum sem gefnir eru út. Og svo var aukið við valmöguleikana koll af kolli, hægt að velja um skýr- ingartexta og talsetningu, hand- ritin, heimildarmyndir um gerð myndanna og viðtöl við leikara, leikstjóra og aðra aðstandendur, lýsingar sömu aðila á gerð einstaka atriða sem hægt er að hlusta á sam- hliða því að horft er á myndina og áður óséðar senur, atriði sem lentu á klippiborðinu. Hinar einu sönnu útgáfur Þetta síðasta aukaefni hefur reynst gómsætasti bitinn fyrir bíó- unnendur því ekki nóg með að þeir séu þannig í fyrsta sinn að fá tæki- færi til að sjá atriði sem oft og tíð- um eru margumrædd eða umdeild heldur eru gjarnan fleiri en ein út- gáfa af myndum látnar fylgja með á DVD-diskum, upprunaleg útgáfa, og einhvers konar „director’s cut“ eða útgáfur leikstjóra sem ein- hverra hluta vegna hlutu ekki náð fyrir auga stjóranna hjá stóru ráð- ríku kvikmyndastúdíóunum. Marg- ir kvikmyndagerðarmenn hafa fagnað tilkomu DVD mynddiskanna einmitt vegna þessa möguleika og eins og George Lucas benti á á Cannes-hátíðinni síðustu, er þar loksins kominn vettvangur fyrir kvikmyndagerðarmenn til að koma myndum sínum á framfæri ómeng- uðum, jafnvel þótt stúdíóin hafi vilj- að sýna aðra útgáfu í kvikmynda- húsum til að þjóna markaðinum. Einnig er vettvangurinn kjörinn til þess að grafa upp úr glatkistum út- gáfur á myndum sem á sínum tíma var hafnað af stúdíóum sem óvæn- legum til sýninga, útgáfum sem sjálfir kvikmyndagerðarmennirnir, höfundar myndanna, höfðu skilað frá sér sem lokaútgáfum. Oftar en ekki á þetta við um myndir sem þóttu of langar og nægir þar að nefna sem dæmi að nýja 48 mín- útum lengri útgáfan af Apocalypse Now hefði tæpast litið dagsins ljós ef ekki væri fyrir tilkomu hins nýja DVD mynddiska-markaðar. Aðrar myndir sem gefnar hafa verið út í tveimur útgáfum, upprunalegri bíó- útgáfu og svo – oftast nær – lengri útgáfum leikstjóranna sem var hafnað, ýmist vegna lengdar, um- deildra og djarfra efnistaka eða af einföldum markaðsástæðum eru t.d. Fatal Attraction eftir Adrian Lyne sem er með öðruvísi endi, Bas- ic Instinct Paul Verhoeven þar sem djarfari senur er að finna og Term- inator 2 James Camerons svo ein- hverjar séu nefndar. Gagnvirkir möguleikar Enn annar valkostur sem boðið er uppá á mynddiskum í æ ríkara mæli eru ýmiss konar gagnvirkir val- möguleikar sem gera notandanum kleift að ganga svo langt að breyta atriðum mynda. Þessa skemmtilegu kosti var fyrst að finna á sérstakri viðhafnarútgáfu af Men in Black sem kom út fyrir 2 árum síðan og hafa komið út nokkrir DVD- mynddiskar síðan sem boðið hafa upp á samskonar valkosti, sem vissulega eru skemmtilegir en hafa þó ekkert sérlega langlíft notagildi. DVD mynddiskurinn er að öllum líkindum búinn að hreiðra um sig, verð hans hefur farið sífellt lækk- andi síðustu misseri og senn mun líða að því, eins og myndbanda- framleiðendur í Bandaríkjunum lýstu reyndar formlega yfir ekki alls fyrir löngu, að DVD-mynd- diskarnir leysi myndböndin alfarið af hólmi. Safaríkt auka- efnið heillar                                                           !"   !" #$%&' !(&   !" (  (    !" (    !" (   )    !" (    !"  )  #$%&' !(&   !" * (   !"  )  + + + ,   + ,   + -  + ,   + ,   ,   + + ,   ,   ,   -  ,                            ! " #   $ %   #  &'        (     ( $ ) * + "  $ #     DVD-mynddiskaútgáfa hér á landi færist í vöxt Apocalypse Now: Redux hefði vart litið dagsins ljós ef ekki væri fyrir DVD-byltinguna. DVD-útgáfan af T2 inniheldur sérstaka útgáfu Camerons sem inniheld- ur atriði sem ekki voru í bíói. Í DVD-útgáfu Men in Black var hægt að fikta við söguþráðinn. skarpi@mbl.is Algjör María Anna (Very Mary Anne) Gamanmynd Bretland 2001. Bergvík VHS. (100 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn og handrit Sara Sugarman. Aðalhlutverk Rachel Griff- iths, Jonathan Pryce. SARA Sugarman er skrítin skrúfa, annað verður ekki sagt. Hún er með einhvern undarlegasta húmor sem ég hef orðið vitni að, húmor sem alltaf er á mörkum þess að fara yfir strik hins fáránlega, fer gjarnan yfir strikið. En málið er að þegar það gerist virðist hending ein ráða því hvort þetta fá- ránlega er fyndið eða ekki. Síðasta mynd Sugarman, Mad Cows, var sannarlega fárán- leg en hún var ná- kvæmlega ekkert fyndin, bara fárán- leg. Því reyndist það hin óvæntasta ánægja að horfa á Very Mary Anne, því þar hittir fáránleikinn rækilega í mark. Og er það aðalleikurunum Rachel Griffith og Jonathan Pryce ekki svo lítið að þakka. Þau fatta al- veg ruglið í Sugarman, þessar yfir- gengilega ýktu persónur, röklausu framvindu, samtöl og hegðan sem nær oftast er gjörsamlega út af kort- inu. En það sem gerir gæfumunin er að myndin er ekki bara tóm þvæla. Undir niðri blundar sorgarsaga um bælda stelpu sem hefur mætt miklu mótlæti á stuttri ævi og í óborgan- legri túlkun Griffiths, sem fyrst steig fram á sjónarsviðið sem vinkona Mur- iel í Muriel’s Wedding, vinnur hún mann gjörsamlega á sitt band.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Fáránlega fyndið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.