Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 17 ÞRÍR ráðherrar munu á morgun opna Brú milli heimsálfa sem komið hefur verið upp á gjá við veginn milli Hafna og Reykjanesvita. Opna þeir brúna með því að ganga frá „Evr- ópu“ til „Ameríku“ og til baka. Göngubrúin er táknræn brú milli meginlandsflekanna sem mætast á Íslandi. Klukkan 15 á morgun mun Hjálmar Árnason alþingismaður, formaður verkefnisnefndar á vegum Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar, afhenda Árna Sig- fússyni bæjarstjóra Reykjanesbæj- ar brúna við athöfn á staðnum. Davíð Oddsson forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra verða viðstaddir og opna brúna með því að ganga yfir hana. Athöfnin er opin þeim sem hana vilja sækja. Johan D. Jónsson ferða- málafulltrúi segir að framtakið hafi vakið athygli, meðal annars hafi fjöldi fólks skoðað brúna um helgina. Þrír ráð- herrar ganga yfir Reykjanes SJÚKRAFLUTNINGAMENN hjá Brunavörnum Suðurnesja voru kall- aðir út nítján sinnum á dag- og næt- urvakt síðastliðins miðvikudags. Er þetta óvenjulega mikið, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að venju- lega er um það bil helmingur sjúkra- flutninga liðsins til Reykjavíkur. Að sögn Jóns Guðlaugssonar vara- slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja hefur verið lítið að gera að undanförnu, fyrir utan þennan annasama miðvikudag. Þannig voru í síðustu viku aðeins 10 sjúkraflutn- ingar, til viðbótar þeim 19 sem voru á miðvikudag, og tvö brunaútköll að auki en bæði vegna minniháttar bruna. Nítján flutn- ingar á einum sólarhring Reykjanesbær/Garður/Vogar YFIRMAÐUR flotastöðvar varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, Dean M. Kiyohara kafteinn, afhenti nýlega starfsmönnum varnarliðsins viðurkenningar vinnueftirlitsins á Keflavíkurflugvelli fyrir slysalaust ár. Alls hlutu 233 íslenskir starfs- menn og liðsmenn varnarliðsins við- urkenningar, þar á meðal einn sem stjórnað hefur slysalausum vinnu- stað í 35 ár. Árlega eru viðurkenningar sem þessar afhentar verkstjórum, bíl- stjórum og öðrum sem vinna við störf sem krefjast sérstakrar ár- vekni svo og starfsmönnum sem skarað hafa fram úr við eflingu ör- yggismála. Meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni voru 46 verkstjórar, en einn þeirra, Theodór Þorvaldsson, hlaut við- urkenningu fyrir stjórnun í 35 slysa- laus ár á sínum vinnustað. Þá hlutu 124 ökumenn viðurkenningar fyrir öruggan og áfallalausan akstur og meðhöndlun tækja sinna. Þeirra á meðal voru nokkrir sem starfað hafa samfellt í 20-26 ár án óhappa. Stjórnað slysalaus- um vinnustað í 35 ár Halldór Vilhjálmsson, fræðslu- og þjálfunarstjóri slökkviliðsins, tekur við sérstakri viðurkenningu úr hendi Deans M. Kiyohara kafteins. Keflavíkurflugvöllur LÖGREGLAN stöðvaði bíl á Hafn- argötu í Keflavík á laugardagskvöld vegna þess að úr honum var verið að veifa byssu og hnífum. Í bílnum voru þrjú ungmenni. Voru þau flutt á lögreglustöð og eftir að þeim hafði verið gerð grein fyrir því að þetta mættu þau ekki gera var þeim sleppt úr haldi. Byssan reynd- ist vera leikfangabyssa sem leit út eins og marghleypa. Einnig fundust tveir hnífar með löngum blöðum sem báðir voru taldir ólöglegir. Var þessu vopnasafni haldið eftir þegar eigend- unum var sleppt. Veifuðu leik- fangabyssu Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.