Morgunblaðið - 02.07.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.07.2002, Qupperneq 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 17 ÞRÍR ráðherrar munu á morgun opna Brú milli heimsálfa sem komið hefur verið upp á gjá við veginn milli Hafna og Reykjanesvita. Opna þeir brúna með því að ganga frá „Evr- ópu“ til „Ameríku“ og til baka. Göngubrúin er táknræn brú milli meginlandsflekanna sem mætast á Íslandi. Klukkan 15 á morgun mun Hjálmar Árnason alþingismaður, formaður verkefnisnefndar á vegum Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar, afhenda Árna Sig- fússyni bæjarstjóra Reykjanesbæj- ar brúna við athöfn á staðnum. Davíð Oddsson forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra verða viðstaddir og opna brúna með því að ganga yfir hana. Athöfnin er opin þeim sem hana vilja sækja. Johan D. Jónsson ferða- málafulltrúi segir að framtakið hafi vakið athygli, meðal annars hafi fjöldi fólks skoðað brúna um helgina. Þrír ráð- herrar ganga yfir Reykjanes SJÚKRAFLUTNINGAMENN hjá Brunavörnum Suðurnesja voru kall- aðir út nítján sinnum á dag- og næt- urvakt síðastliðins miðvikudags. Er þetta óvenjulega mikið, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að venju- lega er um það bil helmingur sjúkra- flutninga liðsins til Reykjavíkur. Að sögn Jóns Guðlaugssonar vara- slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja hefur verið lítið að gera að undanförnu, fyrir utan þennan annasama miðvikudag. Þannig voru í síðustu viku aðeins 10 sjúkraflutn- ingar, til viðbótar þeim 19 sem voru á miðvikudag, og tvö brunaútköll að auki en bæði vegna minniháttar bruna. Nítján flutn- ingar á einum sólarhring Reykjanesbær/Garður/Vogar YFIRMAÐUR flotastöðvar varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, Dean M. Kiyohara kafteinn, afhenti nýlega starfsmönnum varnarliðsins viðurkenningar vinnueftirlitsins á Keflavíkurflugvelli fyrir slysalaust ár. Alls hlutu 233 íslenskir starfs- menn og liðsmenn varnarliðsins við- urkenningar, þar á meðal einn sem stjórnað hefur slysalausum vinnu- stað í 35 ár. Árlega eru viðurkenningar sem þessar afhentar verkstjórum, bíl- stjórum og öðrum sem vinna við störf sem krefjast sérstakrar ár- vekni svo og starfsmönnum sem skarað hafa fram úr við eflingu ör- yggismála. Meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni voru 46 verkstjórar, en einn þeirra, Theodór Þorvaldsson, hlaut við- urkenningu fyrir stjórnun í 35 slysa- laus ár á sínum vinnustað. Þá hlutu 124 ökumenn viðurkenningar fyrir öruggan og áfallalausan akstur og meðhöndlun tækja sinna. Þeirra á meðal voru nokkrir sem starfað hafa samfellt í 20-26 ár án óhappa. Stjórnað slysalaus- um vinnustað í 35 ár Halldór Vilhjálmsson, fræðslu- og þjálfunarstjóri slökkviliðsins, tekur við sérstakri viðurkenningu úr hendi Deans M. Kiyohara kafteins. Keflavíkurflugvöllur LÖGREGLAN stöðvaði bíl á Hafn- argötu í Keflavík á laugardagskvöld vegna þess að úr honum var verið að veifa byssu og hnífum. Í bílnum voru þrjú ungmenni. Voru þau flutt á lögreglustöð og eftir að þeim hafði verið gerð grein fyrir því að þetta mættu þau ekki gera var þeim sleppt úr haldi. Byssan reynd- ist vera leikfangabyssa sem leit út eins og marghleypa. Einnig fundust tveir hnífar með löngum blöðum sem báðir voru taldir ólöglegir. Var þessu vopnasafni haldið eftir þegar eigend- unum var sleppt. Veifuðu leik- fangabyssu Keflavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.