Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Arnarfell, Lómur, Frank, Jo Elm og Goðafoss. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Prizzvani vænt- anlegt. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Lokað vegna sum- arleyfa frá 1. júlí til 23. ágúst. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og kl. 13 vinnustofa og bað. Miðvikudaginn 3. júlí verður farið í heimsókn að Sólheimum í Grímsnesi. Að Sólheimum verður gengið um með leið- sögn og starfsemin kynnt, en Sólheimar hafa hlotið viðurkenn- ingu sem vistvænt þorp. Heimilismenn verða þakklátir ef við höfum með okkur ónýt sæng- urver sem þeir rífa nið- ur og nota í vefnað, einnig ef þið eigið kertaafganga. Lagt af stað frá Afla- granda 40 kl. 13.00 og Hraunbæ kl. 13.30. Hafið með ykkur nesti. Skráning í afgreiðslu, símar 562 2571 og 587 2888. Árskógar 4. Kl. 9 bað- þjónusta, kl. 9 bókband og öskjugerð, kl. 9 opin handavinnustofa, kl. 9.30 Íslandsbanki á staðnum, kl. 13 opin smíðastofa og handa- vinnustofa. Kl. 13.30 frjáls spilamennska. Bingó er 2. og 4. föstu- dag hvers mánaðar. Púttvöllurinn er opinn kl. 10-16 alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 14–15 dans. Skoðunarferð um Þing- völl fimmtudaginn 11. júlí. Lagt af stað frá Bólstaðarhlíð kl. 13. Kaffihlaðborð í Valhöll. Vinsamlega greiðið ferðina í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudag- inn 9. júlí. Uppl. og skráning í síma 568 5052. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15 hádegismatur, kl. 15 kaffiveitingar. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Sund- leikfimin hjá Lovísu í Sundlaug Garðabæjar byrjar 25. júní kl. 16.00 og verður á þriðjud. og fimmtud í 3 vikur. Allir velkomnir. Golf- námskeiðið hjá Sturlu verður á þriðjud. og miðvikud. kl. 13.00 í GKG í Vetrarmýrinni. Fótaaðgerðastofan, tímapantanir eftir samkomulagi, s. 899 4223. Félag eldri borgara, Kópavogi. Suð- urnesjaferð. Fimmtu- daginn 4. júlí verður farið um norðanverðan Reykjanesskaga, Voga, Garð og Sandgerði. Söfn og sögustaðir skoðaðir undir leiðsögn Nönnu Kaaber. Kaffi- hlaðborð í Sandgerði. Farið frá Gjábakka kl. 13.15 og Gullsmára kl. 13.30. Þátttakendur skrái sig sem fyrst á þátttökulista, sem liggja frammi í fé- lagsheimilunum. Munið félagsskírteinin. Ferða- nefndin. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag frjáls spilamennska kl. 13.30. Pútt á Hrafn- istuvelli kl. 14-16. Vest- mannaeyjaferð í dag, mæting við Hraunsel kl. 10. Félagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sumarleyfa frá fim. 4. júlí til 12. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði í Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10.00–13.00. Kaffi – blöðin og matur í há- degi. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði í Glæsibæ kl. 10.00. Línudanskennsla Sig- valda kl. 19.15. Þórsmörk – Langidalur 4. júlí, Kaffihlaðborð á Hvolsvelli. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 9.00. Hálendisferð 8.-14. júlí, 7 dagar. Ekið norður Sprengisandsleið, fjöl- margir áhugaverðir staðir skoðaðir, t.d. Herðubreiðarlindir, Askja, Mývatn o.fl. Ek- ið suður um Kjöl. Leið- sögn Sigurður Krist- insson. Ferð í Galtalæk á úti- tónleika 14. júlí með Álftagerðisbræðrum, Diddú, Örn Árna og Karl Ágúst slá á létta strengi. Lagt af stað kl. 15.00 frá Glæsibæ. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Dagsferð 15. júlí Flúð- ir-Tungufellsdalur- Gullfoss-Geysir- Haukadalur-Lauga- vatn-Þingvellir. Kaffi- hlaðborð í Brattholti. Leiðsögn Sigurður Kristinsson. Skráning hafin. Fyrirhugaðar eru ferð- ir til Portúgals og Tyrklands í haust fyrir félagsmenn FEB, skráning er hafin, tak- markaður fjöldi. Nán- ari upplýsingar á skrif- stofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10.00 til 12.00 f.h. í síma 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, m.a. tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa frá mánudegi 1. júlí. Opnað aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs eru sund og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30 mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga. Umsjón Brynj- ólfur Björnsson íþróttakennari. Gjábakki, Fannborg 8. Afgreiðsla Gjábakka verður lokuð vegna sumarleyfa 1.–5. júlí. Mötuneyti, handa- vinnustofa og hár- greiðslustofa eru opin eins og venjulega. Nú er fullbókað í Vestfjarðaferðina 15.–19. júlí. Þeir sem ekki hafa greitt stað- festingargjald fyrir 3. júlí fyrirgera rétti sín- um til þátttöku í ferð- inni. Uppl. í síma 554 3400. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsheimilið Gullsmára 13 verður lokað frá 8. júlí til 6. ágúst. Fótaaðgerð- arstofan verður opin, sími 564 5298, hár- snyrtistofan verður op- in, sími 564 5299. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 9.45 bankaþjónusta, fótaað- gerðir og hágreiðsla. Allir velkomnir. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádegismatur. Hæðargarður. Hár- greiðsla kl. 9–17. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og op- in vinnustofa, kl. 9–17 hárgreiðsla. Allir vel- komnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 al- menn handavinna, kl. 13 spilamennska. Vitatorg. Hárgreiðsla kl. 9, fótaaðgerðastofan kl. 10. Smiðja og bók- band lokað í júlí. Farið í Land- mannalaugar 10. júlí. Lagt af stað kl. 8 f.h. Uppl. í síma 561 0300. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. Félag eldri borgara á Suðurnesjum. 4 daga ferð verður farin á Vestfirði 22.– 25. júlí. Vinsamlegast látið vita fyrir 10. júlí. Ferðanefndin. Nánar auglýst í Suðurnesja- fréttum. Í dag er þriðjudagur, 2. júní, 183. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. (Matt. 28, 18.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 beinaber, 8 ganga, 9 valska, 10 liðinn tími, 11 seint, 13 vesæll, 15 álkan, 18 frásögnin, 21 títt, 22 kostnaður, 23 fullkom- inn, 24 veikur jarð- skjálfti. LÓÐRÉTT: 2 angist, 3 toga, 4 rugga, 5 brúkum, 6 glingur, 7 skordýr, 12 fugl, 14 kven- mannsnafn, 15 karldýr, 16 hnettir, 17 fylgifiskar, 18 gafl, 19 koma að not- um, 20 líffæri. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: - 1 gjarn, 4 hirða, 7 örlar, 8 felum, 9 not, 11 tuða, 13 barn, 14 fossa, 15 tagl, 17 rövl, 20 Áki, 22 nálar, 23 lyddu, 24 skapa, 25 temja. Lóðrétt: - 1 gjökt, 2 aflið, 3 norn, 4 heft, 5 rella, 6 amm- an, 10 orsök, 12 afl, 13 bar, 15 tanks, 16 gilda, 18 öldum, 19 lauma, 20 Árna, 21 illt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI er ekki ánægður meðbreytinguna á Nýkaupum í Kringlunni yfir í Hagkaup. Breyting- in hefur haft í för með sér minna vöruúrval, lakari þjónustu og síðast en ekki síst að sumar samlokuteg- undir fást ekki nema dagsgamlar. Víkverji snæddi oft samlokur úr Nýkaupum í hádeginu á virkum dög- um en æ oftar verður kringla og kókómjólk fyrir valinu þar sem Vík- verja finnst ekki sanngjarnt að greiða sama verð fyrir glænýja samloku og dagsgamla samloku. Hins vegar er hann farinn að ganga að nýjum sam- lokum vísum á mánudögum, það er víst ekkert framleitt á sunnudögum. Vörutegundir í Hagkaupum eru sannarlega færri en í Nýkaupum sál- ugu. Ýmiss konar sælkeravörur eru horfnar. Vinkona Víkverja benti á að EPC salatsósur, sultur og pikklesar eru að hverfa úr hillunum. Þetta eru verðlaunaðar vörur og algjört nammi. Að vísu var ein aumingjaleg samstæða eftir, en bara einhverjar restar sem ekki er útlit fyrir að verði fyllt á. Twinings Earl Grey te sést nú orðið afar sjaldan í hillum Hagkaupa í Skeifunni og vinkonan bíður á milli vonar og ótta eftir að það hverfi einn- ig úr hillum Hagkaupa í Kringlunni. Úrval af dökku súkkulaði til bakst- urs er líka orðið mjög takmarkað en eins og Jamie Oliver, kokkur án klæða, mundi segja, er algjört úr- slitaatriði við gerð almennilegrar súkkulaðiköku og í góða súkku- laðieftirrétti að nota alvöru dökkt súkkulaði. Það má alveg selja eitt- hvað annað en Síríus á Íslandi, þótt það standi alltaf fyrir sínu. Blessuð sé minning Nýkaupa. x x x VÍKVERJI yrði hins vegar ennþásorgmæddari ef Melabúðinni yrði skipt út fyrir einhverja keðju- verslunina. Melabúðin stendur svo sannarlega fyrir sínu og jafnast fylli- lega á við Nýkaup heitin. Þar fæst allt sem nöfnum tjáir að nefna og frá mörgum framleiðendum, þrátt fyrir takmarkað rými. Starfsfólkið er ein- staklega lipurt og veitir góða þjón- ustu. Melabúðin jafnast á við hvaða sælkeraverslun sem er og verðið er auk þess viðunandi. Víkverja vantaði eitthvað á grillið um daginn og fór í Melabúðina sína. Þar kom hann ekki að tómum kofunum og fór út með dýrindis lambakjöt beint úr hinu frá- bæra kjötborði. Það er skemmst frá því að segja að kjúklingurinn sem er uppáhald Víkverja á grillið, bliknaði í samanburðinum. Það er indælt að hafa slíka verslun í nágrenninu og Víkverji gerir í því að beina viðskipt- um sínum í Melabúðina. Talandi um kjötát. Nú er grilltím- inn í hámarki og landsmenn sporð- renna grillkjöti í tonnavís um þessar mundir. Þótt kjötið sé gott, má ekki gleyma grænmetinu en það er ósköp auðvelt að grilla. Tómatar, paprika, sveppir, laukur, kúrbítur og kartöflu- sneiðar er allt frábært á grillið. x x x NÚ ER sumarið á Íslandi næstumhálfnað og tími tjaldferða og göngutúra í hámarki. Víkverji mælir með tjaldstæðinu á Hellnum á Snæ- fellsnesi. Það er lítið og á frábærum stað þar sem jökullinn gnæfir yfir. Í nágrenninu er nóg að skoða og til að hvíla lúin bein er gott að setjast niður á Fjöruhúsinu, alvöru kaffihúsi með stórkostlegu útsýni, í fimm mínútna göngufjarlægð frá tjaldstæðinu. Ekki sæmandi Í ÞÆTTINUM Dagsljósi, föstudaginn 7. júní sl., kall- aði Kristján Kristjánsson, stjórnandi þáttarins, Eng- landsdrottningu „kerlinga- greyið“. Ég er engin sérstakur aðdáandi kóngafólks en mér finnst þessi talsmáti ekki sæmandi á opinberum vettvangi. Sjónvarpsáhorfandi. Hver málaði myndina? ÉG keypti mynd 1953 í Rammagerðinni í Hafnar- stræti. Myndin er máluð í olíulitum, líklega með spöð- um, og er sólarlagsmynd, 6 stokkandarsteggir að fljúga yfir fjallavatni. Myndin er ca. 40-60 cm. Á myndinni er áritunin Svar- berg. Hef ég huga á að vita hver málarinn er. Þeir sem gætu gefið mér upplýsing- ar vinsamlega hafi sam- band við Lúther í síma 581 4407. Tapað/fundið Húslyklar í óskilum TVEIR húslyklar í svörtu leðurhylki fundist við bens- ínstöð við Snorrabraut. Upplýsingar í síma 553 1053. Gönguskór – Þórsmörk BLÁIR gönguskór týndust miðvikudaginn 26. júní sl., annaðhvort við efri göngu- brúna yfir Krossá eða inni í Básum. Skilvís finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 552 3756 eða 821 6950. Taska úr flugi í óskilum MIÐVIKUDAGINN 26. júní sl. komum við heim frá Benidorm, Alicante, í flugi á vegum Heimsferða. Ein- hverra hluta vegna hefur taska sem við eigum ekki flotið með farangrinum okkar. Taskan er svört og ómerkt. Upplýsingar í síma 567 3623. Lyklar týndust LYKLAR, 4 lyklar og Ís- landsbankamerki, týndust mánudaginn 24. júní, ann- aðhvort í Skeifunni 17 og nágrenni eða hjá Ingvari Helgasyni. Skilvís finnandi hafi samband við Pál í síma 515-5000 eða komi lyklun- um til lögreglunnar. Gallajakki týndist í Heiðmörk GALLAJAKKI var skilinn eftir í Vífilsstaðahlíð í Heið- mörk sl. fimmtudagskvöld. Jakkinn var lánsjakki og er sárt saknað. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 863 7876. Brúnt lyklaveski týndist BRÚNT lyklaveski týndist sl. miðvikudag á leiðinni Reykjavík-Kaldidalur- Húsafell-Reykjavík. Skilvís finnandi hafi samband í síma 861 9683. Fatnaður í óskilum FYRIR nokkru fundust tvær flíkur á 8-10 ára stelpu fyrir utan Dýraspít- ala Watsons í Víðidal. 1. Rauð flíspeysa opin að framan, með svörtum kraga og hvítu á ermunum. Á bakinu stendur Spari- sjóður Siglufjarðar og á báðum ermum og hægri boðangi eru lottómerki, svört og hvít. Á vinstri boð- angi stendur Kristín Mar- grét og mynd af fótbolta. 2. Blár gallajakki frá Monsoon með rennilás og hettu og rósóttu, fjólubláu fóðri. Uppl. í síma 552 3044 hjá Dýraverndarfélaginu. Dýrahald Fuglabúr fæst gefins FALLEGT og gott fugla- búr fæst gefins. Upplýsing- ar í síma 567 0992. Snotru vantar heimili SNOTRU vantar heimili þar sem fjölskyldan er að flytja af landi brott. Snotra er eins og hálfs árs gömul, ljúf læða, og er vön börn- um. Ef einhver góð fjöl- skylda eða einstaklingur vill bjarga Snotru okkar vinsamlegast hafið sam- band í síma 661 8065, 695 6845 eða 860 3153. Á sama stað fæst einnig gefins 8 vikna, kassavanur kettlingur. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is VIÐ viljum koma á fram- færi þökkum til Barð- strendingafélagsins fyrir ferð sem félagið stóð fyr- ir 22. júní sl. Við erum úr hópi eldri borgara sem var boðið í þessa ferð á vegum félagsins. Farið var í Stykkishólm og siglt um Breiðafjörð og í kringum eyjarnar. Allt var eins og best varð á kosið til að gera ferðina eftirminnilega, veðrið, ferðafélagarnir, veit- ingar og í ferðinni ríkti mikil gleði. Heimsóttur var m.a. hárkarlabóndi og farið í kirkju. Við er- um stolt af Barðstrend- ingafélaginu fyrir þetta framtak, við höfum ekki heyrt af því að annað átt- hagafélag bjóði eldri borgurum upp á svona ferð. Kærar þakkir fyrir frá- bæra ferð og góðar veit- ingar. Fríða og Örn. Þakkir fyrir góða ferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.