Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 13 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Ný vefsíða: www.i-t.is w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 16 30% afsláttur OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, lokað á laugardögum í júlí DÚNDUR sumartilboð - eldhús- og baðinnréttingar úr furu SKIPULAGS- og bygginganefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að Kayakklúbburinn fái að bæta við að- stöðu sína á eiðinu út í Geldinganes. Nefndin telur hins vegar ekki tíma- bært að úthluta klúbbnum lóð undir starfsemina til framtíðar á þessum stað. Síðastliðið ár fékk Kayakklúbbur- inn leyfi frá borgaryfirvöldum til að setja niður geymslupláss í formi gáms á eiðinu út í Geldinganes. Í bréfi formanns klúbbsins, sem lagt var fram í skipulagsnefnd í síðustu viku, segir að á þeim níu mánuðum sem klúbburinn hafi nýtt þetta svæði hafi reynslan verið góð. Óskar félag- ið eftir lóð á þessum stað fyrir fram- tíðaraðstöðu sem yrði 120 fermetra hús og 100 fermetra geymsla. Segir í bréfinu að aðalaðstaða klúbbsins sé í Nauthólsvík þar sem hann leigir aðstöðu af Siglingafélagi Reykjavíkur. „Eftir að ylströndin opnaði hefur þrengt mjög að okkur. Því er orðið brýnt að félagið komist í góða aðstöðu þar sem hlúð verður að þessari ört vaxandi íþróttagrein sem hentar fólki á öllum aldri,“ segir í bréfinu. Ekki á döfinni að ráðast í deiliskipulag svæðisins Í umsögn skipulagsfulltrúa um málið er tekið undir að reynslan af veru Kayakklúbbsins á Geldinganesi sé góð og er bent á að klúbburinn hafi m.a. verið í samstarfi við Íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur um námskeið í kajaksiglingum sem hafi verið vel sótt. Segir að að- staðan út frá eiðinu sé ein sú besta í borgarlandinu. Þá kemur fram að ekki sé ráðgert að ráðast í gerð deiliskipulags á svæðinu og enn sé talsvert langt í all- ar lagnir sem þjóna þyrftu framtíð- araðstöðu klúbbsins á hugsanlegri lóð á eiðinu. „Á þeim forsendum er ekki tímabært að úthluta sérstakri lóð fyrir starfsemi klúbbsins,“ segir í umsögninni. Þá segir að frekar mætti heimila að bæta við gámum við núverandi aðstöðu klúbbsins á eiðinu og var það samþykkt af skipulagsnefnd. Var málinu vísað til afgreiðslu borgar- ráðs. Kayakklúbb- urinn fær að bæta við að- stöðu sína Geldinganes Begga fína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.