Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 13
V. Fellsmúla • S. 588 7332
Ný vefsíða: www.i-t.is
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
02
-
IT
M
90
16
30%
afsláttur
OPIÐ:
Mánud. - föstud. kl. 9-18, lokað á laugardögum í júlí
DÚNDUR sumartilboð
- eldhús- og baðinnréttingar úr furu
SKIPULAGS- og bygginganefnd
Reykjavíkur hefur samþykkt að
Kayakklúbburinn fái að bæta við að-
stöðu sína á eiðinu út í Geldinganes.
Nefndin telur hins vegar ekki tíma-
bært að úthluta klúbbnum lóð undir
starfsemina til framtíðar á þessum
stað.
Síðastliðið ár fékk Kayakklúbbur-
inn leyfi frá borgaryfirvöldum til að
setja niður geymslupláss í formi
gáms á eiðinu út í Geldinganes. Í
bréfi formanns klúbbsins, sem lagt
var fram í skipulagsnefnd í síðustu
viku, segir að á þeim níu mánuðum
sem klúbburinn hafi nýtt þetta svæði
hafi reynslan verið góð. Óskar félag-
ið eftir lóð á þessum stað fyrir fram-
tíðaraðstöðu sem yrði 120 fermetra
hús og 100 fermetra geymsla.
Segir í bréfinu að aðalaðstaða
klúbbsins sé í Nauthólsvík þar sem
hann leigir aðstöðu af Siglingafélagi
Reykjavíkur. „Eftir að ylströndin
opnaði hefur þrengt mjög að okkur.
Því er orðið brýnt að félagið komist í
góða aðstöðu þar sem hlúð verður að
þessari ört vaxandi íþróttagrein sem
hentar fólki á öllum aldri,“ segir í
bréfinu.
Ekki á döfinni að ráðast
í deiliskipulag svæðisins
Í umsögn skipulagsfulltrúa um
málið er tekið undir að reynslan af
veru Kayakklúbbsins á Geldinganesi
sé góð og er bent á að klúbburinn
hafi m.a. verið í samstarfi við
Íþrótta- og tómstundaráð Reykja-
víkur um námskeið í kajaksiglingum
sem hafi verið vel sótt. Segir að að-
staðan út frá eiðinu sé ein sú besta í
borgarlandinu.
Þá kemur fram að ekki sé ráðgert
að ráðast í gerð deiliskipulags á
svæðinu og enn sé talsvert langt í all-
ar lagnir sem þjóna þyrftu framtíð-
araðstöðu klúbbsins á hugsanlegri
lóð á eiðinu. „Á þeim forsendum er
ekki tímabært að úthluta sérstakri
lóð fyrir starfsemi klúbbsins,“ segir í
umsögninni.
Þá segir að frekar mætti heimila
að bæta við gámum við núverandi
aðstöðu klúbbsins á eiðinu og var það
samþykkt af skipulagsnefnd. Var
málinu vísað til afgreiðslu borgar-
ráðs.
Kayakklúbb-
urinn fær að
bæta við að-
stöðu sína
Geldinganes
Begga fína