Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 25 DANIR tóku við forystu í mikilvæg- ustu valdastofnun Evrópusambands- ins, ráðherraráðinu, á sunnudag og var tímamótunum fagnað með mikilli garðveislu í Tívolí. Hver aðildarþjóð fer með forystuna í sex mánuði í senn og meðal verkefnanna er að skipu- leggja reglubundna leiðtogafundi. Berlingske Tidende segir að útgjöld Dana vegna formennskunnar muni nema meira en tíu milljörðum ís- lenskra króna, einkum vegna örygg- isvörslu. Stefnt er að því að taka ákvörðun um að bjóða allmörgum ríkjum í austurhluta álfunnar aðild á fundi í Kaupmannahöfn í desember og ljóst að mikið mun mæða á dönsku stjórninni. Anders Fogh Rasmussen forsætis- ráðherra bauð nokkrum af leiðtogum og æðstu embættismönnum ESB til veislunnar á sunnudag, en áður sagði hann í yfirlýsingu í tilefni dagsins að margvíslega erfiðleika yrði að yfir- stíga í formannstíð Dana. Hann sagði að tækist ekki að halda fast við tíma- setningu stækkunarinnar yrði um „söguleg mistök“ að ræða sem Evr- ópumenn gætu ekki sætt sig við. Sag- an myndi dæma þá hart sem stöðvuðu stækkun sambandsins. Danir og undanþágurnar Sérfræðingar benda á að staða Dana sé að sumu leyti erfið. Þeir hafi á sínum tíma fengið undanþágur frá sumum atriðum Maastricht-samn- ingsins um aukinn samruna, þeir taki ekki þátt í evru-samstarfinu og séu yfirleitt taldir vera tvístígandi í sam- starfinu. Geti því reynst torvelt fyrir þá að reka áróður fyrir því að allir sætti sig við málamiðlanir í stað þess að neita einfaldlega að taka þátt í auknu samstarfi. Ætlunin er að aðildarþjóðum ESB fjölgi úr 15 í allt að 25 árið 2004, en margt getur orðið til að kollvarpa þeirri tímaáætlun, ekki síst deilur um framlög úr sameiginlegum sjóðum sambandsins til nýju ríkjanna sem flest eru mun fátækari en þau sem fyrir eru. Um helmingur af sameig- inlegum útgjöldum ESB fer í styrki og niðurgreiðslur vegna landbúnaðar, en Pólland, sem er eitt af væntanleg- um aðildarríkjum, er mikið landbún- aðarland. Frakkar njóta góðs af styrkjakerfinu, en ríki á borð við Þýskaland, Holland og Bretland vilja á hinn bóginn draga úr greiðslunum. Annað mál sem einnig getur reynst snúið er deilan um ólöglega innflytj- endur frá fátækum löndum, en víða í aðildarríkjunum hafa komið upp há- værar kröfur um að stöðva slíkan inn- flutning eða a.m.k. hefta hann. Forsætisráðherrar fjögurrra vænt- anlegra aðildarríkja, Póllands, Ung- verjalands, Tékklands og Slóvakíu, „Visegrad-hópurinn“ svonefndi, ákváðu á fundi á laugardag að efla samstarf sitt. Sögðu þeir mikilvægt að ríkin töluðu einum rómi þegar ver- ið væri að ganga frá síðustu atriðum stækkunarferlisins og þá ekki síst fjárhagshliðinni. Ráðherrarnir töldu að útilokað væri að nýju ríkin yrðu látin greiða meira en þau fengju úr sameiginlegum sjóðum og mótmæltu hugmyndum um tíu ára aðlögunar- tímabil áður en nýju ríkin fengju full- ar greiðslur úr landbúnaðarsjóðun- um. Danir taka við forystu í ESB Kaupmannahöfn. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.