Morgunblaðið - 02.07.2002, Side 31

Morgunblaðið - 02.07.2002, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 31 ÞAÐ er mjög mikilvægt aðsetja verðmiða á ósnortinvíðerni í tengslum viðframtíðarnýtingu hálend- isins norðan við Vatnajökul,“ segir Nele Lienhoop, sem í doktorsrit- gerð sinni beitir skilyrtu verðmæta- mati til að meta verndargildi víðerna norðan Vatnajökuls. „Það eru nokkrir nýt- ingarmöguleikar til staðar og það er því mikilvægt að velja þann möguleika sem flestir eru sáttir við.“ Lienhoop stundaði nám í landafræði við Háskóla Íslands og fór í kjölfarið í mast- ersnám í umhverfis- stjórnun í Háskólan- um í Aberdeen í Skotlandi. Masters- ritgerð hennar fjallaði um að áætla þann um- hverfiskostnað sem Kárahnjúkavirkjun myndi hafa í för með sér. Nú vinnur hún að dokt- orsverkefni þar sem hún metur áhrifasvæði virkjana í öllum þrem- ur ánum norðan Vatnajökuls, en sama svæðið liggur innan hugsan- legs þjóðgarðs. Skilyrt verðmætamat Aðferðin sem Lienhoop notar í verkefninu kallast skilyrt verð- mætamat. „Aðferðin er tæki til að meta náttúruna til fjár. Síðan um- ræður hófust um virkjanafram- kvæmdir norðan Vatnajökuls heyr- ast sífellt oftar raddir um að meta eigi náttúruna sem fórna þarf vegna virkjana til fjár, svo að auðveldara sé að taka mið af henni í ákvarð- anatöku.“ Á Íslandi er þetta enn mjög óþekkt aðferð, að sögn Lienhoop, en erlendis, einkum á Norðurlönd- um, Bretlandi og Bandaríkjunum hefur hún verið notuð í nokkra ára- tugi. „Hvað varðar framtíðarnýtingu hálendisins norðan við Vatnajökul, þá er mjög mikilvægt að setja verð- miða á ósnortnu víðernin. Það eru nokkrir nýtingarmöguleikar til staðar, og það er því mikilvægt að velja þann möguleika sem flestir eru sáttir við. Á svæðinu eru þrjár vatnsmiklar ár sem henta vel til raf- orkuframleiðslu, en búið er að leggja fram nokkrar tillögur um virkjanir og uppistöðulón í þessum ám. Það er líka búið að leggja fram tillögur um þjóðgarð á þessu svæði, enda má þar finna jarðfræðileg fyr- irbæri sem eru einstök á Íslandi og í heiminum og einstakt dýra- og plöntulíf. Aðrir vilja að svæðinu verði haldið ósnortnu eins og það er.“ Náttúran ekki seld á markaði En hvernig hjálpar verðgildi svæðisins við að ákveða hvaða kost- ur er eftirsóknarverðastur? „Það verður að skoða hvern kost fyrir sig. Tökum sem dæmi ákvörð- un um vatnsaflsvirkjanir á svæðinu. Þeir sem taka ákvörðuna bera gjarnan saman þann kostnað sem virkjun felur í sér við þann ávinning sem hafa má af henni. Ávinningur- inn er t.d. þær tekjur sem verða af sölu raforku, en kostnaðurinn ligg- ur meðal annars í byggingarefni fyrir mannvirki og þeim náttúrufyr- irbærum sem tapast. Ef ávinning- urinn er meiri en kostnaðurinn er hagkvæmt að fara út í framkvæmdina, en ef kostnaðurinn er hærri en ávinningurinn, er ekki skynsamlegt að leggja í hana. Því miður er slíkur samanburður ekki auð- veldur þar sem nátt- úrufyrirbærin sem fórna þarf hafa ekkert tiltekið verð, þau eru ekki metin í krónum og aurum, og því er erfitt að taka þau inn sem kostnað í ákvarðana- töku. Náttúran hefur engan verðmiða vegna þess að hún er ekki seld á markaði, og þess vegna er hætta á því að hún verði meðhöndluð eins og hún sé ókeypis, sem leiðir oft til þess að náttúru- auðlindir eru ofnýttar. Þess vegna er mikilvægt að meta náttúruna til fjár, en verðmæti náttúrufyrirbæra sem myndu tapast skiptir oft sköp- um í ákvörðunum um óafturkræfar framkvæmdir.“ Hvernig metum við ósnortin víð- erni, hreindýr, heiðagæsir og jarðfræðiminjar til fjár? „Framkvæmd verður könnun þar sem fólk verður spurt hversu mikið það er tilbúið að borga fyrir að halda svæðinu ósnortnu,“ segir Lienhoop. „Greiðsluvilji hvers ein- staklings endurspeglar hversu mik- ils virði svæðið er honum. Sam- kvæmt forprófun sem ég gerði eru útivist, vísinda- og vistfræðileg gildi, menningarminjar og einfald- lega að vita að ósnortin víðerni eru til, meðal mikilvægustu gilda sem svæðið hefur fyrir fólk. Ef hinn að- spurði hefur til dæmis mikinn áhuga á fjallgöngu og langar að nota svæðið í framtíðinni er líklegt að hann sé tilbúinn að borga mikið. Margir eru líka tilbúnir að borga vegna þess að þeir vilja einfaldlega vita að svæðið er til, þ.e.a.s. þó að einstaklingur hafi engan áhuga á að ferðast um svæðið getur það samt haft mikið gildi fyrir hann. Aðrir hafa engan áhuga á svæðinu og myndu því greiða sem minnst eða jafnvel ekkert.“ Hvað ertu tilbúinn að borga? Lienhoop segir að aðalatriðið í spurningakönnunum sé að búa til svokallaðan „ímyndunarmarkað“ til að gefa fólk ástæðu til að borga fyr- ir víðernin. „Á slíkum markaði er t.d. sagt við fólk: Ein af leiðunum til að vernda svæðið er að stofna þjóð- garð. Þjóðgarður myndi kosta pen- inga og skattpeningar eru notaðir til að mæta þeim kostnaði, þannig að þú og aðrir myndu borga fyrir stofnun þjóðgarðs með auknum sköttum. Svo er spurt: Hvað væri heimilið þitt tilbúið að borga í aukn- um sköttum á ári til að fá þennan þjóðgarð? Síðan getur maður reikn- að meðalgreiðsluvilja og margfald- að hann með fjölda heimila á Íslandi til að fá heildarverðmæti svæðis- ins.“ Lienhoop telur að þá tölu megi annaðhvort nota sem fórnarkostnað í ákvarðanatöku um virkjanir eða til að rökstyðja þann kostnað sem stofnun þjóðgarðs myndi fela í sér. „Niðurstöðurnar eru ekki tilbún- ar ennþá,“ segir Lienhoop, „en í vetur hannaði ég spurningalistann. Ég er nýbúinn að prófa spurninga- könnunina í beinum viðtölum og í hópviðtölum. Aðalkönnunin fer síð- an fram í sumar.“ Niðurstöður mastersritgerðar- innar voru þær að hvert heimili á Íslandi er að meðaltali tilbúið að borga 3.900 krónur fyrir náttúru- fyrirbærin sem myndu hverfa undir vatn vegna Kárahnjúkavirkjunar. Með því að marfalda þessa tölu með fjölda heimila á Íslandi fást 385 milljónir króna, en þessi upphæð er þá umhverfiskostnaður sem taka þarf með inn í reikninginn í ákvarð- anatöku um þessa virkjun.“ Trúverðugur greiðsluvilji fundinn Lienhoop tekur fram að skilyrt verðmætamat er ekki gallalaus að- ferð. „Margir vilja meina að fólk segi ekki satt þegar það er beðið um að ákveða greiðsluvilja. Það er sjálf- sagt möguleiki að sumir nefni hærri upphæð en þeir eru tilbúnir að borga í raun og veru. Þetta myndi þá skekkja niðurstöðuna. Rann- sóknir hafa þó sýnt fram að slík til- hneiging sé í lágmarki.“ Meginmarkmið við doktorsverk- efnisins er að sögn Lienhoop að finna leiðir til að fá fram trúverð- ugan greiðsluvilja fólks. Könnunar- aðferðin felur í sér klukkutíma fund með 5-10 einstaklingum, þar sem þátttakendum eru kynnt þau nátt- úrufyrirbæri sem til staðar eru, bæði með orðum og myndum. Fólk fær tækifæri til að spyrja spurninga og ræða málið með hinum þátttak- endum. Eftir fundinn fá þátttak- endur viku til að hugsa um greiðslu- vilja sinn og síðan er hringt í það viku seinna til að spyrja um greiðsluvilja. Á þeim tíma fær fólk tækifæri til að ræða málið með fjöl- skyldu sinni eða fara á bókasafn til að safna frekari upplýsingum um efnið. „Þessi aðferð hefur bara verið notuð einu sinni áður, en þá kom í ljós að greiðsluviljinn sem við feng- um úr hópviðtölum er minni en sá greiðsluvilji sem við fengum úr beinum viðtölum og þar með miklu raunverulegri. Við erum enn að prófa þessa aðferð, en almennt má segja að hún hentar betur í þetta en bein viðtöl, því fólk fær meiri upp- lýsingar og meiri tíma.“ Umhverfismat eitt og sér nægir ekki Lienhoop segir að við gerð um- hverfismats um áhrif á umhverfis- áhrifum framkvæmda komi aðeins fáir aðilar. „Reglur um sjálfbæra þróun krefjast hins vegar þess að samfélagið taki upplýsta ákvörðun um framtíðarskipulag hálendisins norðan við Vatnajökul. Spurninga- kannanir sem notaðar eru í skilyrtu verðmætamati gefa okkur tækifæri til að fá nokkuð góða hugmynd um álit almennings. Einungis með því að meta verð- gildi náttúruauðlinda er hægt að komast að því hvort sé eftirsókn- arverðari kostur, vatnsaflsvirkjan- ir, þjóðgarður eða láta svæðið vera eins og það er. Ef við notum ein- ungis umhverfismat er gildi náttúr- unnar oftast vanmetið og meiri lík- ur á að röng ákvörðun verði tekin.“ Nele Lienhoop landfræðingur freistar þess að verðleggja víðerni í doktorsverkefni sínu Náttúran er ekki ókeypis Nauðsynlegt er að meta náttúruauðlindir norðan Vatnajökuls til fjár til að ákvarða framtíðar- nýtingu svæðisins. Nele Lienhoop landfræð- ingur sagði Sunnu Ósk Logadóttur að ef eingöngu væri notast við umhverfismat yrði gildi náttúrunnar vanmetið og meiri líkur á að röng ákvörðun yrði tekin. Nele Lienhoop landfræðingur. sunna@mbl.is ilbrigð- Forseti knirinn t er for- ameins- gu ráð- u einu afi það atlögu með því ngu al- þeim. eti ráð- éttirnar einsteg- á næstu manna en góðu hafi úr meins í löndum brjóst- g með- ferð. Hann segir tóbaksneyslu helsta orsakaþátt krabbameina og meðan ekki dragi úr henni á heims- vísu sé þess ekki að vænta að dán- artíðni af völdum krabbameins lækki. Neysla tóbaks er aðaláhættu- þáttur krabbameins. Á síðustu öld létust um 100 milljónir manna af völdum sjúkdóma sem raktir voru til tóbaksnotkunar, svo sem krabbameins, lungnasjúkdóma, kransæðasjúkdóma og hjarta- áfalls. Talið er að helmingur þeirra sem reykja látist af völdum tóbaks- notkunar og um fjórðungur þeirra deyr ótímabærum dauða á miðjum aldri. Fram að þessu hefur verið vitað að tóbaksneysla veldur krabba- meinum í lungum, munnholi, vél- inda, brisi og þvagblöðru en eins og fram kom nýlega hjá Alþjóða- krabbameinsmiðstöðinni í Lyon í Frakklandi hafa fleiri krabbamein- stegundir bæst á þennan lista. Þannig hafa reykingamenn tvö- faldar til þrefaldar líkur á því að fá krabbamein í nýru, maga, lifur, legháls, nefhol og hvítblæði miðað við þá sem ekki reykja. Stener Kvinnsland benti á að þeir sem hætta að reykja draga mjög fljótt úr áhættu á krabba- meini og lagði áherslu á að þótt best væri að forðast það að byrja að reykja væri ekki síður mikil- vægt að reykingamenn létu af þeim vana sínum, þannig drægju þeir strax úr líkum á að verða fyrir alvarlegum sjúkdómum. Meiri dánartíðni í þróuðum löndum en þróunarlöndum „Í þróuðum löndum er dánar- tíðni af völdum krabbameina tvö- föld miðað við þróunarlönd. Aðal- ástæðan er að áhrif tóbaks hafa komið fram fyrr, ýmsir atvinnu- sjúkdómar og vestrænt líferni og mataræði,“ segir m.a. í samantekt um alheimshorfur í þróun krabba- meina. Steinar Kvinnsland segir að með vestrænu líferni sé m.a. átt við of mikla orkuneyslu, hreyfingar- leysi og offitu Vesturlandabúa sem hafi í för með sér aukna áhættu á krabbameinum. Það geti átt við krabbamein í brjóstum, blöðru- hálskirtli og ristli sem séu mun fá- tíðari í fátækari löndum. Hægt sé að draga úr áhættu slíkra krabba- meina með meiri neyslu grænmetis og ávaxta. „Þegar litið er á þá tilhneigingu víðast hvar í heiminum að það sem nefna má vestrænt líferni og offita fari vaxandi í mörgum löndum er ólíklegt að búast megi við minnk- andi byrði og vandamálum af völd- um krabbameinsæxla. Minnkandi dánartíðni mun þess vegna byggj- ast að miklu leyti á snemmbúinni greiningu og meðferð,“ segir Kvinnsland einnig. Í þróunarlöndum er um fimmt- ungur krabbameinstilvika rakinn til smitsjúkdóma, svo sem af völd- um hepatitis B og C veira sem or- saka krabbamein í lifur, HPV veira sem valda leghálskrabbameini og helicobacter pylori en sú veira veldur krabbameini í maga. Í þró- uðum löndum valda slíkir smit- sjúkdómar aðeins um 8% krabbameinstilvika. u um fjölgun krabbameinstilfella fjölgar úr þús- 2020 á Íslandi Ljósmynd/Marianne Otterdahl-Jens rrverandi forseti Íslands, var kynnir á upp- sfundi ráðstefnunnar. Ljósmynd/Marianne Otterdahl-Jens ti þingsins, og Paul Kleihus, forstöðumaður Alþjóðakrabbameinsrannsóknastöðv- klandi, gerðu grein fyrir ástandi og horfum í þróun krabbameina á fundinum. joto@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.