Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í VON um góða sumarvinnu kveikti lausráðinn slökkviliðsmaður eld sem kann að vera orðinn að mestu skógar- eldum í sögu Arizona-ríkis í Banda- ríkjunum, að því er yfirvöld greindu frá á sunnudaginn. Maðurinn, Leon- ard Gregg, 29 ára, var íhlaupamaður við slökkvistörf fyrir ráðuneyti mál- efna frumbyggja. Hann var með þeim fyrstu sem kvaddir voru á vettvang til þess að berjast við eldinn. „Þessi eldur var kveiktur í ágóða- skyni,“ sagði Paul Charlton, alríkis- saksóknari í Arizona. Gregg var handtekinn á laugardagskvöldið og kom fyrir alríkisdómstól á sunnudag- inn í Flagstaff, og leit út fyrir að vera þreyttur og ringlaður. Við yfirheyrsl- una sagði hann m.a.: „Ég biðst afsök- unar á því sem ég hef gert.“ Dóm- arinn greip fram í fyrir honum og sagði að þetta væri ekki rétti tíminn til að játa sekt. Gregg er gefið að sök að hafa kveikt eld á tveim stöðum 18. júní sl., og var annar fljótlega slökktur, en hinn tók á rás til fjalla undan hvöss- um vindi og nærðist á þurru kjarri og furutrjám. Eldurinn, sem kenndur var við Rodeo, barst í norður og olli því að tugir þúsunda íbúa bæjanna Show Low, Pinedale, Linden o.fl. urðu að yfirgefa heimili sín. Í síðustu viku tengdist eldurinn, sem Gregg er talinn hafa kveikt, öðr- um eldi, sem yfirvöld telja að villtur ferðamaður hafi kveikt til að vekja at- hygli á sér. Á sunnudaginn höfðu eld- arnir brennt rúmlega 181 þúsund hektara lands og eyðilagt 437 íbúðar- hús. Íbúar ofangreindra bæja fóru að snúa aftur heim til sín á laugardag- inn, og urðu engar skemmdir í Show Low, ekki síst vegna aðgerða slökkvi- liðsmanna, en allnokkur hús í hinum bæjunum brunnu til grunna. Jim Paxton, talsmaður bandarísku skóglendisþjónustunnar, sagði að fregnirnar af handtökunni væru „átakanlegar“. Gregg býr á Fort Apache indjánalendunum þar sem eldurinn kviknaði, og samkvæmt ákæruskjölum segist hann hafa kveikt í þurru grasi með eldspýtum. Einnig segir í skjölunum að áður en tilkynnt hafði verið um eldinn hafi Gregg tjáð konu að hann þyrfti að flýta sér heim því að brátt kæmi brunaútkall. Gregg er í varðhaldi og á yfir höfði sér tíu ára fangelsi og hálfrar millj- ónar dollara sekt, verði hann fundinn sekur, auk þess að greiða skaðabæt- ur. Í ákærunni segir að hann hafi ekki búist við því að eldurinn breiddist svona mikið út, og hefði „bara viljað vinna í slökkviliðinu“. Gregg er annar slökkviliðsmaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að kveikja eld vísvit- andi á þessari skógareldatíð. Hinn slökkviliðsmaðurinn, Terry Barton, situr í fangelsi í Colorado-ríki og er gefið að sök að hafa kveikt þar eld sem eyðilagði 133 hús. Á sunnudag- inn var tilkynnt að tekist hefði að ráða niðurlögum þess elds en eldarn- ir í Arizona brenna enn og berjast um 4.500 slökkviliðsmenn við þá. Þúsundir manna berjast enn við skógareldana miklu í Arizona Slökkviliðsmaður ákærð- ur fyrir að kveikja eldinn Leonard Gregg leiddur á brott úr dómsal í Flagstaff í Arizona eftir að honum hafði verið birt ákæra. Cibeque í Arizona. Los Angeles Times. Reuters Rokgjarnt eldsneyti olli Kúrsk- slysinu Moskvu. AFP. ORSÖK þess að rússneski kjarnorkukafbáturinn Kúrsk fórst í Barentshafi 12. ágúst árið 2000 var sú að rokgjarnt eldsneyti hafði verið notað í tundurskeyti þau, sem voru um borð í bátnum. Þetta er endanleg niðurstaða rann- sóknar á tildrögum slyssins sem rússnesk yfirvöld fyrir- skipuðu á sínum tíma. 118 manns fórust með Kúrsk, en um er að ræða versta slys í sögu rússneska flotans á friðartímum. Stjórn- völd í Moskvu sögðu fyrst eft- ir slysið að eitt herskipa Atl- antshafsbandalagsins (NATO) hefði ef til vill lent í árekstri við Kúrsk, og þannig valdið skipsskaðanum, en síðar gáfu þau í skyn að kafbáturinn hefði siglt á djúpsjávar- sprengju frá því úr síðari heimsstyrjöldinni. Rússneski sjóherinn dreginn til ábyrgðar Í niðurstöðum rannsóknar- nefndar, sem gerðar voru op- inberar í gær, er rússneski sjóherinn hins vegar sjálfur dreginn til ábyrgðar fyrir að hafa notað rokgjarnt elds- neyti – blöndu vetnisperoxíðs sem NATO var fyrir löngu hætt að nota, einmitt vegna þess að það hafði reynst býsna vafasamt – í tundur- skeyti sín. Varð mikill eldur í Kúrsk eftir að sprenging varð í einu tundurskeyta þess, en henni olli hið vafasama elds- neyti, sem fyrr segir. FIMM tonnum af fljótandi koltví- sýringi verður sökkt í sjóinn út af ströndum Noregs í tilraunaskyni í lok ágúst. Ef tilraunin tekst verður hún væntanlega endurtekin með meira magni þangað til vís- indamenn vita hversu mikið magn koltvísýr- ings lífið í sjónum þolir þar sem honum er hleypt út í hann. Vonast er til að tilraunin sýni fram á að það sé óhætt að sökkva verulegu magni af koltvísýr- ingi í sjóinn og hann geti tekið við hluta af offramleiðslu koltvísýrings af mannavöldum í andrúmsloftinu í framtíðinni. Aukinn koltvísýringur í andrúms- loftinu af mannavöldum er talinn ein helsta ástæðan fyrir gróðurhúsa- áhrifum og loftslagsbreytingum á jörðinni. Hópur vísindamanna frá ráðuneytum og rannsóknarstofnun- um í Japan, Bandaríkjunum, Nor- egi, Kanada og Sviss hafa undirbúið tilraunina til að sökkva koltvísýr- ingnum í sjóinn undanfarin ár. Í upphafi stóð til að sökkva gróður- húsagasinu út af ströndum Hawaii en nýr staður var ákveðinn nú í vor. Baldur Elíasson, umhverfissér- fræðingur ABB-fyrirtækisins í Sviss, á sæti í yfirstjórn tilraunar- innar. „Skriffinnskan er svo ofboðs- leg í Bandaríkjunum að á endanum gáfumst við upp við að reyna að fá leyfi fyrir tilrauninni þar,“ sagði hann. „Leyfi fékkst frá norska um- hverfisráðinu, SFT, með stuttum fyrirvara. Norðmenn hafa gert til- raunir með að sökkva olíu í sjó á svipuðum slóðum. Það getur haft mun skaðlegri áhrif á umhverfi hafsins en það sem við viljum gera. Það má líkja því sem við ætlumst fyrir við að hella sódavatni út í sjó- inn. En umhverfissinnar og græn- friðungar risu upp á afturlappirnar þegar þeir heyrðu af þessum áætl- unum og málið var tekið upp í norska þinginu. Við eigum þó ekki von á að það verði hætt við tilraun- ina, henni hefur verið seinkað um mánuð og verður vonandi fram- kvæmd í lok ágúst.“ Aðeins 1% út í andrúms- loftið á 100 árum Fimm tonn af koltvísýringi er álíka magn og venjulegur einkabíll losar út í loftið á hverju ári. Það stendur til að sökkva koltvísýringn- um á 800 metra dýpi um 100 km út af Noregsströnd rétt sunnan við Þrándheim. Á þessu dýpi helst meg- inmagn lofttegundarinnar í sjónum og samkvæmt útreikningum fer minna en 1% aftur út í andrúms- loftið á 100 árum. Mælingatæki munu fylgjast með því sem gerist á svæðinu í kring þar sem koltvísýr- ingnum verður hleypt út. Ef það kemur í ljós að hann blandast sjón- um án nokkurra hliðarverkana verð- ur tilraunin væntanlega endurtekin með meira magni koltvísýrings, 50 til 500 tonnum. „Nú eru 140 þúsund milljarðar tonna koltvísýrings uppleyst í sjón- um,“ sagði Baldur. „Magnið sem við ætlum að gera tilraun með er ekki neitt í samanburði. Hafið gæti tekið við miklu magni ef hægt væri að dreifa koltvísýringnum jafnt yfir það. En það er ekki hægt og þess vegna er mikils virði að rannsaka hvernig og hvar óhætt er að hleypa koltvísýringi út í hafið án þess að aukið sýrustig á því svæði stofni líf- inu í sjónum í hættu. Líklega væri best að hleypa honum út þar sem djúpsjávarmyndun á sér stað, það er að segja á hafinu austan og vest- an við Ísland. Þá myndi hann hverfa niður á mikið dýpi og haldast þar í þúsund ár! En þetta er á algjöru byrjunarstigi. Þetta er í fyrsta sinn sem svona tilraun er gerð og hún er unnin af mestu varkárni. Margir eru þó á móti henni, þeir hafa sömu af- stöðu til hennar og amma mín hafði til símans, hún taldi hann djöfulsins verk. En það er mikilvægt að rann- saka þetta og ég vona að það verði ekki komið í veg fyrir það.“ Magn koltvísýrings sem fram- leiddur er af mannavöldum er um 25 milljarðar tonna á ári, helmingur helst í loftinu en hinn er tekinn upp af sjónum, skógum og graslendi á náttúrlegan hátt. Koltvísýringi sökkt í sjóinn við Noreg Baldur Elíasson umhverfissér- fræðingur í yfir- stjórn tilraun- arinnar Zürich. Morgunblaðið. Baldur Elíasson BINYAMIN Ben Eliezer, varnar- málaráðherra Ísraels, óskaði í gær hermönnum sínum til hamingju með þann „glæsilega árangur“ að hafa ráðið af dögum háttsettan, palest- ínskan sprengjusmið, Mahannad Taher. Sagði Ben Eliezer í viðtali við útvarp ísraelska hersins að þessi að- gerð hefði verið sú mikilvægasta sem herinn hefði framkvæmt í tvo mánuði. Taher, sem var leiðtogi vopnaðs arms Hamas-samtakanna, hafi borið ábyrgð á dauða 117 Ísr- aela. Taher og aðstoðarmaður hans voru felldir er ísraelskir sérsveitar- liðar réðust inn í bækistöð hans í borginni Nablus á Vesturbakkanum á sunnudagskvöldið. Annar háttsett- ur Palestínumaður særðist í árás- inni. Ben Eliezer sagði að Taher hefði átt þátt í öllum mannskæðum árásum Palestínumanna á Ísraela undanfarna mánuði. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, tók í sama streng og sagði mikilvægt að Taher hefði verið felldur „því að hann var morðingi, hann var ábyrgur fyrir al- varlegum glæpum“. Hamas-samtökin brugðust við með yfirlýsingu þar sem sagði að morð á leiðtogum þeirra myndu ein- ungis leiða til fleiri sjálfsmorðsárása á Ísraela. Taher hafði verið á lista Ísraela yfir eftirlýsta menn síðan 1999. Hann var talinn sérfræðingur í smíði sprengjubelta sem sjálfs- morðsárásarmenn hafa borið. Landnámsbyggðir rýmdar Ben Eliezer greindi ennfremur frá því í gær að ísraelskir hermenn hefðu rifið byggingar sem ísraelskir landnemar hefðu komið upp í heim- ildarleysi á Vesturbakkanum. Af 34 ólöglegum landnemabyggðum hefði verið ákveðið að rífa 21 og hefðu 11 verið rýmdar á sunnudaginn. Kvaðst Ben Eliezer vona að á næstu vikum yrðu tíu til viðbótar rifnar. Útvarp hersins sagði að einungis hefði fólk búið í tveimur landnáms- byggðanna sem rifnar voru á sunnu- daginn, landnemar hefðu sjálfviljug- ir rýmt hinar í samræmi við ákvarðanir samtaka landnema. Einn þeirra landnema sem voru bornir út á sunnudaginn, Shlomo Shapiro, sagði að ekki hefði komið til neinna átaka, en hann bætti við: „Við kom- um aftur og setjum upp margar fleiri landnámsbyggðir.“ Þær landnámsbyggðir sem ísr- aelsk stjórnvöld hafa lýst ólöglegar eru í flestum tilvikum lítið annað en tjöld, hjólhýsi eða aðrir bráða- birgðabústaðir sem hróflað er upp af landnemum til að gera tilkall til lands sem Ísraelar hafa hersetið síð- an í sexdagastríðinu 1967. En land- nemarnir þurfa vernd ísraelskra hermanna fyrir palestínskum víga- mönnum. Undanfarið hafa sífellt orðið háværari kröfur um að af- skekktustu landnemabyggðirnar, sem erfiðast er að vernda, verði lagð- ar niður. Ísraelsku samtökin Peace Now, sem eru andvíg landnemabyggðum, sögðu á sunnudaginn að frá því að Sharon tók við embætti forsætisráð- herra fyrir 16 mánuðum hefðu 44 ný landnám verið byggð upp og sökuðu samtökin varnarmálaráðherrann um að gefa „falskar“ yfirlýsingar um niðurrif landnemabyggða. Forystumaður í Hamas felldur Jerúsalem. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.