Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Björn Björnsson Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur við svæðið á Hólum í Hjaltadal sem afmarkað hefur verið vegna fornleifauppgraftarins. Í TÚNBREKKUNNI norðan dóm- kirkjunnar á Hólum hefur verið afmarkaður reitur þar sem fram mun fara uppgröftur í leit að fornleifum nú í sumar og er gert ráð fyrir að verkefni það sem nú hefst standi í fimm ár. Verkinu er stjórnað af Ragnheiði Trausta- dóttur fornleifafræðingi en í teymi því sem að verkinu koma eru alls 70 manns. „Við skoðuðum svæðið í jarðsjá og höfum takmarkað okkur í sumar við stað þar sem við vitum að við munum koma ofan á rústir húsa. Við vitum líka að á þessu svæði stóðu allt að sextíu hús og auðvitað erum við að leita að skólahúsi Jóns biskups Ög- mundssonar sem reist var rétt eftir árið 1100, en líka er forvitnilegt ef við finnum jarð- göng þau sem sagnir eru til um að hafi legið á milli húsa hér í torfunni, og til kirkjunnar. Þá er vitað að öskuhaugur var á þessu svæði og slíkir staðir eru eftir- læti allra þeirra sem eru að leita að fornum gripum,“ sagði Ragn- heiður. Uppgröfturinn hófst formlega í gær og við athöfnina fluttu stutt ávörp Skúli Skúlason skólameist- ari, Ragnheiður Traustadóttir verkefnisstjóri og Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra. Ráð- herra sagði það sér mikla ánægju að fá að hefja formlega þetta verk, þar sem ætla mætti að hér væru að finna ómetanlegar forn- leifar enda lítið sem ekkert leitað áður á Hólum. Hins vegar væri þekking sín á slíkum uppgreftri fornleifa mjög takmörkuð og því óskaði hann eftir því að Ragn- heiður verkefnisstjóri aðstoðaði sig við að taka fyrstu „múr- skeiðarstunguna“ svo verkið væri formlega hafið. Að því búnu gengu gestir um svæðið undir leiðsögn Ragnheiðar verkefnisstjóra, sem sagði frá því sem fyrirhugað er að vinna í sumar og á komandi árum. Fornleifauppgröftur hafinn á Hólum Vitað um allt að sextíu hús sem stóðu á svæðinu Sauðárkróki. Morgunblaðið. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 11 FORYSTUMENN stjórnarand- stöðuflokkanna telja að stofnun Heimssýnar, þverpólitískra samtaka andstæðinga inngöngu Íslands í Evr- ópusambandið, geti orðið til þess að Evrópuumræðan hér á landi verði málefnalegri og í meira jafnvægi. „Mér finnst fróðlegt og í sögulegu ljósi nokkuð skondið að Sjálfstæðis- flokkurinn skuli nú vera farinn að lúta forystu Ragnars Arnalds, fyrr- verandi formanns Samtaka herstöðv- arandstæðinga, í utanríkismálum,“ segir Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar. Hann segist telja að samtökin Heimssýn gætu örvað vitræna umræðu um Evrópu- málin en á ekki von á því að þau verði meira áberandi í kjölfar stofnunar samtakanna. Ekkert nafn á listanum yfir félagsmenn komi á óvart. „Það er hluti af lýðræðinu að menn takist á með rökum og ég vona að samtökin stuðli að því. Annars tel ég farsælast að menn skipti sér ekki með þessum hætti upp í flokka eftir afstöðu þeirra til Evrópusambands- ins. Það er mikið vitrænna að menn sameinist um það núna að að skil- greina hvaða forsendur þyrftu að vera uppfylltar til að Ísland gæti ver- ið aðili að Evrópusambandinu, þann- ig að það henti og þjóni í hvívetna hagsmunum lands og þjóðar.“ Síðan yrði látið á það reyna hvort ESB væri reiðubúið að fallast á slíkar forsendur og þegar niðurstaða lægi fyrir væri það þjóðarinnar sjálfrar að taka af- stöðu til þess hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið. Össur segir það öfugsnúið að sam- tökin birti auglýsingu með yfirskrift- inni „Ræðum málin“ en að í stofn- ávarpi samtakanna sem birt eru í auglýsingunni komi fram að ekki eigi að ræða málin heldur leggjast gegn umsókn að Evrópusambandinu. „Svo er það auðvitað eftirtektarvert að þeir sem eru mest áberandi á listan- um eru helbláir sjálfstæðismenn og svo vinstri-grænir. Auðvitað hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir stuðningsmenn vinstri-grænna hversu náið er að verða með þeim og sjálfstæðismönnum í ýmsum meiri- háttar málum, eins og utanríkismál- um,“ segir Össur. Löngu tímabært Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri-hreyfingarinnar græns – framboðs fagnar stofnun samtak- anna. „Þetta er mjög öflugur og breiður hópur sem að þessu stendur þannig að ég fagna því mjög að þau skuli vera komin fram í dagsljósið. Það var löngu tímabært, umræðan hefur verið ansi áróðurskennd frá annarri hliðinni síðustu misseri,“ seg- ir Steingrímur. Hann segist telja að samtökin muni fyrst og fremst hafa þau áhrif að gera umræðuna málefnalegri. „Hún verði í betra jafnvægi og það verði ekki hægt að sniðganga þau sem öflugan málsvara þessara sjón- armiða. Því ætti að vera tryggt fram- vegis að þegar einhverjir atburðir verða og umræða er uppi um þessi mál að öll sjónarmið komi fram. [...] Það er mjög mikilvægt því þetta er stórt og afdrifaríkt framtíðarmál og mjög nauðsynlegt að lýðræðislega og málefnalega sé um það fjallað. Ég held að þessi hreyfing hafi alla burði til þess, eins og mér líst á þennan hóp, að tryggja það fyrir sitt leyti,“ segir Steingrímur. Hann segir það ánægjuefni hve stuðningsmenn Vinstri-grænna í samtökunum eru margir, „enda höf- um við ekki legið á okkar sjónarmiði í þessu máli, erum með mjög ein- dregna og mótaða afstöðu í þessu máli, öfugt við ýmsa aðra sem eru alltaf að taka innan úr sjálfum sér í þessari umræðu.“ Umræðan á villi- götum til þessa Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekkert hafa um stofnun samtakanna að segja. „Ég geng ekki í slík samtök, hvorki með eða á móti, því málið er ekki nægjanlega rannsakað. Eins og stendur er þetta ekki mál sem þarf að vera til umræðu því við höfum mörg ár til ráðstöfunar fram að þeim tíma að við þurfum að taka afstöðu til þess arna og á meðan fiskveiðimálin standa eins og þau gera er þetta ekki umræðuhæft,“ segir Sverrir. Hann segist vissulega ekki vera á móti því að skoða málin, ágætt sé að menn taki höndum saman um áhuga- mál sín. „Þessi umræða er mest öll á villigötum og kannski verður stofnun félaga með eða á móti til að ná um- ræðunni niður á skaplegan grunn,“ segir hann. Forystumenn stjórnarandstöðunnar um stofnun Heimssýnar Gæti stuðlað að málefnalegri umræðu um Evrópumál Steingrímur J. Sigfússon Sverrir Hermannsson Össur Skarphéðinsson Fundur í allsherjarnefnd 9. ágúst ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, hefur ákveðið að halda fund í allsherj- arnefnd hinn 9. ágúst nk., þar sem fjallað verður frekar um aðgerðir stjórnvalda á meðan á heimsókn Kínaforseta stóð í síðasta mánuði. Þrír nefndarmenn, Lúðvík Berg- vinsson, Guðjón A. Kristjánsson og Guðrún Ögmundsdóttir, fóru þess á leit við formann nefndarinnar, með vísan til ákvæða 2. mgr. 15. gr. laga um þingsköp Alþingis, að til fundar- ins yrði boðað. Þorgerður segir að ekki verði hægt að hafa fund fyrr vegna þess að nefndarmenn; aðal- og varamenn, séu vant við látnir í júlí- mánuði. Þorgerður tekur fram að hún hafi fyrst frétt af fyrrgreindri beiðni þing- mannanna um fund í fjölmiðlum. Það þyki henni miður. Betra hefði verið ef Lúðvík hefði sagt henni eða varafor- manni nefndarinnar, Jónínu Bjart- marz, frá beiðninni í gegnum síma. Þannig hefði verið tryggt að þær hefðu vitað af beiðninni á undan fjöl- miðlum. Hún segir að Lúðvík hafi sent beiðnina til sín í tölvupósti, en „með fullri virðingu fyrir Lúðvíki bíð ég ekki fyrir framan tölvuna allan daginn eftir pósti frá honum,“ segir hún. Þorgerður segir að það sé sjálfsagt að verða við beiðninni um fund. Hins vegar þyki henni sem fundarbeiðnin beri vott af pólitísku sjónarspili og segir hún að kosningaskjálftinn sé greinilega farinn að gera vart við sig. Láðist að krefjast refsingar ÁKÆRU sýslumannsins í Bolungar- vík á hendur þremur ungum mönn- um fyrir líkamsárás hefur verið vís- að frá dómi í Héraðsdómi Vestfjarða, þótt mennirnir hefðu allir játað brot sitt. Fram kemur í úrskurðinum að í ákærunni sé ekki gerð krafa um refsingu á hendur mönnunum, sem sé ófrávíkjanlegt formskilyrði og því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá. Mennirnir játuðu allir að hafa ráð- ist á tvo menn í Bolungarvík í desem- ber í fyrra með þeim afleiðingum að annar hlaut mar og kúlur í kringum augu, munn og nef og á hægri hand- legg, en hinn innvortis blæðingar á hné auk áverka á handlegg og öxl. Erlingur Sigtryggsson dómstjóri kvað upp úrskurðinn. Ungur jafn- aðarmaður gerir samtök- unum Heims- sýn grikk UNGUR jafnaðarmaður í Reykja- vík, Ómar R. Valdimarsson, sem jafnframt er ritstjóri vefritsins poli- tik.is, keypti lénið heimssyn.is á undan forsvarsmönnum samtak- anna Heimssýnar, sem stofnuð voru í síðustu viku. Þegar farið er inn á slóðina heimssyn.is blasir við fáni Evrópu- sambandsins og fyrir neðan hann stendur: Ísland í ESB. Eins og kunnugt er telja samtökin Heims- sýn það ekki samrýmast hagsmun- um Íslendinga að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Vísuðu þau á slóðina heimssyn.is í auglýsingu sinni sem birtist í Morgunblaðinu um helgina. Ómar R. Valdimarsson er hins vegar Evrópusambandssinni og seg- ist í samtali við Morgunblaðið hafa keypt lénið í gríni til að vekja at- hygli á afstöðu sinni til aðildar Ís- lands að ESB. Hann segist þó koma til með að eftirláta forsvarsmönnum Heimssýnar lénið gegn útlögðum kostnaði, þ.e. skráningarkostnaði. Eyþór Arnalds, stjórnarmaður í Heimssýn, segir að um leið og sam- tökin hafi fengið kennitölu sl. föstu- dag hafi þau sótt um lénið hjá Intís. Þá hafi nafn samtakanna hins vegar spurst út og „ungir og spaugsamir jafnaðarmenn“, eins og hann orðar það, orðið á undan til að sækja um lénið. Þegar samtökin Heimssýn sóttu um lénið var það laust, að sögn Eyþórs, en svo virðist sem Ómar hafi verið aðeins á undan að leggja inn sína umsókn. Þar með fékk hann lénið. „Hugmynd ungra jafnaðarmanna var greinilega að stríða okkur og það hefur tekist,“ segir Eyþór. Hann bætir því þó við að hann eigi ekki von á öðru en að þeir muni skila léninu til samtakanna. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ INNBROT í níu sumarbústaði í Ásabyggð á Flúðum, sem framin voru um miðjan júní, voru upplýst um helgina og reyndust börn hafa verið að verki, að því er fram kem- ur í dagbók lögreglunnar á Sel- fossi. Að sögn lögreglu var mjög margt í sumarbústöðum og aðfara- nótt sunnudags var lögregla ítrek- að kölluð að vegna slagsmála og óláta á Selfossi, á tjaldsvæði í Þrastarlundi og í Þjórsárdal. Innbrot í sumarbústaði á Flúðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.