Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 2
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isMikil spenna framundan
á Opna breska í golfi/C4
Sigurður spáir KA, ÍBV og Fram
áfram í bikarnum/C3
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á LAUGARDÖGUM
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðinu í
dag fylgir auglýs-
ingablaðið
„Europris“.
Blaðinu verður
dreift um
allt land.
DRENGURINN sem
var hætt kominn í
sundlauginni á Hótel
Örk í fyrradag er óðum
að hressast og búist
var við að hann fengi
að fara heim af sjúkra-
húsi í gær. Hann var í
hópi 40 barna á leikja-
námskeiði fyrir 5–11
ára börn á vegum
knattspyrnufélagsins
Vals þegar slysið varð.
Fyrstu heimildir
hermdu að drengurinn
hefði verið fjögurra
ára, en í ljós kom að
hann er að verða sex
ára.
Hann heitir Oddur Smári Dav-
íðsson, sonur Davíðs Oddssonar og
Önnu Sigríðar Hjaltadóttur.
„Ég var á bólakafi og reyndi að
kalla á hjálp,“ sagði Oddur Smári
við Morgunblaðið í gær. Hann
missti ráð og rænu og mundi næst
eftir sér á sundlaugarbakkanum ör-
skömmu síðar. Baldur Ingi Bald-
ursson sjúkraflutningamaður kom
að og lífgaði drenginn við og var
hann því næst sendur með sjúkra-
bifreið til Reykjavíkur. „Ég gubbaði
í dall og svo þegar bíllinn skrensaði
þá datt dallurinn til hliðar og gubb-
ið fór beint á Davíð Stein [tvíbura-
bróður Odds Smára],“ bætti Oddur
Smári við. Hann var settur á gjör-
gæsludeild sjúkrahússins en náði
sér fljótt. Hann fékk sýkingu í lunga
í kjölfar slyssins en
slapp að sögn foreldra
hans við alvarlegan
skaða vegna slyssins.
Í gær kom Baldur á
sjúkrahúsið að hitta
Odd Smára en þess má
geta að Baldur hefur
verið 8 ár hjá Bruna-
vörnum Skagafjarðar
og hlotið grunn-
menntun sjúkraflutn-
ingamanna. Þetta var
í fyrsta sinn sem hann
endurlífgaði barn en
hann hefur á ferli sín-
um endurlífgað full-
orðna. „Maður er
þakklátur fyrir að
hafa verið þarna,“ sagði hann.
Hann sagði Odd Smára hafa verið á
um 130 cm dýpi í lauginni þegar
hann var tekinn upp úr.
Baldur varð fyrst var við slysið
þegar drengur úr hópnum kallaði í
gæslumann og sagði að „eitthvað“
væri í lauginni. Hafi gæslumaður þá
spurt hvort hann [Oddur Smári]
hreyfði sig ekki. Strax í kjölfarið
hafi gæslumaðurinn og eiginkona
Baldurs rokið af stað og tekið Odd
Smára upp úr vatninu. „Konan mín
kallaði síðan á mig og þá fórum við
með hann að bakkanum og þar byrj-
uðum við að endurlífga. Hann tók
fljótt við sér og hann var með púls
þegar ég tók hann upp úr.“ Þess
skal getið að fyrstu heimildir
hermdu að að drengurinn hefði ver-
ið í hjartastoppi en ástandið mun
ekki hafa verið svo alvarlegt. Bald-
ur blés 5–7 sinnum í Odd Smára uns
hann tók við sér.
„Skyndihjálp er nokkuð sem mér
finnst að allir ættu náttúrlega að
læra, en svo er spurning hvernig
menn ná að tileinka sér hana,“
sagði Baldur. Hann sagði að ekki
mætti beita eins miklu afli í blást-
ursaðferð þegar um börn ræðir
enda væri loftrými þeirra minna en
fullorðinna.
Áfallið kom eftir á
Foreldrar Odds Smára eru að
vonum fegnir að ekki skyldi fara
verr. „Þegar ég heyrði fyrst um
þetta hljómaði þetta eins og minni-
háttar atvik. En þegar ég kom upp
á spítalann og heyrði að hann hefði
í raun og veru drukknað og verið
lífgaður við kom áfallið,“ sagði fað-
ir Odds Smára.
„Við höfum hitt þann sem endur-
lífgaði hann og það var mjög gott að
geta þakkað honum fyrir,“ bætti
móðir Odds Smára við. Hún sagði
syni sína hafa verið mjög ánægða
með leikjanámskeiðið en því lauk í
gær.
Samkvæmt upplýsingum Freys
Brynjarssonar, skólastjóra sum-
arbúða knattspyrnufélagsins Vals,
voru börnin að fara upp úr lauginni
þegar Oddur Smári varð fyrir
hnjaski með því að einhver úr hópn-
um hoppaði ofan á hann. Við það fór
drengurinn á kaf, en leiðbeinandi
varð atviksins samstundis var og
sótti drenginn út í laugina.
Freyr sagði ellefu leiðbeinendur
á aldrinum 16 til 20 ára hafa verið
með börnunum í sundferðinni.
Væru tveir þeirra lærðir í skyndi-
hjálp. Á leikjanámskeiðinu var 40
barna hópnum skipt í tvennt og
voru tveir leiðbeinendur 18 ára og
eldri yfir hvorum 20 barna hópi.
Þeim til aðstoðar voru yngri leið-
beinendurnir, sem þurfa engu að
síður að bera ábyrgð á börnum.
Sagðist hann ekki vilja tjá sig um
hvort leiðbeinendurnir væru of
ungir í starfið en minnti á að það
tíðkaðist að börn niður í 14 ára
væru fengin í vinnu við barnapöss-
un. Hann sagði að í sundferðum
væri reglan sú að hafa helming leið-
beinendanna í lauginni með börn-
unum á meðan hinn helmingurinn
fylgdist með á bakkanum.
Sex ára dreng bjargað frá drukknun í hótelsundlaug í Hveragerði
Morgunblaðið/Arnaldur
Oddur Smári Davíðsson á barnadeild Landspítalans í Fossvogi ásamt
foreldrum sínum, Davíð Oddssyni og Önnu Sigríði Hjaltadóttur.
Baldur Ingi
Baldursson
„Á bólakafi
og reyndi að
kalla á hjálp“
HÉRAÐSDÓMUR Norður-
lands hefur dæmt Akureyr-
arbæ til að greiða konu rúmar
4,7 milljónir króna í skaðabæt-
ur vegna brota á jafnréttislög-
um við ákvarðanir um laun
hennar. Taldi dómurinn að
bærinn hefði valdið henni tjóni
með saknæmum og ólögmæt-
um hætti.
Stefnandi hélt því fram að
bærinn hefði ekki greitt henni
sömu laun eða sambærileg
laun og körlum sem unnið
hefðu sambærileg og jafnverð-
mæt störf hjá bænum. Stefn-
andi gegndi starfi deildar-
stjóra ráðgjafadeildar og
byggði málsókn sína á niður-
stöðu starfsmats þar sem störf
deildarstjóra ráðgjafadeildar
og deildartæknifræðings hjá
tæknideild voru metin að sama
stigafjölda, 169 stig. Dómurinn
taldi að stefnanda hefði tekist
að sanna að starf hennar hefði
að minnsta kosti verið sam-
bærilegt og jafnverðmætt
starfi deildartæknifræðings
tæknideildar í skilningi jafn-
réttislaga.
Komst dómurinn að því að
Akureyrarbær hefði á átta ára
tímabili mismunað stefnanda á
grundvelli kynferðis við launa-
ákvarðanir hennar.
Freyr Ófeigsson dómstjóri
kvað upp dóminn. Lögmaður
stefnanda var Sif Konráðs-
dóttir hrl. Hákon Stefánsson
hdl. var lögmaður stefnda.
Dæmdar
4,7 millj-
ónir í
skaða-
bætur
Morgunblaðið/Kristinn
Körtukappakstur
við Kringluna
KRINGLAN býður gestum sínum að
reyna með sér í körtukappakstri um
helgina. Komið hefur verið upp braut
á bílastæðum Kringlunnar á bak við
hús Sjóvár-Almennra. Kringlukartið
verður opið í dag og á morgun, sunnu-
dag, milli kl. 13 og 20.
Körtubílabrautin er frá Reis-bílum,
sem reka körtubraut í Reykjanesbæ,
og munu starfsmenn Reis-bíla sjá um
að stýra umferð. Brautin er ríflega
250 metrar að lengd og bílarnir allir
töluvert kraftmiklir. Aldurstakmark í
brautina er 12 ár. Að sögn Stefáns
Guðmundssonar, annars eiganda Go-
kart í Reykjanesbæ, er hugmyndin sú
að gefa borgarbúum kost á að prófa
körtubíla en að hans sögn hafa Reyk-
víkingar spurst fyrir um hvenær slík
braut verði sett upp í Reykjavík.
ÚTLENDUR karlmaður var hand-
tekinn í miðbæ Akureyrar skömmu
eftir hádegi í gær, en hann hafði ver-
ið staðinn að verki við að stela staf-
rænni myndavél í Pedromyndum við
Skipagötu.
Þórhallur Jónsson, eigandi Pedro-
mynda, sagði að maðurinn hefði
komið í verslunina um morguninn og
skoðað hina ýmsu hluti en starfsfólk
ekki veitt honum sérstaka athygli.
„Hann kom aftur í hádeginu en þá
voru flestir í mat og einungis einn
starfsmaður við afgreiðslu, en um
morguninn var hér fullt af fólki að
störfum. Maðurinn beið þess að
starfsmaðurinn færi að sinna við-
skiptavini og gekk þá að skáp þar
sem stafrænar myndavélar eru. Ég
kom þá að og hann spyr hvort vél-
arnar séu ekki á hálfvirði, þær upp-
lýsingar hafi hann eftir systur sinni,“
sagði Þórhallur sem benti manninum
á að slíkt tilboð væri ekki fyrir hendi.
Maðurinn segist þá ætla að hringja
til systur sinnar og vakti það athygli
Þórhalls að hann hóf strax að tala um
leið og hann tók símann upp og gekk
svo út úr búðinni. „Mér fannst þetta
eitthvað grunsamlegt og ég leit strax
í kassa undan myndavélinni og sá að
hún var horfin,“ sagði Þórhallur, en
hann og annar starfsmaður hlupu af
stað á eftir þjófnum auk þess sem
hann greindi lögreglu sem var á
ferðinni frá atburðum. Fulltrúar úr
rannsóknadeild lögreglunnar voru á
ferðinni í miðbænum og höguðu at-
vik því svo að maðurinn nánast hljóp
í fang eins þeirra á horninu við Hafn-
arstræti og Ráðhústorg.
Þar var maðurinn handtekinn og
færður á lögreglustöð. Hann er þar í
haldi en til stendur að yfirheyra
hann á morgun og verður væntan-
lega farið fram á gæsluvarðhald yfir
honum leysi hann ekki greiðlega frá
skjóðunni.
Maðurinn er með norskt vegabréf
og er eftirlýstur af alþjóðalögregl-
unni Interpol. Hafði maðurinn komið
við í fleiri verslunum á Akureyri því
að hann var með ýmsa muni á sér við
handtökuna.
Staðinn að verki við
stuld á myndavél
Eftirlýstur útlendingur handtekinn á Akureyri