Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhann Lúðvíks-son fæddist í Hjörnungarvog í Noregi 18. júní 1914. Hann lést á sjúkra- húsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 9. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar Jóhanns hétu Lud- vik og Sina Asen. Hann átti tvo bræð- ur, Alf og Lárus, sem báðir eru látnir. Jó- hann kom til Íslands árið 1931. Jóhann kvæntist 7. ágúst 1937 Sigurlínu Magnúsdóttir, f. 3.7. 1916, d. 22. 12. 1998. Þau bjuggu allan sinn búskap á Kúskerpi í Skagafirði. Jóhann og Sigurlína eignuð- ust fimm börn; Ás- björgu, Magnús (lát- inn), Sigrúnu, Maríu og Lúðvík. Afkom- endur eru 31. Jóhann vann við vegagerð frá 1940 til 1989, þar af verk- stjóri meiri hluta tímans, ásamt því að stunda búskap á Kú- skerpi. Útför Jóhanns fer fram frá Sauðár- krókskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Gamla klukkan í holinu er hætt að slá og afi niðurfrá hefur kvatt þennan heim. Það er margt sem kemur upp í hugann á slíkri stund og hugsunin um þegar hann lá á sjúkrahúsinu með lokuð augun og friðurinn og róin voru allt í kringum hann, en það var það sem hann vildi, að fá að kveðja okkur í friði og ró. Það var tómleg tilfinning að ganga inn í húsið eftir að afi dó og heyra ekki í neinum bjóða góðan dag eða spyrja mann frétta. Afi og amma, sem alltaf hafa verið í hús- inu sínu niðurfrá og okkur systk- inunum hefur þótt sjálfsagður hlut- ur að hlaupa niður brekkuna hvenær sem okkur sýndist að fá eitthvað í gogginn, spjalla eða bara finna frið og ró fyrir svefninn. Þeg- ar maður hugsar til þessara stunda veit maður hve lánsamur maður hefur verið að hafa alltaf haft þau til staðar í uppvextinum, því ótrú- legustu mál voru leyst í ömmu- og afabæ. Afi var stór maður sem maður bar mikla virðingu fyrir, hann var rólegur og alltaf eins og hann væri mikið að hugsa, hann var vandvirkur og fór sérstaklega vel með alla hluti og vildi hafa allt í röð og reglu í kringum sig og það áttu þau amma sameiginlegt að vera alveg sérstök snyrtimenni. Eitt af því sem maður tók sér- staklega eftir þegar afi aðhafðist eitthvað var að ekki fylgdu hávaði eða læti neinum af hans verkum. Afi var mikill húmoristi og alltaf svolítið stríðni í orðum hans um aðra en hann hló sjaldan að því sjálfur heldur þurfti maður að sjá grínið í orðum hans. Með fyrstu minningum mínum um afa var þeg- ar við fórum að gefa kúnum um miðjan daginn, þá var ég tiltölu- lega nýbúin að læra listina að blístra og lét nú heldur betur heyr- ast í mér. Þá sagði afi með sinni rólegu rödd, að maður þyrfti ekki að blístra svona hátt. Eftir þetta fór ég að leggja eyrun við blístrinu afa, sem var svo ótrúlega yfirvegað og róandi og virkaði eins og hálf- gert raul, alla tíð síðan hef ég notið þess að hlusta á þetta blístur. Afi hafði mikinn áhuga á veiði- skap alla tíð, enda ólst hann upp við að hafa sjóinn sem sinn næsta nágranna í uppvexti sínum í Nor- egi. Okkur krökkunum fannst allt- af jafn skemmtileg sagan þegar hann fór þriggja ára með afa sín- um, sem var að fara á veiðar, og var bundinn í bátinn svo hann félli ekki útbyrðis. Afi átti alltaf bát og skrapp stundum á sjóinn og veiddi og kom oft heim með mikinn afla og þá var nú handagangur í verk- uninni hjá þeim ömmu. Hann gladdist samt sjaldan eins mikið og þegar vel veiddist í Héraðsvötn- unum, – þegar við tíndum nokkra í röð úr netunum færðist bros yfir andlitið. Hann fór oft á dag að at- huga með netin og þegar Maggi frændi kom í heimsókn gátu þeir eytt heilu dögunum niðri í Vötnum. Með því síðasta sem hann gerði var að fara yfir netin, sem voru klár fyrir þetta sumarið með mömmu. Hann afi hafði óendanleg- an áhuga á vegagerð og öllu sem því kom við, enda var hann vega- vinnuverkstjóri í nær 40 ár. Þegar sagðar voru ferðasögur spurði hann alltaf út í hvernig vegirnir væru og mér fannst stundum eins og hann hefði unnið við flesta vegi sem ég hef farið. Ég sat stundum hjá afa og spjallaði og oftar en ekki barst talið að æskuslóðum hans í Noregi. Þá þurfti hann stundum að draga upp landabréfabókina þegar honum fannst ég ekki alveg með á nótunum til að sýna réttar stað- setningar og hvar það var sem hann synti í sjónum í Hjörung- arvogi og lék sér sem krakki. Þess- ar sögur var alveg sérstaklega gaman að hlusta á og sárt til þess að hugsa að þær verða ekki fleiri. Ég er þakklát fyrir allar þessar stundir með afa mínum og þessi fjögur ár sem sonur minn hefur notið nærveru hans og þótt langt væri á milli þeirra spjölluðu þeir stundum eins og tveir gamlir karl- ar um daginn og veginn. Nú er gamli afi kominn með vængi og floginn til ömmu upp í himininn segir sá stutti og saknar hans sárt. Elsku afi minn takk fyrir allt, guð geymi þig og styrki systkinin í söknuði sínum. Sigurlína Hrönn. Elsku afi, takk fyrir árin okkar saman. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu, hald mér fast að spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, ljúfi Jesú, að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Sigurður og Ásbjörg Elsku afi, takk fyrir allar stund- irnar okkar. Nú legg ég augun aftur, ó Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ virst mér að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Einar Örn Elsku langafi, loksins ertu kom- inn þangað sem þig var farið að lengja eftir svo mjög. Þessi veik- indi voru farin að verða þreytandi og Guð kom loksins og sótti þig, langamma tekur á móti þér og langafi Geir. Við kveðjum þig með harm í hjarta en vitum þó að þarna líður þér vel í himnaríki með þeim sem þú elskar svo mikið. Vertu sæll, elsku langafi, og takk fyrir allar stundirnar. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt. Burt úr þjáning og þraut þú ert svifinn á braut. Vakir vinur þér hjá, hann mun vel fyrir sjá. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt. Fyrir frelsara þinn fer þú vinurinn minn. Vafinn kærleika Krists átt í komandi vist. Sofðu vært, sofðu rótt, hina síðustu nótt. (Sigurður Helgi Guðm.) Guð geymi þig. Gréta María og Sylvía Sif, Úlfsstöðum. Að kveðja vin er aldrei einfalt mál hve ótal margt er lifnar þá á ný og gefur yl í anda minn og sál um okkar samstarf ríkir minning hlý. Við áttum saman áratuga leið í öryggi þess manns er hvergi brást. Og eftir vakir birta björt og heið hann batt við land mitt hina sönnu ást. Ég þakka allt á þeirri kveðjustund er þreytu vinnudagsins lokið er og aldinn maður fær hinn blíða blund við brjóst þess lands til starfs er valdi hann sér. (G.B.) Gunnar Baldvinsson, Hofsósi. Íslendingar hafa löngum haft þann sið, að gera menn að þjóð- sagnapersónum, og með því móti eignum við okkur afrek þeirra og festum minningu þeirra í þjóðar- sálinni. Jóhann Lúðvíksson var einn þessara manna, hann var af- reksmaður í störfum sínum og vegna þeirra og hins stórbrotna persónuleika síns var hann orðinn þjóðsagnapersóna löngu fyrir starfslok. Hann var í eigin huga fyrst og fremst vegagerðarmaður og átti langa starfsævi á þeim vett- vangi. Mörg þrekvirki vann hann í samgöngumálum, sem þjóna veg- farendum enn í dag á ferð um landið. Góðir vegir þykja sjálfsagðir í JÓHANN LÚÐVÍKSSON RAÐAUGLÝSINGAR NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Skúlabraut 15, Blönduósi, þingl. eig. Hekla Birgisdóttir, gerðar- beiðendur Íbúðalánasjóður og Blönduósbær, fimmtudaginn 25. júlí 2002 kl. 10:00. Skagavegur 16, Skagaströnd, 1. hæð ásamt bílgeymslu, þingl. eig. Kristín Björk Leifsdóttir og Ragnar Haukur Högnason, gerðarbeið- endur Íbúðalánasjóður, Frjáls fjölmiðlun ehf., Höfðahreppur og Leifur Árnason hdl., fimmtudaginn 25. júlí 2002 kl. 11:00. Snæringsstaðir, Svínavatnshreppi, þingl. eig. Benedikt Stein- grímsson, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Blönduósi, Sigurður Árnason og Iðunn ehf., bókaútgáfa, fimmtudaginn 25. júlí 2002 kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 19. júlí 2002. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF 21. júlí, sunnud: Dyravegur — forn þjóðleið vestan Heng- ils, afmælisferð, munið stimpl- ana. Um 200 m hækkun, 4—5 klst. ganga. Fararstjóri Sigrún Huld Þorgrímsdóttir. Þátttöku- gjald 1.500/1.800. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. 24. júlí miðvikud.: Drauga- tjörn á Hellisheiði, um 3 klst. Brottför frá BSÍ kl. 19.30 með viðkomu í Mörkinni 6. Verð 1.200/1.500. Enn hægt að komast í Héðins- fjörð og Hvanndali 24.—27. júlí og í þjóðlendugöngur í ágúst. Sími FÍ 568 2533. www.fi.is, text- avarp RUV bls. 619. 21. júlí. Leggjabrjótur frá Þingvöllum Leiðin er 16—18 km og áætlaður göngutími 6—7 tímar. Brottför kl. 10:30 frá BSÍ. Verð kr. 1.800 fyrir félaga, 2.100 fyrir aðra. Farar- stjóri: Gunnar Hólm Hjálmars- son. 21. júlí. Glymur Brottför kl. 10:30 frá BSÍ. Verð kr. 1.800 fyrir félaga, 2.100 fyrir aðra. Fararstjóri: Anna Soffía Óskarsdóttir. 23.—30. júlí. Hesteyri — Veiðileysufjörður Verð kr. 14.900/17.100. Brottför frá Ísafirði kl. 10:00. Fararstjóri: Gunnar Hólm Hjálmarsson. 24. júlí. Í kringum Elliðavatn Brottför á eigin bílum kl. 18:30 frá skrifstofu Útivistar. Ekkert þátttökugjald. 24.—28. júlí. Laugavegurinn Trússferð. Verð kr. 20.900/23.800. Fararstjóri: Sigurður Jóhanns- son. 25.—28. júlí. Strútsstígur Trússferð. Verð kr. 16.900/19.500. Fararstjóri: Hákon Gunnarsson. 25.—28. júlí. Sveinstindur — Skælingar Trússferð. Verð kr. 19.400/ 22.600. Fararstjóri: Emilía Magn- úsdóttir. 26.—30. júlí. Hornvík Brottför frá Ísafirði kl. 8:30. Verð 14.900/17.100. Ein máltíð innifal- in. Fararstjóri: Reynir Sigurðs- son. 26.—28. júlí. Fimmvörðuháls (Næturganga). Verð 8.700/ 10.200 (í skála í Básum), 8.200/ 9.700 (í tjaldi í Básum). 26.—28. júlí. Básar á Goða- landi Helgarferð í Bása. 27.—28. júlí. Fimmvörðuháls- ganga. Verð kr. 7.700/9.200. mbl.is ÍÞRÓTTIR <  -      '      '         5          $   $   *   +D+ D ):0"% !   -  "*   $    " "     ?  :   >4*##    #2      5@%>4*##  /  /   @ #!)>4*   2)>4*    5 ##    >4*   Q #0'/ ?    >4*##   4 )      9#+  >4*##  5 >5#/   @) >4*    #  ##   $ 0!)*  (  (" (  (  ("% <  -   "*   '     '        "$           $   $ ;--D +G D #6 #   0?? %           >#   ##  +) @ #!)##  9#    (  ("  "**("% .$   $ -  '           "$ D+ DG EG -- D   # '6! 46% 7*  $          >4 5## %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.