Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 45
PETER Leko sigraði Veselin
Topalov í fyrstu einvígisskák þeirra
af fjórum í úrslitum Dortmund
Sparkassen áskorendamótsins.
Leko stýrði hvítu mönnunum. Hann
fékk þægilegri stöðu og í 29. leik
fékk hann frípeð á a-línunni sem
átti eftir að gera Topalov lífið leitt.
Topalov gaf skákina í 81. leik. Þeir
tefla fjórar skákir og lokaskákin
verður tefld á sunnudag.
Hvítt: Leko
Svart: Topalov
Sikileyjarvörn
1.e4 c5 2.Rf3 e6 3.d4 cxd4
4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 Rc6 6.Rxc6 bxc6
7.e5 Rd5 8.Re4 Bb7 9.Be2 c5
10.0–0 Dc7 11.Rd6+ Bxd6 12.exd6
Dc6 13.f3 c4 14.Dd4 0–0 15.Bxc4
Hfc8
Kapparnir tefldu skák í þessu af-
brigði, með skiptum litum, í Dubai,
fyrr á þessu ári: 15...Dxd6 16.Hf2
Db6 17.Dh4 Hac8 18.b3 Re3 19.Bd3
Rf5 20.Df4 Dd4 21.Dxd4 Rxd4
22.Be3 Rc6 23.Bc5 Hfe8 24.Bd6 Re7
25.Hd2 Rf5 26.Bxf5 exf5 27.c4 a6
28.Kf2 g5 29.h4 f6 30.Bb4 Bc6
31.Hd6 He6 32.Hxe6 dxe6 33.hxg5
fxg5 34.Be7 h6 og hvíti, Topalov,
tókst að svíða þessa stöðu af Leko.
16.b3 Dxd6 17.Hf2 --
Leko lék 17.Bb2 gegn Gritsjúk í
Dubai. Framhaldið varð 17. -- e5
18.Df2 Rf4 19.Had1 Dg6 20.Kh1 d6
21.Hd2 Df6 22.Hfd1 d5 23.Bf1 d4
24.Hc1 h5 25.c3 dxc3 26.Bxc3 h4
27.h3 Rd5 28.Bb2 Hxc1 29.Bxc1
Hc8 30.Bb2 Df4 31.He2 f6 32.He4
Dg5 33.Bc4 Dg3 34.Dxa7 Hxc4
35.Hxc4 Rf4 36.Hxf4 exf4 37.Dd4
og hvítur vann 28 leikjum síðar.
17...Db6 18.Bb2 Dxd4 19.Bxd4
Rb4 20.c3 d5 21.Bf1 Rc6 22.Be3 –
22...Re7
Nýr leikur. Þekkt er að leika
22...a5, t.d. 23.a4 Re7 24.Hc1 f6
25.Bb5 Rf5 26.Bd2 Hc7 27.Bd3 Rd6
28.Be1 Ba6 29.Bc2 Kf7 30.Hd1 Rb7
31.b4 Bc4 32.g4 Rd6 33.b5 Rb7
34.Hfd2 Rc5, með jafntefli nokkru
síðar (Kasparov-Gritsjúk, Cannes
2001).
23.Hc1 a5 24.Hfc2 e5 25.c4 f6
26.cxd5 Hxc2 27.Hxc2 Rxd5
28.Bd2 a4
Svartur losar sig við veika peðið á
a-línunni, en við það fær hvítur frí-
peð á línunni. Eftir 28...Kf7 29.Hc5
a4 30.Bc4 Ke6 31.Hc7 axb3 32.Bxb3
Hb8 33.Hxg7 hefur hvítur mun
betra tafl.
29.bxa4 Hxa4 30.Bb5 Ha8 31.a4
Kf8 32.a5 Ba6
Svartur skorðar frípeð hvíts á a-
línunni og reynir að ná mótspili með
hrók og riddara. Hann á þó erfitt
um vik, vegna hins sterka frípeðs
hvíts á a-línunni.
33.Ba4 Hb8 34.Kf2 Hb1
Ef svartur reynir að koma með
kónginn í spilið með 34. -- Ke7, þá
leikur hvítur 35. Bc1, ásamt Ba3+
síðar.
35.Hc1 Hb2 36.Hc2 Hb1
Svartur getur ekki farið í hróka-
kaup, vegna þess að þá ræður hann
ekki við frípeð hvíts á a-línunni,
stutt af biskupaparinu.
37.Kg3 Re7 38.Bd7 Kf7 39.Hc7
Hb2 40.Bc3 Ha2 41.Bh3 Ha4
42.Ha7 Bb5 43.Bf5 h5 44.h4 --
Svartur er í vanda staddur. Ridd-
arinn er leppaður og ekki auðvelt að
losa hann. Á meðan er yfirvofandi
hætta að riddarinn falli, ef svart-
reita biskup hvíts kemst að honum.
44. -- Kf8 45.Ha8+ Kf7 46.Bc2
Hf4
Svarti hrókurinn stendur ekki
glæsilega þarna, en ekki má leika
46...Hc4, vegna 47.Bb3 og hrókur-
inn fellur. Enn verra er 46. -- Ha3
47. Bb4 Ha1 48. Ha7 og svarti ridd-
arinn fellur.
47.a6 --
Nú rennur frípeðið á a-línunni
upp í borð og svartur verður að
fórna manni fyrir það. Lokin þarfn-
ast ekki skýringa, en Topalov hefði
getað gefist upp fyrr, með góðri
samvisku.
47. -- Bc6 48.Hd8 Rf5+ 49.Bxf5
Hxf5 50.Hc8 Bd5 51.a7 Hf4 52.a8D
Bxa8 53.Hxa8 --
53...Hc4 54.Bd2 Kg6 55.Ha7 Hd4
56.Be3 Hc4 57.Hb7 Hc3 58.Bd2
Hc2 59.Ba5 Ha2 60.Bd8 Ha8
61.Bb6 Hc8 62.Hc7 Hb8 63.Bc5
Ha8 64.Kf2 Hh8 65.Ke3 Ha8
66.Kd3 Ha4 67.g3 Ha8 68.Ke4 Hh8
69.Kd5 Hd8+ 70.Ke6 Ha8 71.Bd6
He8+ 72.Be7 Ha8 73.Hb7 Ha6+
74.Bd6 Ha8 75.f4 exf4 76.gxf4 Ha6
77.Hd7 Ha8 78.f5+ Kh7 79.Kf7
Ha4 80.Bf8 Hg4 81.Bxg7
og loksins gafst svartur upp. Eft-
ir 81. -- Hxg7+ 82.Ke6 Hxd7
83.Kxd7 Kh8 84. Ke6 Kg7 85.Ke7
Kg8 86.Kxf6 vinnur hvítur létt.
Stefán fjórði á First Saturday
Stefán gerði jafntefli við Vasik
Rajlich (2.338) í 13. og síðustu um-
ferð First Saturday mótsins og end-
aði í fjórða sæti með 7 vinninga af
13. Bragi Þorfinnsson gerði jafntefli
við alþjóðlega meistarann Nikola
Sedlak (2.468), hlaut 5½ vinning og
lenti í 11. sæti. Frammistaða bæði
Stefáns og Braga var umfram stig
og auk þess náði Stefán alþjóðleg-
um áfanga. Lokaröð efstu manna:
1. Lajos Seres (2.462) 9½ v., 2.
Nicolai Pedersen (2.458) 8½ v., 3.
Istvan Csom (2.448) 8 v., 4. Stefán
Kristjánsson (2.428) 7 v. o.s.frv.
Góð frammistaða
Guðmundar og Dags
Þeir Dagur Arngrímsson og Guð-
mundur Kjartansson tefla nú á
Politiken Cup skákmótinu í Kaup-
mannahöfn. Frammistaða þeirra í
fyrstu fjórum umferðunum hefur
verið mjög góð. Guðmundur hefur 3
vinninga og er í 14.-45.sæti. Dagur
hefur 2½ vinning og er í 46.-73.
sæti. Dagur tapaði í fjórðu umferð
gegn stórmeistaranum og Svíþjóð-
armeistaranum Jonny Hector
(2.562), en Guðmundur sigraði Dan-
ann Kristian Hovmøller (2219).
Dagur vann góðan sigur gegn arg-
entínska alþjóðlega meistaranum
Fernando Peralta (2.478) í fyrstu
umferð:
Hvítt: Dagur Arngrímsson
Svart: Fernando Peralta
Pircvörn
1.e4 d6 2.d4 Rf6 3.Rc3 g6 4.f3 c6
5.Be3 Rbd7 6.Dd2 b5
Uppbygging hvíts er í anda Säm-
isch-afbrigðisins í Kóngsindverskri
vörn. Ef hann fær næði hrókar
hann langt, leikur h2-h4-h5, Bh6 og
opnar sér leiðir til mátsóknar.
Svartur verður þess vegna að
leita gagnfæra á drottningarvæng
án tafar.
7.d5!? --
Dagur sneiðir hjá algengustu
leiðunum með þessum leik. Venju-
lega leikur hvítur 7. h4, 7.g4,
7.Rge2 eða 7.Rh3 í þessari stöðu.
7...cxd5 8.Rxd5 a6 9.Bd4!? --
Nýr leikur, en áður hefur m.a.
verið leikið 9.c4, t.d. 9.-- Rxd5
10.cxd5 Bg7 11.Re2 Re5 12.Rd4
Bd7 13.b3 0–0 14.Be2 a5 15.Hc1
a4!? 16.Rxb5 axb3 17.axb3 Bxb5
18.Bxb5 Db8 19.Ba4 f5 20.exf5 Hxf5
21.0–0 Df8 o.s.frv.
(Janak-Novak, Prag 1981).
9...Bg7 10.Bc3! --
Hvítur hótar nú óþægilega 11.
Ba5 o.s.frv.
10...b4 11.Rxb4 Bb7 12.g4 Rc5
13.Bg2 --
Hvítur verður að gæta sín, t.d.
13.Rd3? Rfxe4! 14.fxe4 Rxe4
15.Dg2 Bxc3+ 16.bxc3 Dc7 17.Hb1
Dxc3+ 18.Kd1 Bd5 19.Rf3 Dc6
20.Kc1 Rc3 21.Rde1 Rxb1 22.Kxb1
Hb8+ og svartur á vinningsstöðu.
13...0–0 14.Re2 Hc8 15.h4 Db6
16.h5 Ra4 17.Bd4 Dc7 18.hxg6
fxg6 19.Rf4? --
Afleikur, sem hefði getað kostað
skákina. Eftir 19.g5!, ásamt 20.Bh3
og 21.Be6+ hefði hvítur átt yfir-
burðastöðu.
19. -- Rc5?
Svartur kvittar strax fyrir með
því að missa af 19...Rxe4!, t.d.
20.fxe4 Bxd4 21.Rbd5 Bxd5
22.Rxd5 Da7 23.Rxe7+ Dxe7
24.Dxd4 Hxc2 og svartur á mun
betra tafl.
20.Rfd5 Dd8 21.g5 Rxd5 22.Bxg7
Kxg7 23.Rxd5 Bxd5 24.exd5 Rd7
25.0–0–0 Hc4 26.Bf1! Hcf4 27.Dh2
h5 28.gxh6+ Kh7 29.Bd3 Re5
30.Be4 Db6
Ekki gengur fyrir svart að leika
30...Rxf3 31.Bxg6+! Kxg6
32.Hdg1+ Kh7 33.Hg7+ Kh8
34.Dg2 Rg5 (34...H4f7 35.Dg6 Rg5
36.Hxf7 Hxf7 37.Dxg5) 35.Hxg5
Db6 36.Hf5 Hf7 37.Hxf4 De3+
38.Kb1 Dxf4 39.Hg1 og svartur er
varnarlaus.
31.De2 a5 32.Hdg1 H8f6 33.Hg3
a4 34.a3 Dc5 35.Hhg1 Db6 36.Kb1
Dc5 37.H1g2 Hh4 38.Hg1 Db6
39.Ka1 Dd4 40.c3 Db6 41.Bc2 Dc5
42.Dg2 De3
43.f4! --
Betra en 43.Bxg6+ Rxg6
44.Hxg6 Dxg1+ 45.Dxg1 Hxg6
46.De3, þótt hvítur eigi einnig vinn-
ingsstöðu í því tilviki.
43...Dxf4 44.Bxg6+ Rxg6
45.Hxg6 Hh2 46.Hg7+ Kxh6
47.Hh7+
og svartur gafst upp, því að hann
verður mát, eftir 47. --Kxh7
48.Dg7+.
SKÁK
Dortmund
DORTMUND SPARKASSEN CHESS
MEETING 2002
6. – 21. júlí 2002
Leko vann fyrstu
skákina gegn Topalov
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi yfirlýsing frá
Hauki Holm, vaktstjóra á frétta-
stofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar:
„Hafið er yfir allan vafa að DV
fékk nákvæmar upplýsingar um
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yf-
ir Árna Johnsen áður en hann var
upp kveðinn. Yfirlýsing Friðgeirs
Björnssonar dómstjóra í Morgun-
blaðinu, laugardaginn 13. júlí sl.,
breytir engu um það. Hún er ekki
aðeins í hrópandi mótsögn við
traustar heimildir fréttastofu
Stöðvar 2 heldur einnig í andstöðu
við almenna skynsemi. Tímasetn-
ingar, sem ekki hafa verið ve-
fengdar, um hvenær hin langa og
ítarlega frétt DV var send í prent-
un, staðfesta það. Stöð 2 stendur
við fréttir sínar af málinu – og
gildir einu hvort DV hafi fengið
aðgang að „afriti“ dómsins eða ná-
kvæmar upplýsingar úr honum
með öðrum hætti. Hvort tveggja
er brot á starfsreglum Héraðs-
dóms Reykjavíkur og óvirðing við
hina ákærðu.
Ef allt hefði verið með felldu
hefði DV ekki beðið fréttastofu
Stöðvar 2 að sleppa því að flytja
frétt af þessu máli í því skyni að
vernda „sinn mann hjá dómstóln-
um“. Ekki var orðið við þeirri bón
enda málið aðkallandi og því ekki
forgangsatriði hjá Stöð 2 eins og
málum var háttað að vernda heim-
ildarmenn annarra fjölmiðla.“
Haukur Holm
Yfirlýsing
VEIÐIMENN hafa verið að setja í
væna fiska í Heiðarvatni í Mýrdal að
undanförnu. Einn hópur sem gisti
veiðihús SVFK á dögunum fékk t.d.
tvo laxa, 9 og 6 punda, og auk þess
sjö sjóbirtinga á bilinu 4 til 6 pund.
Var notaður maðkur og makríll við
veiðiskapinn.
Talsvert virðist vera af vænum
birtingi í vatninu, því fyrir skömmu
skruppu tveir Selfyssingar kvöld-
stund í vatnið, hvor sinn daginn.
Fékk annar einn 7,5 punda birting,
en hinn þrjá sem allir vógu 5 pund.
Reykjadalsá byrjar vel
Reykjadalsá í Reykjadal byrjar
vel og veiðin glæddist einmitt á svip-
uðum tíma og í fyrra, eða um miðjan
mánuðinn. Hafa veiðst allt að 3–4
laxar á stöng og milli 20 og 30 laxar
hafa veiðst. Allar stangir hafa þó
ekki verið nýttar allan tímann, en
alls má veiða á fjórar stangir. Þetta
er á sem hefur verið í öldudal síðustu
ár, þar er nú aðeins veitt á flugu og
öllum laxi sleppt aftur.
12 punda urriði
Stærsti urriðinn í Veiðivötnum á
þessu sumri veiddist fyrir skemmstu
samkvæmt upplýsingum frá SVFK.
Var þar 12 punda fiskur sem veiddist
á makríl í Hraunvötnum.
Litlaá gefur vel
Alls eru skráðir fiskar úr Litluá á
þessari vertíð um 700 talsins sam-
kvæmt upplýsingum frá Íslensku
fluguveiðiþjónustunni sem hefur ána
á leigu, a.m.k. að hluta til. Veiði hófst
1. maí og var veiðin lengst af sjóbirt-
ingur með góða meðalþyngd. Að
undanförnu hefur bleikja verið með
vaxandi vægi í aflanum, en þegar líð-
ur að hausti mun birtingur aftur
skipa hærri sess. Hafa veiðst allt að
10 punda fiskar í sumar og enn
stærri hafa sloppið.
Stór-
fiskar í
Heiðar-
vatni
Morgunblaðið/Einar Falur
Veiðimenn sötra kaffið sitt við Lindarfossa í Brunná.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN? „ÁRLEG garðaskoðun Garðyrkju-
félags Íslands fer fram í Kópavogi
sunnudaginn 21. júlí milli kl. 13 og
17. Fimm einkagarðar verða opnir
félagsmönnum til skoðunar, leikskóli
og útivistarsvæði kynnt.
Hundruð manna koma til að njóta
dagsins og skoða plöntur, girðingar,
palla, gosbrunna og til að hitta annað
gott fólk og spjalla. Þeir sem áhuga
hafa á að skoða garðana getað byrjað
á að skoða hvaða garð sem er, svo
þann næsta og næsta. Á sunnudag-
inn verða eftirtaldir garðar opnir til
skoðunar í Kópavogi: Hvannhólmi 8,
Starhólmi 16, Þinghólsbraut 18,
Fífuhvammur 39, Hlíðarvegur 45,
Rjúpnasalir 3 (Leikskólinn Rjúpna-
hæð) og útivistarsvæðið í Kópavogs-
dalnum, en upplýsingar um svæðið
liggja frammi í görðunum,“ segir í
fréttatilkynningu.
Garðaskoðun í Kópavogi