Morgunblaðið - 20.07.2002, Page 49

Morgunblaðið - 20.07.2002, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 49 DAGBÓK S V A LI R Í S V Ö R TU Þ E I R E R U M Æ T T I R ! ÍS A FJ A R Ð A R B ÍÓ TVÆR aðferðir eru vin- sælar til að hindra með mjög langan láglit – sumir nota opnun á þremur gröndum í þeim tilgangi, en aðrir segja beint af aug- um fjögur lauf eða fjóra tígla. Þessi munur á að- ferðafræði skipti máli í töfluleik Ítala og Tékka á EM: Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠ ÁG94 ♥ Á75 ♦ G ♣ÁK764 Vestur Austur ♠ K109765 ♠ D2 ♥ G ♥ 102 ♦ 95 ♦ ÁK1087432 ♣D1092 ♣8 Suður ♠ 3 ♥ KD98643 ♦ D6 ♣G53 Í opna salnum vakti Tékkinn Vozabal í austur á þremur gröndum til að sýna brotinn áttlit í laufi eða tígli: Vestur Norður Austur Suður Zadrazil Bocchi Vozabal Duboin -- -- 3 grönd * Pass 4 lauf Dobl 4 tíglar 4 hjörtu Pass Pass Pass Suður hefur enga ástæðu til að melda strax við þremur gröndum þrátt fyrir sjölit í hjarta, því hann býst við að fá annað tækifæri ef vestur tekur út í fjögur lauf. Á hinu borð- inu opnaði Versace á fjór- um tíglum, sem setur meiri þrýsting á suður: Vestur Norður Austur Suður Lauria Svoboda Versace Volhejn -- -- 4 tíglar 4 hjörtu ! Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 hjörtu Allir pass Þegar Volhejn stakk sér inn á fjórum hjörtum gátu tólf trylltir hestar ekki haldið aftur af Svoboda og hann keyrði í slemmu. Slemman er frekar á móti líkum, en vinnst auð- veldlega eins og spilið ligg- ur. Sagnhafi trompar einn tígul í blindum og tvo spaða heima til að ein- angra spaðavaldið við vestur. Spilar síðan öllum trompunum og þvingar vestur í svörtu litunum. Norður ♠ G ♥ -- ♦ -- ♣K7 Vestur Austur ♠ K ♠ -- ♥ -- ♥ -- ♦ -- ♦ Á108 ♣D10 ♣-- Suður ♠ -- ♥ 3 ♦ -- ♣G5 Þetta er lokastaðan. Suður spilar síðasta trompinu og vestur getur enga björg sér veitt. Þrátt fyrir þetta spil unnu Ítalir leikinn hreint. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú tekst á við lífið af hagsýni og atorku. Þú ert ævintýra- manneskja. Athygli þín beinist oft mest að frí- stundum þínum og áhuga- málum. Þú skalt leggja hart að þér á árinu því þú munt standa frammi fyrir miklum breytingum eftir tvö ár. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú fyllist skyndilega hug- myndum um framtíðaráform. Þú sérð að þú getur skapað þér þær kringumstæður heima fyrir og í vinnunni sem þig hefur ávallt dreymt um. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þinn helsti kostur núna er hversu gott þú átt með að trúa á getu þína og horfa með bjartsýni fram á veginn. Allt hefst með einni hugsun og ef þú hugsun er jákvæð verður framhaldið það líka. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Miklir tekjumöguleikar eru fyrir hendi núna. Sýndu frumkvæði því að þú átt góða möguleika á að láta þá ræt- ast. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú átt von á góðum hlutum í dag. Notaðu tækifærið þér til framdráttar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú býrð yfir örlæti. Í dag mun örlæti þitt skila sér aftur til þín. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vinir og kunningar veita þér stuðning í dag. Sérhver sam- koma í dag verður skemmti- leg þar sem allir þátttakend- ur fá notið sín. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Frami þinn og orðstír fær vítamínsprautu í dag. Þú ferð nú að trúa á meiri velgengni en þú hefur nokkru sinni þor- að að vonast eftir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Hugmyndir varðandi ferða- lög eða framhaldsmenntun munu vekja áhuga þinn í dag. Þú hefur nú möguleika á að víkka sjóndeildarhringinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Athafnasemi og bjartsýni eru þér nauðsynleg. Aðrir sýna þér að þeir eru reiðubúnir til að hjálpa þér á afgerandi máta. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú munt njóta félagslífsins í dag. Allir sem þú hittir eru glaðir að sjá þig og þú endur- geldur það. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú færð góð tækifæri til að bæta atvinnustöðu þína og heilsu í dag. Gríptu gæsina á meðan hún gefst. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gleði barna og hræringar á rómantíska sviðinu valda þér spennu og gleði í dag. Njóttu skemmtana, frís og íþrótta. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT GULLÖRN OG BLÁFUGL Gekk ég úti í skógi, en komið var kvöld, og koldimman lék sér við geislandi tjöld, því sólin var að hníga í hafbláan reit, og hljóðlega nóttin á jörðina leit. Sólin var að hníga, en hneig ekki þó, og hverfandi geisli þá fæddist og dó, og ljósið var að deyja, en dauðinn kom þó ei, og dýrðlegur var roðinn eins og kinnar á mey. Og ljósið var að deyja, og dýrðlega brá draumageisla á laufin með glitrandi lá. Leit ég upp á greinar, sem blöktu í blæ bornum yfir heiðbláan, heiðbláan sæ. – – – Benedikt Gröndal 1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. g3 Bb7 4. Bg2 c5 5. O-O g6 6. b3 Bg7 7. Bb2 O-O 8. Rc3 d6 9. e3 Rbd7 10. d4 a6 11. a4 e6 12. Dd2 Dc7 13. Hac1 Had8 14. d5 exd5 15. cxd5 b5 16. axb5 axb5 17. Rxb5 Db6 18. Rc3 Dxb3 19. Hfd1 Rb6 20. Hb1 Rc4 21. Dc1 Bc8 22. Rd2 Rxd2 23. Dxd2 Dc4 24. Ba1 Dg4 25. h3 Dh5 26. Re2 Dh6 27. h4 Bf5 28. Hb6 Re4 29. Bxg7 Dxg7 30. Db2 Dxb2 31. Hxb2 Hb8 32. Hdb1 Staðan kom upp á öðru bikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Krishnan Sasikiran (2633) hafði svart SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. gegn Evgeny Bareev (2724). 32...Rxg3! 33. Hxb8 Rxe2+ 34. Kf1 Bxb1 35. Hxb1 Rc3 36. Hb6 Hd8 37. Ke1 Ra2 38. Kd2 Rb4 39. Kc3 Kf8 40. e4 Ke7 41. f4 Ha8 42. Hb7+ Kf6 43. Hb6 Ha2 44. Bf1 Hf2 45. e5+ Kg7 46. Bc4 Hf3+ 47. Kd2 Hxf4 og svartur vann um síðir. Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 20. júlí, er fimmtug Kolbrún Benja- mínsdóttir, Jórufelli 2, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu kl. 18 í dag, laugardag. Ljósmynd: Mynd, Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní sl. í Garðakirkju af sr. Friðrik Hjart- arsyni þau Inger Rós Jónsdóttir og Kristinn Jón Ey- steinsson. Heimili þeirra er í Bólstað- arhlíð 23, Reykja- vík. Hlutavelta Oddný Haralds- dóttir hélt tombólu á Garðatorgi til styrktar Lands- samtökum hjarta- sjúklinga. Hún safnaði 2.480 krón- um sem hafa verið afhentar samtök- unum. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Fólk get- ur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.