Morgunblaðið - 20.07.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.07.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Við verðum bara að fara í dót úr endurunnum pappa, Hafsteinn minn. Falun Gong liðið setti okkur alveg á kúpuna. Skálholtshátíð um helgina Á helgum stað um hásumar Í Skálholti í Biskups-tungum er fjölbreyttdagskrá í allt sumar. Sumartónleikar í Skálholti hafa verið starfandi allt frá árinu 1975 og fjöldi ferða- manna leggur leið sína á staðinn til þess að kynna sér langa sögu og fjöl- breytt starf. Skálholtshá- tíð er haldin um helgina, á vígsluafmæli Skálholts- dómkirkju, og í dag er Þor- láksmessa á sumri. Þessar hátíðir eru mörgum kunn- ar, en gott er að rifja upp sögu þeirra og tilgang. Af því tilefni ræddi Morgun- blaðið við Sigurð Sigurðar- son, vígslubiskup í Skál- holti, um heilagan Þorlák og Skálholtshátíðina. – Hvert er upphaf Þor- láksmessu á sumri? „Þorlákur helgi Þórhallsson var biskup í Skálholti frá 1178 þar til hann lést árið 1193, og árið 1198 voru áheit á Þorlák helga leyfð á Alþingi. Þann 20. júlí það ár voru bein hans tekin upp, sett í skrín og geymd í dómkirkjunni, líkt og tíðkaðist um helga menn í kaþ- ólskum sið. Árið 1237 var dagur- inn gerður að messudegi líkt og dánardagur Þorláks, 23. desem- ber. Þaðan í frá var dagurinn einn mesti hátíðisdagur ársins í Skál- holti, og lagði mikill fjöldi fólks leið sína í Skálholt á Þorláks- messu á sumri. Dagurinn lagðist síðan af við siðaskiptin.“ – Á hvern hátt tengist Skál- holtshátíð Þorláksmessu á sumri? „Þegar áhugamenn um endur- reisn Skálholts hófu starf sitt um miðja tuttugustu öld fóru þeir að halda daginn hátíðlegan á ný í Skálholti. Árangur þessa hug- sjónastarfs var að sjálfsögðu bygging nýrrar dómkirkju í Skál- holti, og var hún vígð á Þorláks- messu á sumri árið 1963, og mun því eiga 40 ára vígsluafmæli á næsta ári. Við það tilefni færði Bjarni Benediktsson ráðherra ís- lensku kirkjunni Skálholtsstað til varðveislu fyrir hönd íslenska rík- isins. Sá atburður markaði tíma- mót í samskiptum ríkis og kirkju, og mun verða minnst um langan aldur. Alla tíð síðan hefur Skál- holtshátíð verið haldin á þeim sunnudegi sem næstur er Þor- láksmessu á sumri, og verður þar af leiðandi haldin á morgun, 21. júlí, í ár.“ – Hver er dagskrá Skálholts- hátíðar? „Ávallt er haldin vegleg messa, og einnig eru flutt erindi tengd sögu staðarins og tónleikar haldn- ir með kirkjulegri tónlist. Nú í ár er í heimsókn kór sankti Jóhann- esarkirkjunnar í Bremen, og held- ur hann tónleika bæði á laugar- dagskvöld og sunnudagssíðdegi. Messan er klukkan tvö, og að henni lokinni verður kirkjukaffi í Skálholtsskóla í anda Valgerðar biskupsfrúar, eiginkonu Hannes- ar Finnssonar biskups á 18. öld. Fornleifaupp- gröfturinn hér í Skál- holti verður einnig kynntur og haldið verð- ur erindi um rannsókn- ir á tónlistararfi þjóðarinnar sem helgisiðastofnunin í Skálholti hef- ur staðið fyrir. Þar verða kynnt lög sem fundist hafa í íslenskum handritum og ekki virðast eiga sér erlendar fyrirmyndir, sem er mjög spennandi. Við vonum að fólk í Skálholtsstifti heimsæki okkur á hátíðinni, sem og allir aðr- ir vinir og velunnarar Skálholts- staðar.“ – Það er margt um að vera í Skálholti á sumrin, ekki satt? „Jú, hér eru að sjálfsögðu sum- artónleikarnir um hverja helgi, sem Skálholtshátíð hefur ávallt átt mjög gott samstarf við og þeir ramma dagskrána fallega inn. Svo eru hafnar miklar fornleifarann- sóknir á svæðinu. Við fáum fjölda ferðamanna í heimsókn, og oft er margt um manninn á staðnum.“ – Hvað er um að vera á veturna í Skálholti? „Hér er Skálholtsskóli, sem er kirkjuleg fræðslu- og menningar- stofnun. Skólinn er opinn til funda og ráðstefnuhalds, einnig fyrir að- ila utan kirkjunnar. Starfið hér miðar að því að Skálholt sé griða- staður í þjóðfélaginu þar sem fólk geti leitað kyrrðar og byggt sig upp. Hér eru haldnir kyrrðardag- ar nokkrum sinnum á ári, á að- ventu og í dymbilviku, og staður- inn er þekktur fyrir þá ró sem hér ríkir. Við syngjum tíðir hér á nær hverjum degi, kvölds og morgna, og eru þær öllum opnar. Þannig er samfelld starfsemi hér á staðnum allt árið, og er saga Skálholts órjúfanleg við sögu þjóðarinnar. Nær allar rannsóknir á fornum frásögnum tengjast Skálholti á einhvern hátt.“ – Fornleifarannsóknirnar hljóta að varpa nýju ljósi á langa sögu staðarins. „Þær eru mjög áhugaverðar og varpa ljósi á það mikla líf sem hér var á fyrri öldum. Það sem fyrir hefur verið hér til sýnis hefur að mestu leyti verið nýtt. Uppgröfturinn um þessar mundir gerir söguna mun sýnilegri hér á staðnum. Hér áður fyrr kom fólk í Skálholt og andaði að sér sögunni sem hvíldi undir grænum sverðinum, en yngra fólk þarf að fá meira að skoða, sjá og rannsaka. Nýju rannsóknirnar munu eflaust veita betri innsýn í hið forna Skálholt.“ Sigurður Sigurðarson  Sigurður Sigurðarson er fædd- ur í Hraungerði í Flóa árið 1944. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1965 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1971. Árin 1980–1981 dvaldi hann við nám við Princeton Seminary í Banda- ríkunum og lauk þar mastersprófi í hagnýtri guðfræði. 1993 kom út bók eftir hann um Þorlák helga og samtíð hans. Í desember 1971 var Sigurður skipaður sókn- arprestur í Selfossprestakalli en hefur síðan 1994 gegnt embætti vígslubiskups í Skálholti. Sig- urður er kvæntur Arndísi Jóns- dóttur skólastjóra og eiga þau tvö börn, Stefaníu og Jón Magnús. Sagan býr hvarvetna í Skálholti ÞAÐ hljóp heldur betur á snærið hjá fuglaáhugamanninum Stefáni Jósefssyni nú um daginn. Stefán, sem er skipstjóri og útgerðarmað- ur Ólafs Magnússonar Hu 54, var að veiðum í Skagafjarðardýpi þeg- ar torkennilegur fugl settist á bát- inn hjá honum. Fuglinn fannst ekki í fuglabókum um borð þannig að Stefán áttaði sig fljótlega á að hér væri líklega um erlendan flækings- fugl að ræða. Fuglinum var því lóg- að og hann fluttur frosinn í land. Eftir að Gunnar Þór Hallgríms- son hjá Náttúrufræðistofnun hafði skoðað myndir af fuglinum kvað hann upp þann úrskurð að hér væri um að ræða fugl sem er skyldur sandlóu og heitir Auðnalóa eða Greater Sand Plover á ensku og Charadrius leschenaultii á latínu. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi fuglategund finnst á Íslandi svo vitað sé að sögn Gunnars svo hér er um merkan fund að ræða. Heim- kynni fuglsins eru aðallega í mið- Asíu, Mongólíu og á Kóreuskag- anum þannig að þessi einstaklingur var kominn ansi langt að heiman. Náttúrufræðistofnun fékk fugl- inn til rannsóknar og varðveislu en að sögn Gunnars verður hann geymdur á vísindasafninu hjá stofnuninni. Auðnalóa í fyrsta sinn á Íslandi Skagaströnd. Morgunblaðið. Ljósmynd/Jósef Stefánsson Auðnalóan, sem skyld er sandlóu, settist á lestarlúguna á Ólafi Magnússyni Hu 54, enda sjálfsagt þreytt eftir langt flug yfir hafið. reyndu að fá smá lit á kroppinn. Ungi maðurinn á myndinni er þó kappklæddur, í ullarpeysu og með ullarhúfu, enda kannski van- ur heitara loftslagi en tíðkast hér ÞEGAR sólin skín er gaman að lifa. Á suðvesturhorninu var fín- asta sumarveður í vikunni og gripu margir sólþyrstir tækifærið og sleiktu sólina á Austurvelli og á Fróni. Honum virðist koma ágætlega saman við þennan unga Íslending sem gæti verið að furða sig á hversu kappklæddur mað- urinn er. Kappklæddur í góða veðrinu Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.