Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 26
HEILSA 26 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Spurning: Hverjar eru orsakir þess að bragð- og lyktarskyn hverfa og möguleg meðferð. Hefur staðið í fjóra mánuði, ekkert virðist að í hálsi eða kom fram eftir sneið- myndatöku. Hófst upp úr kvefi, sem kom snögglega, fór nokkrum dög- um síðar. Bragð- og lyktarskyn hurfu fjórum dögum síðar. Datt fyr- ir nokkrum árum, sem gæti orsakað eitthvað og skilið eftir veilu. Svar: Lyktar- og bragðskyn eru nátengd. Bragðlaukarnir sem skynja bragð eru á tungunni og lyktarsvæðið sem skynjar lykt er efst í nefholi. Bragð eins og súrt eða sætt getum við skynjað án lyktar- skyns en flóknari tegundir bragðs getum við aðeins skynjað rétt með samspili bragðs og lyktar. Lykt og bragð veitir okkur ýmiss konar ánægju en þjónar þar að auki mik- ilvægu hlutverki við að verja okkur gegn skemmdum mat og ýmiss kon- ar eiturefnum. Það virðist því miður fylgja ellinni í mörgum tilvikum að missa smám saman bragð- og lykt- arskyn. Til er rannsókn sem bar saman heilbrigða öldunga og yngra fólk og þá kom í ljós að þeir öldruðu höfðu mun daufara bragðskyn en þeir yngri og var munurinn þrefald- ur fyrir sætt bragð, ellefufaldur fyr- ir salt, fjórfaldur fyrir súrt og sjö- faldur fyrir beiskt bragð. Það gildir um þetta eins og flest sem fylgir ell- inni, við því er engin lækning. Fólk getur misst lyktar- og bragðskyn af fleiri ástæðum en að eldast. Tvær algengustu ástæð- urnar eru: 1) ofnæmiskvef og of- næmissepar í nefholi og 2) afleið- ingar veirusýkingar í nefi, koki og munni (í efri hluta öndunarfæra). Þessi kvilli verður algengari með hækkandi aldri en algengast er að lyktarskyn dofni en hverfi ekki al- veg og stundum fylgir dofnun eða hvarf á bragðskyni. Einstaka sinn- um breytast lyktar- og bragðskyn þannig að lykt og bragð hverfur ekki en verður ankannalegt eða óþægilegt. Ef ástæðan er ofnæmi er algengast að lyktarskyn (og bragð- skyn) dofni smám saman á löngum tíma og við þessu eru til lyf sem verka vel og stundum þarf að fjar- lægja sepa með lítilli aðgerð. Engin viðurkennd meðferð er hins vegar til við missi lyktar- og bragðskyns vegna veirusýkingar. Stundum lagast þetta af sjálfu sér, það getur tekið langan tíma (marga mánuði) og gerist því miður ekki alltaf. Sum- ir reyna að meðhöndla þennan kvilla með vítamínum og zinktöflum en rannsóknir hafa ekki sýnt árang- ur af slíkri meðferð. Það er hins vegar örugglega til bóta að tyggja matinn vel, neyta fjölbreyttrar fæðu og sumum finnst gott að krydda matinn með bragðaukandi efnum (t.d. natríumglútamati). Truflanir á lyktar- og bragðskyni hjá eldra fólki eru töluvert algengar og má áætla að 1–2 þúsund manns þjáist af þeim hér á landi. Slíkar skyntruflanir geta verið merki um byrjandi eða leyndan (undirliggj- andi) sjúkdóm og má þar nefna MS (mænu- og heilasigg), andlitslömun, höfuðáverka, sykursýki, nýrna- og lifrarsjúkdóma og háan blóðþrýst- ing. Einnig er þekkt samband við Alzheimer-sjúkdóm, tóbaksreyk- ingar, vissar skurðaðgerðir, krabbameinsmeðferð með lyfjum eða geislum, sýkingar í munni (tönnum og tannholdi) og heilaæxli. Sumt af því sem fólk gerir til að bæta sér upp dauft bragðskyn get- ur gert hlutina verri og má þar nefna mikið salt, sem getur gert há- an blóðþrýsting verri, og mikinn sykur, sem getur gert sykursýki verri. Hvers vegna hverfur lyktarskyn? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Lyktar- og bragðskyn eru nátengd  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. Á hásumri er tími gönguferða í byggð og óbyggðum. Flestir þeir sem gengið hafa í íslenskri náttúru skynja þann líkamlega og sálarlega styrk og kraft sem þangað má sækja. Þetta á ekki síst við á fjöllum. Óvíða finna menn betur hve sum vandamál og dægurþras verða létt- væg og jafnvel auðleyst þegar menn velta þeim fyrir sér í kyrrð og ósnertri víðáttu íslenskra fjalla. Ánægjuleg gönguferð getur þó snúist upp í andhverfu sína sé ekki tiltekinna grundvallaratriða gætt. Flestir þekkja þau en hér verða nokkur rakin:  Fólk verður að velja byrðar eftir getu. Fæstir ættu að bera meira en 15 kíló í bakpoka sé um nokkurra daga göngu að ræða.  Ein af helstu hættum sem fylgja dvöl á fjöllum er eldur og gas. Miklu máli skiptir að fólk leggist aldrei til svefns, hvort sem það er í tjaldi eða skála, með logandi gaslampa og gæti þess alltaf að gluggi sé opinn í skála að næturlagi, jafnvel þótt veður sé vont.  Sjúkrakassi þarf ekki að vera íþyngjandi en skynsamlegt er að hafa með teygjubindi, plástra, verkjatöflur (asperín, paraceta- mól) og sólarvörn (ekki síst fyrir þá sem ætla að ganga á jökl- um eða snjó). Mjög nauðsynlegt er að taka með gervihúð til að verjast blöðrumyndun eða meðhöndla blöðrur. Slíkur útbúnaður getur skipt sköpum fyrir vel heppnaða gönguferð. Fólk þarf að muna eftir þeim lyfjum sem það þarf að taka reglubundið.  Ekki þarf að minna á að áttaviti þarf að vera með í för, nauð- synlegt er að að minnsta kosti einn leiðangursmanna kunni á hann. Hið sama gildir um GPS-tæki. Ástæðulaust er fyrir fólk að fara á fjöll nú á dögum án þess, en að sjálfsögðu þarf að kunna á það líka. Skynsamlegt er að að minnsta kosti einn í hópnum hafi neyðarblys meðferðis.  Ekki þarf að minna á nauðsyn góðs hlífðarfatnaðar. Ein af helstu ástæðum fyrir því að fólk verður úti á Íslandi er bleyta og vosbúð. Gönguferðir í íslenskri náttúru eru á flestra færi. Með lítilsháttar fyrirhyggju eru þær alltaf sálarbætandi og lífsauðgandi í hvaða veðri sem er. Sigurður Guðmundsson Landlæknisembættið Heilsan í brennidepli Gönguferðir Flestir þeir sem gengið hafa í íslenskri náttúru skynja þann líkamlega og sálarlega styrk og kraft sem þangað má sækja. ÞEIR sem vinna yfir 60 stundir á viku og sofa lítið, eru mun líklegri til að fá hjartaáfall en aðrir, að því er kemur fram í nýrri japanskri rannsókn og kynnt var í frétt á BBC-vefnum ný- lega. Fram kemur í niðurstöðum rann- sakenda að langur vinnudagur auk svefnleysis getur haft í för með sér hækkaðan blóðþrýsing sem síðan getur leitt til hjartaáfalls. Hætta á hjartaáfalli tvöfaldast hjá þeim sem vinna 60 stundir á viku sé miðað við þá sem vinna 40 stundir á viku. Fram kemur einnig að fimm tíma svefn á nóttu eða minna en það í tvær nætur á viku, tvöfaldar eða jafnvel þrefaldar hættuna á hjarta- áfalli. Hundruð japanskra karlmanna tóku þátt í rannsókninni en að mati sumra sérfræðinga er nauðsynlegt að kanna tengslin betur áður en farið verður að alhæfa nokkuð. Íslendingar vinna í um 42 stundir á viku Samkvæmt tölum Hagstofunnar, vinna íslenskir launamenn að meðal- tali um 42 stundir á viku. Kristinn Tómasson, geðlæknir hjá Vinnueftir- litinu, segir ekki marga hér á landi vinna í 60 stundir á viku eða meira en ljóst sé að vanlíðan og fjöldi mistaka í starfi aukist ef svo er í pottinn búið. „Samkvæmt tilskipun ESB er leyfilegt að vinna 42 stundir á viku og ljóst er að það er hagur bæði vinnu- veitenda og launþega að halda sig við þau tímamörk.“ Þyrfti að rannsaka nánar Japönsku rannsóknina þyrfti að skoða nánar, að mati Ástrósar Sverr- isdóttur fræðslufulltrúa Hjartavernd- ar. Helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma hérlendis samkvæmt rannsóknum Hjartaverndar eru reyk- ingar, hátt kólesteról og hækkaður blóðþrýstingur. Þá er sykursýki stór þáttur og kyrrseta. „Margir þættir eru skoðaðir í rannsóknum okkar, eins og reykingar, aldur, fæða og hreyfing. Ekki hafa verið birtar niðurstöður úr rannsóknum Hjartaverndar á áhrifum lengdar vinnutíma. Ýmsir verndandi þættir hafa komið í ljós sem ekki er full skýring á, til dæmis hefur skólamennt- un verndandi áhrif, en eftir því sem menntun er meiri því minni líkur eru á að viðkomandi fái hjarta- og æðasjúk- dóma.“ Í japönsku rannsókninni er tal- að um að svefnleysi og mikil vinna geti leitt til hækkaðs blóðþrýstings. Há- þrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma og allt það sem veldur háþrýstingi er því óbeinn áhættuþáttur, að sögn Ástrósar. Dæmi um þætti sem geta valdið há- þrýstingi eru offita, of mikil saltneysla, kyrrseta, ofneysla áfengis og stundum streita. „Margir þættir spila inn í þegar áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum er metin. Manneskja sem vinnur meira en 60 klst. er væntanlega lík- legri til að líða meiri streitu þótt það sé ekki sannað, borða meira af skyndifæði, sem oft er mjög saltað og viðurkennt er að reykingafólk reykir meira þegar það er undir álagi. Minni frítími fylgir svo mikilli vinnu og því minni tími til slökunar og tómstunda. Rannsóknir Hjartaverndar hafa skoðað áhrif reglubundinnar hreyf- ingar í frítíma og hafa þær leitt íljós að þess konar hreyfing er verndandi þáttur gegn hjarta- og æðasjúkdóm- um. Almennt er mælt með að fólk hreyfi sig samtals 30 mínútur daglega fyrir hjartað.“ Hjartavernd ekki skoðað þátt svefnleysis Á vegum Hjartaverndar hefur þáttur svefns í tengslum við hjarta- og æðasjúkdóma ekki verið rannsak- aður. „Misjafnt er hvað einstaklingar þurfa mikinn svefn. Þó er það viður- kennt að nægur svefn er undirstaða góðrar heilsu. Án efa hefur vinnuum- hverfi einnig mikið að segja, svo sem vinnuaðstaða, stjórnun á aðstæðum, vinnutími og fleira. Margir þættir eru viðurkenndir sem áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma, en enn er mörgum spurningum ósvarað. Rann- sóknum á þessu sviði lýkur seint. Enn er fólk að fá hjarta- og æðasjúkdóma þrátt fyrir engan þekktan áhættu- þátt. Frekari rannsóknir eiga sjálf- sagt eftir að leiða í ljós fleira sem ann- aðhvort eykur líkur á hjartaáfalli eða minnkar þær.“ Langur vinnudagur eykur líkur á hjartaáfalli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.