Morgunblaðið - 20.07.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.07.2002, Qupperneq 20
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 20 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ eru orðin 8 ár síðan „Blómstr- andi dagar“ voru fyrst haldnir hér í Hveragerði. Síðan hafa hátíðar- höldin verið árviss og svo var einn- ig í ár. Veðurguðirnir voru ekki í góða skapinu, því það skall á há- vaðarok og rigning um hádegið. Ætlunin var að hafa hátíðarhöldin úti en vegna veðurs var allt nema trúðaskrúðganga og hluti af afl- raunakeppninni um Suðurlands- tröllin flutt inn á Hótel Örk. Dag- skráin hófst kl. 14 og var margt gesta komið til að hlýða á skemmt- unina. Trúðar stórir og smáir settu svip sinn á hátíðina. Tónlistarmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref og einnig vanari menn tróðu upp við mikinn fögnuð. Í lok hátíðarinnar sungu Hermann Ólafsson og Hild- ur Magnúsdóttir lagið okkar um Hveragerði sem er blómstrandi bær. Um kvöldið var unglingaball og síðan almennur dansleikur á Café Róm þar sem hljómsveitin Á móti sól lék fyrir dansi. Síðustu dagana í ágúst verða aft- ur „Blómstrandi dagar“ í Hvera- gerði. Þá taka bæjarbúar m.a. lag- ið í brekkusöng í lystigarði bæjarins og hjálparsveitin mun lýsa upp kvöldhimininn með flug- eldasýningu. Blómstr- andi dagar Hveragerði Morgunblaðið/Margret Ísaksdótti Trúðar settu svip sinn á hátíðina í Hveragerði. Þau Hermann Ólafsson og Hildur Magnúsdóttir sungu í lokin Hveragerðislagið. EKKI hefur verið ákveðið hjá Vega- gerð ríkisins hversu mikið unnið verð- ur að lagfæringum á vegöxlum á Suð- urlandsvegi um Hellisheiði. Í fyrra var unnið við kafla í Kömbum og upp af þeim og eru þar nú góðar og örugg- ar vegaxlir með bundnu slitlagi sem ökumenn nýta til að víkja fyrir þeim sem vilja aka framúr. Að undanförnu hefur verið unnið að lagfæringum á slitnu malbiki í Kömbunum og upp af þeim. Vegaxlir á Hellisheiði eru ekki með bundnu slitlagi og víða eru þær holóttar og brún hefur myndast við bundna slit- lagið. Þá brotnar stöðugt upp úr slit- lagi vegarins á köntunum sem ásamt hættulegum brúnum veldur óöryggi hjá ökumönnum sem nota ekki axl- irnar. Engin fjárveiting er á þessu ári til breikkunar vegarins í brekkum s.s. fyrir ofan og neðan Litlu Kaffistof- una. Umferð um Suðurlandsveg er mjög mikil og fer sem kunnugt er vaxandi ár frá ári enda fjölfarnasta ferðamannaleið landsins. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að Suðurlandsvegur um Svínahraun og Hellisheiði væri í at- hugun svo sem breyting á Þrengsla- vegamótum og nýtt vegstæði í beinni línu frá Skíðaskálabrekkunni með hraunkantinum í átt að Litlu Kaffi- stofunni. Þessi atriði ásamt kostnað- aráætlun vegna lýsingar kæmu m.a. til álita við gerð vegaáætlunar í haust í tengslum við samgönguáætlun. Varasamar vegaxlir Selfoss Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Á myndinni sést hvernig stöðugt molnar upp úr vegbrúninni á Hellis- heiði þar sem vegöxlin er ekki með bundnu slitlagi. GÓÐ aðsókn hefur verið að íþrótta- og tómstundaskólanum í Árborg sem Ungmennafélag Sel- foss annast. Skólinn er fyrir börn á aldrinum 5–10 ára og er hópn- um skipt í þrjá meginhópa. Börnin eru í skólanum frá klukkan 9–12 og síðan frá 13–16. Sum barnanna eru allan daginn og fá þá mat í hádeginu. Skipulag skólans bygg- ist á leikjum, íþróttum, tómstunda- starfi og fræðslu. Farið er í heim- sóknir og kynnisferðir til fyrirtækja og á ýmsa staði til fræðslu og leikja. Markmið skól- ans er að efla líkamlegan, and- legan og félagslegan þroska barnanna. Skólinn hefur aðsetur í Tíbrá, félagsheimili Ungmenna- félags Selfoss, og í útistofum Sandvíkurskóla á Selfossi. Starfs- menn skólans eru sjö. Fræðsla og leikir í Íþrótta- og tómstundaskóla Árborgar Selfoss Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Yngsti hópurinn í Íþrótta- og tómstundaskóla Árborgar á göngu á Aust- urveginum á Selfossi, á heimleið eftir heimsókn til Leikfélags Selfoss. LANDIÐ Síungir hesta- menn riðu til landsmóts Norður-Hérað NOKKRIR síungir hestamenn, flestir á aldrinum sextíu til áttatíu ára, frá Egilsstöðum og Eskifirði, eru nýkomnir til síns heima eftir hestaferð á Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði. Aldursforsetinn í ferðinni var Steinn Jónsson á Eskifirði, 83 ára. Steinn lagði af stað frá Eskifirði 20. júní og reiknar með að koma aftur til síns heima um 20. júlí svo hann verð- ur alls um mánuð í ferðinni og hefur ferðast um 1000 kílómetra á hestbaki á þeim tíma. Hestamennirnir lögðu af stað frá Egilsstöðum 23. júní sex saman auk bílstjóra með 32 hesta. Síðan bætt- ust við fjórir menn á Stöng í Mý- vatnssveit með 18 hesta. Hesta- mennirnir voru komnir í Laugafell 29. júlí og fóru þaðan niður Austur- dal í Skagafirði og komu 1. júlí á Vindheimamela og dvöldu á lands- mótinu í viku. Þeir lögðu síðan af stað til baka úr Skagafirði 7. júlí og komu í Egils- staði 16. júlí, en hvílt var einn dag á þeirri leið og járnað á Heiðarbót í Reykjahverfi. Forláta trússbíll, Benzkálfur með hestakerru, fylgdi þeim á ferðum þeirra og sagði Bjarni Einarsson, einn ferðalanganna, að það væri lúx- us að hafa haft svona góða aðstöðu með í ferðinni, en Bjarni keypti bíl- inn sérstaklega til ferðarinnar. Steinn segir að hér og hvar hafi fólk komið til móts við þá félaga og fylgt þeim spölkörn en Skagfirðing- arnir Bjarki Sigurðsson og Sigurður Hansen hafi komið til móts við þá í Laugarfell með hey og lóðsað þá nið- ur Austurdal í Skagafirði. Steinn sagði þá félaga eiga sérstakar þakkir skildar fyrir aðstoðina. Bjarni sagði að þeir hefðu verið sérstaklega heppnir með veður og vildi koma þakklæti á framfæri við þúsundir vegfarenda sem sýndu þeim mikla þolinmæði þar sem þeir ferðuðust um þjóðvegina og aldrei fengu þeir kvartanir þótt akandi ferðalangar yrðu fyrir töfum af þeirra hálfu. Ferðalangar að austan MIKIÐ unglingastarf er unnið hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar og fór hópur unglinga úr unglingadeildinni Hafstjörnunni til Leith í Skotlandi á síðasta sumri. Heimsótti þar björgunarstöðvar og tók þátt í móti sem kallast „The British Youth Festival“. Þá komust á sambönd sem leiddu til þess að til Ísafjarðar komu 9 unglingar á aldrinum 15-17 ára ásamt tveim fararstjórum í síð- ustu viku. Í Leith fá þessir ungling- ar þjálfun í að veita forystu í ung- lingastarfi og eru flestir piltarnir þjálfarar fótboltafélaga en stúlkurn- ar stjórna vinnu við umönnun fatl- aðra og önnur líknarstörf. Dvöl þeirra undanfarna daga á Vestfjörðum hefur verið stórkost- legt ævintýri. Ekkert þeirra hafði áður komið á sjó, en um síðustu helgi var siglt með þau norður á Sléttu í Jökulfjörðum þar sem þau bjuggu í tjöldum. Þau hafði aldrei dreymt um að fara í útilegu, þar sem ekki væri salernisaðstaða og böð eða matsöluskáli og áttu erfitt með að skilja hvernig hægt væri að lifa án slíkra grunnþátta. Eftir helgardvöl á Sléttu í norðanátt og rigningu og hitastigi sem minnti þau á vetrarveðráttu á heimaslóð- um var farið í kaffi að Sútarabúðum í Grunnavík. Þaðan lá svo leiðin í Vigur þar sem þau fengu konung- legar móttökur að sögn fararstjór- anna. Næsta dag var svo farið í út- reiðartúr í Dýrafirði. Þau sem því þorðu, en unglingarnir höfðu aldrei snert hest áður, hvað þá komið á bak. Þau höfðu þó orð á því að ís- lensku hestarnir væru miklu fal- legri en þeir bresku og örugglega þægilegir í umgengni. Eftir vikudvöl í Ísafjarðarbæ héldu þau svo suður og ætluðu að baða sig í Bláa lóninu áður en hald- ið væri aftur heim. Fararstjórarnir, þau Sarah Emmett og Andrew Derra, voru mjög ánægð með mótttökurnar hjá björgunarfélaginu og sögðu mjög líklegt að farið yrði í fleiri slíkar ferðir á næstu árum. Þau lýstu jafnframt yfir undrun sinni yfir starfseminni í Gamla apótekinu á Ísafirði, þar sem aðstaða væri fyrir unglinga til að sinna áhugamálum sínum í friði fyrir fullorðna fólkinu. Í Bretlandi er það orðið svo, að hvergi fái börn að starfa á opinber- um stöðum án þess að fullorðnir eftirlitsmenn standi yfir þeim og nánast fylgist með hverju fótmáli. Þá hafði hin ósnortna náttúra hér mikil áhrif á þau og hlýjan í fólkinu sem alls staðar tók þeim opnum örmum. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Breski unglingahópurinn ásamt ísfirskum gestgjöfum þeirra í veislu fyrir utan höfuðstöðvar Björgunarfélags Ísafjarðar. Skoskir ungling- ar í heimsókn Ísafjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.