Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 28
Ofstopi vegna virkja Á FORM Alcoa um að reisa hér álver hafa kveikt umræður í bandarískum blöðum um virkjanir og umhverfisvernd hér á landi. Nægir þar að vísa til greinar í blaðinu The New York Times síðastliðinn þriðjudag. Hófst hún myndskreytt á forsíðu blaðsins, svo að fáar íslenskar fréttir hafa fengið þar jafnháan sess. Greinin var rituð af meiri yfirvegun og víðsýni en einkennir málflutning þeirra, sem leggjast gegn fram- kvæmdum á hálendi Íslands með umhverfisvernd að leiðarljósi. Sá, sem sker sig úr með stóryrðum í grein- inni, er Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður vinstri/ grænna. Er raunar ótrúlegt, að hún telji það málstað sínum til framdráttar að ganga fram með þeim hætti, sem hún gerir í viðtali við hinn bandaríska blaðamann. Helst virðist vaka fyrir henni að sverta stjórnarhætti á Íslandi, ef til vill í von um, að með því fæli hún erlenda fjárfesta frá því að eiga við okkur samskipti. Lesendur The New York Times vita ekki af nokk- urra ára reynslu eins og þeir, sem fylgjast með íslensk- um stjórnmálum, að Kolbrún Halldórsdóttir ræðst gjarnan á andstæðinga sína með innantómum hrakyrð- um, þegar hún tekur til máls um virkjanir eða önnur pólitísk tilfinningamál sín. Þess vegna hljóta lesend- urnir að hafa rekið upp stór augu, þegar þeir sáu í blaðinu, að ríkisstjórn Íslands væri „ekki einu sinni lengur biðjandi álfélögin á hnjánum: hún hefur verið af- limuð; við stöndum á stúfunum“. Þetta er haft beint eft- ir þingmanninum og einnig, að hér væri aðeins stofnað til umhverfismats fyrir þrýsting frá Evrópusamband- inu og leyndarhyggjan vegna raforkuverðsins gerði „okkur að bananalýðveldi“. Hugtakið „bananalýðveldi“ er í Bandaríkjunum not- að um smáríki, einkum í Mið-Ameríku, þar sem stjórn- mál eru í uppnámi, oft vegna valdatöku einræðisherra, og efnahagurinn á allt undir einhæfum útflutningi á ávöxtum í höndum alþjóðlegra auðhringja. Þegar bandaríski blaðamaðurinn bar þessa lýsingu Kolbrúnar á ástandinu á Íslandi undir Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði hann, að hún væri til marks um, að and- stæðingar virkjanaframkvæmdanna hefðu „go anas“, eða farið af hjörunum. x x x Undanfarin ár hefur markvisst verið unnið a kynna sögu Íslands og menningu og íslenskt ef og atvinnulíf í Bandaríkjunum. Árið 2000 náði kynning hámarki og er skemmst að minnast st landafundanefndar, siglingar víkingaskipsins Í ings, víkingasýningar Smithsonian-safnsins, se er á ferð um Norður-Ameríku, og skipulagðrar ingar á safni Íslendingasagnanna á ensku. Þá m markaðs- og ferðaátak undir slagorðinu Icelan urally, skráningu Íslenskrar erfðagreiningar á Street, umsvif íslenskra fjármálafyrirtækja í N York auk hinna hefðbundnu íslensku fyrirtækj Bandaríkjunum, sem selja fisk. Síðast en ekki minna á hið mikla landkynningarstarf, sem Flu hafa unnið í Bandaríkjunum. Tugþúsundir Ban manna hafa í meira en hálfa öld haft kynni af Í vegna dvalar í Keflavíkurstöðinni bæði sem he og borgaralegir starfsmenn varnarliðsins. Myndin, sem Kolbrún Halldórsdóttir alþing kýs að draga upp af landi og þjóð í samtalinu v mann The New York Times, stangast harkaleg veruleikann. Hún er því í hróplegri andstöðu v sem kemur fram í kynningu á Íslandi í Bandar hvort sem hún er stunduð af íslenskum eða ban um aðilum. Vinstri/grænir telja sig af alkunnri hógværð talsmenn íslenskra hagsmuna en alla aðra á ve stjórnmálanna og undir þá hagsmunagæslu fal leg og veraldleg efni þjóðarinnar auk sjálfrar n unnar. Málflutningur þeirra byggist á því, að í ingum felist meiri hættur en tækifæri, fjármun betur komið í vörslu ríkisins en einstaklinga og isrekstur sé betri en einkarekstur, skatta eigi e lækka heldur hækka og mannvirkjagerð í óbyg óþolandi aðför að náttúrunni. Þeir eru andvígir Íslands að NATO og vilja rifta varnarsamstarf Bandaríkin. VETTVANGUR Eftir Björn Bjarnason 28 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. P ÓLITÍSKAR umbætur af hálfu Palestínumanna eru komnar rækilega á dagskrá. Bush Bandaríkjaforseti hefur gert þær að skilyrði fyrir stofnun palestínsks ríkis og því að Bandaríkin beiti sér í deilunni milli Ísraela og Palestínu- manna. Evrópubúar styðja umbætur heils- hugar. Leiðtogar arabaríkja, sem hafa lítinn áhuga á pólitískum umbótum á heimavelli, eru jákvæðir í garð umbóta af hálfu Palest- ínumanna. Mestu máli skiptir þó að Palest- ínumenn sjálfir styðja ekki einungis umbæt- ur heldur krefjast þeirra. Þetta eru góðu fréttirnar. Snúum okkur næst að slæmu fréttunum: Umbætur eru langsóttar af mörgum ástæðum. Í fyrsta lagi munu Ísraelar ekki sjá sér annað fært en að halda palestínskum almenningi í herkví áfram ef hryðjuverkaárásum linnir ekki. Umbætur, kosningar og mótun nýrrar palestínskrar stjórnskipunar munu ekki eiga sér stað á meðan Ísraelsher hefur sveitir í hverri einustu borg Palestínu- manna. Í öðru lagi þá er Yasser Arafat, sem er meistari í því að lifa af, að reyna að gerast talsmaður umbóta til að halda völdum. Það er hins vegar engin von á raunverulegum breytingum á meðan þeir sem reyna að koma á umbótum bera ábyrgð gagnvart honum. Í þriðja lagi þá verður alþjóðasam- félagið, ekki síst þau ríki er veita mesta fjár- stuðninginn, að sýna samstöðu í þessu máli, vera sammála um þær kröfur sem eru gerð- ar og hvaða fulltrúum Palestínumanna eigi að starfa með til að tryggja að umbótum verði hrint í framkvæmd. Þegar er deilt um hvort rétt sé að eiga samskipti við Arafat. Gerir þetta að verkum að baráttan fyrir umbótum er glötuð áður en hún hófst? Nei, en sigur mun krefjast samhæfðrar stefnu. Í fyrsta lagi verðum við að taka á öryggis- málunum. Öryggi verður ekki tryggt með því einu að krefjast þess. Til að ná fram markmiðinu um aukna öryggisgæslu sam- hliða því sem Ísraelar draga sveitir sínar til baka verður að eiga samvinnu við leifarnar af palestínsku öryggissveitunum þar sem þær eru eini aðilinn sem hefur tök á að grípa til aðgerða. Við skulum ekki blekkja okkur sjálf: Í upphafi munu þessar stofnanir ein- ungis hreyfa sig ef Arafat skipar þeim að gera það. Þar með er ekki öll sagan sögð. Við verðum að taka skýrt fram að grípa verður til sértækra aðgerða gegn Hamas, Íslamska jihad og Al-Aqsa-hersveitunum. Fyrst um sinn á Gaza-svæðinu en síðar á ýmsum svæðum á Vesturbakkanum. Bandaríkin eiga að gera ákveðnar kröfur um árangur og meta síðan hvort sveitir Pal- estínumanna uppfylla þær. Þar sem í þessu felst að koma verður í veg fyrir hryðjuverk gegn Ísraelum liggur í augum uppi að við verðum að um efnum o hæfingu vi á nýjan leik Sú nálgu yggismál e öllum sviðu út á við en fyrst um si starfa við umhverfi, upp borga mennta- o gagnvart A komandi að til nýjar st mennsku, Bandaríkin verða a ystu um palestínsk Palestínsk kona veifar fána Palestínumanna á mótm ©The Los Angeles Times. Eftir Dennis Ross ATBEINI LÖGGJAFANS MIÐBORGIN OG MENNTASKÓLINN Í REYKJAVÍK Langvarandi húsnæðisvandiMenntaskólans í Reykjavík varreifaður í tveimur greinum Ólafs Oddssonar menntaskólakennara, sem birtust hér í blaðinu fyrr í vikunni. Þar lýsir hann þeim slæma aðbúnaði sem starfsfólk og nemendur skólans hafa þurft að búa við um áratugaskeið, þrátt fyrir fyrirheit stjórnvalda í gegnum tíð- ina og ítrekaðar óskir stjórnenda skól- ans um úrlausnir. Í 40 ár hafa þeir sem þar starfa við nám og kennslu mátt sætta sig við vondar bráðabirgðalausnir sem oftar en ekki hafa orðið að enn verri langtímaúrræðum. Þannig var t.d. kennt í anddyri Casa nova í tæpan ald- arfjórðung, í íbúðarhúsinu Þrúðvangi í nærri 30 ár og í KFUM-húsinu hefur verið kennt í 12 ár. Verst hefur þó að- staðan til íþróttaiðkana verið eða nán- ast engin – ef tekið er mið af þeim lág- markskröfum sem eðlilegar þykja nú til dags. Ein ástæða þess hve treglega hefur gengið að koma þessu máli í viðunandi farveg er ágreiningur ríkis og borgar um hvernig beri að skipta kostnaði við uppbygginguna lögum samkvæmt. Sú deila er ekki til lykta leidd. Reykjavík- urborg hefur samþykkt að styrkja að hluta endurbætur á húsnæði MR við Amtmannsstíg 2, en það hús hefur þeg- ar verið gert upp að utan þótt enn eigi eftir að innrétta það til þess að hægt sé að taka það í notkun. Borgin hefur hins vegar ekki viljað taka þátt í að reisa ný- byggingar. Brýnt er að lausn finnist á þessari deilu, því að þeim sem um véla, jafnt hjá ríki og borg, hlýtur að renna til rifja hvernig komið er í húsnæðis- málum og aðbúnaði þessa elsta og merkasta skóla borgarinnar. Ýmsir hafa orðið til að benda á að fleiri framhaldsskólar í Reykjavík en MR eigi við brýnan húsnæðisvanda að stríða og ljóst er að átaks er þörf til lausnar þeim vanda víða á höfuðborg- arsvæðinu, eins og fram kemur í orðum Tómasar Inga Olrich menntamálaráð- herra í blaðinu í gær. Það má þó færa góð rök fyrir því að vegna staðsetningar MR í hjarta miðborgarinnar og þeirra menningarsögulegu verðmæta sem þar liggja nánast undir skemmdum hljóti hann að njóta töluverðrar sérstöðu, ekki síst vegna þess hve vandinn hefur varað lengi. Eins og nú er ástatt er menntaskólareiturinn mikið lýti á mið- borginni, því þótt þar standi bæði fal- legar og sögulegar byggingar er niður- níðslan heildrænt séð til vansa. Reiturinn er veigamikill þáttur bygg- ingarsögulegrar þróunar eins elsta hluta miðborgarinnar, sem hefur að miklu leyti gengið í endurnýjun lífdaga á undanförnum árum og kallast í raun á við Grjótaþorpið hinum megin Kvosar- innar. Skólaþorp það sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag reits- ins myndi efla ásýnd miðborgarinnar til mikilla muna og óneitanlega stuðla að því að fortíðin og samtíminn tvinnist saman með jákvæðum hætti, á þessum stærsta vinnustað miðbæjarins. Menningarsögulegt gildi gamla skólahússins þarf tæpast að tíunda, en þar var aðsetur Alþingis Íslendinga um skeið og einnig þjóðfundurinn 1851. Þessa gömlu byggingu má að sönnu telja vöggu íslensks menntakerfis, enda hefur verið kennt þar sleitulaust frá 1846 er húsið var tilbúið og skólastarf Lærða skólans hófst þar. Í fyrra bindi Íslenskrar byggingararfleifðar eftir Hörð Ágústsson kemur fram að húsið „var á sínum tíma stærsta og vegleg- asta timburhús sem reist hafði verið hérlendis og sómir sér enn vel sem eitt kennitákna gamla miðbæjarins í Reykjavík“. Í ljósi þess hversu vel og dyggilega það hefur gegnt sínu upp- runalega hlutverki um rúmlega einnar og hálfrar aldar skeið er full ástæða til að landsmenn sameinist um varðveislu þess í eins upprunalegu horfi og mögu- legt er miðað við nútíma skólahald. Um leið verður að tryggja MR – sem rekur rætur sínar í Reykjavík allt til ársins 1786 er skólinn flutti frá Skálholti – við- eigandi umgjörð um starfsemi sína á þessum sögufræga bletti í miðbænum, svo skólinn geti haldið áfram að þróast með þeim hætti er hæfir svo rótgróinni menntastofnun. Í greinargerð Fjármálaeftirlitsinsvegna málefna Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis, sem birt var í gær, segir m.a.: „Telja verður að stofnfjáreigendur hafi almennt ekki getað gert ráð fyrir að stofnfé þeirra skapaði þeim meiri verð- mæti en lögin kveða á um, þ.e. vegna endurmats stofnfjár og arðgreiðslna.“ Í greinargerðinni segir ennfremur eft- ir að nokkrar lagagreinar hafa verið reif- aðar: „Framangreind ákvæði fela í sér fyr- irmæli um hvaða verð skuli liggja til grundvallar aðilaskiptum með stofnfjár- hluti, þegar sparisjóðurinn er annar aðili lögskiptanna. Skýrum fyrirmælum af þessu tagi er hins vegar ekki til að dreifa samkvæmt 18. gr. þegar aðilaskipti eiga sér stað milli stofnfjáreigenda og þriðja aðila, með samþykki stjórnar.“ Enn segir í greinargerðinni með til- vísun til lagaákvæða um sparisjóði allt frá árinu 1915: „Með öðrum orðum gera lögin ekki ráð fyrir því, að stofnfjáreigandi fái hlut- deild í uppsöfnuðu eigin fé sjóðsins, nema hugsanlega í gegnum arðgreiðslu, enda eru stofnfjáreigendur ekki eigend- ur sparisjóðs með líkum hætti og hlut- hafar eru eigendur að hlutafélagi.“ Ennfremur segir: „Verður ekki séð að í viðskiptum stofnfjáreigenda við þriðja aðila um kaup á stofnfjárhlut setji lög- gjöf bann við því að viðskipti þeirra fari fram á hærra verði en nafnverði endur- metnu.“ Loks segir með tilvísun til athuga- semda við lagafrumvarp, sem lagt var fyrir Alþingi 2001: „Þrátt fyrir, að hér sé um almenna yf- irlýsingu að ræða sem gefi til kynna af- stöðu löggjafans til viðskipta með stofnfé sparisjóða, verður ekki hjá því litið að í löggjöfinni endurspeglast ekki afdráttarlaust þessi skilningur löggjaf- ans hvað varðar viðskipti með stofnfé til stofnfjáreigenda og þriðja aðila.“ Af þessum tilvitnunum er ljóst að Fjármálaeftirlitið staðfestir hver var vilji og markmið löggjafans en að ekki hafi verið fyrir öllu séð í lagasetning- unni. Gera verður ráð fyrir og ætlazt verður til að Alþingi bæti úr því, þegar á þessu hausti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.