Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 25 Reykjavík sími 580 0500 Selfossi sími 480 0800 www.blomaval.is beint frá Mexíkó 30% ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 83 31 07 /2 00 2 Útiarnar afsláttur 25.900 kr. 18.130 kr. 19.900 kr. 15.549 kr. 10.884 kr. 9.900 kr. 6.930 kr. 12.990 kr.3 3 Takma rkað m agn ZACARIAS Moussaoui, eini maðurinn sem ákærður hefur verið í tengslum við árásina á World Trade Center, er ekki með réttu ráði og þarf lögfræði- aðstoð, að sögn fransks lögfræð- ings hans. Moussaoui ætlaði í gær að játa sig sekan fyrir bandarískum dómstól en dóm- arinn skipaði honum að taka sér einnar viku umhugsunarfrest. Fresta refsitollum EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) frestaði í gær fram- kvæmd refsitolla á hendur Bandaríkjamönnum. ESB hefur þegar ákveðið að leggja tolla á bandarískar vörur að andvirði um 25 milljarða íslenskra króna vegna 30% tolla sem Banda- ríkjamenn settu á innflutt stál fyrir nokkrum mánuðum. Eru menn í herbúðum sambandsins sagðir vonast til að ná megi samkomulagi um lausn. Gyðingahat- ur á Ítalíu ANDLEGIR og veraldlegir leiðtogar Ítalíu lýstu í gær yfir vanþóknun sinni á vanhelgunum á grafreitum gyðinga sem áttu sér stað á fimmtudag. Jóhannes Páll II. páfi fordæmdi árásina og gyðingahatur almennt, en um 50 legsteinar voru brotnir á fimmtudaginn. Drukkinn maður hótar farþegum KÓLUMBÍSK farþegaflugvél neyddist í gær til að lenda á spænskum herflugvelli eftir að drukkinn farþegi tók að ógna fólki um borð með hnífi. Fyrst var talið að um flugránstilraun hefði verið að ræða en svo reyndist ekki vera. Maðurinn, sem er spænskur en af kúb- verskum uppruna, á að hafa sagst vera með sprengju undir höndum, en hann var handtek- inn við lendinguna og færður til yfirheyrslu. Konur mótmæla HUNDRUÐ nígerískra kvenna héldu áfram mótmælasetu sinni við fjórar olíudælustöðvar í gær, en þær krefjast þess að olíufyr- irtækið Chevron fjárfesti meira í þorpum í nágrenni stöðvanna og veiti fleiri þorpsbúum vinnu. Árásir á olíudælustöðvar eru al- gengt form mótmæla í Nígeríu en venjulega er um að ræða of- beldisfulla hópa ungmenna en ekki ráðsettar húsmæður. Reyndu að afstýra slysi FLUGMENN vélanna tveggja sem rákust saman yfir Boden- vatni í Þýskalandi fyrr í mán- uðinum sáu hvert stefndi nokkr- um sekúndum áður en slysið varð og reyndu að afstýra árekstri. Kemur þetta fram á upptökum sem voru í svokölluð- um svörtum kössum flugvél- anna. Alls fórst 71 í slysinu, en talið er að mistök í svissneskum flugturni hafi orðið til þess að vélarnar rákust saman. STUTT Ekki með réttu ráði AÐ MINNSTA kosti 500 manns hafa dáið úr hungri í búðum fyrir fyrrverandi skæruliða uppreisnar- hreyfingarinnar UNITA í Angóla og fjölskyldur þeirra, að sögn leið- toga þeirra í gær. „Dauðsföllunum fer sífjölgandi og alls hafa yfir 500 manns dáið úr sulti frá því að búðirnar voru opn- aðar fyrir fjórum mánuðum,“ sagði leiðtoginn, Paulo Lukamba. Yfir 380.000 manns, þar af 84.000 fyrrverandi skæruliðar, dvelja í 35 búðum sem komið var upp eftir að stjórn Angóla og UNITA náðu samkomulagi um vopnahlé 4. apríl eftir 27 ára borg- arastyrjöld. Lukamba sagði að stjórn Angóla hefði reynt að hjálpa skæruliðun- um fyrrverandi og fjölskyldum þeirra en sú aðstoð dygði ekki og því væri þörf á hjálp alþjóðlegra stofnana. „Enginn ætti að deyja í nafni friðar.“ Lukamba sagði að ástandið væri svo slæmt í búðunum að hætta væri á því að skæruliðarnir fyrr- verandi gripu aftur til vopna til að fremja rán eða jafnvel hefja nýtt stríð. Samkvæmt vopnahléssam- komulaginu eiga 5.000 fyrrverandi skæruliðar að ganga í her Angóla og hinir UNITA-mennirnir 79.000 eiga að fá starfsþjálfun til að auð- velda þeim að finna atvinnu. Enn- fremur hefur verið komið á fót stofnun, sem á að annast endur- uppbyggingu í Angóla og veita flestum skæruliðanna fyrrverandi atvinnu við að leggja vegi og end- urreisa mannvirki sem skemmdust í styrjöldinni. Borgarastyrjöldin í Angóla var langvinnasta stríð Afríku. Að minnsta kosti hálf milljón manna beið bana í átökunum og fjórar milljónir urðu að flýja heimili sín. Um þrjár milljónir manna, nær fjórðungur íbúa Angóla, þurfa enn á aðstoð að halda. Kenzo Os- hima, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að brýnt væri að auka aðstoðina við fólkið til að afstýra frekari hörmungum í landinu. Sameinuðu þjóðirnar hefðu aðeins fengið 35% þess fjár sem þær hefðu ósk- að eftir í ár vegna hjálparstarfs- ins í Angóla. Hungursneyð í búðum í Angóla fyrir UNITA-menn og fjölskyldur þeirra „Yfir 500 manns hafa dáið úr sulti“ Luanda, Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.