Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 15
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 15 Póstkortaleikur ESSO SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐFerðamálaráð Íslands A B X / S ÍASkrifaðu okkur Taktu þátt í póstkortaleik ESSO í sumar og þú gætir unnið glæsilegt Coleman-fellihýsi! MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn SPRON: „Í dag hefur Fjármálaeftirlitið skilað greinargerð um yfirtökutil- boð Búnaðarbanka Íslands hf. Meginatriði greinargerðarinnar eru: Fjármálaeftirlitið fellst ekki á umsókn aðilanna um staðfestingu á samningnum. Í annan stað hafnar eftirlitið kröfu Búnaðarbankans og fimmmenninganna um að forstjóri og aðrir starfsmenn Fjármálaeft- irlitsins séu vanhæfir til meðferðar málsins. Í niðurstöðu eftirlitsins er lögð rík áhersla á skyldur stjórnar til að gæta hagsmuna sparisjóðs umfram aðra hagsmuni. Í grein- argerðinni kemur skýrt fram að stjórn SPRON hefði ekki verið heimilt að samþykkja framsal á stofnfjárhlutum skv. samningi Búnaðarbankans og fimmmenning- anna. Helstu forsendur fyrir yfir- tökuáformum Búnaðarbankans eru þar með brostnar. Í greinargerð Fjármálaeftirlits- ins kemur fram, að þótt það telji gildandi löggjöf ekki fela í sér bann við framsali á stofnfjárbréfum á hærra verði en endurmetnu nafn- verði verði jafnframt að tryggja að sparisjóðurinn sjálfur fái hlutdeild í þeirri verðmætisaukningu. Segir í greinargerðinni að í framkomnum áformum Búnaðarbankans hafi ekki verið sýnt fram á þessa hlut- deild sparisjóðsins. M.ö.o. má túlka þetta þannig að séu greiddir 2 milljarðar kr. fyrir 10% hlut stofn- fjáreigenda eigi að greiða 18 millj- arða kr. fyrir hin 90%. Á aðalfundi SPRON 15. mars 2002 var samþykkt einróma að fela stjórn og sparisjóðsstjóra að vinna áfram að breytingu á rekstrarformi SPRON í hlutafélag. Skal tillaga hér að lútandi, gerð á grundvelli samrunaáætlunar og niðurstöðu mats óháðs aðila um áætlað mark- aðsvirði sparisjóðsins og þar með um hlutdeild stofnfjáreigenda í heildarhlutafénu, lögð fyrir fund stofnfjáreigenda þegar aðstæður eru hagstæðar að mati stjórnar. Í samræmi við þessa ályktun aðalfundar var unnið áfram að mál- inu á grundvelli ákvæða laga, sem heimiluðu breytingu sparisjóða í hlutafélög. Haft var samráð við viðskiptaráðuneytið og fjármálaeft- irlitið, en breytingin er háð sam- þykki þessara aðila. Á grundvelli þessarar undirbúningsvinnu var síðan boðað til fundar stofnfjáreig- enda 28. júní sl. Þremur dögum fyrir boðaðan fund var gert kunnugt um yfir- tökutilboð Búnaðarbanka Íslands hf. á stofnfjárbréfum í SPRON fyr- ir milligöngu fimm stofnfjáreig- enda. Strax spunnust deilur um, hvort kaup og sala stofnfjárbréfa með þeim hætti, sem fólst í tilboðinu, stæðust lög og má í því sambandi vísa til ummæla viðskiptaráðherra, formanns og varaformanns efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis svo og fleiri alþingismanna, sem hafa lýst því, að slíkt gengi í ber- högg við tilgang löggjafans um sparisjóði og væri í andstöðu við vilja löggjafavaldsins. Stjórn sparisjóðsins taldi ekki vera grundvöll til að halda fund fleiri hundruð stofnfjáreigenda til að fjalla um framtíð SPRON á sama tíma og fyrir lá tilboð, sem fól í sér að leggja SPRON niður. Það er því alrangt, sem haldið hef- ur verið fram af talsmönnum fimm- menninganna og Búnaðarbankans, að ekki hafi verið tilefni til að af- boða fundinn 28. júní. Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins um ólögmæti tillögu tveggja stofnfjáreigenda um að stjórn SPRON standi ekki gegn framsali á stofnfjárhlutum stað- festir þetta ennfremur. Stjórn sparisjóðsins hefur oftar en einu sinni lýst því yfir, að til annars fundar stofnfjáreigenda verði boðað, þegar óvissu um lög- mæti tilboðsins hefði verið eytt. Stjórn sparisjóðsins hefur ákveð- ið að falla frá tillögu sinni til fund- ar stofnfjáreigenda um breytingu á rekstrarformi sparisjóðsins. Telur stjórnin rétt að bíða þess hvort og þá með hvaða hætti löggjafinn bregst við þeirri óvissu, sem skap- ast hefur í kjölfar yfirtökutilboðs Búnaðarbankans um framtíð spari- sjóða á Íslandi og þá einnig með hliðsjón af skýrslu Fjármálaeftir- litsins frá í dag. Stjórn sparisjóðsins hefur ákveð- ið að boða til fundar stofnfjáreig- enda mánudaginn 12. ágúst nk. kl. 17.00 á Grand hóteli. Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál: 1. Yfirtökutilboð Búnaðarbanka Íslands hf. og niðurstaða Fjármála- eftirlitsins. 2. Tillaga tveggja stofnfjáreig- enda um að afnema hámarkseign sérhvers stofnfjáreiganda. 3. Tillaga tveggja stofnfjáreig- enda um að stjórn SPRON muni ekki standa gegn framsali stofn- fjárhluta í sparisjóðnum. Síðarnefndu tvö málin eru sett á dagskrá vegna kröfu hóps stofn- fjáreigenda, en rétt er að benda á að Fjármálaeftirlitið telur tillögu nr. 3 ganga gegn skýru laga- ákvæði. Stjórn sparisjóðsins hefur í einu og öllu unnið störf sín í samræmi við ályktun aðalfundarins 15. mars sl. og ákvæði gildandi laga eins og þau hafa verið skilin og túlkuð m.a. af viðskiptaráðherra og mörgum alþingismönnum. Stjórn sparisjóðsins telur ábyrgð þeirra fimm stofnfjáreigenda sem gengu á mála hjá Búnaðarbanka Íslands vera mikla. Þeir hafa vakið væntingar hjá mörgum stofnfjár- eigendum, sem ekki standast lög og skapað óróa innan hóps stofn- fjáreigenda í SPRON, sem fram til þessa hefur verið samstæður og samhentur hópur. Ábyrgð Búnaðarbankans, banka- stjóra hans og bankaráðs er samt miklu mun meiri og alvarlegri. Annar bankastjóri Búnaðarbank- ans hefur ítrekað í fjölmiðlum sak- að stjórn SPRON um að hafa eigin hagsmuni í fyrirrúmi en ekki hags- muni sparisjóðsins og alls ekki stofnfjáreigendanna. Þá hafa tals- menn bankans, bæði úr hópi fimm- menninganna svo og lögmaður sem þeir hafa ráðið á kostnað bankans, margoft sakað stjórnendur spari- sjóðsins um valdafíkn, yfirgang, of- ríki og valdníðslu. Skömm þessara aðila er mikil, en mest þó hjá þeim, sem reynt hafa að blekkja menn og komast með því yfir mikil verð- mæti og auk þess greitt allan kostnað við að ófrægja stjórnendur sparisjóðsins.“ Helstu forsendur yfir- tökuáforma brostnar Yfirlýsing frá stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis EFTIRFARANDI yfirlýsing barst í gær frá Búnaðarbanka Íslands. „Í tilefni yfirlýsingar stjórnar Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis í dag sem gefin var út vegna greinar- gerðar Fjármálaeftirlitsins vill Búnaðarbanki Íslands hf. koma eftirfarandi á framfæri: Fjármálaeftirlitið staðfesti í dag [í gær] að forsendur samnings fimm stofnfjáreig- enda SPRON og Búnaðar- bankans standast, þ.e. stofn- fjáreigendum SPRON er heimilt að eiga viðskipti með stofnfjárhluti á hærra verði en endurmetnu nafnverði. Þessi niðurstaða Fjármálaeft- irlitsins er í samræmi við þau sjónarmið sem Búnaðarbank- inn hefur haldið fram, en hún er andstæð sjónarmiðum stjórnenda SPRON. Viðbrögð stjórnenda SPRON við niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins, sem þeim voru ekki þóknanlegar, vekja furðu. Gífuryrði í yfir- lýsingu stjórnarinnar dæma sig sjálf og eru ekki svara- verð.“ Undir yfirlýsinguna, sem dagsett er 19. júlí 2002, ritar bankastjórn Búnaðarbanka Íslands. Gífuryrði dæma sig sjálf Yfirlýsing frá Búnaðarbanka Íslands hf. HALLDÓR J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segist í samtali við Morgunblaðið vera í meginatrið- um sammála niðurstöðu Fjármála- eftirlitsins í máli Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis, SPRON. Niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart og telur Halldór að hún auki líkur og liðki fyrir frekari samruna og samstarfi banka og sparisjóða. Að sögn Halldórs mun Landsbankinn nú skoða slíka möguleika fyrir al- vöru, komi fram meirihlutavilji til þess hjá stofnfjáreigendum. Hann segir niðurstöðuna rökrétta og gefa bönkum og sparisjóðum kost á að ræða samruna, sem hljóti að vera áhugavert fyrir Landsbankann. Það sé þó ekki gert öðruvísi en að stjórnir sparisjóðanna velji sér sam- starfsform og samstarfsaðila. Hall- dór segir að nauðsynlegur undanfari þess sé að stofnfjáreigendur komist að niðurstöðu hvernig þeir vilji nýta eignarhlut sinn, og feli svo stjórninni að framkvæma þá stefnu. Það sé eðlilegur gangur, miðað við niður- stöðu Fjármálaeftirlitsins. Eignarrétturinn friðhelgur Halldór segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að stofnfjáreigend- ur í sparisjóði hljóti að eiga stjórn- arskrárvarinn eignarrétt að sínum hlut. Hann fagni því að í niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé sérstaklega fjallað um eignarréttarhugtakið og hvernig beri að túlka ákvæði 72. greinar stjórnarskrárinnar um frið- helgi eignarréttarins. Ekki megi takmarka réttindi manna nema með lögum og skýra beri þær takmark- anir mjög þröngt. „Þess vegna kom það mér ekki á óvart að Fjármálaeft- irlitið komist í aðalatriðum að þeirri niðurstöðu að selja megi stofnfjár- hluti á yfirverði,“ segir Halldór. „Einnig er ljóst af niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins að stjórnum sparisjóðanna ber að samþykkja í raun hverja sölu fyrir sig, enda er bannað að selja stofnfjárhlut til dæmis til handhafa. Stjórnin þarf því að meta hvert framsal sjálfstætt þótt ein ákvörðun hafi fordæmisgildi fyrir alla. Miðað við hve flókinn ferill þarf að fara af stað til að uppfylla skilyrði laganna þá er erfitt að sjá fyrir sér að yfirtaka á sparisjóðum geti gerst nema með tvennum hætti. Annars vegar að kaupa eignir og skuldir sparisjóða, sem Landsbank- inn hefur í sjálfu sér oft gert á liðn- um árum í góðu samstarfi við stofn- fjáreigendur, og hins vegar að selja stofnfé, eins og nú hefur komið fram, en þá samkvæmt sérstöku sam- komulagi í meirihlutavilja stofnfjár- eigenda. Stjórninni yrði þá falið að framkvæma þann meirihlutavilja,“ segir Halldór. Bankastjóri Landsbankans um niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins Eykur líkur á samruna REKSTRARFÉLAG Nanoq ehf. hefur keypt vörubirgðir og lausafé af þrotabúi Íslenskrar útivistar sem rak verslunina Nanoq í Kringlunni. Rekstrarfélag Nanoq ehf. er í eigu Kaupþings hf. Allar vörubirgðir og lausafé var veðsett Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) samkvæmt tveimur tryggingarbréfum. Eignirn- ar voru seldar á 275 milljónir króna sem greiddar voru við undirritun kaupsamnings í gær. Örn Gústafsson hjá Kaupþingi er í forsvari fyrir Rekstrarfélag Nanoq ehf. Kaupþing er eigandi rekstrar- félagsins og mun reka verslun Na- noq fyrst um sinn á neðri hæð versl- unarrýmis Nanoq í Kringlunni. Framkvæmdastjóri hefur verið ráð- inn Hörður Magnússon, sem gegndi yfirmannsstöðu hjá Nanoq áður. Örn segir að vonast sé til þess að hægt verði að opna Nanoq aftur í næstu viku. Útivistarverslun á neðri hæðinni „Mitt hlutverk er að bjarga þeim verðmætum sem þarna eru. Það liggur í augum uppi að þetta er besta leiðin til að gangsetja versl- unina á nýjan leik. Við ætlum að endurskipuleggja reksturinn og reyna að selja hann aðila með fag- þekkingu eins fljótt og auðið er,“ segir Örn. „Við seljum ekki versl- unina fyrr en hún er komin aftur í rekstur og orðin vænlegur kostur. Við vonum að það gerist í haust eða vetur.“ Hann segir að verslunin verði sér- hæfð á sviði útivistarvarnings á neðri hæðinni en ekki verði áfram rekin sportvörudeild. „Við ætlum að freista þess að ná samkomulagi við aðra aðila sem vilja koma inn með þá vöru,“ segir Örn en nokkrir hafa haft samband vegna þess, að hans sögn. Í tilkynningu frá skiptastjóra seg- ir einnig: „Skiptastjóri hefur jafn- framt selt sama aðila firmanöfn, vörumerki og lausafjármuni sem ekki féllu undir veðsamninga. Kaup- verð þessara muna er markaðsverð þeirra, sem metið verður af tveimur matsmönnum, öðrum tilnefndum af skiptastjóra og hinum tilnefndum af Rekstrarfélagi Nanoq ehf. Kaup- verðið greiðist um leið og mat liggur fyrir, en áætlað er að það verði eigi síðar en hinn 6. ágúst 2002.“ Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl., skiptastjóri þrotabús Íslenskrar úti- vistar, segir að fleiri hafi lýst áhuga á að kaupa eignir úr þrotabúinu og sett fram hugmyndir þess efnis, en Rekstrarfélag Nanoq ehf. hafi átt besta tilboðið. Félag í eigu Kaup- þings kaup- ir Nanoq BJARNI Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, segir að bankinn fagni því að niðurstaða sé komin í mál SPRON af hálfu Fjármálaeftirlitsins. „Ég hef á þessari stundu ekki ann- að um málið að segja en að við munum í ljósi álits Fjármálaeftirlitsins skoða þær leiðir sem færar eru. Það er ljóst að með þessari niðurstöðu er búið að opna fyrir kaup á sparisjóðum. Við munum eðli málsins samkvæmt taka þátt í þeirri uppstokkun sem fram- undan er,“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka Búið að opna fyrir kaup á sparisjóðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.