Morgunblaðið - 20.07.2002, Page 40

Morgunblaðið - 20.07.2002, Page 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Óskar Sövikfæddist á Veb- lungsnes í Raumsdal í Noregi hinn 1. jan- úar 1904. Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi að morgni hins 9. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Ole Sö- vik sem var kaup- maður og skósmiður og Guri Sövik, fædd Hovde. Óskar var fimmti í röð átta systkina. Olav As- björn og drengur sem einnig hét Óskar dóu á barnsaldri. Þau sem komust upp voru: Peder, kona hans hét Gud- run og eignuðust þau tvö börn; Georg sem flutti til Seattle í Bandaríkjunum og bjó þar alla sína ævi, kona hans hét Naima og eignuðust þau eina dóttur; Gud- veig, maður hennar var Magnus Bruaset og eignuðust þau tvo syni; Reidar, kona hans heitir As- laug og eiga þau tvö börn; yngst- ur var Arnfred, fyrri kona hans hét Ellen og eignuðust þau einn son, seinni kona hans heitir Nora. Hinn 5. sept. 1944 kvæntist Óskar eftirlifandi eiginkonu sinni, Sólveigu Kristbjörgu Bene- diktsdóttur, f. 24. des. 1912, dótt- ur hjónanna Benedikts Björns- sonar, skólastjóra á Húsavík og Margrétar Ásmundsdóttur konu hans. Dóttir Óskars og Sólveigar er Ragnheiður Guð- veig, f. 26. júlí 1953, kennari, búsett í Glaumbæ II í Skaga- firði. Eiginmaður hennar er Arnór Gunnarsson, f. 19. júlí 1951, bóndi. Synir þeirra eru Óskar, f. 30. mars 1976, tölvunarfræð- ingur í Reykjavík, og Atli Gunnar, f. 12. mars 1979, verk- fræðinemi. Óskar ólst upp á Veblungsnes og lauk þar skyldunámi sínu. Síð- ar stundaði hann nám við tækni- skóla í Ósló og útskrifaðist þaðan sem rafvirkjameistari. Árið 1929 kom Óskar til Íslands og vann fyrst við uppsetningu rafstöðva víða um land. Var hann ráðinn rafveitustjóri Rafveitu A-Hún. við stofnun hennar 1. janúar 1934. Gegndi hann því starfi til 31. des. 1959, síðustu árin í þjón- ustu Rafveitna ríkisins. Er hann hætti störfum þar stundaði hann um langt árabil viðgerðir á raf- magnstækjum hvers konar. Síð- ustu æviárin dvaldist hann á sjúkradeild Héraðshælisins á Blönduósi. Útför Óskars fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Það er erfitt að gera sér í hug- arlund hvernig það hefur verið að lifa nærri alla síðustu öld, og verða vitni að þeim ótrúlegu breytingum og þeim framförum sem hún bar í skauti sér. Því fólki sem upplifði þessa mestu umbrotaöld sögunnar fer óðum fækkandi, og nú er látinn afi okkar, Óskar Sövik, 98 ára að aldri. Afa okkar minnumst við sérstak- lega fyrir það hversu hirðusamur hann var um allt sem hann tók sér fyrir hendur og á verkstæðinu hjá honum, þar sem hann gerði við út- vörp og fleiri raftæki, var reglusem- in og snyrtimennskan í fyrirrúmi. Þar var hver hlutur á sínum stað og lamparnir í útvarpstækin stóðu í fal- legum röðum uppi á hillu. Einnig finnst okkur vert að minnast sér- staklega á bílinn hans afa, sem var glæsilegur Buick, árgerð 1947, en bílinn átti hann í áratugi og hirti hann þannig að eftir var tekið, enda var hann ávallt eins og nýr. Afi var ekki fyrir að trana sér fram né að hreykja sér af verkum sínum, í stað þess sinnti hann sínum störfum af samviskusemi, og hefur ætíð verið okkur bræðrum fyrir- mynd hvað þetta varðar. Alltaf var jafn gott að koma til þeirra afa og ömmu, og alltaf sýndi afi jafn mikinn áhuga á því sem við bræðurnir tókum okkur fyrir hend- ur, og allt fram á síðasta dag vildi hann fylgjast náið með okkur og okkar störfum. Samband þeirra ömmu var einstakt og umhyggja þeirra hvors fyrir öðru var mikil og innileg. Megi minningarnar um afa verða til þess að gera okkur missinn bæri- legri og erum við þakklátir fyrir þær stundir sem við áttum með honum. Atli Gunnar og Óskar Arnórssynir. – Gott er að eiga góða vini, kom í hug mér er ég frétti lát Óskars Sö- vik. Nú er hann farinn yfir móðuna miklu. Hann var vinur vina sinna. Þess fengum við margsinnis að njóta. Óskar var fyrsti rafveitustjóri hér við Laxárvatnsvirkjun. Það var mikið og erfitt starf, sem Óskar leysti með prýði, af sinni alkunnu samviskusemi og dugnaði. Lét hann þá ekki veður eða ófærð hefta för sína, ef um bilanir var að ræða. Það voru líka margir, sem komu til hans með biluð raftæki og fengu þau við- gerð. Ekki var Óskar strangur með borgun fyrir slíkan greiða. Hann fékkst einnig við viðgerðir á út- varpstækjum og var mjög fróður um sjónvörp og tækni á því sviði. Og fyrsta sjónvarpsloftnet hér á Blönduósi setti hann upp á húsi sínu. Guðný man vel árin, sem þau áttu saman fyrst eftir að hann kom til Ís- lands. En þá dvaldi hann í húsi for- eldra hennar. Hún þakkar innilega góð kynni við góðan vin. Margt er í minninga heimi mun þá ljósið þitt skína. Englar hjá guði þig geymi. Við geymum svo minningu þína. (Ók. höf.) Við vottum fjölskyldu Óskars inni- lega samúð okkar. Kristinn og Guðný. Látinn er í hárri elli hér á Blöndu- ósi Óskar Sövik, rafvirkjameistari og fyrrverandi rafstöðvarstjóri. Hann var norskur að ætt og kom hingað í Húnavatnssýsluna til þess að setja upp rafstöð. Af tilviljun vissi hann um nýlega rafstöð úti í Noregi. Hann lét vita um þessa rafstöð og var sendur út til þess að kanna ástand vélanna og kaupa, ef um semdist. Það gekk og voru vélarnar keyptar og samið við Sövik um að setja vélarnar upp í nýrri rafstöð, sem verið var að byggja fyrir Blönduós. Þetta voru fyrstu afskipti Söviks, sem við kölluðum alltaf svo, og ætl- aði hann svo að hverfa heim til Nor- egs. En forlögin ætluðu honum ann- að. Hann setti upp vélarnar og rafstöðin tók til starfa í janúar 1934. Við höfðum áður haft rafmagn frá lítilli vatnsaflsstöð á Blönduósi, sem var takmarkað og ótryggt. Nýja stöðin var við norðurenda Laxár- vatns og var vatninu veitt í skurði að stöðinni. Þarna var nægilegt vatn, en sá hængur var á að kæmi stórhríð áður en vatnið legði var hætta á að skurðinn fyllti og allt yrði rafmagns- laust. Það kom sér ákaflega illa því auk ljósa og eldunar var rafmagnið notað til upphitunar. Þessvegna var Sövik, sem ráðinn hafði verið sem rafstöðvarstjóri, og menn hans ávallt á varðbergi að haustinu og lögðu nótt við dag til þess að „halda ristunum“ í inntaksþrónni hreinum. Þrátt fyrir mikla vinnu og árvekni kom það fyrir að náttúran hafði yf- irhöndina og tók ráðin af mann- skapnum. Þá var ekki um annað að ræða en moka fram rás til þess að fá rennsli á vatnið. Nýja rafmagnið gerbreytti öllu lífi bæjarbúa. Ávallt full spenna á ljós- unum og hiti nægur fyrir þá sem vildu og gátu keypt rafmagnið sem var í ódýrari kantinum miðað við landið allt. Og það sem ekki var minna um vert, við fengum góðan og lærðan rafvirkjameistara sem hjálp- aði við að gera við rafmagnsáhöld og ýmislegt fleira. Sövik hjálpaði mörg- um og gat komið tækjunum, þar með töldum viðtækjum, aftur í gagnið. Hann var liðlegur og sanngjarn þeg- ar að greiðslum kom, svo margir sögðu að hann fylgdist ekki með verðbólgunni. Hann aðlagaðist lífinu hjá okkur alveg og meira að segja festi ráð sitt með því að kvænast skólastýrunni á Kvennaskóla Hún- vetninga. Hún er ættuð frá Húsavík og heitir Sólveig Benediktsdóttir. Þau eiga eina dóttur. Austur-Húnvetningar hafa ávallt talið það mikið lán fyrir sig að hafa haft Sövik með í ráðum þegar raf- stöðin var byggð og að hann skyldi verða hér áfram hjá okkur og vinna við þær aðstæður sem hér voru. Eig- endur rafstöðvarinnar voru Blöndu- óshreppur, Sýslusjóður Austur- Húnavatnssýslu og samvinnufélög- in. Ég leyfi mér fyrir hönd þessara aðila að færa fram þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt starf sem Sövik vann á langri og farsælli starfsævi hér á Blönduósi. Ég og kona mín vottum konu hans og dóttur og öðrum niðjum, svo og öllum aðstandendum, innilega sam- úð okkar. Jón Ísberg. ÓSKAR SÖVIK           @ ,-+,-    @ 6!  A @ 46      ( /   "   !   "       0        "  1"       22 033 @ #4@) ##   46  46  0   # @) ##  4@) ##   *   /  4@) ##  :@) ##  @ #4#@*?  B ##@*?  : @)   *4  #'##  0 @)   +) !  ##  (  ("  "**("    "**("% @ ,-/ -   ) # 0 *  ))"#C  46  4 /5-   6 & "$    '   7*  $        # % DEF-@ />-   ) #  #" * G'!"#H  ( /   "  !           & "$  '   '  # I#  (  (" (  (  ("% 8 5     "       "  "    " :  $+ 7 7-  * 46AC         " 9      22033 .            /   1 //  "   /54   %)) ##  4%: ##   */  4 %: ##  :  :    I :%:   @ #4%$   ##  ))J%:    4 @ #!)##   #  %:   : > ##   K    ("% 7      "  "    " -DED- 7- -!  46( #CC  K-!  46  :   :     , "$  " " " * -*    " # (" (  (" (  (  ("% Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. (  -      -     '             "$  5     "$      "$     "$   "   "  /    DED- - 7- *# "*HL -6 ?# % !    -    5    ""  7    ;  "* " /5      * : / * $ 7*  $         /2/ 6 (## % Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.