Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ telur að núgildandi löggjöf feli ekki í sér bann við því að stofnfjáreigandi geti selt eða framselt þriðja aðila stofnfjárhlut sinn á hærra verði en endurmetnu nafnverði, fái hann til þess lögmælt samþykki stjórnar. Niðurstaðan er liður í athugun Fjármálaeftirlitsins á framkominni umsókn fimm stofnfjár- eigenda um kaup á virkum eignarhlut í SPRON, en þeir leituðu samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrirfram, sam- kvæmt lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Í greinargerð Fjármálaeftirlitsins eru rakin ákvæði sem varðað geta verðákvörðun á stofnfjárhlutum. Þar segir að með ákvæðunum sé reynt að koma í veg fyrir að eigið fé sparisjóðs rýrni með fjárstreymi úr sparisjóðum til stofnfjáreigenda. Sú fyrirætlan fimmmenninganna um kaup á allt að 67% af núverandi stofnfé SPRON byggist á því að Búnaðarbanki Ís- lands hf. fjármagni kaupin og segir í greinargerðinni að ekki verði séð að með því einu verði gengið á eigið fé sparisjóðsins og núverandi stofnfjár- eigendur muni þannig öðlast rétt til ágóðahlutar af rekstrarafgangi hans eða arðs umfram ákvæði laganna, enda sé ekki um neina greiðslu úr sparisjóðnum sjálfum að ræða, held- ur greiðslu frá þriðja aðila. Þá segir að ekki verði séð að í viðskiptum stofnfjáreigenda við þriðja aðila um kaup á stofnfjárhlut, setji löggjöf bann við því að viðskipti þeirra fari fram á hærra verði en nafnverði end- urmetnu. Ekki sýnt fram á hlutdeild sparisjóðsins í verðmætisaukningunni Í greinargerðinni kemur fram að tilboð fimmmenninganna sé byggt á þeirri forsendu að endanlegur kaup- andi öðlist yfirráð yfir sparisjóðnum sem gefi honum viðskiptatækifæri þannig að hagsauki hljótist af fyrir aðila. Fjármálaeftirlitið telur hins vegar að í framkomnum áformum hafi ekki verið sýnt fram á hlutdeild sparisjóðsins, það er þess hluta sem ekki er stofnfjáreign, í verðmætis- aukningunni sem í áformunum felist, en þessa hlutdeild sparisjóðsins verði að tryggja. Samkvæmt 37. grein laga um við- skiptabanka og sparisjóði skulu stofnfjáreigendur, við breytingu á sparisjóði í hlutafélag, eingöngu fá hlutafé í hlutafélagi um rekstur spari- sjóðsins sem gagngjald fyrir stofn- fjárhluti sína. Skal samanlagt hlutafé sem stofnfjáreigendur fá í spari- sjóðnum nema sama hlutfalli af hlutafé hans eftir breytinguna og endurmetið stofnfé nemur samtals af áætluðu markaðsvirði sparisjóðsins. Skal markaðsvirði metið af óháðum aðila og miðast við sama tímamark og breytingin á rekstrarformi spari- sjóðsins. Telur Fjármálaeftirlitið að nýtt verðmat á sparisjóðnum, samkvæmt lögum um viðskiptabanka og spari- sjóði, sem verði að fara fram við hlutafélagavæðingu hans, verði að byggja á stöðu eignarhalds á spari- sjóðnum og forsendum í rekstri hans við hinar breyttu aðstæður. Í því verði á stofnfjárhlutum, sem fram komi í tilboði umsækjenda til stofn- fjáreigenda, felist vísbending um mat á heildarverðmæti sparisjóðsins í breyttu umhverfi. Stjórnin gæti hagsmuna sparisjóðsins umfram hagsmuni stofnfjáreigenda Í gögnum málsins kemur fram að samningur fimmmenninganna við Búnaðarbankann sé meðal annars gerður með þeim fyrirvörum að fund- ur stofnfjáreigenda leggi til við stjórn SPRON að hún lýsi því yfir að stjórn- in muni ekki standa gegn framsali stofnfjárhluta í sjóðnum. Fjármála- eftirlitið telur að þessi tillaga gangi gegn 18. grein laga um viðskipta- banka og sparisjóði og sjálfstætt mat stjórnar á hverju framsali þurfi að fara fram. Jafnframt telur Fjármálaeftirlitið að stjórn sparisjóðsins beri við ákvörðun um framsal á stofnfjárhlut- um að gæta hagsmuna sparisjóðsins umfram hagsmuni stofnfjáreigenda, jafnvel þó að stjórnin sæki umboð sitt til stofnfjáreigenda. Í þessu sam- bandi beri að hafa í huga að stofnfjár- eigendur séu ekki eigendur spari- sjóðs með sama hætti og hluthafar séu eigendur hlutafélags. Meðal ann- ars beri stjórn að hafna framsali á stofnfjárhlutum ef ekki sé sýnt fram á að sparisjóðurinn, það er sá hluti hans sem er ekki stofnfjáreign, muni njóta þeirrar verðmætisaukningar sem í áformunum felist. Fjármálaeftirlitið tekur frekari afstöðu ef fyrir- ætlanir ganga eftir Eins og fyrr segir eru niðurstöður Fjármálaeftirlitsins liður í athugun þess á framkominni umsókn um kaup á virkum eignarhlut. Í greinargerð- inni segir að Fjármálaeftirlitið ætli sér ekki að taka frekari afstöðu til umsóknarinnar fyrr en frekari upp- lýsingar liggi fyrir um hvort fyrirætl- anir fimmmenninganna verði að veruleika. Gangi þær eftir mun Fjár- málaeftirlitið taka afstöðu til þeirra með hliðsjón af niðurstöðunum nú og frekari gögnum frá hlutaðeigandi sem Fjármálaeftirlitið mun afla. Þá segir í greinargerðinni að ekki hafi komið fram hvaða aðilar á vegum Búnaðarbankans muni eignast stofn- fjárhlut, ef af kaupunum verði. Ef svo verði þá muni Fjármálaeftirlitið taka afstöðu til innbyrðis tengsla aðilanna, það er endanlegra kaupenda og hvort þau hafi áhrif á atkvæðisrétt þeirra. Vanhæfiskröfu hafnað Í bréfi Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar, lögmanns fimmmenninganna, og bréfi Búnaðarbanka Íslands hf., frá 12. júlí síðastliðnum, er gerð sú krafa að forstjóri, aðstoðarforstjóri og allir starfsmenn Fjármálaeftirlits- ins víki sæti í málinu. Sú krafa er gerð vegna setu forstjóra og aðstoðarfor- stjóra í nefnd sem fjallaði um stöðu sparisjóða og fékk síðar það verkefni að semja frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um viðskiptabanka og sparisjóði, sem síðar varð að lögum nr. 71/2001. Fjármálaeftirlitið telur forstjóra, aðstoðarforstjóra og aðra starfsmenn Fjármálaeftirlitsins ekki vanhæfa til meðferðar málsins á grundvelli þessara krafna. Litið var til laga um opinbert eft- irlit með fjármálastarfsemi og stjórn- sýslulaga við mat á vanhæfi. Segir í greinargerðinni að það sé viðurkennt að þeir aðilar sem reynslu og þekk- ingu hafi á framkvæmd og beitingu laga taki þátt í mótun lagafrumvarpa, með því sé stuðlað að framförum í löggjöf. Sé Fjármálaeftirlitið í lykil- stöðu hvað varði yfirsýn yfir það hvernig lög reynist í framkvæmd. Fjármálaeftirlitið miðli af reynslu sinni af beitingu laga við undirbúning lagafrumvarpa og haldi ekki fram persónulegum hagsmunum sínum af neinu tagi. Greinargerð Fjármálaeftirlitsins vegna athugunar á umsókn um kaup á virkum eignarhlut í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis er birt í heild sinni á mbl.is. Athugun Fjármálaeftirlitsins á umsókn um kaup á virkum eignarhlut í SPRON Framsal stofn- fjár til þriðja aðila stenst lög JÓN Steinar Gunnlaugsson, lögmað- ur fimm stofnfjáreigenda Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, sem gert hafa öðrum stofnfjáreigend- um yfirtökutilboð með stuðningi Bún- aðarbanka Íslands, segir þá áfanga- skýrslu sem Fjármálaeftirlitið hafi skilað um málið vera mjög hagstæða umbjóðendum sínum. „Sérstaklega að því leyti að í greinargerð Fjár- málaeftirlitsins er afdráttarlaust fall- ist á þeirra sjónarmið um það atriði málsins sem mestum ágreiningi hefur valdið, þ.e. að það er heimilt að eiga viðskipti með stofnfjárhluti í spari- sjóði á hærra verði heldur en fram- reiknuðu stofnverði,“ segir Jón Stein- ar og bætir því við að þetta sé stærsta atriðið í málinu. Jón Steinar tekur þó fram að það sé ljóst að með umræddri greinargerð sinni ljúki Fjármálaeftirlitið ekki af- greiðslu málsins. „Í bréfi Fjármála- eftirlitsins kemur fram að þetta sé eins konar áfangaskýrsla um erindi umbjóðenda minna. Þeirra erindi laut að því að fá fyrirfram samþykki fyrir því að þeir eignuðust svokallaðan virkan hlut í Sparisjóðnum en í lög- unum sem um það fjalla er gert ráð fyrir því að leitað sé samþykkis Fjár- málaeftirlitsins fyrirfram. Það er ljóst að Fjármálaeftirlitið lýkur ekki af- greiðslu málsins heldur hefur þennan hátt á. Það má velta því fyrir sér hvort það sé að öllu leyti eins og ráð er fyrir gert í lögunum. En látum það gott heita.“ Jón Steinar segir að í greinargerð Fjármálaeftirlitsins sé það einkum tvennt til viðbótar sem skipti máli. „Annað er það að í greinargerðinni kemur fram að ef Búnaðarbankinn hyggist breyta Sparisjóðnum í hluta- félag eftir að þessi viðskipti við stofn- fjáreigendur hafa gengið fyrir sig verði að fara fram nýtt mat á mark- aðsvirði Sparisjóðsins eftir lögunum um viðskiptabanka og sparisjóði.“ Jón Steinar segir að Fjármálaeftirlit- ið telji m.ö.o. að það séu komnar upp einhverjar nýjar forsendur varðandi rekstur Sparisjóðsins sem gefi tilefni til nýs mats á markaðsvirði hans því skv. lögunum eigi að meta markaðs- virði á því augnabliki þegar sparisjóði er breytt í hlutafélag. „Þetta út af fyr- ir sig veldur engum vanda. Ef það er nauðsynlegt að gera það sem Fjár- málaeftirlitið segir um þetta þá mun Búnaðarbankinn sjálfsagt gera það,“ segir Jón Steinar. Stjórnin víki „Hitt atriðið sem vikið er að í grein- argerðinni er að á hinum margum- rædda fundi stofnfjáreigenda – sem búið er að reyna að koma á lengi en ekki hefur gengið fyrr en núna þar sem það virðist vera búið að boða fund – höfðu stofnfjáreigendur óskað eftir tillögu sem fól í sér almenn fyrirmæli stofnfjáreigenda til stjórnarinnar um það að leggjast ekki gegn aðilaskipt- um að stofnfjárhlutanum en skv. lög- um og samþykktum sparisjóðsins er áskilið samþykki stjórnarinnar við slíkum viðskiptum. Fjármálaeftirlitið telur hins vegar að fundur stofnfjár- eigenda geti ekki gefið stjórn sinni slík almenn fyrirmæli vegna þess að stjórninni beri skylda til að skoða hver viðskipti sérstaklega áður en veitt er samþykki fyrir þeim.“ Jón Steinar segist ekki endilega sam- þykkja að þetta sjónarmið sé rétt. „En gerum ráð fyrir því að þetta sé rétt þegar við ræðum þetta,“ segir hann og heldur áfram: „Þetta myndi þýða að ef stjórn Sparisjóðsins lýsir því yfir á svona fundi eða í tengslum við hann að hún hygðist ekki fara eftir vilja meirihluta stofnfjáreigenda um þetta þá hafa stofnfjáreigendur úr- ræði til að bregðast við því; þeir geta þá samþykkt vantraust á stjórnina, þegar meirihluti er fyrir því að þessar viðskiptahugmyndir gangi fram en þær geta aldrei gengið fram nema meirihluti sé fyrir því hvort sem er.“ Jón Steinar kveðst þó vonast til að til þess þurfi ekki að koma, þ.e. að setja stjórnina af. „Ég vona að stjórn Sparisjóðsins láti sér ekki detta það í hug að ætla sér að fara gegn ein- dregnum vilja meirihluta stofnfjár- eigendanna. Enda sækir hún umboð sitt til þeirra.“ Segir skýrsluna hagstæða umbjóð- endum sínumEFTIRFARANDI yfirlýsing barst í gær frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni stofn- fjáreigenda í Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis, SPRON. „Í dag skilaði Fjármálaeftir- litið greinargerð vegna athug- unar á umsókn um kaup um- bjóðenda minna á stofnfjárhlutum í SPRON. Fjár- málaeftirlitið skoðaði fyrst og fremst hvort tilboð umbjóðenda minna í SPRON til annarra stofnfjáreigenda SPRON sam- ræmdist lögum og þá einkum hvort heimilt sé að eiga við- skipti með stofnfjárbréf á öðru verði en endurmetnu nafnverði. Vegna framangreinds segir í niðurstöðukafla greinargerðar Fjármálaeftirlitsins: „Fjármála- eftirlitið telur að núgildandi lög- gjöf feli ekki í sér bann við því að stofnfjáreigandi geti selt eða framselt þriðja aðila stofnfjár- hlut sinn á hærra verði en endurmetnu nafnverði, fái hann til þess lögmælt samþykki stjórnar. Jafnframt er komist að þeirri niðurstöðu að þar sem sala stofnfjáreigenda á stofn- fjárhlut til þriðja aðila sé fjár- mögnuð af utanaðkomandi aðila, verði ekki séð að með því einu verði gengið á eigið fé spari- sjóðsins og að núverandi stofn- fjáreigendur hafi með slíkum viðskiptum öðlast rétt til ágóða- hlutar af rekstrarafgangi spari- sjóðsins eða arðs umfram ákvæði laganna.“ Af framangreindu er ljóst að samningur umbjóðenda minna og Búnaðarbankans, þar sem gert er ráð fyrir að bankinn greiði fjórfalt hærra verð fyrir stofnfjárhlutina en stjórn SPRON hafði uppi áform um, er lögmætur. Því liggur fyrir að aðilar munu áfram vinna að mál- inu á þeim nótum sem áður var áformað. Stjórn SPRON hefur í tilefni að útgáfu framangreindrar greinargerðar Fjármálaeftirlits- ins sent frá sér yfirlýsingu í dag þar sem réttu máli er hallað í ýmsum efnum. Er þar m.a. sagt að Fjármálaeftirlitið hafi með greinargerð sinni hafnað um- sókn umbjóðenda minna um fyr- irhuguð kaup á stofnfjárhlutum í SPRON og að forsendur samn- ings þeirra og Búnaðarbankans séu því brostnar. Þessi ummæli eru fjarri öllum sanni enda segir Fjármálaeftirlitið að niðurstöð- ur þess séu liður í athugun á umsókn umbjóðenda minna um kaup á virkum eignarhlut í SPRON. Muni eftirlitið taka endanlega afstöðu til umsókn- arinnar síðar.“ Undir yfirlýsinguna, sem dag- sett er 19. júlí 2002, ritar Jón Steinar Gunnlaugsson. Yfirlýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar Aðilar munu áfram vinna að málinu eins og áformað var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.