Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 41 ✝ Þórsteinn Sigur-geirsson var fæddur á Húsavík 26. mars 1932. Hann lést að heimili sínu, Gautlöndum í Mý- vatnssveit, 9. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurgeir Þorsteins- son, húsasmiður, f. 11. mars 1886 á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit, d. 1.4. 1958, og kona hans Aðalbjörg Stefáns- dóttir, f. 19. apríl 1898 á Snartarstöðum í Prest- hólahreppi, d. 20. jan 1933. Þau bjuggu á Húsavík. Systur Þór- steins eru: Álfdís, f. 15.11. 1925, búsett í Helluhrauni 6 í Mý- vatnssveit, og Kristín, f. 18.1. 1930, maki Stefán Axelsson, f. 28.2. 1923, búsett í Ytri-Nes- löndum. Fyrir átti Aðalbjörg tvær dætur, Hilmu og Friðnýju. Árið 1933 missti Þórsteinn móður sína og flutt- ist þá með föður sínum og systrum að Geiteyjarströnd í Mývatnssveit. Þar ólst hann upp hjá föðurömmu sinni Ingibjörgu Mar- teinsdóttur og föð- ur sínum fram á ní- unda aldursár en þá fluttist Þórsteinn til föðursystur sinnar Rósu Þorsteinsdótt- ur húsfreyju á Bjarnarstöðum í Mývatnssveit. Haustið 1955 fluttist Þór- steinn í Gautlönd til Hildar Guð- nýjar Ásvaldsdóttur og Böðvars Jónssonar og þar varð heimili hans og aðalstarfsvettvangur í 47 ár. Einnig starfaði hann við sláturhúsið á Húsavík í fjölda- mörg haust. Útför Þórsteins verður gerð frá Skútustaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jæja Mannsi minn, þann sem öllu ræður hefur greinilega vantað góðan ráðsmann, því kall hans kom alltof snemma. Þú sem nýlega varst búinn að halda veglega veislu þar sem þú og fjölmargir vinir fögnuðu sjötugasta aldursári þínu. Hvað mér viðvíkur þá mun það taka mig nokkurn tíma að kynnast Gautlöndum í Mývatnssveit án þín, svo samofinn varstu staðnum. Ég fór að hugsa um það eftir að fréttin barst af andláti þínu, að líklega hef ég aldrei svo komið í Gautlönd, sem ég hef iðulega gert síðustu rúma fjóra áratugina, að þú hafir ekki verið á staðnum og verið einn sá fyrsti sem ég heilsaði. Frændfólk mitt þar var oft af bæ en þú stóðst ávallt þína vakt í fjósi og fjárhúsi. Og aldrei man ég eftir því öll þessi ár, að hafa séð þig veikan nema í síðasta skiptið er ég kom til ykkar sem var tæpri viku fyrir andlát þitt. Ég var að færa þér myndaalbúm úr afmælisveislunni. Þú hafðir verið með flensu og sast fyrir í þínum þægilega stól sem var meðal afmælisgjafanna. Mannsi sitjandi í hægindastól í herberginu sínu og það um miðjan dag! Þá sjón hafði ég aldr- ei séð áður, slík var iðjusemin og atorkan. Ég á eftir að sakna þess þeg- ar ég kem í Gautlönd að fara ekki með þér niður í fjárhús og ræða þar á mis- alvarlegum nótum um búskapinn og horfurnar í landsmálum. En þessu verður víst ekki breytt. Böðvar, synir, tengdadætur, barnabörn og aðrir að- standendur. Ég færi ykkur mínar dýpstu hluttekningu því ég veit að missir ykkar er mikill. Mannsi átti fáa sína líka. Jón Gauti Jónsson. Ég þekkti Þórstein Sigurgeirsson – Mannsa á Gautlöndum – frá því hann á barnsaldri fluttist með föður sínum að bernskuheimili hans í Mývatns- sveit og síðar til föðursystur sinnar á Bjarnarstöðum í sömu sveit, þar sem hann ólst upp og dvaldi til fullorðins- ára. Milli Bjarnarstaða og Gautlanda, þáverandi heimilis míns, var talsvert löng bæjarleið en býsna fjölfarin vegna vinfengis heimilisfólks og bú- skaparhátta. Mannsi átti þannig tíðar sendiferðir í Gautlönd, er hann eltist. Við systkinin bundum við hann vin- áttu og hlýddum á drauma hans og langanir varðandi lífið og tilveruna. Ekki sýndust mér öll hugsvif hans sérlega raunhæf þá, en þó hafa bless- unarlega mörg þeirra gengið honum í vil í áranna rás. Það þakka ég sterkt mótaðri og óhvikulli skapgerð hans. Skömmu eftir 1950 breyttust heim- ilishagir á Bjarnarstöðum. Rósa, föð- ursystir og fóstra Mannsa, og Friðjón maður hennar brugðu búi og fluttu til dóttur sinnar. Mannsi var því á laus- um kili um stundarsakir en ákvað svo árið 1955, þá 23 ára, að gerast heim- ilismaður á Gautlöndum hjá föður mínum en þó fyrst og fremst hjá vini sínum Böðvari og Hildi Guðnýju konu hans, er varð hollvinur Mannsa og sáluhjálp meðan henni entist líf og heilsa. Ég er þess fullviss að þessi gjörningur Mannsa var lán og gæfa hans og allra sem að honum stóðu. Hann eignaðist nýja fjölskyldu og fjölskyldan eignaðist hann og sam- búðin einkenndist af gagnkvæmu trausti og kærleika. Ég fór alfarin frá Gautlöndum skömmu eftir að Mannsi fluttist þang- að, en ég fylgdist jafnan vel með því sem þar gerðist. Þroska- og þróunar- ferill Mannsa varð mér og öðrum að- standendum hans sífelldur gleðigjafi: Hvernig persónuleiki hans óx, mót- aðist og dafnaði honum til vegs og virðingar. – Hvernig honum lærðist að njóta lífsins við störf og hugðarefni og sjá þá ýmsa fyrrum drauma sína verða að veruleika. – Hvernig hann öðlaðist starfs- og verkkunnáttu á hinum ýmsu sviðum og leysti hvert starf af hendi með þeirri fullkomnu trúmennsku, sem aldrei verður of hátt metin. – Hvernig hann með að- alsmerki sínu, iðni, trúmennsku og trausti, ávann sér almenna tiltrú og virðingu og bjó sér þann sess í heimili sínu og samfélagi, sem ekki haggast þótt ásýnd hverfi. Mér finnst Mannsi hafa staðfest með lífi sínu og atferli þann forna sígilda boðskap: „Vertu trúr yfir litlu, yfir mikið mun ég setja þig.“ Fyrir hönd okkar sem þekktum Mannsa og áttum með honum langa eða skamma samleið kveð ég hann hér og nú með söknuði og þökk fyirr samfylgdina og gjafir hennar. Bless- uð sé og veri minning hans með okkur öllum. Ásgerður Jónsdóttir. Elsku Mannsi. Aðeins örfá kveðjuorð frá okkur Sigga og börnunum, til að þakka þér fyrir samveruna. Mislanga samveru, eðli málsins samkvæmt, Siggi fékk lengstan tíma með þér, við hin skemmri. Gautlandaheimilið átti hauk í horni þar sem þú varst, allt frá árinu 1955 er þú fluttist í Gautlönd. Þú varst alltaf nálægur, alltaf hægt að treysta á þig og iðjusemi þína sem var með eindæmum. Annað sérkenni þitt, Mannsi minn, var takmarkalaus gjaf- mildi þín. Við Gautlandatengdadætur eigum orðið dágott safn af fallegum munum sem þú gafst okkur á liðnum árum. Þú varst jafnan með augun op- in fyrir fallegum hlutum sem þú gætir gefið í jóla- og afmælisgjafir. Einnig áttir þú það til að koma færandi hendi frá Húsavík, þá hafðir þú fengið auga- stað á einhverju í Smiðjunni, nú Húsasmiðjunni, og festir kaup á því, væri það á því verði sem þér var þókn- anlegt, en þú hafðir mjög ákveðnar skoðanir á verðmyndun hjá þessum vinum þínum á Húsavík. Síðast í vor færðir þú okkur Sigga forkunnar bök- unarvél, sem hafði fangað athygli þína síðastliðið haust. Þér fannst hún held- ur dýr en þú fylgdist með henni í vet- ur og svo þegar hún komst á útsölu í vor varst þú ekki lengi að festa kaup á vélinni og varst bara býsna rogginn með þig! Þú varst mikill dýravinur og dýrin þekktu þig og virtu enda var ævistarf þitt með þeim. Þú varst einn- ig trúr starfsmaður sláturhússins á Húsavík, hafðir unnið þar í fjölda- mörg haust og ætlaðir að sjálfsögðu einnig í haust. Þú hafðir gaman af veislum, ekki síst þínum eigin, og sannaðir það best í vor þegar þú hélst upp á 70 ára afmælið þitt með pomp og prakt. Morguninn sem þú kvaddir hitt- umst við í eldhúsinu. Þú varst hress í bragði en kvartaðir þó yfir kuldanum og tíðarfarinu. Ekki hefði mér dottið í hug að þú yrðir allur innan tveggja tíma enda búinn að fá fína læknis- skoðun á Húsavík daginn áður. Þegar við biðum eftir sjúkrabílnum var eins og allt héldi niðri í sér andanum, kýrnar bauluðu ekki og hvorki heyrð- ist kindajarm né fuglakvak. Allt var svo hljótt, það var eins og gervallt umhverfið skynjaði að kær vinur hafði kvatt. Hafðu heila þökk, elsku Mannsi, fyrir allt. Margrét, Sigurður, Ragnhildur og Valur. Mannsi okkar er látinn. För hans bar skjótt að og eftir sitja margir sem eiga erfitt með að átta sig á að Mannsi – sem alltaf hefur verið – er farinn. Hann hefur líklega fundið á sér að ekki væri allt í lagi, því hann brá sér til læknis daginn fyrir andlát sitt. Gerðar voru ýmsar rannsóknir, blóð- prufur og myndir teknar. Allt leit vel út og Mannsi fór ánægður heim, taldi að ekkert væri að honum. Um kvöldið voru gestir á Gautlöndum eins og oft áður og margt spjallað í stóra eldhús- inu og hann sýndi glaður myndir úr sjötugsafmæli sínu frá því í vor. Morguninn eftir fór hann í fjós eins og venjulega og fór svo út í hús að gefa lömbunum og kálfunum. Örlögin urðu ekki umflúin – snögglega var Mannsi hrifinn á brott. Það er táknrænt að hann skyldi fara við bústörfin í sínu ríki innan um hey og skepnur. Bústörfin voru honum hugleikin og stundaði hann þau af áhuga og kunnri iðjusemi. Mannsi var heimilis- og ráðsmaður á Gautlöndum, æskuheimili mannsins míns, og ég man að þegar ég kynntist tengdafjölskyldu minni fyrir nær 30 árum þá skipti það ekki síst máli hvernig Mannsa litist á tengdadótt- urina og sama held ég að hafi átt við um hinar tengdadætur bræðranna á Gautlöndum. Þegar ljóst var að við Ásgeir myndum rugla saman reytum fengum við margar góðar gjafir í búið frá Mannsa, t.d. hnífaparasett, mokkabolla, tertuspaða og skeiðar. Alla tíð reyndist hann okkur svo vel og hann hafði mikil áhrif á börnin okkar og kenndi þeim margt. Við söknum hans öll. Mannsi var minnisstæður maður, næmur, orðheppinn með skemmtileg- an húmor og ákveðnar skoðanir, gest- risinn og gjafmildur. Hann átti kistu eina sem hann fékk í afmælisgjöf þeg- ar hann varð fimmtugur en hún hafði að geyma góðgæti, konfekt og guða- veigar. Ég veit að margir minnast skemmtilegra stunda þegar gesti bar að garði og hann veitti úr kistunni. Mannsi var vinmargur og átti oft samræður, ekki síst við vinkonur, um sín hjartans mál, mannlífið í Mývatns- sveitinni, bílinn og nú síðast ferðalög. Margar voru sögurnar úr sláturhús- inu á Húsavík þar sem hann vann á hverju hausti störf sín af alúð svo eftir var tekið. Það kom ekki á óvart hvað það var gaman í afmælisveislunni í vor sem hann hélt af miklum rausn- arskap fyrir vini sína, ættingja og sveitunga. Eins og hann vildi var mik- ið sungið að Mývetninga sið og að sjálfsögðu voru ræður haldnar honum til heiðurs. Mannsi hafði síðasta árið ferðast um landið með eldri borgurum í Þing- eyjarsýslu og hafði nýverið komið úr ferð á Snæfellsnes. Hann var ánægð- ur eftir ferðina en fannst verst að hafa ekki séð Snæfellsjökulinn vegna þoku en sagðist þá bara sjá jökulinn næst. Það verður líklega bið á því – og þó – hver veit nema það sjáist í jökulinn þar sem hann er nú. Blessuð sé minning Mannsa á Gautlöndum. Ólöf Ásta Ólafsdóttir. ÞÓRSTEINN SIGURGEIRSSON <  -  "*   '     '      "$ DE//;- D )-  + 1 "#C 6' %  @) ##   *:    #@)   ># 3)##  ! @) ##   *   (  (" (  (  (" (  (  (  ("% (  -        $  -   '             "$ "$       "$   "   "       "  >--  @ DED- 7- )$ ' 4$#*  '!*% !    -     ""       !   1      0"* " /5  $   : >* ##    # &  3)4 >* ##  @ #! I 3)  /4  5>* ##   /+  : #  6 >*    ("    ("      ("% .$    '      '       "$       "$       "$   "    "  D--  - %@/- 7- 6 ?  AM '6! 46% !    -          "  *    4    ##  @! # #   D% ##   @%#   ! N /  60   4 # ##  /0      ("    ( % 8 5                     G- + D DE   I   AO '6! 46     /  $           =          " (       >*  "    2=  ++3     # 4:%    # 4##  !"# *)   > !"6# 4##    :# 4  # 4 *) ! #    P! # ##   0  4 ! # ##   4 > ##    65 % <  -  "*   '     '      "$     "$      "$   >- +G 7- ),    G 1 ( #A @ 46% !   -    ""  7   ( /   "  !           (  7*  $         0    ##  >#0 > ##  >   >      46##  4 /%> ## ' / 0'  0 > ##  " G  %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.