Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Akureyringar, 55 ára og eldri Fasteiginin Víðilundur 23, Akureyri, er til sölu. Hér er um að ræða 135 fermetra raðhús að meðtöldum innb. bílskúr. Áhugasamir setji sig í samband við: Guðmund Kristjánsson, vinnusími 565-2211 heimasími 564-5355, gsm 897-5850 ÞAÐ hefur verið líf og fjör á Landsmóti skáta sem staðið hefur yfir í nýrri útilífs- og umhverfis- miðstöð skáta að Hömrum við Ak- ureyri í vikunni. Nú í dag, laug- ardag, er opinber heimsóknar- dagur og er búist við að þá leggi fjölmargir leið sína á svæðið og fylgist með skátum við leik og störf. Ásgeir Hreiðarsson, staðarhald- ari að Hömrum, sem sæti á í móts- stjórn, sagði að Landsmótið hefði gengið eins og í sögu og þátttak- endur væru ánægðir. „Mér sýnist öllum líða vel hér, enda hafa krakkarnir haft nóg fyrir stafni alla dagana og þá skiptir ekki öllu máli þótt veðrið hafi ekki alltaf verið upp á sitt besta,“ sagði Ás- geir. „Krakkarnir bera sig ekkert illa þótt það rigni svolítið á þá, það er frekar að foreldrarnir kvarti.“ Veðrið skipti svo um ham í gær, föstudag, þegar sólin braust fram úr skýjum og sendi heita geisla sína yfir hina athafnasömu ungu skáta. Þátttakendur á Landsmótinu eru á aldrinum frá 8 ára og upp í 18 ára og koma þeir frá um 25 þjóð- löndum. Í einu tjaldanna á móts- svæðinu var búið að koma upp al- þjóðamiðstöð sem Elsí Rós úr Smiðjuhópi stjórnaði af röskleika. „Hér erum við að stofna alveg nýja þjóð. Krakkarnir eru að störfum í hópum og búa til fána þjóðarinnar og þjóðdans svo eitthvað sé nefnt og hafa mjög gaman af,“ sagði Elsí Rós. Á veggjum mátti sjá útkom- una, fullt af nýjum og frumlegum fánum sem báru sköpunargleði barnanna gott vitni. „Vafflan er þjóðarréttur allra hópanna, en hver þeirra er með sína eigin út- færslu á deiginu,“ sagði Elsí Rós. Buxur fyrir alla í flokknum Í alþjóðamiðstöðinni mátti líta skátaklæðnað frá hinum ýmsu þjóðlöndum. Nokkrir strákar úr Berserkjum, þeir Jóhann Helgi, Gunnlaugur Bragi, Sævar og Hilm- ar, ráku inn nefið til að skoða bún- ingana og vakti skátaklæðnaður frá Pakistan óskipta athygli þeirra. Skyrtan, sem fremur var eins konar mussa, náði niður á hné, en það voru buxurnar sem vöktu kátínu piltanna. „Vá, það er bara eins og allur skátaflokkurinn eigi að ganga í þessum buxum,“ sögðu þeir, en þær voru í víðara lagi. „Það hefur verið ótrúlega gam- an hérna, fullt að gera allan tím- ann. Við erum búnir að læra þjóð- dansa, fara í „Heim Harrys Potters“ og kyrja á kanó, það var æði,“ sögðu Berserkir hinir ánægð- ustu. „Rikk, tikk, tikk...,“ glumdi við frá tjörninni og við nánari eft- irgrennslan kom í ljós að vinir og félagar Helgu Ingvadóttur frá Blönduósi voru að hvetja hana við flekahlaup yfir vatnið. Ohhhhhh... er besta umbunin Helga var föður sínum, Ingva Þór Guðjónssyni, félagsforingja í Bjarma frá Blönduósi, til aðstoðar. Bjarmi er með 15 skáta á mótinu og 12 ylfinga þannig að í nógu er að snúast. „Ég ræsi liðið kl. 8 á morgnana og við erum að fram til miðnættis, það er alltaf nóg við að vera,“ sagði Ingvi Þór. Hann sagði mótið hafa tekist einkar vel, „dálít- ið blautt til að byrja með en við er- um með nóg af fötum. Og nú er sólin farin að skína. Þetta verður ekki betra.“ Ingvi Þór hefur verið í skátastarfi í 50 ár og segir það allt- af jafngaman. Besta umbunin sé þegar hann heyrir krakkana stynja hátt „ohhhhh“ þegar hann neyðist til að aflýsa skátafundum. Klettaklifrið skemmtilegast Landnemar úr Reykjavík mættu á landsmótið á þriðjudag og komu sér vel fyrir. Þeir Daníel Másson, Friðrik Freyr Gautason, Kjartan Kári Guðjónsson Mýrdal og Róbert Halldórsson voru að búa sig undir keppni við drengina í Drekum frá Akureyri, en sú keppni fólst í að fara um völundarhús og leysa ákveðnar þrautir. Strákarnir voru sammála um að mótið hefði tekist einstaklega vel. „Þetta er glæsi- legt,“ sögðu þeir. Langskemmtileg- asta verkefnið var klettaklifur og sig í þverhníptum hömrunum ofan við svæðið. Það var „aðal- stuðið“ eins og þeir orðuðu það. „Maður þarf bara að koma sér fram af brúninni, það er erfiðast og flestir guggna þar. En ef menn komast yfir þann hjalla þá er ekki aftur snúið og þá er bara að treysta á sjálfa sig og græjurnar.“ Vatnasafarí í góðu veðri var einnig ofarlega á blaði pilt- anna og vatnsslagur með þar til gerðum vatnsbyssum þótti skemmtilegur. Gaman að kynnast fólkinu Vinkonurnar Emily Willi- ams og Sarah Sade frá Glou- cesterskíri í Englandi fögn- uðu sólarkomunni í gær mjög og þótti heldur betur lifna yf- ir svæðinu eftir að hún lét sjá sig. Annars voru þær himin- lifandi með mótið og þótti af- ar gaman að fá tækifæri til að taka þátt og kynnast fjöldan- um öllum af fólki víða að úr heiminum. „Við höfum hitt marga og kynnst fullt af skemmtilegu fólki, það er mjög gaman,“ sögðu þær. Alls komu tíu skátar og tveir foringjar frá Gloucesterskíri á Landsmótið og heldur hópurinn heim næstkom- andi miðvikudag. Þær Emily og Sarah kváðust hafa tekið þátt í fjölda verkefna á mótinu og skemmt sér prýðilega, þær hefðu siglt á kanóum, tekið þátt í ferðum af ýmsu tagi og þá fannst þeim ósköp notalegt að sitja við varðeld- inn að kvöldlagi. Gera má ráð fyrir að stöðugur straumur verði á landsmótssvæðið í dag, laugardag, en þá taka skátar á móti gestum. Flokkarnir munu þá kynna heimabyggð sína og fólki gefst kostur á að fylgjast með dag- skránni. Um kvöldið kl. 21 verður kveiktur varðeldur og skátalögin munu hljóma í kvöldkyrrðinni. Gestum verður gert að greiða að- gangseyri, 500 krónur fyrir full- orðna og 300 krónur fyrir börn, og fá þeir þá jafnframt matföng, pylsu sem upplagt er að skella á eitt- hvert grillið á svæðinu og drykk. Mikið líf og fjör hefur verið á Landsmóti skáta að Hömrum Klifrað í klettum og kyrjað á kanóum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vatnaveröldin heillar á heitum sumardögum. Skátar á öllum aldri skemmtu sér vel í góða veðrinu í gær. Fjórir ungir skátar úr Berserkjum með hluta skátabúnings frá Pakistan sem er til sýnis í alþjóðamiðstöðinni. Þeim þóttu buxurnar heldur stórar! Frá vinstri: Jóhann Helgi, Gunnlaugur Bragi, Sævar og Hilmar. Helga Ingvadóttir sýndi tilþrif en komst þó ekki alveg þurr á milli bakka. Emily Williams og Sarah Sade frá Englandi hafa átt góða daga á lands- mótinu. Þar voru ánægðar að sólin braust fram úr skýjunum nyrðra. Skátar úr Reykjavík búa sig undir keppni í svokölluðu völundarhúsi. Frá vinstri: Daníel, Friðrik Freyr, Kjartan Kári og Róbert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.