Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 35 ENN á ný er um- ræða um lögleiðingu kannabisefna hafin í samfélaginu í kjölfar fréttar um að Bretar séu að hugleiða að slaka á löggjöfinni gagnvart kannabisefnum. Þar sem þessi um- ræða blossar alltaf öðru hvoru upp ákvað ég að fjalla um kannabisefni í lokaverkefni mínu til BA-prófs með áherslu á lögleiðingu þeirra. Ég gerði eigindlega rann- sókn (qualitative rese- arch methods) á níu fyrrverandi kannabis- neytendum. Þessi rannsókn byggðist á opnum viðtölum sem er ein af mörg- um aðferðum eigindlegra rannsókna. Með henni er reynt að fá dýpri skiln- ing á viðfangsefninu. Ég leitaðist við að fá svör við spurningunni um hvort umræðan um lögleiðingu kannabisefna væri í takt við upplifun einstaklinga af notkun efnanna. Hafa verður í huga að nið- urstöður þessarar rannsóknar bein- ast ekki að einum ákveðnum hópi heldur þeim einstaklingum sem tóku þátt í henni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að kannabisefni geta haft gífurleg áhrif á líf fólks. Þegar viðmælendurnir byrjuðu að neyta kannabisefna urðu þeir allir fljótt háðir efninu. Líf þeirra gekk út á það að eiga efni og að neyta þess. Hugarfar viðmælendanna breytt- ist og varð allt öðruvísi eftir að þeir höfðu prófað efnið einu sinni. Þeir þróuðu með sér andfélagslegt viðhorf og tóku ekki þátt í samfélaginu eins og aðrir. Þeim reyndist sumum hverjum erfitt að vera í hefðbundinni vinnu. Hjá þeim sem voru í skóla minnkaði áhuginn fyrir náminu. Einnig virtust áætlanir þeirra varð- andi framtíðina ekki rætast. Viðmælendurnir vildu helst vera einir eða með neyslufélögum. Sam- band þeirra við nánustu vini og ætt- ingja minnkaði. Viðmælendurnir voru í stanslaus- um feluleik með neysluna og földu hana m.a. fyrir vinum og ættingjum. Þeir töldu blekkingarmátt kannabisefna vera mikinn. Viðmæl- endurnir sannfærðu sig um skaðleysi efnisins þegar þeir voru í neyslu. Einnig töldu sumir þeirra að kanna- bisneytendur kæmust ekki út úr þessari blekkingu fyrr en neyslu efn- isins væri hætt og þá myndu þeir upplifa efnið sem óþverra. Í upphafi neyslu fannst viðmælendum mínum í lagi að neyta kannabisefna svo lengi sem þeir létu önnur efni í friði. Allir sögðu þeir að einstaklingur geti farið illa út úr kanna- bisneyslu án þess að enda sem sprautufíkill. Það virðist sem við- mælendurnir hafi þurft að lenda á botninum til þess að átta sig á því hvernig fyrir þeim var komið eða að einhver slæmur atburður hafi þurft að eiga sér stað. Allir sögðust þeir hafa fundið til vanlíðunar á einhverju tímabili á meðan neyslu stóð og sumir eftir að neyslu var hætt. Sumir þeirra upp- lifðu kvíða, þunglyndi og sjálfsvígs- hugsanir. Niðurstöður rannsóknarinnar eru skýrar. Allir viðmælendurnir voru á móti lögleiðingu kannabisefna. Það kom fram að þeir telja kannabisfíkn vera öðruvísi en aðra fíkn að því leyti að hún sé aðgengilegri og óviðráðan- legri. Aðgengileg að því leyti að fólk getur neytt kannabisefna og haldið áfram að gera það sama og það gerði, í ákveðinn tíma. Óviðráðanleg að því leyti að fólk finnur ekki fyrir nei- kvæðum áhrifum eftir að hafa neytt efnisins eins og eftir að hafa neytt áfengis, s.s. timburmönnum. Því freistist fólk til þess að prófa efnið aftur og það er stutt á milli fikts og fíknar. Viðmælendurnir sögðu líka að þeir teldu að það væri erfitt að vera ,,hófhassisti“ eins og einn viðmælend- anna kallaði það. Einnig töldu þeir kannabisefni vera hættulegustu efnin vegna þess hversu lúmsk þau eru. Fram kom að kannabisefni eru ekki bara lúmsk efni heldur er einnig algengt að fólk byrji í kannabisefnum og fari svo út í neyslu annarra fíkni- efna. Þegar neysluferill viðmælend- anna var skoðaður kom í ljós að þeir byrjuðu að neyta kannabisefna og fóru svo út í neyslu annarra efna. Að mínu mati hefur umræðan í þjóðfélaginu að undanförnu verið á þá leið að kannabisefni séu tiltölulega skaðlaus. Ef marka má það sem fram kom í þessari rannsókn virðist sem sú umræða sé á villigötum. Það væri því brýnt að gera aðra umfangsmeiri rannsókn á afleiðingum kannabis- neyslu til þess að hægt sé að meta þetta betur. Einnig væri þörf á fleiri rannsóknum á kannabisefnunum sjálfum þannig að hægt sé að skera endanlega úr um skaðsemi þeirra og hvort gerlegt sé að nota einhver efni úr kannabis sem læknislyf. En nið- urstöður þessarar rannsóknar gefa okkur vísbendingu um að kannabis- efni geri einstaklinga óvirkari í sam- félaginu og leiði til vanlíðunar hjá þeim. Eins og einn viðmælenda minna sagði: ,,Eins skaðlaust og óávanabindandi sem þetta efni er þá er ískyggilegt hvað það hefur kostað mig.“ Það sem við þurfum að gera er að bæta fræðslu um kannabisefni þar sem margir telja að neysla efnanna muni ekki hafa róttæk áhrif á líf þeirra, eins og viðmælendurnir töldu meðan þeir voru í neyslu. Það þarf að samræma merkinguna á bak við hugtakið lögleiðing. Það er mismunandi hvað það þýðir eftir því hver tjáir sig um það. Er verið að meina að það eigi að semja ný lög þar sem kveðið er á um hver og hvar megi neyta efnisins og hver megi hafa um- boð til sölu þess? Eða er verið að meina að það eigi að taka efnið út úr lögunum þannig að það að handleika efnið teljist ekki til refsiverðs athæf- is? Sá sem er fylgjandi því að nota efnin til lækninga vill yfirleitt bara að hluti efnanna verði löglegur til þeirr- ar notkunar. En sá sem er í neyslu þess vill eflaust að kannabisefni verði numin á brott úr lögum svo hann fái ekki refsingu fyrir að meðhöndla efn- in. Einnig tel ég brýnt að setja fram nýja stefnu í ávana- og fíkniefnamál- um sem er framkvæmanleg og raunsæ. Við þurfum að horfast í augu við það að fíkniefni eru vandamál sem er komið til að vera. Það fer þó eftir því hvernig við tökum á vandanum hversu stór hann verður. Á lögleiðing kanna- bisefna rétt á sér? Íris Eik Ólafsdóttir Kannabis Niðurstöðurnar leiddu í ljós að kannabisefni geta haft gífurleg áhrif á líf fólks, segir Íris Eik Ólafsdóttir. Líf þeirra gekk út á það að eiga efni og að neyta þess. Höfundur er nemandi í Háskóla Ís- lands í félagsráðgjöf. ieo@hi.is. NOKKRAR deilur hafa risið um kjör elli- lífeyrisþega. Stjórnvöld telja að kaupmáttur líf- eyrisgreiðslna hafi vax- ið á árunum 1994-2000 um 12½% og þar af leið- andi hafi hagur þeirra batnað. Þótt rétt sé reiknað er þetta hálf- sannleikur. Frá árinu 1990 til 1994 höfðu elli- laun (grunnlífeyrir, tekjutrygging og ein- greiðslur) hækkað í takt við launavísitölu og laun og voru raunar bundin við hækkun lág- markslauna, þ.e. kaup- máttur ellilauna breyttist með svip- uðum hætti og almenn launaþróun og lágmarkslaun. Frá árinu 1995 skulu ellilaun sam- kvæmt lögum um almannatrygging- ar „taka mið af launaþróun þó þann- ig að þau hækki aldrei minna en verðlag samkv. vísitölu neysluverðs“ en þau hafa þó ekki hækkað eins og lágmarkslaunin eða laun almennt eins og launavísitalan mælir. Afleið- ing þess er að kaupmáttur ellilauna hefur dregist mjög aftur úr kaup- mætti almennings sem hefur aukist um 24,9% (mældur sem hækkun launa að meðaltali umfram hækkun verðlags) á árunum sem nefnd voru, 1994-2000, eða nær helmingi meira en hjá ellilífeyrisþegum. Hér er vitn- að í Einar Árnason hagfræðing. Kjör ellilífeyrisþega hafa því rýrn- að í samanburði við aðra og eru langt undir framfærslukostnaði þó að kaupmáttur þeirra hafi eilítið aukist þessi umræddu ár. Þetta er kjarni málsins. Sýnt hefur verið fram á að grunn- lífeyrir, tekjutrygging og ein- greiðslur hefðu átt að vera 17.176 krónum hærri á mánuði í janúar sl. ef miðað væri við hækkun lágmarks- launa verkafólks og 7.059 krónum hærri á mánuði ef miðað væri við hækkun launavísitölu. Stjórnvöld verja þennan mismun með að sumar stéttir hafi hækkað í launum „óeðlilega mikið“ og að lág- markslaun hafi hækkað „gífurlega“! Og á þann veg gefi meðallaun ekki eðlilega mynd. Þetta er stórbrotinn hugsunarháttur í ætt við „Gamla heyið“ í sögu Guðmundar Friðjóns- sonar. Í þeirri sögu er sagt frá bónda er ætíð hafði 3-4 ára fyrningar af heyi en gaf aldrei strá. Kaupmáttur ellilauna hefur dregist mjög aftur úr kaupmætti almennings Benedikt Davíðsson Kaupmáttur Kjör ellilífeyrisþega hafa því rýrnað í samanburði við aðra og eru langt undir fram- færslukostnaði, segja Ólafur Ólafsson og Benedikt Davíðsson, þó að kaupmáttur þeirra hafi eilítið aukist þessi umræddu ár. Ólafur er formaður FEB. Benedikt er formaður LEB. Ólafur Ólafsson UNDANFARIÐ hafa heyrst merkileg- ar fullyrðingar um vaxtahækkanir vegna álversframkvæmda og arðsemi þeirra. Þann- ig segir Þorsteinn Sigurlaugsson, reikni- meistari náttúru- verndarsinna, að fyr- irhugaðar fram- kvæmdir kalli á vaxtahækkanir. Hann segir orðrétt í Ríkis- útvarpinu í fréttum kl. 8:00 hinn 17. júlí: „Og miðað við nú- verandi skuldir at- vinnulífsins t.d. við innlendar lánastofnanir þá getur þetta þýtt um 7 til 12 milljarða aukningu á árlegri vaxtabyrði. Ef við lítum á það út frá heimilunum þá getum við verið að tala um þarna 40 til 70 þúsund króna aukna vaxtabyrði á ári.“ Þetta er ný hagspeki fyrir mér. Ef einhver þarf að greiða vexti er jafnframt einhver sem tekur við þeim, trúlega verður vaxtamunur banka óbreyttur. Þess vegna munu auknar vaxtagreiðslur fyrirtækja og heimila koma fram í auknum vaxtatekjum annarra fyrirtækja og annarra heimila og aukin vaxta- byrði því 0 kr. þegar á heildina er litið. Ekki skal hér fjölyrt um líkur á vaxtahækkunum, en ef fram- kvæmdirnar koma í veg fyrir djúpa kreppu er hugsanlegt að þær komi í veg fyrir að raunvextir verið neikvæðir, eins og hér hefur gerst áður. Þorsteinn Sigurlaugsson segir að Sumitomo Bank fullyrði að Kárahnjúkavirkjun sé óhagkvæm, í skýrslu sem bankinn gerði fyrir Lands- virkjun. Orðrétt segir í niðurstöðum skýrsl- unnar: „The owner’s return used by Landsvirkjun in the forecast is compar- able with equity rates of return earned by investors in typical, established, diversi- fied and well capital- ised utilities operat- ing in established electricity markets. The forecasts also demonstrate that the WACC is achieved even using certain specific downside assump- tions in the forecasts.“ Þetta merkir að Sumitomo Bank telur að arðsemi virkjunarinnar, sem Landsvirkjun miðar við, sé í góðu lagi, miðað við það sem gerist í svipuðum atvinnurekstri. Ekki er nein leið að sjá hvernig Þorsteinn fer að því að fá annað út úr þessari skýrslu. Hugsanlegt er að hann miði við áhættu af álversrekstri sem hann virðist sjálfur hafa reiknað út fyrir tveimur árum, en þar komst hann að þeirri niður- stöðu að álverð mundi lækka um 3% á ári næstu 50 ár. Þetta fékk hann með því að miða einungis við tímabilið frá 1989 til 2000, en 1991 hrundu Sovétríkin og mikið verð- fall varð á áli í kjölfarið. Segja má því að áhættumat Þorsteins geri ráð fyrir að Sovétríkin hrynji tólfta hvert ár. Sannleikurinn er sá að Kára- hnjúkavirkjun er hagkvæm virkj- un sem og veldur litlum náttúru- spjöllum. Sömuleiðis mun hún trúlega efla ferðamennsku á svæð- inu, líkt og gerst hefur sunnan- lands. Mikið happ er einnig að losna undan því að þurfa að reka álver í samvinnu við Norðmenn, álversrekstur er ekki enn orðin okkar grein. Aftur á móti höfum við sýnt og sannað að vatnsafls- virkjanir kunnum við að hanna og reka. Þar höfum við mikla og góða reynslu sem mun nú nýtast okkur. Álver, vextir og áhætta Guðmundur Ólafsson Höfundur er hagfræðingur og lektor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Álver Við höfum sýnt og sann- að, segir Guðmundur Ólafsson, að vatnsafls- virkjanir kunnum við að hanna og reka. Þar höfum við mikla og góða reynslu sem mun nú nýtast okkur. Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 Trúlofunar- og giftingahringir 20% afsláttur www.gunnimagg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.