Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 34
ÚR VESTURHEIMI 34 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG Íslendinga hefur á undanförnum misserum staðið fyrir námskeiðum um land- námssögu Íslendinga í Vesturheimi. Jónas Þór, sagnfræðingur, hefur haft umsjón með námskeiðunum og var ferðin farin í tengslum við þau. Hann segir að víða hafi verið komið í þessari 12 daga ferð. Fyrst hafi svæði í Shawano County í Wis- consin verið kannað, en þar hafi verið mynduð íslensk nýlenda árið 1874. „Landnemarnir kölluðu ný- lenduna Ljósavatnssýslu, en þarna bjó meðal annars skáldið Stephan G. Stephansson um nokkurra ára skeið. Séra Páll Þorláksson gerðist prestur í norskri sýnódu vorið 1875 og réðst til safnaða í Shawano. Þar stofnaði hann fyrsta íslenska söfn- uðinn í Vesturheimi haustið 1875. Þarna komum við í kirkju norsks safnaðar og á vegg var nafn hans á gylltri plötu, annað í röðinni yfir presta safnaðarins frá upphafi. Fyrstur var séra Homme, en hann aðstoðaði einmitt Íslendingana við að velja svæði í héraðinu á sínum tíma.“ Sérstakt samfélag á Washington-eyju Fyrstu Íslendingar sem fóru utan á svonefndu vesturfaratímabili völdu Washington-eyju sem bústað og þar myndaðist nokkuð sérstakt samfélag á árunum 1870 til 1890, að sögn Jónasar. Norrænir menn, Danir, Norðmenn og Íslendingar, voru þar fjölmennir ásamt Þjóð- verjum og Bandaríkjamönnum, en í kirkjugarðinum eru leiði fjölmargra íslenskra vesturfara svo og afkom- enda þeirra. „Hannes Andersen, sem átti ís- lenska móður en danskan föður, kom í vagninn í Green Bay og var hreint kostulegur leiðsögumaður, en ég hafði verið í sambandi við hann varðandi undirbúning komu okkar í um tveggja ára skeið. Hann er rúmlega áttræður en býsna ern. Við sigldum með ferjunni Eyrar- bakka yfir Dauðasund, Port la Mort, út í eyju. Frá höfninni ókum við rakleitt að KK matsölustað, en þar var verið að elda fisk að hætti eyjarskeggja. Þetta var hvítfiskur sem veiddur var í vatninu daginn áður. Þeir kalla þetta „fishboil“. Fiskurinn er settur í gríðarstóran pott utandyra og soðinn yfir eldi. Alls kyns jurtum og kryddi er bætt í pottinn og þegar okkur bar að garði var stutt í að fiskurinn væri tilbúinn. Hvítfiskur er feitur og safnast fitan undir roðið. Þegar hann er soðinn flýtur hún upp á yf- irborðið og skemmir bragðið ef hún er ekki fjarlægð áður en fiskurinn er tekinn úr pottinum. Til þess að losna við fituna kunna eyjarskeggj- ar gott ráð. Þeir skvetta kerósínolíu í eldinn sem blossar þá upp og eyðir fitunni um leið. Fiskurinn bragðaðist mjög vel og máltíðin var hin besta. Nokkrir eyjarskeggjar af íslenskum uppruna borðuðu með okkur og að máltíðinni lokinni þótti tilhlýðilegt að taka nokkur lög og þótti starfsliði og gestum söngurinn góður. Hannes sýndi okkur eitt og ann- að markvert á leiðinni um eyjuna, en við norðurenda hennar beið önn- ur ferja, Karfi, sem flutti okkur út á Klettinn, The Rock, en þar stend- ur höll Hjartar „Chesters“ Thor- darsons, uppfinningamanns og raf- magnsfræðings. Húsið er hið sérkennilegasta. Inni í því er báta- lægi en á efri hæð mikill salur og þar einn stærsti arinn sem ég hef augum litið. Húsgögn úr eik voru skorin út af Halldóri Einarssyni og byggjast skreytingar hans á nor- rænni goðafræði, en Halldór vann verkið á þremur árum um 1930. Hann kom til Ameríku 1922 og vann mest við útskurð í Chicago, en sneri aftur til Íslands 1965 þar sem hann lést 1977. Hugmyndin var að skapa í sal þessum einskonar Val- höll og er hann sannarlega sér- stakur. Hjörtur notaði salinn fyrir bókasafn sitt, svo og veislur, en sjálfur bjó hann í húsi, sem reyndar er horfið nú, ekki þar langt frá. Hjörtur andaðist 1945 og verður að teljast einn merkasti vesturfarinn, en hann fór barnungur með for- eldrum sínum til Ameríku árið 1873.“ Á Íslendingaslóðum í Norður-Dakóta Jónas segir að hópurinn hafi not- ið aðstoðar Johns Bergsons og Johns Rutfords í Duluth, en Curtis Olafson, formaður Íslendingafélags- ins og stórbóndi, hafi tekið á móti honum við kirkjuna í Mountain í Norður-Dakóta, þar sem fleiri bændur úr héraðinu hafi slegist í hópinn. „Þarna rákumst við aftur á nafn séra Páls Þorlákssonar því í kirkjugarðinum þar við hliðina hvíl- ir hann beinin. Við heilsuðum upp á eldri borgara á Borg, neðar í göt- unni, og skemmtu söngmenn okkar íbúum með söng. Bjarni Bragi Jónsson, Magnús Erlendsson, Helgi Gunnarsson og séra Björn Jónsson á Akranesi leiddu yfirleitt sönginn hvar sem lagið var tekið og gerðu það vel. Við skoðuðum íslenska bóndabæi í sveitinni, en keyrðum því næst til Garðar og þar í kjallara kirkjunnar var snæddur miðdegis- verður sem kvenfélagskonur höfðu undirbúið. Við minnisvarða Káins las séra Björn Jónsson upp ljóð, en Helgi Gunnarsson og Sigurjón Bjarnason voru með sérstaka athöfn við leiði skáldsins. Hellti Helgi fáeinum dropum af íslensku brennivíni á leiðið og Sigurjón flutti frumorta vísu.“ Margt að sjá í Manitoba Í Winnipeg hófst Kanadaheim- sóknin með heimsókn í Manitoba- háskóla. Sigrid Johnson, bókavörð- ur og forseti stjórnar Þjóðrækn- isfélags Íslendinga í Vesturheimi, tók á móti hópnum og sýndi ís- lenska safnið sem er næststærsta íslenska bókasafnið í Vesturheimi. Staðnæmst var við styttu Jóns Sig- urðssonar í alþingisgarðinum, kirkja Fyrsta lúterska safnaðarins skoðuð og mætt í mótttöku, sem Þjóðræknisdeildin Frón var með í Norræna húsinu. „Þar voru fyrir fjölmargir íslenskumælandi með- limir deildarinnar. Þótti flestum gestunum frá Íslandi afar merkilegt og gaman að hlýða á Magnús Elías- son, 94 ára gamlan, fara með nokk- ur ljóð eftir Guttorm J. Guttorms- son.“ Svava Sæmundsson frá Árborg var leiðsögumaður um Nýja Ísland og nágrenni. M.a. var komið við á Willow Point, þar sem fyrsti íslenski hópurinn steig á land 1875, þaðan ekið til Gimli og byggðasafn- ið nýja heimsótt. Á leiðinni norður eftir ströndinni var komið við hjá minnisvarða Vilhjálms Stefánssonar í Árnesi og einnig voru minnisvarð- ar skoðaðir í Riverton við Íslend- ingafljót. Þaðan sást vel út á Sandy Bar og fór séra Björn Jónsson með samnefnt ljóð Guttorms við þetta tækifæri, að sögn Jónasar. Jónas segir að það hafi vakið at- hygli ferðalanganna að við flesta bæi í Nýja Íslandi hafi verið blá skilti og á þeim íslensk bæjarheiti. „Þetta mun að verulegu leyti vera verk Nelsons Gerrards, ættfræð- ings, en hann hefur unnið mikið og gott starf í Nýja Íslandi.“ Á leiðinni til baka frá Kanada var komið við í smáþorpi sem nú heitir Fisher en var áður kalla Fisher’s Landing. „Þorpið stendur á bökk- um Rauðár og þaðan var siglt niður ána til Winnipeg allt þar til járn- braut hafði verið lögð. Þessa leið fóru til að mynda allir þeir sem fóru til Nýja Íslands á árunum 1875 til 1878, en Arleen Wagner, sagn- fræðingur, sýndi okkur staðinn.“ Nýlenda Íslendinga í suðvestur hluta Minnesota var skoðuð og tóku Frank Josephson og Darren Gisla- son á móti hópnum á búgarði Hof- teigsættarinnar, en bærinn stendur á lítilli hæð. „Á frumbýlingsárunum grófu Íslendingarnir sig inn í hæð- ina og tyrfðu yfir og var það fyrsti íverustaður landnemanna. Við ók- um framhjá stað þeim við Yellow- stone-ána þar sem Gunnlaugur Pét- ursson úr Jökuldal nam fyrstur Íslendinga land árið 1875. Frank og Darren sýndu okkur Minneota og nánasta umhverfi. Við heimsóttum kirkjugarða og skoðuðum kirkjur, en þótt þetta hérað hafi aldrei verið eingöngu byggt Íslendingum eru minjar um þá víða.“ Byrjað að undirbúa næstu ferð Ferðin heppnaðist mjög vel, að sögn Jónasar. Hann segir að allir þátttakendur hafi verið mjög virkir, sagt skemmtisögur, farið með ljóð, sungið eða deilt fróðleik. Þjóðrækn- isfélag Íslendinga hér heima er angi félagsins vestra og segir hann að samstarf við deildir félagsins í Bandaríkjunum og Manitoba vegna ferðarinnar hafi verið einstaklega gott. Eins hafi Örn Arnar, ræðis- maður Íslands í Minneapolis, og Margrét, kona hans, reynst hópn- um vel. Ferðin hafi líka vakið at- hygli vestra. Vikublaðið á Wash- ington-eyju hafi birt síðuumsögn fyrir ferðina og líka eftir hana, en ljósmyndari og blaðamaður hefðu fylgt hópnum þar eftir. Sama hefði verið upp á teningnum í héraðs- blaðinu í Minneota. Jónas segir að flestir sem voru í ferðinni hefðu verið á námskeiði Þjóðræknisfélagsins og farið þar yf- ir landnámssöguna, kynnt sér stað- ina eins og best megi af bókum, kortum og myndum. „Þetta var síð- an vettvangskönnun og mér sýnist ljóst að framhald geti orðið á slík- um ferðum,“ segir hann. Jónas bæt- ir við að strax í september verði hann með nýtt námskeið í Gerðu- bergi í Reykjavík og hann sé byrj- aður að undirbúa ferðina næsta sumar. Sagnfræðingarnir Jónas Þór og Arleen Wagner við minnismerki í Fisher. Sérstök eldamennska á Washington-eyju. Á slóðum íslenskra landnámsmanna Fyrir skömmu fór 40 manna hópur til Vest- urheims og heimsótti ýmsa þá staði í Bandaríkjunum og Kanada sem íslenskir landnámsmenn kusu sér á vesturfaratíma- bilinu. Þetta mun vera fyrsta ferð sinnar tegundar og af því tilefni ræddi Steinþór Guðbjartsson við Jónas Þór, fararstjóra. Sr. Björn Jónsson les ljóð eftir Káinn við minnisvarða skáldsins í Norður-Dakóta. Hannes Andersen, leiðsögumað- ur, kynnti m.a. „skóvörn“, upp- finningu sonarsonar síns, en um er að ræða tæki fyrir karlmenn sem á að koma í veg fyrir að þvag fari á skó viðkomandi. steg@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.