Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR G. Guðjónsson, for- stjóri Norðurljósa, hefur ritað Fjár- málaeftirlitinu kæru þar sem hann fer þess á leit við eftirlitið að stofn- unin taki nú þegar til rannsóknar þá fyrirætlun starfsmanna Búnaðar- banka Íslands hf. að knýja Norður- ljós í gjaldþrot í þágu þriðja manns, eins og það er orðað í kærunni. Hér á eftir birtist kæra Sigurðar G. Guð- jónssonar í heild: „Fjármálaeftirlitið Suðurlandsbraut 32 108 Reykjavík Reykjavík, 19. júlí 2002 Varðar: Búnaðarbanka Íslands hf. og samning hans um að knýja Norðurljós samskiptafélag hf. í gjaldþrot. Hér með fer ég þess á leit við Fjármálaeftirlitið fyrir hönd Norð- urljósa samskiptafélags hf. kt. 520698-2729, (hér eftir Norðurljós) Lynghálsi 5, Reykjavík, að stofn- unin taki nú þegar til rannsóknar þá fyrirætlun starfsmanna Búnaðar- banka Íslands hf. að knýja Norður- ljós í gjaldþrot í þágu þriðja manns. Þess er jafnframt krafist að Fjár- málaeftirlitið beiti viðeigandi ráð- stöfunum gagnvart bæði Búnaðar- banka Íslands hf. og þeim starfsmönnum bankans, sem tóku þátt í að skipuleggja aðförina að Norðurljósum og stjórna henni. Þá er þess krafist að Fjármálaeft- irlitið greini ríkislögreglustjóra frá niðurstöðum sínum að aflokinni rannsókn þar sem telja verður brot Búnaðarbanka Íslands hf. og starfs- manna hans gegn Norðurljósum mjög alvarleg og þess eðlis að þau séu refsiverð. Málavextir og önnur atvik Málavextir eru þeir að þann 24. júlí 2001 var gengið frá láni Bún- aðarbanka Íslands hf. til Norður- ljósa að jafnvirði 350.000.000 króna í allt að fimm erlendum myntum. Lán þetta bar að endurgreiða með einni greiðslu 5. júní 2004 sbr. þó gr. 2.5 í samningnum. Vextir af láninu reiknast frá útborgunardegi og var samið um að fyrsti vaxta- gjalddagi væri 5. desember 2002 og síðan á sex mánaða fresti út láns- tímann. Umsaminn gjalddagi er því ekki kominn. Búnaðarbanki Íslands hf. gerði þá kröfu að Jón Ólafsson, Sigurjón Sig- hvatsson og Kaupþing hf. ábyrgðust lán þetta í samræmi við hlutaeign þeirra í móðurfélagi Norðurljósa. Var sú ábyrgð veitt. Bankinn gerði jafnframt þá kröfu sbr. 6. og 7. gr. lánasamningsins að fá í hendur end- urskoðaðan ársreikning og milliupp- gjör Norðurljósa á lánstímanum. Samkvæmt 6. gr. skyldi ársreikn- ingur afhentur innan þriggja mán- aða frá lokum uppgjörs árs en sam- kvæmt c-lið 7. gr. eigi síðar en sex mánuðum eftir lok reikningsársins. Samkvæmt 9. gr. lánssamnings- ins er hægt að gjaldfella lánið, ef til- teknar aðstæður skapast, greiðslu- dráttur sbr. a-lið, vanhöld verða á skilum upplýsinga sbr. b-lið og vegna vanefnda á skuldum við þriðja mann sbr. g-lið. Gjaldfelling á grundvelli a- eða b- liða 9. gr. er þó aldrei tæk af hálfu Búnaðarbanka Íslands hf., nema að Norðurljós hafi fyrst fengið áminn- ingu. Hefur félagið þá 15 daga frest til að bæta úr því sem aflaga hefur farið. Á það tvímælalaust við um gjaldfellingu á grundvelli a- eða b- liðar 9. gr. Norðurljós hafa frá því í apríl á síðastliðnu ári átt í viðræðum við aðallánveitendur sína samkvæmt sambankaláni frá 22. júlí 1999 þ.e. JP Morgan Chase, NIB Capital Bank N.V. ABN Amro Bank N.V. Landsbanka Íslands hf. og Staal Bank N.V., um endurfjármögnun fé- lagsins. Nokkur ágreiningur hefur verið með Norðurljósum annars vegar og fulltrúum bankanna hins vegar varðandi það hvort lántaka fé- lagsins hjá Búnaðarbanka Íslands hf. þann 24. júlí 2001 hafi verið heimil vegna ákvæða sambankaláns- ins. Ágreiningur þessi skiptir engu fyrir mál þetta. Rétt þykir hins veg- ar að upplýsa um hann, þar sem for- svarsmenn Búnaðarbanka Íslands hf. hafa reynt að nota sér vitneskju um hann sem málsbætur og sagst aldrei mundu hafa lánað Norður- ljósum fé hefðu þeir vitað um ákvæði sambankalánsins, sem tak- markaði lántökurétt Norðurljósa, en útilokaði hann hins vegar ekki. Í lok apríl á þessu ári þegar spurðist út, að Landsbanki Íslands hf. hefði dregið til baka yfirdrátt- arheimild sína að fjárhæð kr. 265.000.000 til Norðurljósa og stefnt félaginu fyrir Héraðsdóm Reykja- víkur til innheimtu hans, voru stjórnendur Norðurljósa kallaðir á fund í Búnaðarbanka Íslands hf. og farið yfir lánasamninginn frá 24. júlí 2001 og spurst fyrir um hvenær vænta mætti þeirra gagna sem fé- lagið ætti að skila bankanum sam- kvæmt honum. Starfsmönnum Bún- aðarbanka Íslands hf. var gerð nákvæm grein fyrir því að þessara gagna væri ekki að vænta fyrr en undir mánaðamót maí/júní, enda var þá enn von til þess að Landsbanki Íslands hf. fengist að samningaborði með öðrum aðilum sambankalánsins til að ljúka skilmálaskrá (term sheet) fyrir endurfjármögnun Norðurljósa. Þegar ljóst var að stjórnendur Norðurljósa næðu ekki að ljúka samningum um skilmála endurfjár- mögnunar félagsins vegna andstöðu forsvarsmanna Landsbanka Íslands hf. var boðað til stjórnarfundar í Norðurljósum þann 13. júní 2002 til að ganga frá ársreikningum félags- ins og til að kynna þriggja mánaða uppgjör þess. Þann 5. júní 2002 barst Norður- ljósum bréf frá Búnaðarbanka Ís- lands hf. þar sem óskað var eftir ársreikningi félagsins fyrir 2001, þriggja mánaða uppgjöri þess og staðfestingu þess að Landsbanki Ís- lands hf. ætti ekki í málaferlum við Norðurljós. Gögn þessi skyldi af- henda fyrir 12. júní 2002. Þegar eftir að bréf þetta barst Norðurljósum var haft samband við Ársæl Hafsteinsson lögfræðing Búnaðarbanka Íslands hf. og honum sagt að ársreikningur félagsins og þriggja mánaða uppgjör yrðu ekki til í endanlegri mynd fyrr en 13. júní 2002 í kjölfar boðaðs stjórnarfundar Norðurljósa. Var honum jafnframt sagt að þessi gögn yrðu afhent bankanum fyrir lokun bankans þann dag, enda þá ætlunin að halda stjórnarfundinn kl. 14.00 að íslensk- um tíma, sem átti að gera öllum stjórnarmönnum kleift að taka þátt í honum. Í samtalinu var Ársæli jafnframt greint frá því að Norður- ljós hefðu tekið til varnar í máli Landsbanka Íslands hf. og lagt fram greinargerð sína og þyrfti því ekki neinnar yfirlýsingar við frá Lands- banka Íslands hf. Þann 12. júní 2002 varð ljóst að vegna aðstæðna stjórnarmanna Norðurljósa varð að fresta stjórn- arfundi félagsins til kl. 19.00 þann 13. júní. Þegar þetta lá fyrir var haft samband við Búnaðarbanka Íslands hf. Þá náðist hvorki í Ársæl Haf- steinsson lögfræðing né Árna Tóm- asson aðalbankastjóra bankans. Voru hins vegar lögð skilaboð fyrir þann síðarnefnda, sem hringdi síðar sama dag. Var honum gerð grein fyrir því að bankinn gæti ekki feng- ið umbeðin gögn fyrr en föstudag- inn 14. júní 2002. Árni kvaðst í sam- tali þessu mundu ræða þetta við Ársæl daginn eftir. Þann 13. júní 2002 sendu Norður- ljós Búnaðarbanka Íslands hf. form- legt erindi varðandi aukinn frest til að skila umbeðnum gögnum. Áður en það bréf barst bankanum virðist bankinn hins vegar hafa tekið þá ákvörðun að veita ekki frekari frest og gjaldfelldi lánið með tilkynningu dagsettri 12. júní 2002, sem boðsend var Norðurljósum fyrir hádegi 13. júní 2002. Í gjaldfellingarbréfinu er ástæða gjaldfellingarinnar sögð sú að Bún- aðarbanka Íslands hf. hafi ekki bor- ist þau gögn sem Norðurljós hafi verið krafin um í bréfi bankans frá 5. júní 2002. Í niðurlagi bréfsins segir svo: Lögfræðilegar innheimtuaðgerðir Búnaðarbankans á hendur félaginu munu hefjast án frekari viðvörunar. Það gekk eftir því Búnaðarbanki Íslands hf. höfðaði mál á hendur Norðurljósum, sem þingfest var þann 27. júní 2002 til heimtu lánsins auk vaxta, dráttarvaxta og kostn- aðar. Jafnframt beindi Búnaðar- banki Íslands hf. málssókn sinni að tveimur af þremur ábyrgðaraðilum þess þ.e. Jóni Ólafssyni og Kaup- þingi hf. Sigurjóni Sighvatssyni var hins vegar ekki stefnt vegna þess að hann býr erlendis! Norðurljós létu mæta við þing- festingu málsins og hafa frest til loka september 2002 til að skila greinargerð sinni hafi Búnaðar- banki Íslands hf. ekki af fúsum og frjálsum vilja fallið frá málssókn þessari eða verið fyrirskipað að gera svo af hálfu Fjármálaeftirlitsins, þar sem vart er hægt að telja þá við- skiptahætti Búnaðarbanka Íslands hf. sem hefur verið lýst hér að fram- an heilbrigða og eðlilega. Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er sbr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, að sjá til þess að í bankakerfinu séu viðhafðir viðskiptahættir sem talist geta heil- brigðir og eðlilegir. Norðurljós skiluðu Búnaðarbanka Íslands hf. umbeðnum gögnum þann 14. júní 2002 eins og lofað hafði verið, sem er innan þess 15 daga frests sem félagið hefur sam- kvæmt 9. gr. lánasamningsins og Búnaðarbanki Íslands hf. er bund- inn af og þarf að virða. Eftir að gögnum þessum hafði verið skilað var þess farið á leit við Búnaðar- banka Íslands hf. að bankinn félli frá málssókn sinni. Bankinn hefur ekki orðið við þeirri ósk, enda komið á daginn að Búnaðarbanki Íslands hf. eða í það minnsta einhverjir starfsmenn hans hafa tekið að sér fyrir Árna Samúelsson, Björgólf Guðmundsson, Einar Sigurðsson, Gunnar Jóhann Birgisson, Hjört Nilsen, Jón Pálmason, Sigurð Gísla Pálmason og Tryggingamiðstöðina hf. og óstofnað einkahlutafélag þessara aðila Fjölmiðlafélagið að knýja Norðurljós í gjaldþrot. Þessir aðilar koma allir með einum eða öðrum hætti að rekstri annarra fjöl- miðla hér á landi svo sem DV og Skjás eins. Óræk sönnun þess eru ljósrit af meðfylgjandi gögnum sem stafa frá Búnaðarbanka Íslands hf. Sérstaka athygli vekur efni tveggja draga að skjölum frá 29. maí 2002, sem bera yfirskriftina „Yfirlýsing“. Skjöl þessi mun Ársæll Hafsteins- son lögfræðingur hjá Búnaðarbanka Íslands hf. hafa samið að einhverju leyti og má sjá rithönd hans á öðru uppkastinu. Sérstaka athygli vekur að í texta þessara skjala upplýsir Búnaðarbanki Íslands hf. þriðja mann um allar skuldir Norðurljósa við bankann og heildarfjárhæð þeirra. Þetta háttarlag af hálfu starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. felur í sér brot á þagnarskyldu- ákvæði 43. gr. laga um viðskipta- banka og sparisjóði nr. 113/1996 og verður seint talið í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármála- starfsemi. Þegar yfirlýsingin, sem starfs- maður eða starfsmenn Búnaðar- banka Íslands hf. höfðu samið og vitnað er til hér að framan, kom til skoðunar hjá forsvarsmönnum hins óstofnaða Fjölmiðlafélags, sem Bún- aðarbanki Íslands hf. er í samstarfi við um að koma Norðurljósum í þrot, gerðu þeir meðal annars at- hugasemdir við, að í yfirlýsinguna vantaði skuldbindingu af hálfu bankans um að innheimtuaðgerðir hans gegn Norðurljósum yrðu hafn- ar tafarlaust og máli bankans gegn félaginu stefnt inn strax. Síðan segir í viðhengi við drögin að yfirlýsing- unni: Lánasamningar gjaldfelldir strax og innheimtuaðgerðir hafnar án taf- ar og málinu stefnt inn fyrir rétt- arhlé. Skuldbindingar Fjölmiðla- félagsins ehf. eru bundnar því skilyrði að innheimtuaðgerðir Bún- aðarbankans leiði til þess að Norð- urljós samskiptafélag hf. verði gjaldþrota annaðhvort með beinum hætti þ.e.a.s. að kröfu Búnaðar- bankans eða óbeint þ.e.a.s. að for- svarsmenn félagsins óski eftir gjald- þroti til þess að forðast innheimtugerðir. Norðurljósum er ekki kunnugt um hvort Búnaðarbanki Íslands hf. hafi gengið formlega frá þeirri skuldbindingu sinni gagnvart áður- greindum aðilum að knýja Norður- ljós í gjaldþrot með beinum eða óbeinum hætti. Hins vegar liggur fyrir að Búnaðarbanki Íslands hf. hefur sýnt það í verki að á þeim bæ er unnið í takt við óskir forsvars- manna Fjölmiðlafélagsins ehf. Bún- aðarbanki Íslands hf. gjaldfelldi lánasamning Norðurljósa 12. júní 2002 og stefndi málinu fyrir dóm fyrir réttarhlé til að mæta tilvitn- uðum skilmálum Fjölmiðlafélagsins ehf. og þeirra sem að baki því standa. Það er krafa Norðurljósa að Fjár- máleftirlitið beri þegar í stað niður á þessu háttarlagi Búnaðarbanka Ís- lands hf. með þeim réttarúrræðum sem stofnunin hefur yfir að ráða. Með kæru þessari fylgja: Ljósrit af skjali frá fyrirtækja- sviði Búnaðarbankans merkt Bald- vini Valtýssyni dags. 23. maí 2002, ljósrit að drögum að yfirlýsingu dags. 29. maí 2002 með handrituðum breytingum, ljósrit að drögum að yfirlýsingu dags. 29. maí 2002 ásamt einu hand- skrifuðu athugasemdablaði, ljósrit af bréfi Búnaðarbanka Ís- lands hf. dags. 5. júní 2002, ljósrit af bréfi Búnaðarbanka Ís- lands hf. dags. 12. júní 2002, ljósrit af bréfi Norðurljósa dags. 13. júní 2002, ljósrit af bréfi Norðurljósa dags. 13. júní 2002, ljósrit af bréfi Norðurljósa dags. 14. júní 2002, ljósrit af stefnu Búnaðarbanka Ís- lands hf. Virðingarfyllst Sigurður G. Guðjónsson forstjóri.“ Kæra Norður- ljósa til Fjár- málaeftirlitsins Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.