Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í hvert skipti sem ég fer úr og í vinnu blasir við mér nýtt risastórt hús sem ris- ið hefur á undraskömm- um tíma. Þetta eru nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykja- víkur sem eru við Réttarháls 2–4 við Suðurlandsveg. Sitt hvorum megin við þetta hús eru höf- uðstöðvar Coca Cola (Vífilfells) og Osta- og smjörsölunnar. Mér hef- ur alltaf fundist þessi tvö hús frek- ar stór en nú líta þau út eins og hálfgerðir kof- ar við hliðina á nýju höf- uðstöðvum Orkuveit- unnar, sem ekki verður betur séð en eigi eftir að verða eitt af kennileitum Reykjavíkur með sama hætti og Perlan og Hall- grímskirkja. Farið var út í þessa byggingu eftir að ákveðið var að sameina Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Reykjavíkur og Vatns- veitu Reykjavíkur. Öll þessi fyr- irtæki voru með „höfuðstöðvar“ og við sameiningu þeirra þótti skyn- samlegt að byggja nýjar höf- uðstöðvar. Segja má að ákvörðun um þetta hafi verið tekin fyrir rúmum tveimur árum þegar Orku- veitan seldi Landssíma Íslands húseignir sínar við Suðurlands- braut og Ármúla, en þar hugðist Síminn verða með sínar höf- uðstöðvar í framtíðinni. M.a. ætl- aði Síminn að nýta sér bygginga- rétt á lóðunum. Þess má geta að borgin hafði úthlutað Landssím- anum lóð í Laugardal, en mikil andstaða var meðal borgarbúa við að byggt yrði í Laugardalnum og því má segja að borgaryfirvöld hafi slegið tvær flugur í einu höggi þegar þau seldu Símanum eignir Orkuveitunnar og losuðu sig um leið út úr þeirri pólitísku klemmu sem þau voru komin í vegna lof- orða um byggingar í Laugar- dalnum. Margt hefur gerst frá því að stjórnendur Símans og Orkuveit- unnar skrifuðu brosandi undir samninga um sölu á eignum Orku- veitunnar til Landssímans. M.a. er búið að reka forstjóra Landssím- ans og nýir stjórnendur Símans hafa ákveðið að endurskoða allar fyrri áætlanir um byggingu nýrra höfuðstöðva fyrir Símann. Um þetta fjallaði Friðrik Pálsson, fyrr- verandi stjórnarformaður Lands- símans, á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrr á þessu ári, en hann sagði: „Tímarnir eru líka að breytast. Fyrir fáum árum var tal- ið nauðsynlegt fyrir félag eins og Símann að hafa svokallaðar höf- uðstöðvar, en nútíminn gerir ekki þær kröfur, heldur nægir að hafa góðar skrifstofur með auðveldu aðgengi fyrir viðskiptavini.“ Þetta er merkileg yfirlýsing. Er það virkilega svo að það sé tómur misskilningur að það sé öllum al- vörufyrirtækjum nauðsynlegt að eiga glæsilegar höfuðstöðvar? Ég get ekki séð hvers vegna það er nauðsynlegt fyrir eitt fyrirtæki að allt starfsfólk þess starfi í einni byggingu. Stærstur hluti þessa fólks vinnur við tölvu og getur haft samskipti óháð því hvar það er staðsett í borginni. Raunar rekur Orkuveitan sjálf fjarskiptafyrir- tæki sem býður fyrirtækjum upp á hraðar og öruggar fjarskiptateng- ingar. Stjórnendur Landssímans virð- ast hafa metið það svo á sínum tíma að hægt væri að koma fyrir höfuðstöðvum fyrirtækisins í nú- verandi húsnæði Orkuveitunnar við Suðurlandsveg og Ármúla. A.m.k. tóku þeir ákvörðun um að kaupa húsnæði og gera nauðsyn- legar endurbætur á því. Hvers vegna gat Orkuveitan ekki farið eins að? Nýjar höfuðstöðvar Orkuveit- unnar eru 14.217 fermetrar að stærð. Til viðbótar er áformað að byggja 2.700 fermetra bílastæða- hús á lóðinni. Til samanburðar má geta þess að Ráðhús Reykjavíkur er 5.356 fermetrar ef bílakjall- arinn er ekki talinn með. Raunar er nýja húsið það stórt að Orku- veitan telur sig ekki þurfa það allt og hyggst leigja a.m.k. 1.000 fer- metra til annarrar starfsemi. Höfuðstöðvar Orkuveitunnar eru á þremur stöðum í dag, á Suð- urlandsbraut 34, Grensásvegi 1 og Eirhöfða 11. Þegar er búið að selja húsnæði stofnunarinnar að Suður- landsbraut og Grensásvegi og það fjármagn sem fékkst vegna sölu þessara eigna er nýtt til uppbygg- ingar nýju höfuðstöðvanna við Réttarháls. Áætlaður heildarkostnaður við bygginguna er 2.320 milljónir króna. Við sem kaupum þjónustu af Orkuveitunni verðum bara að vona að sú áætlun standist, en í ljósi reynslunnar af opinberum byggingum er ástæða til að óttast annað. Þó margt hafi verið sagt um Orkuveitu Reykjavíkur fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar kom ekkert fram sem benti til þess að ósamkomulag hafi verið milli meiri- og minnihluta borg- arstjórnar um að fara út í þessa miklu byggingu. Talsvert var hins vegar rætt um hvort í húsinu ætti að vera kaffihús, aðstaða til að hengja upp myndlist og aðstaða fyrir þá sem vilja stunda líkams- rækt. Þessar alvarlegu deilur um kaffihús og myndlist eru kannski lýsandi fyrir íslenska pólítík. Menn geta talað sig hása um það hvort eigi að leyfa viðskiptavinum Orkuveitunnar að drekka kaffi og horfa á listaverk í leiðinni í nýjum höfuðstöðvum fyrirtækisins en engum dettur í hug að velta því fyrir sér hvort nokkur þörf er yf- irleitt á því að byggja höfuðstöðv- arnar. Sagði ekki Halldór Laxness einhvern tímann eitthvað á þá leið að Íslendingar deildu aðallega um tittlingaskít en að þá setti hljóða þegar kæmi að aðalatriðum máls- ins? Þarf að byggja höf- uðstöðvar? „Fyrir fáum árum var talið nauðsynlegt fyrir félag eins og Símann að hafa svo- kallaðar höfuðstöðvar, en nútíminn ger- ir ekki þær kröfur, heldur nægir að hafa góðar skrifstofur með auðveldu aðgengi fyrir viðskiptavini.“ VIÐHORF eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Í SKAFTFELLI, Menningarmið- stöð Seyðisfjarðar, stendur yfir sýn- ing á landslagsmálverkum sænska málarans Peter Frie og Íslendingsins Georgs Guðna Haukssonar. Peter Frie er alþjóðlega þekktur fyrir landslagsmálverk í anda róman- tískra málara 19. aldarinnar. Mark- mið rómantísku málaranna var að ná fram og miðla ægifegurð eða „Sub- lime“, eins og það nefnist á öðrum tungum í Evrópu. „Sublime“ byggist á hugmyndum og skilgreiningu þýska heimspekingsins Immanuel Kant á fegurð sem er ógnvekjandi og him- nesk í senn. Hún á sér stað þegar við stöndum t.d. frammi fyrir mikilfeng- leika náttúrunnar og upplifum smæð okkar í sköpunarverkinu. Litaflæm- ismálarar á miðri 21. öldinni leituðu að samskonar gildi fegurðar og róm- antískir málarar 19. aldarinnar með því að nota áhrifamátt litar á stórum fleti. Frie er oft líkt jafnt við litaflæm- ismálara eins og Mark Rothko eða Barnett Newman og 19. aldar málara eins og Caspar David Friedrich, J.M.W. Turner og John Constable. Málverk Peter Frie eru þrískipt. Það er himinninn, landið og hvítur einlitur flötur. Hvíti flöturinn þekur allt frá 1/5 hluta myndflatarins til 4/5 hluta. Hvít litleysan á margt skylt við málara mínimalismans, eins og t.d. Bandaríkjamanninn Robert Ryman, og skapar mikilvægt mótvægi við rómantíkina í verkum listamannsins sem gefur honum sérstöðu í nálgun við landslagið. Verkin sem Peter Frie sýnir í Skaftfelli eru tvennskonar. Það er annarsvegar stórt málverk unnið með olíulitum á striga og hinsvegar þrjú lítil verk unnin með olíulitum á við- arbúta. Það fyrrnefnda nefnist „Listening“ og er 193 x 397 cm að stærð. Í því verki er rómantíkin ríkjandi. Himinninn er málaður í skrautlegum gulum, bleikum og bláum litum, landslagið grasi vaxið og hvítur flöturinn þekur neðsta hluta myndarinnar. Litlu viðarmálverkin nefnast „Maisema“. Viðarbútarnir eru þykkir og hanga eins og mínimal- ískar lágmyndir á veggnum. Í þeim verkum þekur landslagsmyndin um 1/3 hluta myndflatarins, en 2/3 hlutar eru hvítmálaðir. Georg Guðni Hauksson er eflaust þekktastur núlifandi landslagsmálara á Íslandi og nýtur talsverðrar virð- ingar á Norðurlöndunum. Georg mál- ar mosa vaxið heiðarlandslag. Mál- verkin eru unnin í mörgum lögum með þunnri málningu blandaðri í glansandi standolíu. Aðferðin skapar misturkennt og oft dulrænt andrúms- loft á myndfletinum. Á sýningunni eru þrjú stærri verk eftir Georg, 200 x 180 cm hvert, og þrjú minni, um 25 x 30 cm. Öll verkin eru án titils. Georg Guðni skiptir myndfletinum í tvennt, lárétt við miðju. Gráleitt yfirlag ligg- ur sem þoka á myndfletinum og gerir skilin óskýr. Líkt og Peter Frie leitar Georg Guðni í rómantíska málverkið þar sem hann reynir að fanga hið dular- fulla og ósnertanlega í náttúrunni. En ægifegurð er ekki einráð í málverkum hans. Samkvæmt skilgreiningu Kant þá er „Sublime“ yfirþyrmandi og karlmannleg. Fegurð sagði hann aft- ur á móti vera lítilláta og kvenlega. Báðir þessir þættir eru sýnilegir í verkum Georgs Guðna. Ægifegurðin er í víðáttu heiðarlandslagsins og í dulrænni þokunni, en fegurðin er í mjúkri áferð og þolinmæði í vinnu- brögðum. Segja má að í verkum Georgs Guðna og Peter Frie sameinist sams- konar áherslur tveggja ólíkra þátta myndlistar, þ.e. hið mikilfenglega og hið lítilláta og/eða rómantíkin og mínimalisminn. Sýningin er listamönnunum og Seyðfirðingum til mikils sóma og væri óskandi að fleiri bæjarfélög á Íslandi tækju framlagið til fyrirmyndar. Ógurleg fegurð náttúr- unnar MYNDLIST Skaftfell – Seyðisfirði Sýningin er til 10. ágúst og er opin alla daga frá 11–22 nema sunnudaga frá 14– 22. MÁLVERK GEORG GUÐNI HAUKSSON OG PETER FRIE Jón B. K. Ransu Morgunblaðið/Ransu Málverkið „Listening“ eftir Peter Frie. Málverk án titils eftir Georg Guðna Hauksson. RÁS eitt mun á morgun hefja flutn- ing á þáttaröð sem heitir Sungið með hjartanu. Í þáttunum, sem eru níu talsins, verða leiknar upptökur með nokkrum af okkar fremstu óp- erusöngvurum sem jafnframt voru frumkvöðlar í óperuflutningi hér- lendis. Hver óperusöngvari fær einn þátt og eru þá leiknar hljóðritanir með viðkomandi söngvara frá ýms- um tímabilum og er lögð áhersla á óperur. Margar af upptökunum sem leiknar verða hafa sjaldan heyrst áður. Dæmi um þetta eru upptökur úr La Bohème eftir Puccini frá árinu 1956 en þá var óperan sett upp í Þjóðleikhúsinu. Einnig kons- ertuppfærsla í Austurbæjarbíói á svipuðum tíma á Il Trovatore eftir Verdi, Rigoletto eftir Verdi, Don Pasquale eftir Donizetti og margt fleira. Rætt er við söngvarana og leikn- ar hljóðritanir með söng þeirra. Söngvararnir eru Magnús Jónsson tenór, Þuríður Pálsdóttir sópran, Guðmundur Jónsson baríton, Guð- munda Elíasdóttir messósópran, Jón Sigurbjörnsson bassi, Guð- mundur Guðjónsson tenór, Kristinn Hallsson bassi, Sigurveig Hjalte- sted messósópran og einnig verður fjallað um Guðrúnu Á. Símonar. Fyrsti þátturinn verður á sunnu- dag kl. 15 og verða þeir endurfluttir á föstudagskvöldum. Þáttur um frumkvöðla í óperuflutningi Kristinn Hallsson Guðrún Á. Símonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.