Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 43 hraða samtímans og fjöll og firðir eru í augum nútímafólks aðeins lit- brigði á skipulagskortum reglu- stikumanna. Þegar hins vegar til framkvæmda kemur og brjóta þarf berg og bylta jörð eru það fram- kvæmdamenn vegagerðar sem verða hetjur dagsins. Jói á Kú- skerpi var herforingi slíkra manna og með þrautsegju og dugnaði tókst honum að breyta ófærum og vegleysum í samgöngumannvirki sem staðist hafa tímans tönn. Við sem nú kveðjum samferða- mann okkar minnumst Jóa sem fé- laga og lærimeistara. Vinar sem kenndi okkur að ganga til verka með bros á vör, njóta sigra með hógværð og að hafa vináttu og glaðværð ávallt í fyrirrúmi. Minn- ingarnar um Jóa á Kúskerpi eru hafsjór góðra stunda bæði við leik og störf. Samferðahópurinn var stór og vinir og samstarfsmenn af ólíkum toga bæði að aldri og upp- runa. Í augum Jóa voru allir bræð- ur og jafningjar og margur ungi maðurinn fékk hjá honum það upp- eldi til verka og vináttu, sem reynst hefur fjársjóður á lífsleið- inni. Þjóðsagnapersónan verður varðveitt í brjóstum margra og sögur af Jóa verða sagðar til fróð- leiks og gleði um langa framtíð. Þannig mun minningin um afreks- manninn Jóhann Lúðvíksson lifa í hjarta okkar samstarfsmanna hans um ókomna tíð og þakklæti og virðing fylgir þar hverri hugsun. Starfsmenn Vegagerðar- innar á Sauðárkróki. Afi er dáinn. Ég dvaldi hjá afa og ömmu að meira eða minna leyti í 12 ár. Þegar ég lít til baka verður mér hugsað til þess hvað afi og amma voru alltaf samstiga í öllu sem gert var, hvað það var mikill friður, allir hlutir gerðir af hisp- ursleysi, borin virðing fyrir öllu með góðri umgengni við allt og alla. Aldrei minnist ég þess að afi og amma hafi kastað rýrð á neinn og alltaf var hjálpsemi og vingjarn- legt viðmót það sem einkenndi þau. Allt var svo gott hjá afa og ömmu að í minningunni finnst mér sem alltaf hafi verið gott veður á Kú- skerpi. Afi var hlédrægur og hlustaði stundum bara og brosti, en orð- heppinn og húmorískur þegar kom að honum að segja það sem þurfti. Í eitt skipti er pabbi kom í heim- sókn sagði afi að nú þyrfti að fara að færa netin því ekki veiddist neitt í þau þar sem þau lægju. Við fórum saman út í bíl og pabbi keyrði áleiðis niður að vötnum, en þá sagði afi að netin lægju heima í geymslu. Afi hafði unun að allri veiði. Það ríkti sannkölluð hátíðarstemmning í gamla bænum á Kúskerpi þegar pabbi kom í heimsókn á sumrin, þá gekk allt út á að veiða í vötnum og grilla í skóginum. Þá daga ljómaði afi af sannri gleði. Eitt sinn fórum við tveir saman á sjó frá Króknum. Afi kom á bíln- um með bátinn og utanborðsmót- orinn. Þegar við erum að taka bát- inn af kerrunni kemur einhver að og segir að nýgengin aflahrota sé liðin. Afi segir það nú ekki málið, hann þurfi bara að komast á flot. Eitthvað fiskaðist nú samt en það sem er minnisstæðast var að þegar við vorum komnir langleiðina að landi biður afi mig um að stoppa og drepa á vélinni því við eigum ennþá eftir að borða nestið sem amma sendi með. Þegar við sitjum þarna í góða veðrinu og erum að borða nestið fer afi að segja mér frá því þegar hann fór fyrst á sjó sex ára og svo var afi búinn að gleyma sér í frásögn sinni af svo mörgum dásamlegum hlutum sem á daga hans hafði drifið. Dagur var að kvöldi kominn þegar við lögðum að landi og gengum frá. Báðir vor- um við þreyttir en samt endur- nærðir af samverunni þennan góða dag. Afi kallaði mig oftast nafna sinn og alltaf var ég jafn stoltur þegar þessi stóri og trausti maður kallaði mig nafna sinn. Takk fyrir afi. Jóhann Birgir MINNINGAR Á FUNDI sínum 9. júlí samþykkti stjórn Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands eftirfarandi ályktun: „Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands hvetur yfirvöld Háskóla Ís- lands til að endurskoða þann frest sem nemendum skólans var gefinn til að greiða innritunargjald að upp- hæð kr. 32.500. Póststimpill á greiðsluseðli, sem stúdentar fengu sendan, gefur til kynna að rukkunin hafi verið póst- lögð 28. júní en samkvæmt upplýs- ingum á seðlinum var síðasti frestur til að greiða hann 5. júlí. Stúdentar fengu því fimm virka daga til þess að ganga frá greiðslunni, að öðrum kosti greiða 15% hærra innritunar- gjald eða kr. 37.375. Í frumvarpi um lög um Háskóla Íslands, sem lagt var fram árið 1990, kemur fram að gjaldið sé til þess hugsað að mæta aukakostnaði sem hlýst af vegna ,,aukinnar vinnu við innheimtu og óvissu sem skap- ast við endanlegt skipulag og fram- kvæmd komandi skólaárs.“ Ljóst þykir að lengri frestur hefði ekki valdið auknum kostnaði því að á þessum tíma eru flestir starfs- menn stjórnkerfis Háskóla Íslands í fríi, þ. á m. starfsmenn Nemenda- skrár. Á þessum tíma eru margir stúd- entar í ferðalögum, í vinnu úti á landi eða á sjó og því er líklegt að svo stuttur frestur eigi eftir að valda töluverðum vandræðum. Stjórn Stúdentaráðs hvetur há- skólayfirvöld til að lengja frestinn og endurgreiða þeim nemendum sem hafa nú þegar greitt 15% álög- ur á innritunargjaldið. Stúdentaráð hefur beðið eftir við- brögðum háskólans í tíu daga án þess að fá viðunandi svör og ítrekar því ósk sína um skjóta úrlausn málsins.“ Stúdentaráð mótmælir stutt- um fresti á greiðsluseðlum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.