Morgunblaðið - 20.07.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 20.07.2002, Síða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 33 Á HÁDEGISTÓNLEIKUM í Hall- grímskirkju í dag kl. 12 og á fjórðu kvöldtónleikum Sumarkvölds við orgelið annað kvöld kl. 20 kemur fram ungur eistneskur organisti, Katrin Meriloo. Hún er fædd árið 1974 og þykir einn fremsti organisti á Norðurlöndum og Eystrasalts- löndunum. Á efnisskrá beggja tón- leika hennar eru m.a. verk eftir landa hennar, Peeter Süda, er lést árið 1920 aðeins 37 ára gamall, en hafði mikil áhrif á þróun tónlistar og tónlistarlífs í Tallinn. „Süda var menntaður í St. Pét- ursborg, vegna þess að enga fram- haldsmenntun var að fá í Tallinn á þeim tíma í tónlist. Þar lagði hann stund á tónsmíðar og orgelleik,“ segir Meriloo í samtali við Morg- unblaðið, en Süda átti síðar eftir að verða einn af stofnendum tónlist- arháskólans þar. „Að mínum dómi er hann eitt af okkar bestu tón- skáldum, að minnsta kosti frá upp- hafi 20. aldarinnar. Hann samdi ein- ungis fyrir orgel, og tónlistin hans er mjög mögnuð og ákaflega sér- stök.“ Meriloo mun leika Hjarðljóð eftir Peeter Süda á tónleikunum í dag, en í því notast hann við þjóðlag frá heimaslóðum sínum. Hún mun einn- ig leika Konsert í d-moll eftir Ant- onio Vivaldi, sem er umritaður af Johann Sebastian Bach, og Tilbrigði við frumsamið stef op. 47 í a-dúr eft- ir Þjóðverjann Adolph Friedrich Hesse. Á tónleikum sunnudagskvöldsins er dagskráin viðameiri. Þar mun Meriloo leika Fantasíu í a-dúr eftir César Franck frá árinu 1878, Prelú- díu í g-dúr eftir Nicolaus Bruhns og tvö fuglaverk frá því snemma á 17. öld. „Hið fyrra er engelski nætur- galinn, eftir óþekktan höfund, og hið síðara hitt er Hanadansinn eftir Michael Praetorius,“ segir Meriloo. „Eftir þau mun ég leika svolítið fyndið verk, nokkuð djassað í hljóm- um, sem er eftir Zsolt Gardonyi frá Ungverjalandi.“ Meriloo mun þá leika Piéce d’Orgue, sem er eitt þekktasta verk Johanns Sebastians Bach. Þá leikur hún tvö verk um krómatískt stef eftir Peeter Süda, Basso ostinato og Ave Maria. Tón- leikunum lýkur svo með Sálma- fantasíu op. 40 nr. 3 eftir Max Reger. „Orgelið hér í Hallgrímskirkju hefur mjög góðan hljóm. Rýmið er mjög mikið og gerir það að verkum að stundum er erfitt að greina ein- staka nótur í hröðum köflum. Það þýðir líklega að ég verð að hægja á tempóinu í nokkrum verkanna,“ segir Meriloo og brosir við. „En það er sérlega gaman að leika hérna og hljóðfærið blæs manni í brjóst mörgum tilfinningum og hugmynd- um.“ Karin Meriloo varð 16 ára gömul organisti við Oleviste kirkjuna í Tallinn og þeirri stöðu hélt hún þar til hún fluttist til Finnlands árið 1993. Fram til ársins 1998 stundaði hún nám við Sibeliusar-akademíuna í Helsingfors undir leiðsögn Kari Jussila. Hún lauk MA-gráðu frá akademíunni með hæstu einkunn mögulegri og er þriðji nemandinn í sögu skólans sem nær þeim árangri. Samtímis stundaði hún nám í orgel- leik í Svíþjóð og lauk prófi frá Há- skólanum í Luleå með hæstu ein- kunn. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun á ferli sínum, en hún starf- ar sem kennari og konsertorganisti og kemur jöfnum höndum fram ein og ásamt einleikurum og einsöngv- urum, kórum og hljómsveitum. Fyrsti geisladiskur hennar kom út árið 1999 og ber hann nafnið The Art of the Old Masters. Meriloo er búsett í Svíþjóð. Eistnesk verk í bland við Bach Morgunblaðið/Jim Smart Katrin Meriloo organisti. Ráðhús Reykjavíkur Heidi Kristiansen opnar sýningu á nær 30 textílmyndverkum. Verkin eru unnin á ásaumi og bútasaumi, vatnsstungin, auk ásaumsverka á ullarflóka. Þetta er 14. einkasýn- ing Heidiar en um þessar mundir eru 20 ár frá hennar fyrstu sýn- ingu, þá í Ásmundarsal. Heidi hef- ur einnig átt verk á níu samsýn- ingum, bæði hér heima og í útlöndum. Sýningin stendur til 5. ágúst. Gallerí Tukt, Hinu Húsinu Póst- hússtræti 3-5 Marý opnar sína aðra einkasýningu kl. 16 og sýnir að þessu sinni ný olíumálverk. Marý er menntuð háriðnsveinn og starfar á mojo við Vegamótastíg. Hún hefur einnig numið við Mynd- listarskóla Reykjavíkur og stefnir í nánustu framtíð á frekara nám í tengslum við myndlist og hönnun. Sýning stendur til mánaðamóta og er opin virka daga kl. 9- 18. Listasafn Borgarness Sigríður Valdís Finnbogadóttir opnar sýn- ingu á olíumálverkum kl.15. Flest verkin eru unnin á þessu ári og er myndefnið einkum sótt til náttúr- unnar en einnig verða til sýnis portrett af bæði þekktum mönnum og dýrum. Sigríður hefur sótt nokkur nám- skeið í olíumálun en er að öðru leyti sjálfmenntuð. Hún hefur gegnt formennsku myndlistahóps innan handverksfélagsins Hnokka og auk þess verið meðlimur í fé- lagi áhugamanna um myndlist í Borgarnesi sem starfaði um ára- bil. Sigríður hefur m.a. tekið þátt í nokkrum samsýningum á vegum áhugamannafélagsins en sýningin í Listasafni Borgarness er fyrsta einkasýning hennar. Listasafn Borgarness er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarn- arbraut 4-6, Borgarnesi, og verður sýningin opin frá 13-18 alla virka daga og til kl. 20 á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Sýningin stendur til 14. ágúst. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Í sárum. Verk eftir Heidi Kristiansen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.