Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ höfn. En hann er engu að síður mik- ilvægur og þá ekki síst vegna þess að farið verður í framkvæmdir á svæð- inu strax í sumar og það sýnir hug manna til verksins. Og áhugi Alcoa á því að vinna hratt fer mjög vel saman við vilja stjórnvalda að gera einmitt slíkt hið sama.“ Hefur fulla trú á að af álversframkvæmdunum verði Í ræðu G. John Pizzey, aðstoðar- forstjóra Alcoa, kom fram að vinna vegna fyrirhugaðs verkefnis hefði gengið mjög hratt fyrir sig og væri nú komin á það stig að stjórnendur Alcoa hefðu fulla trú á því að af fram- kvæmdunum yrði þó að eftir væri að binda ýmsa enda. „Við munum reisa álbræðslu hér á landi sem við hjá Alcoa teljum okkur geta verið stolt af. Þegar við komum til Íslands, raunar fyrir ekki svo löngu, og kynntum okkur málin kom- umst við að því að hér væri hægt að reisa álbræðslu í hæsta gæðaflokki, bæði hvað snerti framleiðslu og um- hverfissjónarmið. Og raunar þau ströngustu umhverfissjónarmið sem okkur er kunnugt um en þau falla þó vel að okkar markmiðum. Við vissum að þarna vorum við með verkefni í höndunum sem myndi verða að veru- leika. Við munum byggja mjög hag- kvæma og mjög umhverfisvæna ál- bræðslu, bræðslu sem uppfyllir öll hafði verið gert ráð fyrir í tengslum við áform Reyðaráls sem þýði að minni mengun verði af verinu auk þess sem ekki sé gert ráð fyrir raf- skautaverksmiðju. Stefnt sé að því að reisa Kárahnjúkavirkjun en ekki sé útlit fyrir að flytja þurfi raforku frá Kröflusvæðinu. „Í stórum drátt- um er gert ráð fyrir því að í nóv- embermánuði eða við lok hans liggi fyrir samningar milli aðila, þ.e. fjár- festingarsamningur, lóða- og hafnar- samningur þannig að hægt verði að leggja fyrir Alþingi frumvarp til heimildarlaga sem væntanlega yrði afgreitt upp úr áramótum. En Alcoa gerir ráð fyrir að taka lokaákvörðun um þetta verkefni í janúar.“ Samstarfi við Norsk Hydro slitið Valgerður segir að með undirritun viljayfirlýsingar hafi samningsstarfi við Norsk Hydro verið slitið. En eins og fram hafi komið hafi átt sér stað viðræður milli aðila um að Alcoa keypti Reyðarál en þau mál séu þó enn ekki til lykta leidd en vonast sé til að það takist innan tíðar. Þá segir ráðherra að mikilvægt sé að bæði Al- coa og Landsvirkjun styðji áform stjórnvalda um hugsanlegt verndar- svæði norðan Vatnajökuls. „Þetta er mikilvægur áfangi sem við höfum náð þó að við gerum okkur öll grein fyrir því að málið sé ekki í ALCOA MUN reisa 295.000 tonna álver á Reyðarfirði og Landsvirkjun mun ráðast í að reisa Kárahnjúka- virkjun með uppsettu afli allt að 630 megavöttum og er miðað við að hægt verði að afhenda nýju álveri rafmagn snemma á árinu 2007 eða jafnvel fyrr. Undirbúningur virkjunarfram- kvæmda Landsvirkjunar hefst strax í sumar og haust en Alcoa mun bera hluta af þeirri fjárhagsáhættu sem fylgir undirbúningsframkvæmdum. Stjórnendur Alcoa stefna að því að leggja verkefnið fyrir stjórn félags- ins til samþykktar eigi síðar en í jan- úar á næsta ári. Þá stefnir Lands- virkjun að því að leggja raforkusamning fyrir stjórn félags- ins eigi síðar en í desemberlok í ár. Minni mengun en áður var gert ráð fyrir Þetta er meðal helstu atriða sem er að finna í viljayfirlýsingu um mat og hugsanlega framkvæmd á stór- iðjuverkefni sem tekur til byggingar álvers á Austurlandi en Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, G. John Pizzey, aðstoðarforstjóri Alcoa, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu yfirlýs- inguna í gærmorgun. Athygli er vak- in á því að viljayfirlýsinguna í heild má lesa á mbl.is. Í ræðu iðnaðarráðherra kom fram að álverið sé nokkru minna en áður umhverfisskilyrði sem hægt er að hugsa sér. Ég hlakka til þess að taka þátt í því að ganga frá endanlegum samningum seint á þessu ári eða snemma á því næsta,“ sagði Pizzey. Greinilegt að hugur fylgir máli Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að þeim sem hlustað hefðu á þær ræður, sem fluttar voru við undirritunina, bland- aðist ekki hugur um að hér fylgdi hugur máli af hálfu þess fyrirtækis sem Landsvirkjun mundi semja við. Þetta væri stærsta fyrirtækið í sinni grein og í því fælist gífurlegt öryggi fyrir Landsvirkjun að eiga viðskipti við slíkt fyrirtæki. „Við höfum fundið fyrir því að fulltrúar fyrirtækisins vilja vinna fljótt og vel og stjórn þess hefur gefið ákveðin og góð fyrirheit. Það sem mestu máli skiptir á þess- ari stund er að við höfum þegar gert samning um að skipta á milli okkar kostnaði vegna framkvæmda sem nauðsynlegt er að fara í nú í sumar og á þessu ári til þess að undirbúa hinar almennu framkvæmdir vegna virkjunarinnar. Þarna er um veru- lega upphæð að ræða og af henni ætl- ar Alcoa að greiða 450 milljónir en fá síðan endurgreitt þegar ráðist verð- ur í aðalframkvæmdirnar.“ Álver Alcoa nokkru minna en Norsk Hydro áformaði að reisa Morgunblaðið/Þorkell Frá vinstri: G. John Pizzey, Valgerður Sverrisdóttir, Friðrik Sophusson og Finnur Ingólfsson. arnorg@mbl.is Stefnt að lokasamkomu- lagi um eða eftir áramót Formlegt samstarf Landsvirkjunar, Alcoa og ríkisstjórnar Ís- lands hófst með und- irritun viljayfirlýsingar í gærmorgun. Arnór Gísli Ólafsson varð var við að bjartsýni gætir um að lokasamkomu- lag takist innan fárra mánaða og af orðum aðstoðarforsjóra Alcoa mátti ráða að ekkert hik væri þar á bæ. FRIÐRIK Sophusson segir að strax frá þeim tíma er hann tók við stöðu forstjóra Landsvirkjunar í upphafi árs 1999 hafi menn farið að ræða við Norðmenn og Reyð- arál og vinna hafi svo að segja staðið yfir allar götur síðan. „Ég veit ekki hvort ég á að þora að segja það,“ heldur Friðrik áfram, „en hugmyndir manna um virkjanir fyrir austan í tengslum við eitthvert ákveðið álver má rekja allt aftur til áranna 1987 og 1988 þegar ég sat í iðnaðarráðu- neytinu. Þá var verið að tala um álver á öðrum stað á landinu en orkuna átti að sækja til jökulánna norðan Vatnajökuls. Þessi hug- mynd er því auðvitað gömul og meira að segja talsvert eldri en þetta.“ Segir Alcoa vera öflugt fyrirtæki Friðrik segir að hingað sé nú komið fyrirtæki sem sé í senn mjög stórt og öflugt og ætli sér að auka álframleiðslu sína á næstu árum. „Það vinnur mjög hratt að þessum málum og hefur fullkom- lega getu til þess því þetta er eitt stærsta álfyrirtæki í heiminum. Sá er munurinn á þessum málum núna og var fyrir nokkrum mán- uðum en þá átti að stofna hluta- félag með takmarkaða ábyrgð í eigu bæði Íslendinga og útlend- inga, þó í minnhlutaeigu Norsk Hydro, til þess að fást við þetta stóra verkefni. Það var auðvitað miklu brothættara samband en núna þegar við eigum viðskipti við þetta gífurlega stóra og öfluga fyr- irtæki sem þarf ekki að leita að einhverjum bandamönnum til þess að mynda hlutafélag heldur ber sjálft ábyrgð á öllu því sem það er að gera hér á landi. Það hlýtur auðvitað að vekja ákveðið traust og tiltrú á það að hlutirnir geti gengið hratt og ákveðið fyrir sig.“ Friðrik tekur þó fram að hann vilji ekki gera lítið úr því sem Norðmenn hafi gert: Verkefnið komið skrefinu lengra en hjá Norsk Hydro „Þeir lögðu vissulega grunninn að því sem komið er í þessu máli og það má ekki vanmeta það. Án þess grunns hefði þetta tekið miklu lengri tíma. En núna, aðeins þremur mánuðum eftir að Alcoa hafði samband við okkur, hefur aðalforstjóri fyrirtækisins komið hingað og kynnt sér aðstæður og þá hefur málið einng verið rætt ít- arlega í stjórn fyrirtækisins. Málið komst aldrei svo langt hjá Norsk Hydro að aðalstjórn fyrirtækisins ræddi málið í fullri alvöru heldur var það einungis gert á vegum framkvæmdastjórnar fyrirtækis- ins. Málið er því að þessu leyti komið lengra en það var á sínum tíma þótt enn eigi eftir að ganga frá stórum málaflokkum, eins og raforkuverði,“ segir Friðrik. Vekur tiltrú á að hlutirnir geti gengið hratt fyrir sig Bjart- sýni fyrir austan „JÚ, ÞAÐ er mjög gott hljóð í mér á þessum morgni,“ sagði Smári Geirsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, að lokinni und- irritun viljayfirlýsingarinnar í gær. „Og hljóðið í Austfirð- ingum er líka afskaplega gott og þar ríkir bjartsýni, menn eru bæði brattir og ánægðir.“ Smári segir að atburðarásin hafi verið ótrúlega hröð: „það eru ekki liðnir fjórir mánuðir frá því að kom yfirlýsing frá Norðmönnum þess efnis að þeir myndu ekki geta staðið við tímasetningar. Og það voru ansi margir sem spáðu því þá að það myndi ekkert gerast í ál- málum næstu árin. Smári segir að menn sýni alvör- una í verki með því að ákveða að fara í framkvæmdir strax í sumar og haust. „Þá alvöru má einnig heyra og skynja af málflutningi aðstoðarforstjóra Alcoa; hann lít- ur svo á að verkefnið sé hafið og hann talar miklu ákveðnara um verkefnið en við, mér liggur við að segja, þorum að gera.“ Flaggað var víða á Austurlandi í gær eftir að skrifað hafði verið undir viljayfirlýsingu stjórnvalda, Lands- virkjunar og Alcoa. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson FARI svo að Alcoa reisi álver hér á landi verður það fyrsta nýja álbræðsl- an sem fyrirtækið hefur byggt í um tvo áratugi. G. John Pizzey, aðstoð- arforstjóri Alcoa, segir það þó fráleitt vera til marks um einhverja stöðnun hjá félaginu. Þvert á móti hafi umsvif Alcoa vaxið mjög mikið á þessum tveimur áratugum. „Við höfum keypt eða yfirtekið allmörg fyrirtæki eða starfsemi þeirra og höfum þannig, og með því að auka afköst í þeim bræðslum sem fyrir voru, stóraukið framleiðslu okkar á áli á síðustu tveimur áratugum eða svo.“ Aðeins fyrsta bræðslan af fleiri á næstu tíu árum Pizzey áréttar að mikil samþjöpp- un hafi orðið í áliðnaði, líkt og í mörg- um öðrum greinum, og að Alcoa hafi verið virkur þátttakandi í því ferli á undanförnum árum og áratugum. „Ástæðan var ekki sú að við vildum ekki reisa nýjar bræðslur heldur komu upp tækifæri til þess að fara aðrar leiðir. Við fáumst við það að framleiða ál og núna er rétti tíminn til þess að athuga möguleikana á því að reisa nýjar álbræðslur. Við erum í þessu sambandi að horfa til næstu tíu ára og stefnum að því að reisa fleiri en eina álbræðslu. En,“ áréttar Pizzey, „þetta verður sú fyrsta.“ Pizzey játar því að vissulega hafi Alcoa unnið mjög hratt á síðustu mán- uðum og vikum. „Jú, það er alveg rétt og við hjá Alcoa erum raunar ekki feimin við að klappa okkur sjálfum á öxlina fyrir það. Og þetta á ekkert síð- ur við um stjórnvöld hér á landi, Landsvirkjun og aðra þá sem að þess- ari vinnu hafa komið. Auðvitað var búið að vinna í hlutunum áður en við komum til skjalanna og án þeirrar forvinnu hefði þetta tekið eitthvað lengri tíma.“ Pizzey segir að Alcoa láti sig umhverfismál miklu skipta og fyr- irtækið skjóti sér ekki undan því að fást við þá hlið málanna. „Við teljum okkur vinna ákaflega gott starf á sviði umhverfismála. Og við höfum því eng- ar áhyggjur af því þótt fjölmiðlar, um- hverfissamtök eða aðrir fari ofan í saumana á þessum málum og um- hverfisstefnu okkar. Við viljum geta mætt ýtrustu kröfum á sviði umhverf- ismála og þótt þrýstingurinn komi kannski að utan frá sættum við okkur við það. Og það hvetur okkur til þess að gera betur í hvert skipti sem við tökumst á við ný verkefni. Þetta á ekki eingöngu við um álbræðslurnar heldur allt sem við gerum.“ Fyrsta nýja bræðslan í tvo áratugi G. John Pizzey, aðstoðarforstjóri Alcoa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.