Morgunblaðið - 20.07.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 20.07.2002, Síða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FERDOWS var 13 ára þegar hún giftist manni sem var 18 árum eldri en hún, og hún var sú kona sem ír- anskt samfélag ætlaðist til að hún væri: Hlýðin og þögul, þrátt fyrir að mega þola barsmíðar og nið- urlægingu. En eftir 30 ára hjóna- band var henni nóg boðið. Hún lét myrða eiginmann sinn, Hedayat, að því er írönsk yfirvöld segja. Ferdows hefur verið fundin sek um morð og dæmd til dauða. Hún er ein af að minnsta kosti tuttugu konum í Teheran sem síðan í febr- úar hafa verið sakaðar um að myrða eiginmenn sína. Til að byrja með voru fregnir af þessum morð- um lítt sýnilegar. Það breyttist þegar þeim fór að fjölga og Íranar fóru að líta á þessi morð sem merki um streitu í samfélaginu. Tortryggði allt „Morð á eiginmanni er nýtt fyr- irbæri í írönsku samfélagi, þar sem karlar ráða ríkjum. Þetta er til marks um, að efnahagslegir erf- iðleikar og félagsleg kreppa er að ná hámarki,“ sagði félagsfræðing- urinn Mohammad Ahmadi. Hann nefndi fjölda vandamála í írönsku samfélagi sem leiddu til gremju og örvæntingar: Nauðungarhjóna- bönd, framhjáhald eiginmanna, getuleysi, fátækt og algeran skort á heilbrigðri afþreyingu. Íslömsk lög landsins banna samgang karla og kvenna sem ekki eru náskyld. Aðrir segja að ástæðuna megi rekja til strangra laga um skilnaði er geri að verkum að konum finnist þær ekki eiga annars úrkosti en að fremja morð til að losna úr hjóna- bandinu. Ferdows hafði sakað eig- inmann sinn um að beita sig of- beldi. „Í þau 30 ár sem við vorum gift barði Hedayat mig sífellt. Hann var efasemdamaður, tor- tryggði allt og treysti mér ekki. Hann gerði mér lífið óbærilegt,“ sagði Ferdows við yfirvöld, sem hafa aðeins gefið upp skírnarnafn hennar. Ferdows borgaði manni 30 millj- ónir ríala, eða um 330 þúsund krónur, fyrir að myrða Hedayat með hnífi fyrir þremur árum, að því er saksóknari segir. Ekki komst upp um glæpinn fyrr en í febrúar sl., er lögregla fann líkams- leifar Hedayats í yfirgefinni bygg- ingu. Hún hafði sagt lögreglu að eiginmaður hennar hefði yfirgefið hana. Bæði Ferdows og leigumorðing- inn voru dæmd til dauða við lokuð réttarhöld í apríl. Fréttir af úr- skurðinum láku út fyrir nokkrum vikum. Refsingin, sem þær konur sem myrða eiginmenn sína fá, er dauði. Sumar hafa þegar hlotið dóm og verið líflátnar. Aðrar eru á dauðadeildum og sumar bíða rétt- arhalda. Þær eru úr öllum þjóð- félagsstéttum. 20 ára barátta „Skilnaður er nærtækasta lausn- in fyrir þær konur sem vilja losna úr lífsfjötrum. En hvers vegna virtu þessar konur þá lausn að vettugi en gripu í staðinn til úr- ræða sem hafa í för með sér dauða- refsingu?“ spurði tímaritið Zanan (Konur). Þótt íranskir menn eigi til- tölulega auðvelt með að fá skilnað verður kona sem leitar eftir skiln- aði að heyja lagalega baráttu sem getur tekið allt að tuttugu ár, sagði lögfræðingurinn Sara Irani. En jafnvel eftir allan þann tíma gæti niðurstaðan orðið sú, að konunni tækist ekki að ógilda hjónabandið. Samkvæmt írönskum lögum er karlmanni heimilt að eiga allt að fjórar konur í einu, en hliðstæðra réttinda njóta konur ekki. Jafnvel þótt eiginmaður haldi framhjá get- ur hann skákað í því skjóli að hafa verið í „tímabundnu hjónabandi“. Slíkt tímabundið hjónaband er heimilt samkvæmt írönskum lögum sem leyfa körlum og konum að vera „í hjónabandi“ svo lengi sem þau kjósa. Þeir sem gagnrýnt hafa þetta fyrirkomulag segja þetta vera lagalega heimild til vændis. Vitni í svefnherberginu? En kona sem situr föst í ofbeld- isfullu hjónabandi á ekki margs úr- kosta gagnvart manni sínum. „Kon- an þarf að fá fjögur karlkyns vitni að því að eiginmaður hennar beiti hana ofbeldi,“ sagði Irani. „Hvern- ig á kona í Íran að geta haft fjóra karlmenn í svefnherberginu hjá sér til að verða vitni að því þegar mað- urinn hennar lemur hana?“ Irani hefur skrifað bækur um málefni kvenna, og segir að morð á eiginmönnum séu „afleiðing nið- urlægingar og misréttis gagnvart konum“, og að fjölgun tilfella und- anfarið ætti að verða til þess að leiðtogar landsins fyndu þörf fyrir að bæta lagalega vernd kvenna. Félagsfræðingurinn Ahmadi sagði að í landi þar sem kynfræðsla sé eiginlega engin geti óhamingja í hjónabandi og heimilisofbeldi sprottið af því, að eiginmenn og eiginkonur kunni ekki að láta vel hvort að öðru. „Mörg hjón njóta ekki kynlífsins,“ sagði Ahmadi. Lögfræðingurinn Abdosamad Khorramshahi segir samfélags- legar breytingar stuðla að morð- unum. „Áður fyrr var samfélagið lokað. Konur máttu ekki einu sinni fara út af heimilinu nema með leyfi eiginmannsins. Nú hafa hlutirnir breyst. Þær láta meira í sér heyra og eru hugrakkari. Konur eru orðnar meðvitaðar um réttindi sín og berjast fyrir jafnrétti.“ Samkvæmt opinberum tölum skildu 44.000 Íranar í fyrra, og var það 12% aukning frá árinu á und- an. Á sama tíma hefur skráðum hjónaböndum fækkað um 4,5 pró- sent. Morðum íranskra kvenna á ofbeldisfullum eiginmönnum hefur fjölgað stórlega „Afleiðing niðurlæg- ingar og misréttis“ Teheran. AP. ’ Morð á eiginmannier nýtt fyrirbæri í írönsku samfélagi, þar sem karlar ráða ríkjum. ‘ LÖGREGLUMENN á verði þar sem hundruð syrgjenda komu saman við þjóðveg í Rutoto í Úg- anda í gær í von um að ná að bera kennsl á ættingja er létust þegar flutningabíll, hlaðinn olíu- brúsum, og fólksflutningabíll rák- ust á í fyrradag með þeim afleið- ingum að yfir 60 manns fórust. Ellefu farþegar í rútunni voru út- lendingar. Brunnin lík fólksins voru enn í flaki rútunnar í gærmorgun og biðu lögreglumenn þess að meinafræðingar frá höfuðborg- inni, Kampala, kæmu á slysstað- inn. Makmot Okello, yfirmaður lög- reglunnar á svæðinu, sagði að í flaki rútunnar hefðu m.a. fundist leifar sex einkennisbúninga með merkjum friðargæsluliða Samein- uðu þjóðanna og væri talið að sex farþeganna hefðu verið friðar- gæsluliðar, með bækistöðvar í nágrannaríkinu Kongó, á leið til Kampala. Bremsur flutningabíls- ins biluðu er hann var á leið nið- ur brekku skammt frá Rutoto, sem er um 290 km vestur af Kampala. Rann bíllinn að minnsta kosti kílómetra og jók hraðann uns bílstjórinn missti algerlega stjórn á honum í krappri beygju og rakst bíllinn þá á rútuna. Flutningabíllinn, sem var með dráttarvagn, var hlaðinn 1.500 tuttugu lítra brúsum af steinolíu, sem er mikið notuð í Afríku við eldamennsku og sem ljósmeti. Sjónarvottar segja að fólkið í rútunni hafi aldrei átt möguleika á að sleppa úr eldinum sem kom upp við áreksturinn. „Ég heyrði gífurlega sprengingu. Ég sá eld- tungur teygja sig til himins, svo gleyptu logarnir bílana í sig, ég hef aldrei fyrr séð svona margt fólk deyja í einu,“ sagði bóndinn Meridad Turyomurugyendo. AP Sorg í Úganda TVEIR kaþólskir prestar sluppu ómeiddir þegar eldsprengjum var kastað að heimili þeirra snemma í gærmorgun í bænum Newcastle, suð- ur af Belfast á Norður-Írlandi. Fjór- um sprengjum og þremur eldsneyt- isbrúsum var kastað að húsi prestanna en þeim tókst að hefta út- breiðslu eldsins. „Þetta var hrein og klár morðtilraun,“ sagði Eddie McGrady, kaþólskur þingmaður á breska þinginu. „Ég vona og bið til Guðs að mennirnir sem þetta gerðu náist mjög fljótlega því annars munu þeir reyna að myrða einhvern annan.“ Töluverð átök urðu í Belfast að- faranótt gærdagsins. Hópar mótmæl- enda köstuðu grjóti og eldsprengjum að nokkrum húsum kaþólskra í Lig- oniel-hverfi í norðurhluta borgarinn- ar. Tvö börn sluppu naumlega þegar eldur barst í svefnherbergi þeirra á jarðhæð eins hússins. Eitt hús eyði- lagðist í eldi og ráðist var að sex öðr- um. Ráðist var að tveimur sjúkrabílum sem komu á staðinn og þurfti að færa tvo sjúkraliða á sjúkrahús til að gera að sárum þeirra. Annar þeirra missti meðvitund þegar múrsteini var kast- að í höfuð hans í gegnum rúðu sjúkra- bílsins og fjarlægja þurfti glerbrot úr auga hins. Sinn Fein gagnrýnir lögreglu Martin Morgan, sem er í flokki hóf- samra kaþólikka á Norður-Írlandi, sagði árásirnar í gær greinilega skipulagðar með það að markmiði að hræða íbúa hverfisins. Lögregla handtók einn þeirra sem að árásunum í Ligoniel stóðu en Gerry Kelly, talsmaður Sinn Fein, stjórnmálaarms Írska lýðveldishers- ins (IRA), gagnrýndi lögregluna fyrir að hafa brugðist seint við. Sagði hann einn hryðjuverkahóp mótmælenda, Varnarsamtök Ulsters, bera ábyrgð á árásunum. Klofningshópur úr IRA, Hinn sanni írski lýðveldisher (RIRA), sagð- ist í gær bera ábyrgð á misheppnaðri sprengjuárás á norður-írska lög- reglumenn á miðvikudag. Sprengju- árásir á Norður- Írlandi Belfast. AP, AFP. HUNDRUÐ þúsunda Írana hrópuðu í gær vígorð gegn Bandaríkjunum og forseta þeirra, George W. Bush, á mótmælagöngum sem áróðursstofn- un íslömsku klerkastjórnarinnar skipulagði. Markmiðið með göngun- um var að sameina írönsk afturhald- söfl og umbótasinna gegn sameigin- legum óvini. Fólkið gekk um götur Teheran og safnaðist saman á Byltingartorginu í miðborginni til að hlýða á þrumandi prédikun Alis Akbars Rafsanjanis, fyrrverandi forseta. Leiðtogar umbótasinna, aftur- haldssamir klerkar og námsmanna- hreyfingar höfðu hvatt fólk til að taka þátt í mótmælunum vegna nýlegrar ræðu Bush forseta þar sem hann gagnrýndi afturhaldsöflin í stjórn Ír- ans. Hann hvatti til umbóta í landinu en íranskir umbótasinnar óttast að stuðningur hans skaði málstað þeirra. „Við hræðumst ekki hótanir!“ hrópuðu mótmælendurnir í Teheran, sem voru um 800.000 að sögn lögreglu en 400.000 að mati blaðamanna. Samskonar mótmæli fóru fram í fimm öðrum borgum Írans. „Stóra Satan mun aldrei takast að skaða Íran,“ stóð á bolum margra mótmælendanna með skírskotun til Bandaríkjanna. „Drepum Bush, drepum Bandaríkin!“ hrópaði fólkið og kveikti í eftirmyndum af Bush og Sámi frænda, persónugervingi Bandaríkjanna. Rafsanjani sakaði stjórn Bush um óeðlileg afskipti af innanríkismálum Írans. „Hún verður að losa sig við hrokann og sætta sig við það þegar þjóð vill ráða örlögum sínum sjálf.“ Fjöldamótmæli gegn Bush í Íran Teheran. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.