Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 56
SIGURÐUR G. Guðjónsson, for- stjóri Norðurljósa, hefur fyrir hönd Norðurljósa ritað Fjármálaeftirlit- inu bréf, þar sem hann sakar Bún- aðarbanka Íslands hf. m.a. um að upplýsa þriðja mann um allar skuldir Norðurljósa við bankann og heildar- fjárhæð þeirra. Þetta háttalag feli í sér brot á þagnarskylduákvæði 43. gr. laga um viðskiptabanka og spari- sjóði. Krefst forstjóri Norðurljósa þess, að Fjármálaeftirlitið greini rík- islögreglustjóra frá niðurstöðum sín- um að aflokinni rannsókn, þar sem telja verði brot Búnaðarbankans og starfsmanna hans gegn Norðurljós- um mjög alvarleg og þess eðlis, að þau séu refsiverð. Þá fer Sigurður þess á leit við Fjármálaeftirlitið að stofnunin taki nú þegar til rannsóknar „þá fyrirætl- un starfsmanna Búnaðarbanka Ís- lands hf. að knýja Norðurljós í gjald- þrot í þágu þriðja manns.“ Í kærunni kemur fram að Búnað- arbankinn hafi í júlí í fyrra lánað Norðurljósum 350 milljónir króna. Lánið hafi borið að endurgreiða með einni greiðslu í júní 2004. Fyrsti vaxtagjalddagi væri 3. desember 2002. Þetta lán hafi nú verið gjald- fellt og Búnaðarbankinn hafi höfðað mál á hendur Norðurljósum. Orðrétt segir m.a. í kærunni: „Þann 13. júní 2002 sendu Norður- ljós Búnaðarbanka Íslands hf. form- legt erindi varðandi aukinn frest til að skila umbeðnum gögnum. Áður en það bréf barst bankanum virðist bankinn hins vegar hafa tekið þá ákvörðun að veita ekki frest og gjald- felldi lánið með tilkynningu dagsettri 12. júní 2002, sem boðsend var Norð- urljósum fyrir hádegi 13. júní 2002. Í niðurlagi bréfisins segir svo: Lögfræðilegar innheimtuaðgerðir Búnaðarbankans á hendur félaginu munu hefjast án frekari viðvörunar. Það gekk eftir því Búnaðarbanki Íslands hf. höfðaði mál á hendur Norðurljósum sem þingfest var þann 27. júní 2002 til heimtu lánsins auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar.“ Síðar segir: „Norðurljós skiluðu Búnaðarbanka Íslands hf. umbeðn- um gögnum þann 14. júní 2002 eins og lofað hafði verið… Eftir að gögn- um hafði verið skilað var þess farið á leit við Búnaðarbanka Íslands hf. að bankinn félli frá málsókn sinni. Bankinn hefur ekki orðið við þeirri ósk, enda komið á daginn að Bún- aðarbanki Íslands hf. eða í það minnsta einhverjir starfsmenn hans hafa tekið að sér fyrir Árna Sam- úelsson, Björgólf Guðmundsson, Einar Sigurðsson, Gunnar Jóhann Birgisson, Hjört Nilsen, Jón Pálma- son, Sigurð Gísla Pálmason og Tryggingamiðstöðina hf. og óstofnað einkahlutafélag þessara aðila, Fjöl- miðlafélagið, að knýja Norðurljós í gjaldþrot. Þessir aðilar koma allir með einum eða öðrum hætti að rekstri annarra fjölmiðla hér á landi svo sem DV og Skjás eins.“ Í kæru Sigurðar kemur fram að samkvæmt þeim fylgiskjölum sem hann sendir Fjármálaeftirlitinu með kærunni séu drög að skjölum frá 29. maí sl. sem stafi frá Búnaðarbanka Íslands. Orðrétt segir: „Sérstaka athygli vekur að í texta þessara skjala upp- lýsir Búnaðarbanki Íslands hf. þriðja mann um allar skuldir Norðurljósa við bankann og heildarfjárhæð þeirra. Þetta háttalag af hálfu starfs- manna Búnaðarbanka Íslands hf. fel- ur í sér brot á þagnarskylduákvæði 43. gr. laga um viðskiptabanka og sparisjóði nr. 113/1996 og verður seint talið í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti.“ Norðurljós kæra Búnaðarbankann til Fjármálaeftirlitsins Saka bankann um brot á lögum um bankaleynd  Kæra Norðurljósa / 10 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞAÐ ER fjör á landsmóti skáta sem haldið er á Akureyri þessa dagana. Eins og sést á myndinni tóku meira að segja málleysingjar þátt í ósköpunum með krökk- unum en veðrið var með allra besta móti fyrir norðan í gær. Hiti fór yfir 20 stig og sólin skein í heiði. Kjöraðstæður fyrir hressa krakka. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Líf og fjör á skátamóti  Klifrað í / 18 SKJÁLFTAHRINA varð við Goðabungu í gærkvöldi og mældust fjórir skjálftar þar milli kl. fjögur og níu. Skjálft- arnir voru á bilinu 1,9 til 2,4 á Richter samkvæmt óyfirförn- um frumniðurstöðum úr sjálf- virkri úrvinnslu sem birt er á vef Veðurstofunnar. Ekki náð- ist samband við jarðskjálfta- fræðing sem gat staðfest þetta. Upptök vestsuðvestur af Goðabungu Fyrsti skjálftinn mældist 1,9 á Richter kl. 16.04 og átti hann upptök sín 3,2 km. vest- suðvestur af Goðabungu. Næsti skjálfti var kl. 18.41 og mældist hann 2,4 á Richter, sá þriðji var mínútu síðar og mældist 2,0 á Richter. Síðasti skjálftinn var kl. 20.24 og var 2,4 á Richter. Skjálfta- hrina við Goða- bungu FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ telur að núgildandi löggjöf feli ekki í sér bann við að stofnfjáreigandi í spari- sjóði geti selt eða framselt þriðja aðila stofnfjárhlut sinn á hærra verði en endurmetnu nafnverði fái hann til þess lögmælt samþykki stjórnar. Eftirlitið skilaði greinar- gerð um yfirtökutilboð Búnaðar- banka Íslands hf. í gær. Stjórn SPRON sendi frá sér yf- irlýsingu þar sem boðað er til fund- ar stofnfjáreigenda mánudaginn 12. ágúst næstkomandi. Á fundin- um verða yfirtökutilboð Búnaðar- banka og niðurstaða Fjármálaeft- irlitsins rædd. Einnig verða skoðaðar tillögur tveggja stofnfjár- eigenda annars vegar um afnám hámarkseignar sérhvers stofnfjár- eiganda og að stjórn SPRON muni ekki standa gegn framsali stofn- fjárhluta í sparisjóðnum hins veg- ar. Stjórn SPRON telur að forsend- ur fyrir yfirtökuáformum Búnaðar- bankans séu brostnar og segir að í greinargerð Fjármálaeftirlitsins komi skýrt fram að stjórn SPRON hafi ekki verið heimilt að sam- þykkja framsal á stofnfjárhlutum samkvæmt samningi Búnaðar- bankans og fimmmenninganna. Í yfirlýsingu frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni stofnfjár- eigenda í SPRON, segir að ljóst sé að samningur fimmmenninganna og Búnaðarbankans, þar sem gert sé ráð fyrir að bankinn greiði fjór- falt hærra verð fyrir stofnfjárhlut- ina en stjórn SPRON hafði uppi áform um, sé lögmætur. Eykur líkur á samruna banka og sparisjóða Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að nið- urstaða Fjármálaeftirlitsins hafi ekki komið sér á óvart og telur að hún auki líkur á og liðki fyrir frek- ari samruna og samstarfi banka og sparisjóða. Að sögn Halldórs mun Landsbankinn nú skoða slíka möguleika fyrir alvöru, komi fram meirihlutavilji til þess hjá stofn- fjáreigendum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir að með niðurstöðu Fjármálaeftirlits- ins sé búið að opna fyrir kaup á sparisjóðum. Mögulegt að framselja stofnfé til þriðja aðila  Málefni SPRON / 14–15 króna. Eignist Pharmaco allt hlutafé í Delta, og sameini þar með fyrirtækin, verður samruninn sá næststærsti í sögu íslenskra fyr- irtækja. Úr fyrirtækjunum tveimur verður til lyfjafyrirtæki með mark- aðsverðmæti upp á um 46 milljarða króna. Að sögn Sindra Sindrasonar, for- STEFNT er að samruna lyfjafyr- irtækjanna Pharmaco hf. og Delta hf. Pharmaco hf. hefur keypt 51% hlutafjár í Delta hf. og mun því, skv. lögum, gera öðrum hluthöfum tilboð í bréf þeirra. Fyrirtækið greiddi 8,5 milljarða króna fyrir hlutinn en markaðsvirði Delta hf. er talið nema um 17 milljörðum stjóra Pharmaco hf., verður sam- runinn ekki gerður í sparnaðar- skyni heldur sé ætlunin að samnýta styrkleika hvors fyrirtækis um sig. Fyrirtækin séu að mörgu leyti ólík þótt þau starfi á sama markaði. Pharmaco hf. kaupir meirihluta í Delta hf.  Bæta hvort / 22 Sautján milljarða / 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.