Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorbjörg Páls-dóttir fæddist á Svínadal í Keldu- hverfi 2. des. 1915. Hún lést á Hrafnistu 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Jónsson og Þorbjörg Hallgrímsdóttir. Systkini Þorbjargar voru Jón, f. 1900, d. 1966, Guðrún, f. 1902, d. 1987, Þórar- inn, f. 1903, d. 1970, Kristján, f. 1905, d. 1977, Árdís, f. 1907, d. 1998, Jónína Kristjana, f. 1908, Kristín Þorbjörg, f. 1911, d. 1985, Ingimundur, f. 1915, og Helga, f. 1915. Móðir Þorbjargar lést af barnsförum sex dögum eftir fæð- ingu þríburanna Þorbjargar, Helgu og Ingimundar. Þorbjörg var tekin í fóstur af hjónunum Björgu Grímsdóttur og Jóni Stef- ánssyni í Garði í Kelduhverfi. Upp- eldisbróðir Þorbjargar er Árni Þór Jónsson, f. 1921. Árið 1937 giftist Þorbjörg Guð- mundi Sigfússyni frá Egilsstaða- koti í Flóa, f. 16. maí 1913. Börn þeirra eru: 1) Jónína, f. 31. jan. 1937, gift Árna Jóhannssyni, f. 2. apríl 1932, þeirra börn eru a) Hrafnhildur, f. 1958, gift Páli Theódórs, f. 1958, þeirra synir eru Rúnar; b) Kolbrún Björg, f. 1961, gift Guðlaugi Laufdal Aðalsteins- syni, f. 1960, börn þeirra eru Tinna Lind og Samúel Aron; c) Þórunn f. 1963, börn hennar og Jóns Björns Ásgeirssonar eru Birgitta Fema og Sveinn Ásgeir, sonur hennar og Franks Booker er Frank Aron, dóttir hennar og Mike Robson er Marselia Joyce; og d) Guðmundur Sævar, f. 1968, kvæntur Guðnýju Másdóttur, f. 1970, synir þeirra eru Leó Fannar og Alexander Már. 5) Árni Þór, f. 5. mars 1946. 6) Þór- dís Gróa, f. 11. ágúst 1949, gift Birni Benediktssyni, f. 3. sept. 1955, dætur þeirra eru a) Ingi- björg og b) Benedikta, dóttir henn- ar og Péturs Kjartanssonar er Halldóra Kristín. 7) Svanhildur, f. 26. des. 1950, gift Eyjólfi Jónssyni, f. 5. mars 1943, dóttir hennar og Tómasar Jónssonar er Berglind, sonur hennar og Sigurðar Stein- dórssonar er Svanberg; 8) Brynjar Heimir Guðmundsson, f. 31. maí 1957, kvæntur Laufeyju Ásgeirs- dóttur, f. 19. maí 1957, börn þeirra eru a) Guðbjörg, f. 1976, maki Gestur Þór Kristjánsson, f. 1972, dóttir þeirra er Írena Björk; b) Karen Hrund, f. 1982, maki Víðir Þór Þrastarson, c) Linda Ósk, f. 1984 og d) Heimir Snær, f. 1990, dóttir hans og Hafdísar Karlsdótt- ur er Vordís, f. 1975, gift Sveini Hafsteinssyni, f. 1973, börn þeirra eru Hafsteinn og Elva Lísa. 9) drengur, f. 25. júní 1958, d. 5. júlí 1958. Útför Þorbjargar fer fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Árni Björn, Fannar og Hlynur; og b) Guð- björn, f. 1960, kvænt- ur Hlín Hólm, f. 1966, börn þeirra eru Helga og Hugi, dóttir Guð- björns og Ragnhildar Gunnarsdóttur er Anna Þrúður. 2) Guð- mundur Sigurpáll, f. 13. júlí 1939, kvæntur Guðnýju Kristjönu Vilhjálmsdóttur, f. 28. júlí 1939, þeirra börn eru a) Kristín Guðný, f. 1961, dóttir hennar og Ásmundar Jóns- sonar er Telma Dröfn; b) Þorbjörg Hlín Guðmundsdóttir, f. 1963, gift Ingva Þór Magnússyni, f. 1963, börn þeirra eru Kristján Þór, Óm- ar Þór og Inga Þórs; c) Guðmund- ur Birgir Guðmundsson, f. 1971, sonur hans og Svanhvítar Sunnu Erlendsdóttur er Daníel Bjartur; og d) Helena Guðmundsdóttir, f. 1975. 3) Garðar, f. 25. mars 1941, maki Valgerður Engilbertsdóttir, f. 19. okt. 1947, þeirra sonur er Engilbert, f. 1981, dóttir hans og Ernu Nilsen er Gyða Kolbrún. 4) Sveinveig, f. 22. des. 1942, gift Ás- geiri Sigurðssyni, f. 27. mars 1929, börn Sveinveigar og Jóns Gísla- sonar eru a) Gísli, f. 1960, kvæntur Guðrúnu Rúnarsdóttur, f. 1961, þeirra börn eru Hrefna Sif og Jón Elsku mamma. Þá er þínu langa og þrautseiga lífsstarfi lokið og komið að kveðjustund. Þú kvaddir okkur að því er virtist sátt við allt og alla. Við fráfall elskulegrar móður er margs að minnast. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég var farinn að fylgja þér til þjónustustarfa sumarlangt á hina ýmsu sveitabæi bæði nær og fjær. Þú kunnir vel við þig í þessu hlutverki enda uppalin við heimilis- og þjónustustörf frá blautu barns- beini. Ég man m.a. eftir okkur á Núpum í Haukadal, Miðhúsum í Biskupstungum og Árkvörn í Fljótshlíð. Þarna áttum við okkar góðu stundir við leik og störf á með- an pabbi var við byggingarvinnu uppi í virkjunum. Hvergi var skemmtilegra að alast upp að sum- arlagi og ekki skemmdi að eiga þess kost að hafa þig jafnframt sér við hlið í sveitinni. Þá eru ógleyman- legar ferðirnar okkar með pabba á Landrovernum austur að Teigi í Fljótshlíð og eins þegar við skrjóð- uðumst norður yfir heiðar og alla leið í Kelduhverfið. Þar varstu kom- in í átthagana. Við dvöldum yfirleitt í Nýjabæ við gott yfirlæti hjá Helgu þríburasystur þinni og Kristjáni bróður ykkar. Að eyðibýlinu Nýja- bæ kom ég síðast í vor og er sann- ast sagna eins og tíminn hafi stöðv- ast þar á bæ fyrir margt löngu. Allt er með svipuðu móti og í minning- unni, hús, tól og tæki. Það er einna helst að Litlaá hafi fært sig heldur nær bæjarstæðinu. Á þessum bernskuslóðum þínum hverfur hugurinn ætíð til baka að Svínadal, heiðarbýli afa og ömmu í landi Ásbyrgis. Það er hreint með ólíkindum hvað var lagt á þau þessa örlagaríku desemberdaga árið 1915. Stórhríðin norðlenska hafði geisað dag eftir dag en inni í kotinu var hlýtt og bjart. Það hafði fáheyrður atburður gerst. Amma hafði fætt þrjú heilbrigð börn, í viðbót við þau sjö sem fyrir voru, og hamingjan var óendanleg. En eins og hendi væri veifað skipaðist veður í lofti. Sex dögum eftir fæðinguna var móðirin öll og eftir sátu grátandi börn og harmi sleginn faðir. Og eins og segir í einni Árbók Þingeyinga: „En það er eins og líkn leggist með þraut. Nýfædda lífið kallar á hjálp. Tilveran er á þessum bæ, barátta um líf og dauða. Tíu munaðarlaus börn, þar af þrír hvítvoðungar, á einangruðu býli, langt inni í heiði, fannkynngi á jörð og lífshætta að reyna að ná sambandi við byggð.“ En afi gamli stóð keikur eins og klettur í ölduróti og neitaði að gef- ast upp og með hjálp einstakra sveitunga tókst að sjá fram úr óhamingjunni. Þér var komið fyrir hjá frændfólki okkar í Garði í sömu sveit og þrátt fyrir ástríkt uppeldi þar á bæ barstu ætíð einkenni for- eldranna. Af öllu að dæma fékkstu geðslag afa Páls í vöggugjöf. Hann var sagður dulur og þögull, en ekki allur þar sem hann var séður. Þessi fáu orð lýsa lundarfari þínu ákaf- lega vel. Þú varst lítið fyrir að flíka tilfinningum þínum, en þeim mun hlýrri varstu innra með þér og annt um alla í kringum þig. Seinna komu svo unglingsárin mín. Þú hafðir stöðugar áhyggjur, ekki síst af bílferðum mínum fyrstu árin og ballferðum. Miðað við allan þann kvíða er ótrúlegt hvað ræst hefur úr. Því er ekki síst að þakka þinni óbilandi móðurást og um- hyggju. Þess fékk svo einnig fjöl- skylda mín öll að njóta. Alltaf var gott að koma í B-götuna. Einatt stóðstu vaktina og aldrei duttu út kaffi- eða matartímar þótt fáir væru eftir í kotinu. Líklega gerðir þú ávallt ráð fyrir einhverju okkar og aldrei brugðust nýbakaðar klein- urnar, flatkökurnar og allt hitt bakkelsið. Elsku mamma, við fjölskyldan munum ætíð minnast þín fyrir allt það sem þú stóðst fyrir og þökkum þér af heilum hug samveruna í þessu lífi. Þín kæru, Heimir, Laufey og fjölskylda. Árið nítján hundruð og fimmtán fæddust þríburar frammi á heið- arbýli í Kelduneshreppi sem hét Svínadalur. Þetta var annan desem- ber, stórhríðin geisaði og enginn læknir var til staðar, enda hvorki sími til að láta vita né var ferða- veður. Amman aðstoðaði dóttur sína eft- ir bestu getu, og börnin komu þrjú, öll heilbrigð. En nokkrum dögum síðar lést móðirin aðeins 39 ára gömul og lét hún eftir sig tíu börn. Sú sem við kveðjum í dag var skírð Þorbjörg eftir móður sinni sem hún missti svo ung. Hún var al- in upp á Víkingavatni í Kelduhverfi en hinir af þríburunum á öðrum bæjum í sýslunni svo og eitthvað af eldri systkinunum, en þau elstu urðu eftir hjá föður sínum sem undi sér ekki annars staðar en á heið- arbýlinu, í stórbrotnu umhverfi Jök- ulsár á Fjöllum og Hljóðakletta,– þar sem hann hefur trúlega lifað sín hamingjusömustu ár. Móðir þeirrar er þetta ritar, Helga, var ein af þríburunum frá Svínadal, en þær systur höfðu lítið sem ekkert samband fyrr en á efri árum, enda búsettar sín í hvorum landsfjórðungnum. En síðustu árin höfðu þær gott samband, og sér- staklega var Þorbjörg, eða Obba eins og hún var kölluð, dugleg að hringja í systur sína og einnig að koma og dvelja hjá henni nokkra daga í senn. Síðustu misserin átti hún við van- heilsu að stríða, en oft talaði hún um að fara til Helgu þegar hún yrði hressari, – en því miður gat ekki af því orðið. Síðustu árin var sjónin næstum farin, svo hún gat ekki lengur sinnt hannyrðum sem var hennar helsta ánægja og afþreying. Obba var þó alltaf andlega hress og fylgdist vel með því sem var að ske í hennar stóru fjölskyldu, en hún átti átta börn svo afkomenda- hópurinn var orðinn stór. Hún fylgdist líka vel með systur sinni, og fyrir kom að hún hringdi til mín ef hún svaraði ekki síman- um, og vildi fullvissa sig um að allt væri í lagi. Síðustu árin dvaldi Obba á Hrafnistu í Hafnarfirði og undi hag sínum þar vel, enda starfsfólk þar gott og gerði sitt til að henni liði sem best. Við mæðgur kveðjum Obbu með söknuði, og óskum henni góðrar heimkomu. Börnum hennar og öðrum ætt- ingjum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Gunnlaug Ólafsdóttir. Eftir að ég eignaðist sjálfur mín þrjú börn hef ég stundum leitt hug- ann að því hvernig langafa mínum, Páli Jónssyni í Svínadal, leið þegar hann stóð uppi einn með tíu börn eftir að langamma mín, Þorbjörg Hallgrímsdóttir, lést af barnsburði, tæpri viku eftir að amma og hinir þríburarnir, Helga og Ingimundur, fæddust. Amma, sem og fimm systkini hennar, var send í fóstur til ættingja í Kelduhverfi. Amma var tekin í fóstur af frænda sínum Jóni Stefánssyni og konu hans, Björgu Grímsdóttur. Hjá þeim bjó hún framundir tvítugt, fyrst að Garði í Kelduhverfi og síðan að Dverga- steini við Seyðisfjörð þar sem Jón var ráðsmaður hjá séra Sveini Vík- ingi en Björg var systir hans. Um tvítugt fór amma suður til Reykja- víkur og réð sig í vist í Grafarholti. Hún hóf ljósmóðurnám í Reykjavík en hvarf frá námi og fluttist aftur til Seyðisfjarðar með tilvonandi eigin- manni sínum, Guðmundi Sigfússyni. Á Dvergasteini hófu þau búskap og þar fæddist móðir mín, Jónína, fyrsta barn þeirra. Að Garði í Kelduhverfi bjuggu þau í nokkur ár þar sem þau stunduðu búskap en haustið 1946 fluttu þau að Fljótsdal í Fljótshlíð. Tæpu ári síðar gaus Hekla og við það fóru innstu jarð- irnar í Fljótshlíðinni undir ösku og flytja þurfti allan búfénað að Kald- aðarnesi í Árnessýslu. Þar bjuggu þau meðan verið var að hreinsa jörðina. Ömmu og afa leið vel í Fljótshlíðinni, þó var amma mikið ein þar sem afi stundaði vinnu útí frá, bæði við smíðar og sjómennsku. Uppúr 1960 fluttu amma og afi til Þorlákshafnar og bjuggu þar í tæp 30 ár, allt þar til afi veiktist 1988. Síðustu æviár sín bjuggu þau á Hrafnistu í Hafnarfirði en afi dó ár- ið 1995. Þegar amma varð 85 ára birtist viðtal við hana og þríbura- systkin hennar, Helgu og Ingimund, en þau voru þá elstu þríburar á Ís- landi. Saga þeirra er um margt merkileg. Þar sem systkinahópur- inn tvístraðist við fæðingu þríbur- anna var um takmarkaðan samgang milli systkinanna að ræða. Þríbur- arnir kynntust ekki fyrr en á full- orðinsárum en frá því amma og Helga kynntust árið 1966 höfðu þær mikið samband sín á milli. Helga bjó lengst af í Kelduhverfi en flutt- ist fyrir 20 árum suður til Reykja- víkur. Ingimundur hefur alla tíð bú- ið í N-Þingeyjarsýslu og hefur undanfarin 40 ár búið að Katastöð- um í Núpasveit með 160 ær. Þríbur- arnir hittust fyrst öll þrjú við jarð- arför systur sinnar árið 1985. Auk Helgu og Ingimundar er Jónína, systir ömmu, á lífi, hún býr hjá dóttur sinni og er ótrúlega ern, 94 ára að aldri. Uppeldisbróðir ömmu var Árni Þór, sonur Jóns og Bjarg- ar. Hann var ömmu alla tíð ákaflega kær og var henni hinn besti bróðir. Ég minnist ömmu helst fyrir þá síð- sumardaga sem ég fékk að eyða hjá henni og afa í Þorlákshöfn. Yngsti móðurbróðir minn er litlu eldri en ég og brölluðum við mikið saman. Amma kom líka oft heim að Teigi og dvaldi þá oft nokkrar vikur í senn. Hún hjálpaði mömmu oft í sláturtíðinni og minnist ég mikillar vinnusemi hennar, einkum við hann- yrðir. Allt til þess síðasta var amma kvik í hugsun, hún fylgdist náið með sínu fólki og hafði betra minni á af- mælisdaga en ég. Síðustu ár átti amma við heilsuleysi að stríða og átti hún erfiðast með að sætta sig við hrakandi sjón. Amma var svo lánsöm að ein dóttir hennar, Svein- veig, starfaði á Hrafnistu og hafði vökult auga með henni á hverjum degi hin síðustu ár. Á þriðja ár hef ég sjálfur starfað í Hafnarfirði og átti þess því kost að líta til hennar vikulega. Á þessum tíma kynntist ég ömmu vel og vil geta þess að á Hrafnistu leið henni vel þrátt fyrir heilsuleysið, eftirtektarvert var hversu vel var um hana hugsað. Vil ég því þakka starfsfólki Hrafnistu kærlega fyrir hlýlega framkomu og umhyggju í hennar garð. Guðbjörn Árnason í Teigi. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt, er áttu’ í vonum, og allt er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna, þú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. (Þýð. B. H.) Elsku yndislega amma mín. Ég kveð þig með trega og mikilli eft- irsjá en ég veit og það er mér hugg- un að nú hefur þú öðlast eilífa ró og frið. Ég vildi bara óska að ég gæti haft þig alltaf hjá mér til að veita mér góð ráð, spjalla og knúsa en þá væri ég sjálfselsk og ósanngjörn og það er ekki það sem þú hefur kennt mér, heldur þvert á móti. Þú ert ein af bestu manneskjum sem ég hef kynnst, þú varst alltaf til staðar og kenndir mér svo margt. Þú hefur lifað ótrúlegu lífi, upplifað bæði skin og skúrir, en alltaf haldið reisn og borið höfuðið hátt og aldrei hef ég heyrt þig kvarta. Þegar ég sit hér og skrifa þetta rifjast upp svo ótal margar fallegar minningar; um þig, um ykkur afa og um okkur þrjú á Oddabrautinni þar sem mitt annað heimili var enda passaðir þú mig frá því ég fæddist og þú hefur alltaf stutt mig og hvatt og gætt þess að ég taki réttar ákvarðanir. Þið afi eruð mér svo kær og eigið svo mikið í mér. Allar yndislegu minningarnar verða mér veganesti í lífinu og þær mun ég varðveita í hjarta mínu og minnast þeirra með mikilli gleði. Nú ertu farin, elsku hjartans amma mín, og kysstu afa frá mér því ég veit að hann tekur á móti þér í eilífðinni. Ég elska þig svo und- urheitt og ykkur bæði. Að lokum vil ég senda þér þetta ljóð af því að ég og þú vitum hvað þér þykir vænt um það. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Ástarkveðja að eilífu. Þín Halldóra Kristín. ÞORBJÖRG PÁLSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.