Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FYRIR nokkrum misserum birtist mynd í fjölmiðlum af palestínsku ung- barni klæddu í skæruliðabúning og með sprengjubelti. Ekki þarf að taka fram að áróðursvél ísraelskra stjórn- valda er fullfær að falsa mun meira en einfalda ljósmynd. Hins vegar var at- hyglin sem þessi mynd fékk í fjölmiðl- um heimsins óskiljanleg. Velunnarar Ísraelsríkis úti um allan heim gengu af göflunum og töluðu um að Palest- ínumenn eldu börn sín á hatri. Þeir þvinguðu Hvíta húsið til að krefjast svara en eins og alltaf var Palestínu- mönnum ekki gefið tækifæri til að koma með svör. Ísraelar hins vegar fengu nóg af tækifærum í sjónvarpi og dagblöðum til að koma með alls kyns ásakanir á hendur Palestínu- mönnum. Í rauninni var birting myndarinnar ekki annað en óþverra- bragð af hálfu Ísraelsmanna. Þessi mynd hefði alveg eins getað verið fölsuð af sérfræðingum Ísraelshers. Ef ekki, þá gæti hún endurspeglað viðhorf fárra einstaklinga en ekki allra palestínskra foreldra. Fáir þeirra sem hafa hneykslast á myndinni hafa spurt sig að því hvað í fjáranum var hópur ísraelskra her- manna að gera á einkaheimili í ókunnri borg, eyðileggjandi húsgögn, hræðandi börn og skoða síðan fjöl- skyldualbúm um miðja nótt? Voru þeir ekki annars að leita að hryðju- verkamönnum? En jafnvel þótt maður sjái ekki í gegnum áróðurinn þá má bera saman myndir. Ísraelskir landræningjar (land- nemar) taka oft myndir af sínum börnum haldandi á sjálfvirkum riffl- um, halda síðan á myndunum stoltir. Auðvitað valda slíkar myndir sjaldan uppnámi eða þá að þær fái talsmann Hvíta hússins til að krefjast skýringa. Ísraelar kenna sínum börnum ofbeldi, það gera landræningjarnir með því að flytja með fjölskyldur sínar á átaka- svæði og búa á landi sem þeir eiga ekki. Palestínsk börn læra vopnaða upp- reisn á unga aldri bara með því að horfa upp á daglegar hörmungar sem stafa af hernáminu. Hernámsríkið hefur þá endanlegt val. Ísraelar geta bundið enda á átökin einfaldlega með því að draga hernámsliðið burt frá Vesturbakkanum og Gaza, rífa niður landránsbyggðirnar og veita Palest- ínumönnum réttindi sem hafa verið svívirt í áratugi. Palestínumenn hafa aðeins eitt val, uppreisn. Það er ekki nema eðlilegt að verjast. Þegar aftökusveitir Ísraelsmanna taka af lífi Palestínumenn (undir hvaða ásökunum sem er) þá gildir einu hvort hinir dauðadæmdu séu umkringdir börnum sínum. Aftöku- sveitirnar hafa oft í aðgerðum sínum myrt börn. Síðan er því haldið fram að Palestínumenn kenni börnum sínum ofbeldi. Hvers vegna ættu palestínsk börn ekki að læra ofbeldi þegar þau verða vitni að fjöldaaftökum gegn nágrönn- um sínum, kennurum og foreldrum? Eða þegar þau eru stöðugt elt, áreitt, barin og niðurlægð af hernámsliðinu? Palestínsk börn vaxa hratt úr grasi, og með þeim sársauki og kvalir. Þau verða fullorðin á unga aldri, eða þegar þau standa frammi fyrir að þurfa að grafa lík foreldra sinna úr rústum heimila sem hernámsliðið hefur jafn- að við jörðu og því miður allt of oft verða þessi börn síðar meir tilbúin í að sækja sína hefnd og hvað gera þau þá? SIGURÐUR ÞÓRARINSSON, Selvogsgrunni 22, Reykjavík. Berum saman myndir Frá Sigurði Þórarinssyni: ÞÓTT mikill mannfagnaður sé að þeim framförum sem ótrauðar tölvur hafa hrundið úr stað, þá blöskrar mörgum hugsandi löndum vorum sú orðasmíð sem komið hefur í kjölfar þeirra. Nú er keppst við að líma sam- an hvers konar orðstofna í því skyni að auðkenna nýjungar sem eiga betra skilið. Sí og æ er talað um „disklinga“, „diskettur“ og önnur örverpi sem eiga hvergi heima í íslenskri tungu. Hvað skal taka til bragðs? Fyrir nokkrum árum lagði ég til að orðið speðill væri langtum betur fallið til að gegna því hlutverki sem „disk- ettu“ væri ætlað, enda minnir það bæði á „spaða“ og einnig þá „spatúlu“ sem góðir tannlæknar beita af al- kunnri snilld. Ég reyndi að fá í lið með mér einn af helstu menntamönnum þjóðarinnar til að styðja framgang „speðils“, en hann þverskallaðist við, enda var brátt farið að ræða um aðra hluti sem varða íslenska menningu. Þá nefndi snillingur merkilegt atriði og ég glopraði út úr mér spurdaga: „Ætti ekki að geyma þetta í Speðla- banka Háskólans?“ Þá sagði speking- ur: „Nú rataðist þér satt orð á munn og þar með hefur speðill eignast öruggan tilverurétt í tungunni.“ Síðar datt mér í hug að þetta væri sennilega helsti alvarlegt orð til að nota hvers- daglega og stakk upp á orðinu pjara í staðinn, en enginn hefur orðið til að styðja „pjöruna“ mína að neinu ráði. Orðtakið „rafbréf“ um þau skilaboð sem ganga úr einni tölvu í aðra er bæði ljótt og illa hugsað. Fyrir nokkru endurvakti ég orðið þura til að nota í þvílíku skyni og um undanfarna mánuði hef ég beitt því umsvifalaust og nú hafa nokkrir vinir mínir sætt sig við það. Ég læt mig dreyma um að þura muni eiga glæsilega framtíð fyr- ir höndum, ekki síður en orðið sími sem forðum þótti verr til fallið en bæði fónn og firðtal. Nú skal þess minnst um þuru sem forðum merkti „ör“ að orðið er skylt sögninni að þyrja, sem merkti „að æða áfram, fara hratt“; yfirleitt er mikill asi á þeim þurum sem skotið er úr einni tölvu í aðra. HERMANN PÁLSSON 14 Royal Terrace Mews, Edinborg, Skotlandi. Af pjörum og þurum Frá Hermanni Pálssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.