Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 19 Höfðabakki - til leigu - mjög hagstæð leiga Atvinnuhúsnæði Góð lofthæð, mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði. Mögulegt er að skipta eigninni upp í smærri einingar. Húsnæðið hefur verið í notkun fyrir höfðustöðvar Marels. Hentar fyrir ýmiss konar starfsemi, s.s iðnað, heildsölur, skrifstofustarfsemi o.s.frv. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignafélag. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 899 9271 „JÚ, ÉG get ekki neitað því, hrein- skilnislega sagt, að það kom mér á óvart. Það var ekkert sem benti til þessarar breytingar og kom ekki fram í kosningabaráttunni,“ segir Einar Njálsson, fráfarandi bæjar- stjóri í Grindavík, þegar hann er spurður að því hvort ákvörðun nýs meirihluta í bæjarstjórn um að endurráða hann ekki til starfa hafi komið honum á óvart. Að þessu sögðu lætur hann þess þó getið að hann hafi fengið það á tilfinn- inguna, að breyting kynni að verða á sínum persónulegu högum án þess að hann geti rökstutt það á annan hátt en að hann hafi dreymt fyrir því. Einar hefur verið bæjarstjóri í Grindavík í fjögur ár en var áður bæjarstjóri á Húsavík í átta ár. Nýr meirihluti Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ákvað að byrja með hreint borð eftir kosningar og skipta um bæjarstjóra. Þegar það lá fyrir var Einar ekki á þeim bux- unum að leita eftir lausum stól bæjarstjóra en réð sig síðan í þetta erilsama starf hjá meira en tvöfalt stærra sveitarfélagi, Árborg, og tekur þar til starfa á mánudag. „Þegar þessi staða kom upp var ég ákveðinn í því að hætta bæj- arstjórastörfum og reyna fyrir mér á nýjum veiðilendum. Ætlaði að taka mér frí, hugsa mín mál og hlaða batteríin. Þess vegna hafnaði ég nokkrum tilboðum sem ég fékk strax og ljóst varð um málalok hér og sótti ekki um nein slík störf. En þegar forystumenn nýs meirihluta í bæjarstjórn Árborgar höfðu sam- band við mig, eftir að þeir höfðu ákveðið að hafna öllum umsóknum um starf bæjarstjóra, gat ég ekki skorast undan því trausti sem mér var sýnt og ákvað að hefja við- ræður við þá í fullri alvöru. Nið- urstaðan varð sú að gerður var ráðningarsamningur við mig,“ seg- ir Einar. Skipulag og Saltfisksetur Hann segir að tíminn í Grinda- vík hafi verið einstaklega skemmti- legur og segir Einar að sér og konu sinni, Sigurbjörgu Bjarna- dóttur, hafi verið vel tekið þegar þau settust þar að fyrir fjórum ár- um. Þá hafi samstarfið við alla bæjarfulltrúana verið ljómandi gott og þótt skipt hafi verið um meirihluta tvisvar á síðasta kjör- tímabili hafi það ekki bitnað á sér og sáralítið á vinnuandanum og samstöðu um þau mál sem varða Grindavík miklu. Einar nefnir tvö mál, þegar hann er spurður að því hvað standi upp úr af verkefnum síðustu fjög- urra ára, annars vegar gerð að- alskipulags og hins vegar upp- byggingu Saltfiskseturs Íslands. Hann telur að bæði þessi verkefni muni hafa mikil áhrif á þróun Grindavíkur í framtíðinni. Lokið er gerð aðalskipulags Grindavíkur fyrir árin 2000 til 2020, aðeins vantar stimpil um- hverfisráðherra og tilheyrandi deiliskipulagsvinnu. „Í mínum huga eru skipulagsmálin einhver frjóustu og skemmtilegustu málin sem bæjarstjórar koma að og það varðar miklu fyrir framtíðina að vel takist til. Ég tel að þessi vinna hafi heppnast vel hjá okkur og að hún muni nýtast vel.“ Einar hefur unnið mikið að stofnun og uppbyggingu Saltfisk- seturs Íslands og er formaður stjórnar sjálfseignarstofnunar um setrið. Verið er að byggja hús yfir starfsemina og áformað er að opna saltfisksýningu í haust. Einar tek- ur fram að upphaflega hugmyndin sé komin frá Róbert Ragnarssyni sem var markaðs- og ferðamála- fulltrúi Grindavíkur fyrir nokkrum árun en að hún hafi þróast í um- ræðinni. „Ég hef trúað á þessa hugmynd og geri enn. Þessi upp- bygging kostar auðvitað dálitla peninga en ég er sannfærður um að hún mun bera ávöxt sem sam- félagið nýtur góðs af, ef vel verður haldið á spöðunum,“ segir Einar. Hann segir að tilgangur þessarar menningarstofnunar sé að skapa samfélaginu fyllingu og menning- arlega reisn og draga að fleira ferðafólk. Mikill vöxtur hafi verið í ferðaþjónustunni, meðal annars vegna Bláa lónsins, en eitthvað hafi vantað til að laða ferðafólk til bæjarins. Svipuð verkefni en umfangið meira Telur Einar að sín bíði ekki síð- ur áhugaverð viðfangsefni í nýju starfi sem bæjarstjóri á Selfossi. Árborg er um sex þúsund manna sveitarfélag og margt er þar með öðrum hætti en í Grindavík. At- vinnulífið á Selfossi og hinum bæj- unum, sem mynda sveitarfélagið, byggist á iðnaði, verslun og þjón- ustu meðan Grindavík er öflugur sjávarútvegsbær. „Eigi að síður eru verkefnin að mörgu leyti svip- uð. Í Árborg þarf að ljúka miklum holræsaframkvæmdum sem eru hafnar, gera nýtt aðalskipulag fyr- ir sameinað sveitarfélag og byggja upp skóla og leikskóla. Verkefnin eru þau sömu á þessum stöðum og í flestum öðrum sveitarfélögum landsins en vegna þess hversu Ár- borg er mikið stærra sveitarfélög en þau sem ég hef starfað hjá til þessa er samfélagið flóknara og stjórnun þess umfangsmeiri. Þetta er mikil áskorun fyrir mig og verk- efnið spennandi. Við hjónin erum full tilhlökkunar að flytja austur á Selfoss og takast á við nýjar að- stæður. Frá Grindavík fer ég sáttur en með ákveðnum söknuði vegna þess að hér hef ég starfað með góðu fólki og ég óska Grindvíkingum alls hins besta í framtíðinni,“ segir Einar Njálsson. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Einar Njálsson hefur haft mikinn áhuga á uppbyggingu Saltfiskseturs Íslands. Draumurinn sést á bak við hann og er raunar að verða að veru- leika. Áformað er að opna saltfisksýningu í húsinu í byrjun september. Ætlaði að reyna fyrir mér á nýjum veiðilendum Einar Njálsson yfirgaf í gær skrifstofu bæjarstjóra Grindavíkur en situr ekki lengi aðgerðarlaus því strax á mánudag tekur hann til starfa sem bæjarstjóri á Selfossi. Helgi Bjarnason ræddi við Einar á þessum tímamótum í lífi hans. Grindavík AKUREYRI ÞRIÐJU tónleikarnir í röðinni Sum- artónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir á sunnudag, 21. júlí, kl. 17 í Akureyrarkirkju. Flytjendur að þessu sinni eru Ju- dith og Wolfgang Portugall frá Rheinland Phalz-héraði í Þýskalandi og leika þau á flautu og orgel. Flutt verða verk eftir Carl Reinecke, Jo- hann Ludwig Krebs, Johann Sebast- ian Bach, W.A. Mozart, Zsolt Gar- donyi, Gabriel Fauré og Cécile Chaminade. Judith kennir flautuleik við tón- listarskólann í Heppenheim, hún er félagi í nokkrum kammerhópum og barokksveitum og gaf út geisladisk fyrir fáeinum árum með leik sínum. Wolfgang er dósent í píanó- og semballeik við Johannes Gutenberg- tónlistarskólann í Mainz. Hann hef- ur haldið fjölda tónleika sem einleik- ari og með öðrum og hlotið Mainz- menningarverðlaunin. Tónleikarnir standa í klukkustund og er aðgangur ókeypis. Sumartónleikar í Akureyrarkirkju Þýskir tón- listarmenn leika á flautu og orgel STARFSDAGUR verður í Laufási á sunnudag, 21. júlí og má gera ráð fyrir að margt verði um manninn og mikið umstang í Gamla bænum af því tilefni. Starfsdagurinn hefst með helgi- stund í kirkjunni klukkan 13.30. Síð- an taka við hefðbundin sveitastörf sem tilheyra háannatíma í sveit. Húsbændur og hjú slá og raka í teignum fyrir framan Laufásbæinn en inni við verður fengist við hefð- bundna íslenska matargerð sem gestir geta fylgst með og smakkað á. Aðalviðfangsefni dagsins er þó fata- gerð þ.e. að koma ull í fat og búa til skó. Að loknum annasömum degi verður svo stiginn dans á hlaðinu. Félagar úr Laufáshópnum, Félagi eldri borgara í Eyjafirði og fjölmarg- ir aðrir leggja sitt af mörkum til að gera daginn ánægjulegan með því að sýna fólki verklag fyrri tíma. Gamli bærinn í Laufási er opinn alla daga í sumar frá kl. 10 –18 og er kaffisala í þjónustuhúsi. Starfsdagur í Laufási ÞRIÐJA Hafnarskákmótið verður haldið á morgun, sunnudaginn 21. júlí, og hefst það kl. 11 á grasflötinni við Oddeyrarskála. Skákfélag Akur- eyrar og Hafnasamlag Norðurlands hafa umsjón með mótinu. Hafnasam- lagið leggur til verðlaun, en keppt er um farandbikar. Rúnar Sigurpálsson hefur unnið bikarinn tvö síðustu ár, en sem fyrr segir er mótið nú haldið þriðja árið í röð. Fyrr þennan morg- un kemur skemmtiferðaskipið Arosa blu til Akureyrar en það er rúmlega sjötíu þúsund lesta skip og 243 metr- ar að lengd. Þetta er langstærsta skip sem hefur lagst við bryggju á Akureyri. Hafnarskákmót KVARTETT Ómars Guðjónssonar gítarleikara kemur fram á djasstón- leikum í Deiglunni í Kaupvangs- stræti á sunnudagskvöld, 21. júlí, en þeir hefjast kl. 21. Auk Ómars eru í kvartettinum þeir Eyjólfur Þorleifs- son, saxófón, Helgi Svavar Helga- son, slagverk, og Þorgrímur Jóns- son, kontrabassa. Tónlistin sem leikin verður í Deiglunni er úr göml- um söngleikjum, allt frá Jóni Múla til Coles Porters, sem þeir félagar hafa útsett. Kvartett Ómars ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.