Morgunblaðið - 20.07.2002, Síða 9

Morgunblaðið - 20.07.2002, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 9 Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. 15% aukaafsláttur Nýjar peysur á útsölunni                Ný haustsending Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið laugardag kl. 10-14 Sumarútsalan í gangi Síðumúla 3-5 sími 553 7355 Opið mán.-fös. kl. 11-18, laugard. kl. 11-15. ÚTSALA Undirföt - Sundföt 20-50% afsl. undirfataverslun SJÖ MANNA íslensk fjölskylda heldur í næstu viku til bæjarins Ómó Rate í suðvesturhluta Eþíópíu í Afríku þar sem hún hyggst dvelj- ast næstu tvö árin við kristniboð. Þetta eru þau Bjarni Gíslason kennari, kona hans Elísabet Jóns- dóttir hjúkrunarfræðingur og 5 börn þeirra á aldrinum 5 til 18 ára. Bjarni segir að foreldrar sínir hafi verið kristniboðar í Eþíópíu frá 1961 til 1972 og hafi hann fæðst þar og búið fyrstu 11 árin. „Við hjónin og börn okkar dvöld- umst svo í höfuðborginni Addis Ababa á árunum 1993–1998, en þá starfaði ég sem kennari við norska skóla kristniboðsins þar. Núna verðum við úti á lands- byggðinni þar sem ég mun sinna hefðbundnu kristniboði. Þar starfa predikarar og hlutverk mitt verð- ur að styðja við og hvetja þá til dáða. Í samvinnu við þá og inn- fædda fer fram lestrarkennsla. Þetta helst í hendur við heilsu- starf, þar sem farið verður á ákveðna staði út á meðal fólksins og þar fær það bólusetningar, mæðraskoðun og slíkt. Þetta teng- ist svo boðunarstarfinu sem við munum einnig sinna,“ segir Bjarni. Börnin munu stunda nám Bjarni segir að börn þeirra hjóna muni stunda nám meðan þau dveljast í Eþíópíu. „Elsta dóttir okkar er 18 ára og mun hún verða í fjarnámi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Svo eigum við tvo syni sem fara í sjöunda og níunda bekk og þeir fara í heimavistarskóla í höfuðborginni, en þeir tveir yngstu, sem eru fimm og átta ára, verða í heimakennslu og mun kon- an mín sjá mestmegnis um að kenna þeim,“ segir hann „Við hlökkum öll til ferðarinnar, en það var sameiginleg ákvörðun fjölskyldunnar að takast á við þetta.“ Fyrstu kristniboðarnir fóru til Ómó Rate árið 1995, en þjóðflokk- urinn sem býr á starfssvæðinu kallar sig Dasenets-menn. Nú eru liðin um 30 ár síðan kristniboð- arnir í Konsó í Eþíópíu fóru að ræða það að hefja boðunarstarf meðal þeirra þjóðflokka sem búa fyrir vestan og sunnan Konsó. Svæðið sem fólkið býr á er hrjóstr- ugt og lífsskilyrði erfið. Meðal kristniboða sem starfað hafa í Ómó Rate eru hjónin Guð- laugur Gíslason og Birna Gerður Jónsdóttir, en auk þeirra hafa danskir og norskir kristniboðar verið sendir þangað. Vegna sjúk- dóma hafa þó margir þeirra þurft að hverfa heim eftir tiltölulega stuttan starfstíma. Árið 1999 lauk byggingu kristniboðsstöðvar á landi kirkjunnar, sem er í rúmlega tveggja kílómetra fjarlægð frá bænum. Auk þess hafa verið byggðar þrjár útstöðvar en frá öll- um þessum stöðum er unnið að heilsugæslu, boðunarstarfi og lestrarkennslu. Á morgun verður samkoma á vegum Sambands ísl. kristniboðs- félaga þar sem fjölskyldan verður kvödd. Skúli Svavarsson, fram- kvæmdastjóri sambandsins, segir að starfið í ár kosti kringum 27 milljónir króna. Halda til Eþíó- píu til kristni- boðsstarfa Morgunblaðið/Jim Smart Fjölskyldan sem er á leiðinni til kristniboðsstarfa í Eþíópíu. Bjarni Gíslason er með 5 ára son þeirra Elísabetar Jónsdóttur, Birki, í fanginu og við hlið móður sinnar krýpur Ingunn, 18 ára. Fyrir aftan þau standa, frá vinstri, bræðurnir Markús, 8 ára, Aron, 12 ára, og Elías, 14 ára. GRUNNSKÓLINN á Ísafirði sendi fyrir rúmri viku bréf til foreldra þess efnis að börnum búsettum á Suður- eyri, sem hafa verið skráð í skólann eða sótt hafa um skólavist fyrir næsta haust, verði gert að sækja skóla á Suðureyri frá og með næsta hausti. Jón Arnar Gestsson, íbúi á Suður- eyri, berst ásamt nokkrum öðrum foreldrum fyrir því að börn þeirra fái að halda áfram í Grunnskólanum á Ísafirði og hefur hann sent mennta- málaráðuneytinu bréf þar sem hann óskar eftir að ákvörðunin verði ógild. Hann segir að ekki hafi verið tekið á eineltismálum í skólanum á Suður- eyri. „Það eru tvö ár síðan ég flutti mín börn yfir í skólann á Ísafirði. Núna í haust eiga að fara í skólann átta börn sem voru í skólanum í fyrra. Síðan gerist það í vor að það koma ellefu umsóknir í viðbót frá Suðureyri,“ segir Jón. Að sögn hans voru viðbrögð fræðslunefndar þau að leggja það til að börnunum yrði ekki leyft að sækja skóla á Ísafirði. Hann segir þessa ákvörðun ekki standast þar sem í Ísa- fjarðarbæ hafi ekki verið skilgreind nein skólahverfi, svæðið sé þar af leiðandi eitt skólasvæði og því séu þessar ráðstafanir ekki leyfilegar. „Í öðru lagi þá eru þau hreint og beint að reka börnin úr skólanum á Ísafirði með því að segja þeim upp skólavist- inni og segja þeim að fara annað. Það er bannað að reka börn úr skóla nema einhver hegðunarvandamál og annað slíkt sé í gangi sem er ekki í þessum tilvikum,“ leggur hann áherslu á. Ekki tekið á vandamálum Jón bendir á að í bréfinu hafi verið vísað í bókun fræðslunefndar og eng- ar frekari skýringar hafi fylgt. Það virðist vera yfirvaldsins að ákveða að þetta skuli gert svona og þá sé það skólastjórans að framfylgja því. Spurður um ástæður þess að for- eldrar telji það betra að börnin sæki skóla á Ísafirði, segir Jón að þær séu þær sömu og voru fyrir tveimur ár- um. Hann segir að í skólanum við- gangist einelti og ekki sé tekið á nein- um vandamálum sem komi upp. „Þegar kennararnir eru farnir að taka þátt í einelti líka þá er það orðið enn alvarlegra,“ bendir hann á og segir að nemendur séu kallaðir öllum illum nöfnum. Hann undirstrikar að börnin vilji vera áfram í skólanum á Ísafirði og geti ekki hugsað sér að sækja skóla á Suðureyri á ný. „Þeim líður mjög illa út af þessu og spyrja á hverjum degi hvort þetta sé ekki að verða búið,“ lýsir Jón. Hann bætir við að um fimmtíu börn hafi verið í skólanum á Suður- eyri á síðasta ári þannig að brottfallið nú sé gífurlega stórt hlutfall. „Ég er alveg sammála mönnum í því að þetta grefur undan skólastarfinu þarna. En þetta er ekki rétta leiðin heldur þarf að finna út hvað er að í skóla- starfinu, af hverju krakkarnir eru að fara,“ leggur hann áherslu á. Hann bendir jafnframt á að skólinn hefjist eftir rúman mánuð og ekkert hafi gerst í þessu máli síðan ákvörðunin var tekin. Hann segir að fræðslu- nefndin hafi sett málið svona fram og ætlaði síðan að kanna ástandið í skól- anum á Suðureyri og laga áður en skólinn hæfist. Jón segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda ef börn hans fá ekki að vera áfram í skólanum á Ísafirði. „Það er alveg á hreinu að börnin fara ekki aftur í skólann á Suðureyri í haust, það tekur meira en einn mán- uð að laga það sem var að í skólanum. Ég vil fá bréf frá skólastjóranum á Ísafirði sem segir mér að börnin mín verði áfram í skólanum á Ísafirði,“ segir Jón. Þorleifur Pálsson, bæjarritari á Ísafirði, segir að þessi málefni verði rædd í bæjarráði Ísafjarðar á mánu- dag og bendir jafnframt á að for- stöðumaður skóla- og fjölskylduskrif- stofu komi til starfa eftir sumarleyfi eftir helgi og þá skoði hún málið ásamt fræðslunefnd. Reyna að veikja ekki skólana Þegar hann er inntur eftir hvað sé því til fyrirstöðu að börnin sæki skóla á Ísafirði telur hann að hugsun fræðslunefndar hafi verið fyrst og fremst sú að veikja ekki skólana í hin- um þéttbýliskjörnunum, það er Þing- eyri, Flateyri og Suðureyri, og í þessu tilfelli beinist ákvörðunin að Suðureyri. „Það eru átta börn sem hafa verið í skóla hér á Ísafirði og ellefu sem hafa sótt um til viðbótar. Í jafn litlum skóla og á Suðureyri þá veikir þetta væntanlega skólastarfið,“ segir hann. Þorleifur segist ekki geta sagt til um hvað verði um börnin sem þegar sækja skóla á Ísafirði þar sem það séu aðrir sem taki þá ákvörðun. Sjálf- ur segist hann ekki hafa trú á öðru en að þau sem þegar séu í skólanum haldi áfram og ljúki þar námi. Hann bætir við að það eigi eftir að koma í ljós hvort foreldrar barnanna séu að gera þessar ráðstafanir sökum þess að þeir sætti sig ekki við skóla- stjórnun á viðkomandi stað en það verði farið ofan í saumana á því eftir helgi. „Ég á von á því að það verði rætt við skólastjórnendur á Suður- eyri sem og foreldra á staðnum sem hlut eiga að máli. Ég get ekki gert öðrum upp ákvarðanir en ég veit það og treysti því að það verði unnið að þessum málum fljótt og vel. Það er það gott fólk í þessum störfum,“ legg- ur hann áherslu á. Magnús S. Jónsson, skólastjóri Grunnskóla Suðureyrar, kaus að tjá sig ekki um málið að svo stöddu né um ásakanir um einelti. Nokkrum börnum gert að sækja skóla á Suðureyri Ásakanir um að ekki sé tekið á eineltismálum Ók inn í hrossahóp AFLÍFA varð eitt hross, sem fótbrotnaði er jeppa var ekið inn í hrossahóp á Kjalvegi við Gull- foss um klukkan 1.30 í fyrrinótt. Engin slys urðu á fólki en jepp- inn, sem er nýr, stórskemmdist, en var þó ökufær. Meðgöngulínan slit- og spangarolía Þumalína, Lyf og Heilsa, Lyfja, Heilsuhúsið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.