Morgunblaðið - 20.07.2002, Síða 56

Morgunblaðið - 20.07.2002, Síða 56
SIGURÐUR G. Guðjónsson, for- stjóri Norðurljósa, hefur fyrir hönd Norðurljósa ritað Fjármálaeftirlit- inu bréf, þar sem hann sakar Bún- aðarbanka Íslands hf. m.a. um að upplýsa þriðja mann um allar skuldir Norðurljósa við bankann og heildar- fjárhæð þeirra. Þetta háttalag feli í sér brot á þagnarskylduákvæði 43. gr. laga um viðskiptabanka og spari- sjóði. Krefst forstjóri Norðurljósa þess, að Fjármálaeftirlitið greini rík- islögreglustjóra frá niðurstöðum sín- um að aflokinni rannsókn, þar sem telja verði brot Búnaðarbankans og starfsmanna hans gegn Norðurljós- um mjög alvarleg og þess eðlis, að þau séu refsiverð. Þá fer Sigurður þess á leit við Fjármálaeftirlitið að stofnunin taki nú þegar til rannsóknar „þá fyrirætl- un starfsmanna Búnaðarbanka Ís- lands hf. að knýja Norðurljós í gjald- þrot í þágu þriðja manns.“ Í kærunni kemur fram að Búnað- arbankinn hafi í júlí í fyrra lánað Norðurljósum 350 milljónir króna. Lánið hafi borið að endurgreiða með einni greiðslu í júní 2004. Fyrsti vaxtagjalddagi væri 3. desember 2002. Þetta lán hafi nú verið gjald- fellt og Búnaðarbankinn hafi höfðað mál á hendur Norðurljósum. Orðrétt segir m.a. í kærunni: „Þann 13. júní 2002 sendu Norður- ljós Búnaðarbanka Íslands hf. form- legt erindi varðandi aukinn frest til að skila umbeðnum gögnum. Áður en það bréf barst bankanum virðist bankinn hins vegar hafa tekið þá ákvörðun að veita ekki frest og gjald- felldi lánið með tilkynningu dagsettri 12. júní 2002, sem boðsend var Norð- urljósum fyrir hádegi 13. júní 2002. Í niðurlagi bréfisins segir svo: Lögfræðilegar innheimtuaðgerðir Búnaðarbankans á hendur félaginu munu hefjast án frekari viðvörunar. Það gekk eftir því Búnaðarbanki Íslands hf. höfðaði mál á hendur Norðurljósum sem þingfest var þann 27. júní 2002 til heimtu lánsins auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar.“ Síðar segir: „Norðurljós skiluðu Búnaðarbanka Íslands hf. umbeðn- um gögnum þann 14. júní 2002 eins og lofað hafði verið… Eftir að gögn- um hafði verið skilað var þess farið á leit við Búnaðarbanka Íslands hf. að bankinn félli frá málsókn sinni. Bankinn hefur ekki orðið við þeirri ósk, enda komið á daginn að Bún- aðarbanki Íslands hf. eða í það minnsta einhverjir starfsmenn hans hafa tekið að sér fyrir Árna Sam- úelsson, Björgólf Guðmundsson, Einar Sigurðsson, Gunnar Jóhann Birgisson, Hjört Nilsen, Jón Pálma- son, Sigurð Gísla Pálmason og Tryggingamiðstöðina hf. og óstofnað einkahlutafélag þessara aðila, Fjöl- miðlafélagið, að knýja Norðurljós í gjaldþrot. Þessir aðilar koma allir með einum eða öðrum hætti að rekstri annarra fjölmiðla hér á landi svo sem DV og Skjás eins.“ Í kæru Sigurðar kemur fram að samkvæmt þeim fylgiskjölum sem hann sendir Fjármálaeftirlitinu með kærunni séu drög að skjölum frá 29. maí sl. sem stafi frá Búnaðarbanka Íslands. Orðrétt segir: „Sérstaka athygli vekur að í texta þessara skjala upp- lýsir Búnaðarbanki Íslands hf. þriðja mann um allar skuldir Norðurljósa við bankann og heildarfjárhæð þeirra. Þetta háttalag af hálfu starfs- manna Búnaðarbanka Íslands hf. fel- ur í sér brot á þagnarskylduákvæði 43. gr. laga um viðskiptabanka og sparisjóði nr. 113/1996 og verður seint talið í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti.“ Norðurljós kæra Búnaðarbankann til Fjármálaeftirlitsins Saka bankann um brot á lögum um bankaleynd  Kæra Norðurljósa / 10 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞAÐ ER fjör á landsmóti skáta sem haldið er á Akureyri þessa dagana. Eins og sést á myndinni tóku meira að segja málleysingjar þátt í ósköpunum með krökk- unum en veðrið var með allra besta móti fyrir norðan í gær. Hiti fór yfir 20 stig og sólin skein í heiði. Kjöraðstæður fyrir hressa krakka. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Líf og fjör á skátamóti  Klifrað í / 18 SKJÁLFTAHRINA varð við Goðabungu í gærkvöldi og mældust fjórir skjálftar þar milli kl. fjögur og níu. Skjálft- arnir voru á bilinu 1,9 til 2,4 á Richter samkvæmt óyfirförn- um frumniðurstöðum úr sjálf- virkri úrvinnslu sem birt er á vef Veðurstofunnar. Ekki náð- ist samband við jarðskjálfta- fræðing sem gat staðfest þetta. Upptök vestsuðvestur af Goðabungu Fyrsti skjálftinn mældist 1,9 á Richter kl. 16.04 og átti hann upptök sín 3,2 km. vest- suðvestur af Goðabungu. Næsti skjálfti var kl. 18.41 og mældist hann 2,4 á Richter, sá þriðji var mínútu síðar og mældist 2,0 á Richter. Síðasti skjálftinn var kl. 20.24 og var 2,4 á Richter. Skjálfta- hrina við Goða- bungu FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ telur að núgildandi löggjöf feli ekki í sér bann við að stofnfjáreigandi í spari- sjóði geti selt eða framselt þriðja aðila stofnfjárhlut sinn á hærra verði en endurmetnu nafnverði fái hann til þess lögmælt samþykki stjórnar. Eftirlitið skilaði greinar- gerð um yfirtökutilboð Búnaðar- banka Íslands hf. í gær. Stjórn SPRON sendi frá sér yf- irlýsingu þar sem boðað er til fund- ar stofnfjáreigenda mánudaginn 12. ágúst næstkomandi. Á fundin- um verða yfirtökutilboð Búnaðar- banka og niðurstaða Fjármálaeft- irlitsins rædd. Einnig verða skoðaðar tillögur tveggja stofnfjár- eigenda annars vegar um afnám hámarkseignar sérhvers stofnfjár- eiganda og að stjórn SPRON muni ekki standa gegn framsali stofn- fjárhluta í sparisjóðnum hins veg- ar. Stjórn SPRON telur að forsend- ur fyrir yfirtökuáformum Búnaðar- bankans séu brostnar og segir að í greinargerð Fjármálaeftirlitsins komi skýrt fram að stjórn SPRON hafi ekki verið heimilt að sam- þykkja framsal á stofnfjárhlutum samkvæmt samningi Búnaðar- bankans og fimmmenninganna. Í yfirlýsingu frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni stofnfjár- eigenda í SPRON, segir að ljóst sé að samningur fimmmenninganna og Búnaðarbankans, þar sem gert sé ráð fyrir að bankinn greiði fjór- falt hærra verð fyrir stofnfjárhlut- ina en stjórn SPRON hafði uppi áform um, sé lögmætur. Eykur líkur á samruna banka og sparisjóða Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að nið- urstaða Fjármálaeftirlitsins hafi ekki komið sér á óvart og telur að hún auki líkur á og liðki fyrir frek- ari samruna og samstarfi banka og sparisjóða. Að sögn Halldórs mun Landsbankinn nú skoða slíka möguleika fyrir alvöru, komi fram meirihlutavilji til þess hjá stofn- fjáreigendum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir að með niðurstöðu Fjármálaeftirlits- ins sé búið að opna fyrir kaup á sparisjóðum. Mögulegt að framselja stofnfé til þriðja aðila  Málefni SPRON / 14–15 króna. Eignist Pharmaco allt hlutafé í Delta, og sameini þar með fyrirtækin, verður samruninn sá næststærsti í sögu íslenskra fyr- irtækja. Úr fyrirtækjunum tveimur verður til lyfjafyrirtæki með mark- aðsverðmæti upp á um 46 milljarða króna. Að sögn Sindra Sindrasonar, for- STEFNT er að samruna lyfjafyr- irtækjanna Pharmaco hf. og Delta hf. Pharmaco hf. hefur keypt 51% hlutafjár í Delta hf. og mun því, skv. lögum, gera öðrum hluthöfum tilboð í bréf þeirra. Fyrirtækið greiddi 8,5 milljarða króna fyrir hlutinn en markaðsvirði Delta hf. er talið nema um 17 milljörðum stjóra Pharmaco hf., verður sam- runinn ekki gerður í sparnaðar- skyni heldur sé ætlunin að samnýta styrkleika hvors fyrirtækis um sig. Fyrirtækin séu að mörgu leyti ólík þótt þau starfi á sama markaði. Pharmaco hf. kaupir meirihluta í Delta hf.  Bæta hvort / 22 Sautján milljarða / 22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.