Morgunblaðið - 24.07.2002, Page 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
breytingu á deiliskipulagi í tengslum
við gerð settjarna sem fyrirhugað er
að útbúa í Elliðaárdal.
Um er að ræða fimm settjarnir, í
Grænugróf, við Lágaberg – Sporð-
hyli, Hóla – Hraun, í Víðidal við
dælustöð OR og við Árbæjarsafn.
Að sögn Ólafs Stefánssonar, deild-
arstjóra hjá Gatnamálastofu, er
stefnt að því að hefja framkvæmdir
við settjarnirnar í haust og á fram-
kvæmdum að ljúka næsta vor. Ekki
liggur þó fyrir hvenær hafist verður
handa við settjörn við Árbæjarsafn,
að sögn Ólafs.
Í tillögu Landslags ehf. að set-
tjörnum í dalnum er bent á að allt El-
liðaárdalssvæðið sé á náttúruminja-
skrá og njóti borgarverndar vegna
hins einstaka náttúrufars og útivist-
armöguleika sem þar eru. Í Grænu-
gróf og Lágabergi – Sporðhyljum
kemur fram að náttúrufar svæðisins
einkennist af grjótholti sem búið er
að gróðurvæða. Fura, birki, greni og
náttúrulegur lyngmói eru tegundir
sem mjög eru sýnilegar í holtunum.
Við Hóla – Hraun stendur skipulags-
svæðið við misgengi með sérlega fal-
legu fallegu klappar- og klettabelti.
Settjörnin í Víðidal mun hins vegar
liggja við nokkuð bratt grjótholt og
að lægð þar sem núverandi vatns- og
holræsislagnir liggja. Sjálf lægðin er
því raskað land sem þó er orðið
nokkuð gróið, að því er fram kemur í
náttúrulýsingu á svæðinu. Settjörn
við Árbæjarsafn hefur hins vegar þá
sérstöðu að vera inni á Árbæjar-
safnssvæðinu næst gömlu pakkhús-
unum.
Á svæðinu þar sem settjarnirnar
verða er fyrir 3 m breiður malbik-
aður göngu- og hjólastígur og mal-
arstígar sem tengjast inn á hann.
Bent er á að töluverð umferð gang-
andi og skokkandi sé um stíginn.
Í tillögum Landslags kemur fram
að markmið framkvæmdanna sé að
minnka mengunarálag frá ofan-
vatnskerfum sem nú berst í Elliða-
árnar. Því verði náð með því að fella
út óuppleyst, botnfellanleg efni, t.d.
sand, málningarflygsur, malbiksslit,
þyngri aðskotahluti o.fl. sem berast
frá gatnakerfum, bílaplönum og þak-
flötum. Auk þess skiljast að í set-
tjörnunum eðlisléttari efni. Með
þessu fyrirkomulagi verði hægt að
bregðast við mengunaróhöppum
sem kunni að verða innan áhrifa-
svæða þeirra ofanvatnskerfa sem
tengd verða settjörnunum.
Fram kemur að mesta dýpi í tjörn-
unum miðað við stöðugt vatnsborð
verði 1,2 m. Næst bakkanum um-
hverfis tjörnina verði eins metra
breitt svæði þar sem dýpi verður 0,2
m. Svæðið gegni því tvíþættu hlut-
verki, annars vegar sem öryggis-
svæði og hins vegar að mynda svæði
á bökkum tjarnanna þar sem vot-
lendisgróður á auðveldara með að
festa rætur og dafna. Þá er lagt til að
umhverfis tjarnirnar verði gróður-
vætt til fegrunar og til að hindra
beint aðgengi að tjörnunum. Einnig
verður á svæðunum undirliggjandi
siturkerfi sem tryggir betri hreinsi-
virkni gagnvart þungmálmum.
Íbúar fái tækifæri til að fylgjast
með framgangi verksins
Athugasemdir vegna fyrirhugaðra
settjarna í Elliðaárdal bárust frá
íbúum við Lágaberg þar sem meðal
annars er bent á að engin reynsla sé
af virkni slíkra tjarna við íslenskar
aðstæður. Fulltrúar D-lista í skipu-
lags- og byggingarnefnd óskuðu
bókað að fulltrúar sjálfstæðismanna
taki undir meginsjónarmið samtaka
íbúa við Lágaberg og telji mikilvægt
að fulltrúar íbúasamtakanna sem og
aðrir fái tækifæri til að fylgjast með
framgangi málsins. Fram kemur
m.a. í tillögum samtaka íbúa við
Lágaberg að framkvæmdir við set-
tjarnir og rekstur þeirra skuli vera
þriggja ára tilraunaverkefni í um-
sjón Gatnamálastofu og að þeim tíma
liðnum verði boðað til fundar eða
þings þar sem gagnsemi tjarnanna
verði metin og reynsla af þeim.
Sigurður Skarphéðinsson
gatnamálastjóri bendir á í bréfi til
skipulags- og byggingarsviðs að við
hönnun settjarnanna hafi verið
stuðst við reynslu af slíkum
mannvirkjum erlendis, bæði
Þýskalandi og Svíþjóð, og að engin
ástæða sé til að ætla annað en að ár-
angur verði hliðstæður því sem þar
er.
Í bréfi sem Þórólfur Jónsson ritar
til umhverfis- og heilbrigðisnefndar
fyrir hönd garðyrkjustjóra kemur
m.a. fram að ekki sé hægt að horfa
fram hjá slysahættu sem getur verið
af tjörnunum þar sem þær séu 1,2 m
á dýpt. Elliðaárnar sjálfar séu
hættulegar en í sumum tilfellum séu
tjarnirnar miklu nær börnum að leik
en árnar sjálfar, ekki síst í
Grænugróf og í Víðidal. Þar er einn-
ig gert ráð fyrir að samráð verði haft
við garðyrkjudeild vegna rasks við
framkvæmdir og vegna frágangs á
gróðri umhverfis tjarnirnar.
Breytingar samþykktar á deiliskipulagi í tengslum við gerð settjarna í Elliðaárdal
Dregur úr mengun-
arálagi frá vatns-
kerfum í árnar
Morgunblaðið/Golli
Markmið framkvæmdanna er að draga úr þeirri mengun sem berst í Elliðaárnar frá ofanvatnskerfum, að því er
fram kemur í greinargerð Landslags ehf. Myndin er tekin við Elliðaár skammt frá rafstöðinni.
!! ./ )$ $#!.$)$0 1
./ )$ 20 1
1 3)$4#$ 5 !
1 67 8
4#$ 5 !
5 !. 9!
! :; !
% !:; !
-!#
-! 8
<5
< $:5
=4# 1
11
> $)
.2
?4$ -! 8
!"#$
!"#
$%
"$
%
%
&'
Reykjavík
Á FIMMTUDAG í síðustu viku
urðu þáttaskil í sögu verslunar-
innar Svalbarða við Framnesveg í
Vesturbænum þegar önnur versl-
un með sama nafni var opnuð við
Reykjavíkurveg 68 í Hafnarfirði.
Svalbarði hefur í um 60 ár selt
fisk og fiskmeti til kröfuharðra
viðskiptavina í bland við aðrar
vörur og segir Ingvar Gunn-
arsson, annar af tveimur eig-
endum verslunarinnar, að höfuð-
áhersla verði áfram lögð á selja
ferskan fisk en einnig harðfisk,
hákarl og sitthvað fleira góðgæti
úr hafinu.
Þá verður í nýju versluninni
bryddað upp á þeirri nýjung að
bjóða upp á heita fiskisúpu í há-
deginu og að minnsta kosti tvær
tegundir af heitum fiskréttum.
Ingvar, sem rekið hefur versl-
unina Svalbarða við Framnesveg í
tvö ár, segist áfram munu reka
gömlu búðina. Tryggir kúnnar í
Vesturbæ geta því andað léttar
og þurfa ekki að hafa áhyggjur af
því að þurfa að fara alla leið suð-
ur í Hafnarfjörð til að kaupa fisk
í Svalbarða. Hann segir Hafnfirð-
inga hafa tekið nýju versluninni
mjög vel en með opnun hennar
fjölgar starfsmönnum um tvo.
Aðspurður segir Ingvar að
ástæða þess að ráðist er í að opna
aðra verslun undir sama nafni sé
að aðkoma að gömlu búðinni sé
ekki eins og best verður á kosið
og lítið um bílastæði í kring.
Hann muni þó halda áfram að
reka þá verslun í óbreyttri mynd.
„Þetta er orðin antík. Og ég er
að verða antík líka,“ segir Ingvar
og hlær við.
Þáttaskil í sögu verslunarinnar Svalbarða
Morgunblaðið/Golli
Ingvar Gunnarsson og Hulda Hannibalsdóttir, eigendur Svalbarða, við
nýja fiskiborðið í versluninni við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði.
Önnur
verslun
opnuð með
sama nafni
Hafnarfjörður
Merkið yfir nýju Svalbarða-
versluninni lætur meira yfir sér
en á þeirri gömlu. Skiltið málaði
Guðmundur Björn Sveinsson.
BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ
ætla að óska eftir því við félags-
málaráðherra að kaupskyldu og
forkaupsrétti sveitarfélagsins
vegna félagslegra eignaríbúða og
kaupleiguíbúða verði aflétt. Málið
var tekið fyrir á bæjarráðsfundi í
gær en það felur í sér að eigendur
íbúðanna geta selt þær á frjálsum
markaði. Á fundi bæjarráðs kom
jafnframt fram að samþykktin
hefði engin áhrif á rétt eigenda fé-
lagslegra eignaríbúða til að óska
eftir að bærinn leysti til sín slíkar
eignir, kjósi þeir það.
Með nýjum lögum um húsnæðis-
mál frá árinu 1998 voru sett
ákvæði sem höfðu þann tilgang að
loka félagslega eignaríbúðakerfinu.
Þrátt fyrir það var gert ráð fyrir
að sveitarfélög hefðu áfram kaup-
skyldu á félagslegum íbúðum, mis-
lengi eftir kauptíma og eðli íbúða.
Kaupskyldan hefur hvílt á íbúð-
unum í 10 til 15 ár og í tilkynningu
frá Garðabæ segir að augljóslega
geti aðstæður fólks breyst mikið á
svo löngum tíma.
Þetta hafi gert eigendum fé-
lagslegra íbúða erfitt að skipta um
húsnæði enda hafi innlausnarverð
félagslegra íbúða verið lægra en
markaðsverð á undanförnum ár-
um.
Bæjarstjórn Garðabæjar sam-
þykkti vorið 2001 að nýta ekki for-
kaupsrétt sveitarfélagsins vegna
félagslegra íbúða eftir að kaup-
skylda fellur niður eftir 10 eða 15
ár. Rökin þá voru þau sömu, þ.e.
að aflétta eins konar eignar- og
búsetufjötrum af eigendum þess-
ara íbúða.
Með breytingu á lögum um hús-
næðismál frá 1998, sem Alþingi
samþykkti vorið 2002, var sett inn
ákvæði um að sveitarfélög gætu
óskað eftir því við félagsmálaráð-
herra að aflétt yrði kaupskyldu og
forkaupsrétti þeirra.
Ákvæðið er tilkomið m.a. vegna
mikils áhuga sveitarfélaga á að
auka frelsi eigenda félagslegra
íbúða til að ráðstafa eignum sínum.
Félagslegar íbúðir
Kaupskyldu og
forkaupsrétti
verði aflétt
Garðabær
SUMARHÁTÍÐ Æskulýðs- og
tómstundaráðs Hafnarfjarðar
verður haldin á Thorsplani í
dag og hefst dagskráin kl.
13.30.
Töframaðurinn Bjarni mun
skemmta gestum og gangandi,
boðið verður upp á víðavangs-
hlaup, kassabílarallí, stígvéla-
hlaup og ýmsar aðrar þrautir.
Þá verða hringekja og raf-
magnsbílar á staðnum. Boðið
verður upp á pizzur og gos,
rappsveitin Diplomatics leikur
og slökkvilið og lögregla keppa
í fótbolta, svo fátt eitt sé nefnt.
Sumarhátíð ÆTH
haldin í dag
Slökkvilið
og lögregla
keppa
í fótbolta
Hafnarfjörður