Morgunblaðið - 24.07.2002, Page 21

Morgunblaðið - 24.07.2002, Page 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 21 HANDTÖKUR liðsmanna grísku hermdarverkasamtakanna 17. nóv- ember hafa valdið miklu róti í sam- félaginu en um leið aukið vonir ráðamanna um að hægt verða að koma samtökunum á kné. Hryðju- verkasamtökin hafa valdið óöryggi og vantrú á getu lögreglunnar í Grikklandi í nær þrjá áratugi. Enn er leitað býflugnabónda á fimm- tugsaldri, Dimitris Koufodinas, og nokkurra af stofnendum samtak- anna en þeir eru nú taldir vera um sextugt. Einn þeirra er kona. Níu manns eru í haldi lögregl- unnar og hafa verið ákærðir fyrir aðild að glæpum 17. nóvember, morðum, vopnuðum ránum og sprengjutilræðum. Alls er talið að samtökin hafi myrt 22, þar á meðal þrjá bandaríska embættismenn, tvo tyrkneska diplómata og all- marga gríska kaupsýslu- og stjórn- málamenn. Á mánudag var Thomas Seferis, 36 ára gamall strætisvagnstjóri, ákærður fyrir fjölda afbrota, þar á meðal sprengjutilræði og þjófnað árið 1989 á léttum flugskeytum í herbækistöð. Seferis, sem er fædd- ur í Þýskalandi og á tvö lítil börn, fær að minnsta kosti 20 ára fang- elsi verði hann fundinn sekur en hann hefur játað að hafa tekið þátt í glæpum samtakanna. Dimitris Moraitis, forstjóri fyrirtækisins sem hann vann hjá, lýsti undir- manni sínum. „Hann var með hreina sakaskrá. Hann var duglegur starfsmaður, gaf blóð þegar farið var fram á það. Hann kom aldrei of seint í vinnuna, þetta var ágætis náungi,“ sagði Moraitis. Traust fjöl- skyldubönd í 17. nóvember Sérfræðingar í hryðjuverka- samtökum furða sig á því sem komið hefur í ljós. „Ég hef kynnt mér hryðjuverk í mörg ár en ég er orðlaus,“ sagði Martia Bossi, fyrrverandi félagi í opinberri nefnd sem barðist gegn hermdarverkum. „Ég er að reyna að átta mig á því hvað lá að baki þessari skipulagningu.“ Lögreglan segir að eitt af því sem hafi gert henni útilokað að koma flugumönn- um inn í samtökin til að stöðva þau hafi verið náin fjölskyldutengsl margra liðsmanna 17. nóvember. Einn bræðranna er hljóðfæra- smiður, annar vél- virki, hinn þriðji fæst við að mála íkona eða helgi- myndir. Hinn síð- astnefndi, Savas Xiros, slasaðist 29. júní af völdum sprengju sem hann var að handleika og þurfti að leita læknishjálpar. Varð atvikið til þess að koma lög- reglunni á sporið og fann hún bæði vopnageymslur og felustaði hermd- arverkasamtakanna. Var Savas Xi- ros fyrsti liðsmaður samtakanna sem lögreglan klófesti þrátt fyrir 27 ára baráttu en á liðnum árum hefur oft reynst erfitt að fá sjón- arvotta til að bera vitni vegna hræðslu almennings við samtökin, að sögn tímaritsins The Economist. Tveir hinna handteknu eru fast- eignasalar og hefur annar þeirra, Iraklis Kostaris, verið sakaður um fjórar morðtilraunir. „Ég veit ekki hvenær þeir höfðu tíma til að taka þátt í ránum og morðum,“ sagði Theodoros Tha- nos, eigandi fasteignasölunnar. „Þeir strituðu frá morgni til kvölds.“ Sumir sakborninganna hafa reynt að útskýra gerðir sínar. „Ég taldi að samtökin væru að gera rétt og væru að ýta undir breytingar í heiminum,“ sagði einn bræðranna þriggja, Christodoulos Xiros. „Smám saman varð mér ljóst að ekkert í þá veru var að gerast, fremur hið gagnstæða, ég hætti að taka þátt í pólitísku starfi fyrir tíu árum en var áfram í sömu blindgöt- unni.“ Barist við herforingjastjórn Samtökin eru kennd við árás sem menn herforingjaklíkunnar, sem var við völd í Grikklandi í nokkur ár á sjöunda og áttunda áratugnum, gerðu á uppreisn- armenn úr röðum stúdenta 17. nóv- ember 1973. Einn hinna ákærðu er Alexandros Yotopoulos, 58 ára gamall marxisti og háskólakennari sem flestir telja að hafi verið for- sprakkinn og helsti hugmynda- fræðingurinn. Fjórir sakborningar hafa játað aðild að morðtilræðum en Yotopou- los vísar því hins vegar algerlega á bug að hann hafi tekið þátt í að- gerðum samtakanna. Hann notaði falskt nafn í meira en 20 ár. Hann fæddist í Frakklandi og var faðir hans þekktur marxisti og sam- verkamaður Leons Trotskís, eins af helstu leiðtogum bylting- armanna í Rússlandi 1917. „Hann kom aldrei of seint í vinnuna“ Dagfarsprúðir launamenn í Grikklandi reyndust lifa tvöföldu lífi morðingja Reuters Alexandros Yotopoulos leiddur inn í skrifstofu yfirvalda í Aþenu í gær. Hann er 58 ára gamall prófessor og talinn helsti hugmyndafræðingur 17. nóvember. Aþenu. AP. ’ Þrír af hinumákærðu eru bræður, synir prests í rétttrún- aðarkirkjunni. ‘ GRAY Davis, ríkisstjóri í Kaliforníu, hefur staðfest nýja mengunarlöggjöf sem fullyrt er að muni hafa áhrif á alla bílaframleiðslu í Bandaríkjunum. Eru bílaframleiðendur ævareiðir vegna lagasetningarinnar en hún gerir ráð fyrir að settar verði strangar reglur um hámarkslosun gróðurhúsaloftteg- unda frá bílum. Kalifornía er fyrsta ríkið í Banda- ríkjunum til að setja mengunarlög- gjöf á borð við þessa en vísindamenn segja aukið magn gróðurhúsaloftteg- unda í andrúmsloftinu valda hækkun hitastigs. Sagðist Davis vonast til þess, er hann staðfesti lagasetn- inguna með undirskrift sinni, að öll ríki Bandaríkjanna – sem og önnur lönd – fylgdu senn fordæminu. Lögin taka gildi 1. janúar nk. og fela í sér að settar verði reglur um mengun bifreiða og er gert ráð fyrir að þær taki til allra bifreiða sem koma á götuna eftir árið 2009. Þá er í lög- unum heimild til setningar reglugerð- ar sem feli í sér tilskipun um að dregið skuli verulega úr losun fólksbíla á gróðurhúsalofttegundum frá og með árinu 2005. Bílaframleiðendur vestanhafs hafa um árabil barist hart gegn því að sett- ar verði reglur í líkingu við þessar. Þykir lagasetningin því mikið áfall fyrir þá. Er talið líklegt að þeir höfði mál fyrir dómstólum en framleiðend- ur halda því fram að þeir bílar, sem nú eru framleiddir, séu þegar þannig út- búnir að tryggt sé að mengun sé með minnsta mögulega móti. Ný mengunarlöggjöf staðfest í Kaliforníu Bílafram- leiðendur afar ósáttir Los Angeles. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.